Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JANÚAR 2002 L ÍKAST til hafa fáir Íslendingar lagt leið sína á Verkamannasafnið í Römersgade 22 í næsta nágrenni við Nørreport-brautarstöðina í Kaup- mannahöfn. Þó alveg borðleggjandi að þeir eigi þangað erindi ekki síður en á Frilandsmuseet vilji þeir á raunsannan hátt kynna sér líf og kjör hins almenna Dana á árum áður. Vafalítið mun mörgum hnykkja við að fá innsýn í heimili hins fátæka verkamanns á liðinni öld og þeim hollt að gera hér nokkurn samanburð. En svona var þetta um alla Evrópu, einkum ber að líta til tímanna þá landsbyggðarfólkið hópaðist í þétt- býliskjarnana í upphafi iðnbyltingarinnar. Ís- lendingar eru á engan hátt sér á báti í hvorugu fallinu, þvert á móti náðu verstu hliðar og dreggjar þróunarinnar ekki svo langt norður. Naut þjóðin hér fámennisins, mikilla vega- lengda og að landið var erfitt yfirferðar. Þessa mótun til nútímaþjóðfélags fékk rýn- irinn í æð á hinni risastóru sýningu, Berlín Berl- ín, í húsi Martins Gropiusar fyrir nokkrum ár- um eins og hann hermdi þá frá. Verkamannasafnið í Kaupmannahöfn líkast brotabroti hennar, nema að hér er vettvang- urinn afmarkaðri og að sjálfsögðu danskari. – Íslendingar, sem komnir voru nokkuð til vits fyrir seinni heimsstyrjöldina, sjá á Verka- mannasafninu ýmsa smálega hluti er hingað á útskerið rötuðu og vekja upp endurminningar sem rata til hjartans. Þetta er löngu horfinn heimur en þó svo nálægur, veröld sem var, áður en mestu hvörf sögunnar urðu í þessum heims- hluta og fátt samt eftir þá kúvendingu. Hér verður lítillega greint frá stórættuðum manni sem valdi sér það hlutskipti að berjast með pentskúfnum fyrir málstað öreiganna og fjármagnaði hugsjón sína með því að mála bankastjóra á færibandi, sem og fleiri í efri þjóðfélagsþrepunum allt upp til sjálfrar drottn- ingarinnar Margrétar Þórhildar. Fullt nafn hans var Arthur Victor Schack von Brockdorff og þarf þá ekki lengur vitnana við um tiginborið blóð. Þetta er mikil ætt og dreifð um Danmörku og Þýskaland, einn litríkasti meðlimur hennar úr langri fortíð telst vafalítið Anna Constance von Brockdorff, f. 1670, sem gefin var Hoym greifa 1699, ríkisstjóra Ágústar sterka af Sax- landi. Hún var dóttir Joachim Brockdorff sem ungur nam í Siena, hlaut náðun eftir að hafa vegið Leopold J. Rantzau í einvígi og særðist í orrustunni í Lund 1676. Hermir sagan að í fjör- ugu teiti með þátttöku Ágústar sterka 1704, tóku viðstaddir að guma af ástkonum sínum, en Hoym greifi þagði hins vegar þunnu hljóði, og þegar menn fóru að forvitnast hvað olli svaraði hann að í ytri sem innri gerð bæri kona sín af öllum öðrum fljóðum. Kóngurinn dró það í efa og Fürstenberg fursti bauðst til að leggja 1.000 dúkata undir, að kæmi hún til hirðarinnar yrði ekki einu sinni tekið eftir henni. Hoym, sem fram til þess tíma hafði haft vit á því að halda fljóðinu frá hirðinni tók veðmálinu og sendi boð til konu sinnar um að koma án tafar til Dresden. Eftir þá fljótráðu gjörð leituðust hinir hver um annan við að halda greifanum svo ölvuðum að hann fengi ekki eftirþanka og sendi gagnboð til frúarinnar lostafögru. Greifinn fékk fljótlega tækifæri til að iðrast sárlega fljótfærni sinnar, því Anna Constance varð er fram liðu stundir nafnkenndust ást- kvenna Ágústar sterka. Segir sagan, að þegar konungur gekk fyrst á fund ríkisstjórafrúarinn- ar hafi hann haft meðferðis hestaskeifu sem hann rétti með bermum höndunum til að undir- tsrika jötuneflda karlmennsku sína. Frúin seldi sig dýrt og konungur varð að ganga að afarkost- um til að komast undir pilsfald hennar bæði hvað digra sjóði ríksidala og gjafir áhrærði, svo sem lystihöllina Pillnitz 1705 og furstalegan bú- stað við hlið hallarinnar árið eftir. Hvorki fyrr né síðar varð ástkona kóngsins honum jafn dýr, sem þó æsti einungis upp í honum afmorslost- ann. Anna Constance var miðja heimsins og engin kona hlaut viðlíka heiður og sóma meðan ástalogarnir brunnu skærast. Konungur lét byggja brú milli hallanna til að vera sneggri í ástarhreiðrið, og mun Ástarbrúin eins og hún nefndist önnur frægasta brú Evrópu er skarar tilfinningaþrungnar kenndir, hin er Andvar- pabrúin í Feneyjum. Sama ár var Anna Con- stance öðluð af Jósefi keisara og fékk titilinn ríkisgreifynja de Cosel, jafnframt því að Brock- dorff-fjölskyldan var tekin upp í ríkisgreif- astandið. Hún fékk viðurnefnið Madame de Co- sel, var lengi fyrsta hjákona konungs og ríkis, Maitresse regnante, Maitresse en titre. Sumt af þessu sagði Brockdorff mér á góðri stund, en annað getur að lesa í bók sem hann skrifaði, Lidt om riddere og Advokater omkring Østersøen, er upphaflega var gefin út á sænsku, en þýdd á dönsku 1974 og inniheldur makalaus- an fróðleik um væringar á þessum slóðum í tím- ans rás, og skarar að sjálfsögðu ættir hans. Sér- stæð og skemmtilega skrifuð bók, sem drjúga athygli vakti og bókarýnar skrifuðu vel um. Brýnt að þetta komi fram því vitneskjan gerir lífsferil listamannsins til muna eftirtektarverð- ari, kominn af einum elsta háaðli Danmerkur varð maðurinn einn rauðasti öreigasinni þjóð- arinnar um sína daga. Victor Brockdorff fæddist á Friðrisksbergi, en ólst að mestu upp í Charlottenlund, faðir hans var skipstjóri á kaupskipum en gerðist seinna stórkaupmaður er fór illa út úr viðskipt- um á krepputímum á þriðja áratugnum. Fyr- irvaralaust stóð fjölskyldan uppi slypp og snauð að heita mátti og vissi trauðla hvernig hún ætti að bregðast við, „það var bara að draga glugga- tjöldin fyrir, sitja og líta vel út“. Skiljanlega lítið aflögu til að uppfylla drauma ungs hæfileika- manns um menntun á listaviði er svo var komið. Fyrstu uppörvun sína fékk Brockdorff frá teiknikennara sínum, Karen Holst, sem hafði verið nemandi myndhöggvarans Kai Nielsens. Meðal skólafélaganna var annar með skyldar tilhneigingar og náttúrugáfur, Sven Havsteen- Mikkelsen, að auk í sömu sporum um lítið bak- land í fjármálum. Báðum vísað í iðnnám 1927, Brockdorff í málun en Mikkelsen silfursmíði. En þetta voru hugumstórir og metnaðargjarnir ungir menn, sem bökkuðu hvorn annan upp, fóru að teikna og mála saman, skoða söfn, sýn- ingar og sækja fyrirlestraraðir á Glyptotekinu. Drepa ófeimnir á dyr hjá þekktum listamönnum sem áttu hug þeirra, með myndir sínar í far- teskinu, meðal annars Ernst Zeuten og Oliviu Holm-Møller, sem urðu lærimeistarar þeirra. Tóku hlutina grafalvarlega, hugðust ekki verða neinir tækifærispíanistar, eins og það er orðað. Varð til þess að þeir gáfu iðnnámið upp á bát- inn í árslok 1929 og hugðust í fyrstu gerast nem- ar málarans Fritz Syberg, en hann var þá orð- inn aldinn að árum og ráðlagði þeim að leita til sér yngri manna. Bauð þeim þó heim til sín til Kerteminde þar sem þeir fengu inni á gisti- heimili en heimsóttu Syberg-fjölskylduna á kvöldin, kynntust fábrotnum lífsmáta lands- byggðarmálarans sem reyndist þeim vel. En Brockdorff fór að ráðum hans og hélt aftur til Kaupmannahafnar eftir nokkra mánuði. Náði þó að verða fyrir áhrifum af hinum sterku tengslum hins aldna málara við list og þjóðfélag, og það mun hafa verið í Kerteminde sem hann komst fyrst í kynni við sósíalismann. Er Brock- dorff spurði Syberg hvort hann þekkti rithöf- und Karl Marx að nafni fékk hann í hendurnar nokkur lítil og vinsæl smárit um sósíalismann. Náði líka að skoða myndlist, hjólaði til Óðinsvéa til að sjá vorsýningu Fjónbúanna þar sem hann hreifst aðallega af málaranum Axel Bentzon, og VINUR MINN BROCKDORFF Málarinn og grafíklistamaðurinn Victor Brockdorff (1911–1994) var húmanisti í orðsins fyllstu merkingu, sósíalisti og barnavinur með mikla ævintýra- og útþrá. Tróð ekki grónar götur í hræringunum fyrir og eftir miðja síðustu öld heldur gerðist fyrsti málari sós- íalraunsæis í Danmörku og hafði þar rokið í fangið ekki síður en formbyltingarmenn. BRAGI ÁSGEIRS- SON hermir af manninum og framningi honum til heiðurs í Verkamannasafninu í Kaupmannahöfn. Commedia dell’arte, 1972. Málarinn, fjölskyldan og vinir í garðinum við Femvejen. Óður til lífsins og hvunndagsins. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Listamaðurinn í garðinum á Femvejen 2, Charlottenlund. Rými með fígúrum 1936, olía á léreft.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.