Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JANÚAR 2002 1. Ekki veit ég hvers vegna eitt tré er öðru stærra ekki veit ég hvers vegna einn dagur er öðrum bjartari Enda grætur hjarta mitt örlög mannanna alla daga jafnt 2. Hér er svo margt að sjá að hafirðu augun opin þarftu ekki að leita Norðurljós braga ísperlur sindra tófuspor prýða fannbreiður þú vaknar morgun hvern við rjúpnahlátur Og þetta kalla menn skammdegi 3. Gjöf vildi ég færa þér Líf rétta hana ástinni og koss á vanga systrum mínum og bræðrum sem gáfust upp misstu trúna á Ríkið Réttinn og Réttindin á manninn og morgundaginn líka Þvínæst Líf vildi ég fljúga langvegu og vekja upp þjóðirnar sem eru ekki lengur til og hinar sem bráðlega hverfa Já, að síðustu Líf óska ég þeim sem eygja ljósið og fegurðina sem þekkja manninn og ástina sem bíða morgundagsins og trúa á hann að gleðin og fegurðin búi sér ból að hamingjan verpi í hreiður þeirra og ástin NILS-ASLAK VALKEAPÄÄ ÞRJÚ LJÓÐ EINAR BRAGI ÞÝDDI F YRIR skömmu barst sú harma- fregn úr Samalöndum að látinn væri langt um aldur fram Nils- Aslak Valkeapää sem tók sér ungur listamannsnafnið Áilloh- as. Hann var höfuðskáld Sama, fjölhæfastur og víðkunnastur samískra listamanna fyrr og síð- ar. Hann fæddist 23. mars 1943 í Palojoensuu í finnska hluta Samalands, var finnskur ríkis- borgari og átti nær alla ævi heima í sepanum sem liggur til norðvesturs milli sænska og norska hlutans, bjó til skamms tíma á föð- urleifð sinni í Pättikkä inná reginheiði við þjóðveginn til Noregs, en settist fyrir fáum árum að í Skibotn í norska hlutanum. Faðir hans var samískur hreinbóndi á finnskri grund, móðirin norskur Sami. Nils-Aslak var kennari að mennt en stundaði aldrei kennslu, heldur komst upp með að lifa í listum öll sín manndómsár. Sennilega hefði hann þó mót- mælt þessu listahjali, því hann segir á einum stað: „Þegar rætt er um samíska list ættu menn að hafa í huga að við eigum okkur sér- stæðan menningararf en höfum tekið frá grannþjóðum ýmis orð eins og stríð og helvíti ... og list og listamaður.“ Ég hlýt samt að taka svo til orða að honum hafi verið allt til lista lagt, og menningarlegur merkisberi þjóðar sinnar var hann öllum fremur. Hann gat sér gott orð fyrir myndlist og skreytti bækur sín- ar sjálfur, var snjall ljósmyndari, gat brugðið fyrir sig leiklist og tónsmíðum ef því var að skipta, fór til dæmis með allstórt hlutverk í fyrstu leiknu samísku kvikmyndinni af fullri lengd (Leiðsögumanninum) og samdi einnig tónlistina, var farsæll ræktunarmaður sam- ískrar tungu, rannsakaði og ritaði um menn- ingararf Sama af meiri nærfærni og metnaði en flestir aðrir. En langþekktastur var hann og er sem jojkari og ljóðskáld. „Jojk var til skamms tíma talið syndsam- legt,“ ritaði hann. „Stundum voru menn dæmdir til dauða fyrir að jojka af því að jojk og trumba voru talin tæki til að nálgast djöf- ulinn og varða veginn til helvítis. Ég er það seint í heiminn borinn að ég slapp við aftöku. En ég hef verið tekinn andlegu kverkataki, dæmdur til vítisvistar. Þar voru að verki ofsa- trúarmenn og sökin sú að hægt er líka að jojka við skál. Síðar var ég sakaður um að spilla fornum menningararfi okkar af því að ég leyfði mér að leika undir á hljóðfæri og end- urnýja jojkið lítillega. Það var dómur sam- ískrar þjóðrembu ... Ég hefði fyrir löngu látið jojk fyrir róða hefði átt að knýja mig til að gegna varðveisluhlutverki segulbands eða hljómplötu. Mér er ljóst að lifandi menning getur aldrei staðið í stað ... Ég vil skapa nýtt, ég vil lifa í þeirri menningu sem ég er borinn til og jafnframt láta straumiðu tímans leika um mig ... Þegar listin á að fara að hlíta boði og banni eru endalokin ekki langt undan. Ein- kenni lifandi menningar eru einmitt hreyfing og stöðug endurnýjun.“ Áillohas var í nokkur ár menningarfulltrúi Alþjóðaráðs frumþjóða og átti þá erindi að rækja í öllum heimsálfum svo að enginn Sami mun hafa gert jafnvíðreist og hann, enda var hann kallaður maður án landamæra. Það víkk- aði mjög sjóndeildarhring hans en rak jafn- framt fleyg milli hans og þröngsýnna heimaln- inga. Milli þess sem hann var á ferðalögum um lönd og álfur bjó hann einn í snotru timb- urhúsi á feðraslóð. Steinsnar frá rennur straumlygn á og lágur niður frá fossi í fjarska berst heim að bænum. Við Rauni Magga Lukkari skáld renndum þar í hlað að áliðnum júlídegi 1986 eftir margra stunda akstur í glaðasólskini og 25 stiga hita í skugga. Áillohas beið okkar á dyra- hellunni, því við höfðum gert boð á undan okk- ur og beðist gistingar sem auðsótt var. Heim- ili hans var með hámenningarbrag og bar því vitni að þar bjó heimsborgari sem hafði til- einkað sér hið eftirsóknarverða í vestrænni nútímamenningu en látið hjómið lönd og leið. Hér voru hljóðfæri út um allt, hljómflutnings- tæki af fullkomnustu gerð og firn af plötum, vandað bókasafn, málverk og listmunir frá öll- um hornum heims og ekkert túrhestarusl. Hver gripur innanstokks var valinn af smekk- vísi allt frá húsgögnum til borðbúnaðar. Og eftir því voru viðtökurnar. Hann hafði inn- réttað sérstakt gestahús með öllum þægind- um sem ferðalangur þarfnast. Þegar við höfð- um skolað af okkur rykið var sest að borðum þar sem hversdagskostur var framreiddur sem veislumatur. Aðalréttur var soðið hrein- kjöt og lostæt súpa. Ljúffeng vín með matn- um. Spörfuglar önnuðust tónlistina – áttu sér bólstað undir þakskegginu, voru á eilífu flögri að og frá utanvið gluggann og gætti ofurlítils óróa í röddinni vegna okkar aðskotafuglanna. Ég er aldrei einn, sagði Áillohas – á sumrin er allt kvikt eins og þið sjáið og fuglarnir þekkja mig; hegðunarmynstrið er annað og þeir syngja í öðrum tón þegar við erum einir heldur en ef gesti ber að garði. Á veturna sækja snjótittlingar heimað húsum og ég gef þeim á fönnina þegar harðnar á dalnum en gæti þó hófs svo þeir venjist ekki af að bjarga sér sjálfir, því að það gæti orðið þeirra bani þegar ég er að heiman. Við sátum og ræddum um heima og geima framundir lágnætti. Um óttubil vaknaði ég við kyrrðina, fór á fætur og fékk mér langa göngu í bjartri öræfanóttinni. Að loknum góðum morgunverði kvöddum við þennan gestrisna son víðernanna og hann leysti okkur út með gjöfum að höfðingjasið. Nils-Aslak gerði sér ljósa grein fyrir veikri stöðu lítillar þjóðar í hörðum heimi þar sem hnefaréttur er ráðandi afl og fann til sterkrar ábyrgðar sem vörslumaður dýrmæts menn- ingararfs og nýskapandi í listum. Um sama leyti og hörðust átök stóðu um Altavirkjunina svonefndu skrifar hann: „Við Samar höfum byggt Samaland frá ómunatíð. Þúsundir ára, tíu þúsund, ef til vill ennþá lengur, enginn veit. Við höfum lifað og lifum enn í náttúrunni og finnum að við erum samgróin henni. Við höfum ekki unnið henni mein, því hún er móð- irin sem gefur okkur lífið. Við höfum líka litið svo á að enginn geti átt land fremur en vatnið í ánum eða loftið sem við öndum að okkur. Við Samar byggðum fyrrum langtum stærra landsvæði. Nöfnin sanna að Finnland var til forna Samaland, einnig Finnmörk. Við vorum hins vegar knúðir til að hopa æ lengra norður og gerðum það illindalaust. En nú er þar komið að framundan liggur ís- hafið. Landrými okkar verður æ minna og minna. Sumum bræðra okkar og systra er nauðugur einn kostur að kveðja Samaland. Við höfum mátt horfast í augu við að þeir sem við urðum að þoka fyrir vilja eiga hvern land- skika, hvern málmstein, ár og vötn, já meira að segja loftið. Þeir telja sig herra náttúrunn- ar, rista og sarga Móður Jörð. Nú vitum við að hvernig sem við reynum með friðsamlegum hætti að verja land okkar verður það tekið af okkur með illu ef ekki fæst með góðu.“ Áillohas gaf út þrjár ljóðabækur á árunum 1974–81: Bjartar vornætur (’74), Syng, þröst- ur, kliða (’76) og Silfuræðar lindarinnar (’81). Árið 1985 voru þær allar endurútgefnar í einni stórri bók mjög fagurri að allri gerð, með myndum eftir listamanninn og nótum að tón- verki við nokkurn hluta ljóðanna eftir tón- skáldið Pehr Henrik Nordgren. Bókin heitir á frummálinu Ruoktu váimmus. Árið 1990 kom hún út í norskri þýðingu eftir Laila Stien und- ir nafninu Vindens veier. Síðar var hún gefin út í nákvæmlega sömu mynd á sænsku undir Á síðum þessarar bókar mætir manni ákaflega geðfellt skáld og drengilega vaxið, stoltur frelsisunnandi með ríka réttlætiskennd og enginn veifiskati – hann „heimtar kotungum rétt“ og segir kúgurum til syndanna. Í ljóð- um hans birtast þau heilbrigðu viðhorf til lífsins á jörðinni sem hugsandi menn um heim allan gera sér æ betur ljóst að sitja verða í fyrirrúmi eigi mannkynið ekki að farast. NILS-ASLAK VALKEAPÄÄ HÖFUÐSKÁLD SAMA E F T I R E I N A R B R A G A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.