Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Page 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. FEBRÚAR 2002 Ástin mín er stundum nærri. Hann hefur loksins sagt mér hann elski mig ég hefi elskað hann svo lengi. Við erum í fjarlægð, en þegar við hittumst snertast hendur okkar, eða hann strýkur létt yfir fótinn minn. Hann á heima annars staðar. Ég bý hér. Einu sinni faðmaði ég hann. Ég hvarf inn í óminni ástar og sælu. Þessi ást er eins og árstíðirnar, alltaf stöðug og heil. Það er gott að elska og vera elskuð, jafnvel í fjarlægð. Ástin mín er eins og uppáhaldsljóðið í uppáhaldsljóðabókinni minni. Hún á sér besta stað í glerskápnum mínum, sýnileg en ósnertanleg. UNNUR J. BJARKLIND Höfundur starfar sem fulltrúi. ÁSTIN MÍN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.