Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. FEBRÚAR 2002 „ÉG VAR að leita að tónlist til að semja dans- verk við sem myndi höfða til yngra fólks,“ segir Richard Wherlock höfundur verksins Lore. Tónlistin sem varð fyrir valinu er írskt þjóðlagarokk hljómsveitarinnar Pogues ásamt söng írska kvennakvartettsins The Fallen Angels. Líklega hitti Wherlock naglann á höf- uðið því fimm ár eru liðin síðan Lore var frumsýnt og það hefur farið víða og notið mik- illa vinsælda meðal nútímadansflokka og áhorfenda. Wherlock er breskur, fæddur í Bristol og átti glæstan feril sem ballettdansari áður en hann lagði skóna á hilluna og hóf að stýra ballettflokkum og semja dansa. Ferill hans á því sviði hefur ekki síður verið glæsilegur því hann hefur tvívegis verið út- nefndur efnilegasti danshöfundur ársins af þýskum tímaritum og árið 1993 var hann val- inn „efnilegasti listamaður ársins“ í Þýska- landi. Wherlock segir að líklega hafi sól hans ver- ið talin hæst á lofti er hann var ráðinn list- rænn stjórnandi Berlínarballettsins. „Ég gerði samning til fimm ára og taldi mig hafa landað stærsta fiskinum í tjörninni. 120 manna dansflokkur, hljómsveit og óperuhús til ráðstöfunar. En ég komst fljótlega að því að ekki var gert ráð fyrir að ég hefði nein áhrif á listræna stefnu, mér var ætlað að halda sömu stefnu, halda allar hefðir í heiðri. Eftir eitt ár þakkaði ég fyrir mig og yfirgaf herlegheitin.“ Ekki er að merkja að hann sjái eftir því. „Mér var síðan boðið starf listræns stjórnanda Borgarballettsins í Basel í Sviss. Það hefur reynst gjöfult samstarf.“ Wherlock er jafnvígur á allar hliðar ball- ettsins, hann telur upp verk og tónlist sem hann hefur verið að semja við á undanförnum árum og þar gætir ýmissa grasa. „Ég hef ný- lokið við að semja dansverk við Kindertoten- lieder eftir Mahler, einnig Vorblótið og Pulc- inella eftir Stravinsky og loks ballett við tónlist eftir Mozart. Þetta er eins konar þver- skurður af því sem við fáumst við í Basel því við viljum halda góðu sambandi við áhorf- endur og bjóða upp á sem fjölbreyttastan seð- il.“ Hann líkir starfi sínu við starf matreiðslu- meistara sem þarf að setja saman sem lysti- legastan matseðil fyrir gestina. „Eitthvað fyr- ir alla svo dansinn verði ekki áhugamál fárra útvaldra. Ég býð fram konfektkassa og gæti þess að hann sé alltaf fullur af góðgæti.“ Þau tvö verk sem Íslenski dansflokkurinn sýnir að þessu sinni eru líkleg til að höfða til breiðs fjölda áhorfenda. Fyrra verkið, Through Nana’s eyes, er eftir ísraelska dans- höfundinn Itzik Galili. „Við erum öll brjáluð þótt við höldum annað, segir hann um verk sitt. Í „Með augum Nönu“ sjáum við konu ganga yfir sviðið með gullfisk í vatnsfylltum barnavagni úr gleri og hundur dansar við tón- list eftir Tom Waits. Tíminn líður og allt breytist fyrir augum hinnar öldruðu og góð- hjörtuðu Nönu. Þarna er krafturinn og húm- orinn í fyrirrúmi. Itzik Galili er margverðlaunaður danshöf- undur. Fyrsta verkið samdi hann árið 1990 þegar hann vildi vita hvort hann gæti yfirleitt búið til dansverk. Svo virtist vera og hann er enn að. Wherlock nýtir sér hinar írsku hefðir sam- eiginlegrar gleði og hreyfingar. „Ég hef alltaf hrifist af lífsgleði Íra og hversu auðvelt þeir eiga með að tjá gleði sína og sorg. Í dansinum er dansað með stóla og múrsteina og hvoru- tveggja vísar til þess sem Írar eru þekktir fyrir í Bretaveldi. Þeir skemmta sér saman og starfa við byggingar. Ég vildi líka bjóða áhorfendum með í leikinn á vissan hátt. Dans- ararnir stappa og klappa í takt, þau dansa fyrir hvert annað og dansa saman, karlmenn- irnir takast á og konurnar syrgja menn sína.“ Þarna er dregin upp mynd af samfélagi sem tjáir tilfinningar í hreyfingu og dansi. Wherlock kveðst hafa mikla ánægju af að vinna með Íslenska dansflokknum. Hann seg- ir flokkinn hafa vakið mikla athygli í dans- heiminum í Evrópu á undanförnum árum og segir það vera árangur stefnu Katrínar Hall listræns stjórnanda flokksins. „Það er mjög spennandi að hér skuli vera svo góður flokkur nútímadansara. Það hefur líka vakið athygli hversu góðir og alþjóðlega þekktir danshöf- undar hafa samið verk fyrir Dansflokkinn á undanförnum árum. Þar nefni ég Jochen Ul- rich, Rui Horta, Jorma Uotinen, Jirí Kylián, að ónefndum okkur Itzik,“ bætir hann við. Hann segir að dansheimurinn byggist upp á persónulegum tengslum. „Dansarar eru mikið á ferðinni og skipta um dansflokka og dans- höfundarnir ferðast á milli. Þannig skapast sambönd og vinátta. Við komum hingað af því að við þekkjum Katrínu og vitum að hún er að gera vel. Við viljum leggja okkar af mörkum til að það geti tekist hjá henni. Eitt sterkasta einkenni Íslenska dansflokksins er hversu samstilltur og einbeittur hann er. Allir eru til- búnir að leggja allt í sölurnar. Það er gaman að vinna með slíku fólki.“ LEGGJA ALLT Í SÖLURNAR Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld verk eftir tvo af fremstu danshöfundum Evrópu, Richard Wherlock og Itzik Galili. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við Wherlock um verk hans Lore og samstarfið við Dansflokkinn. Morgunblaðið/Golli Úr Með augum Nönu eftir Itzik Galili. Morgunblaðið/Golli Úr Lore eftir Richard Wherlock. havar@mbl.is SJALDFUNDNAR söngperlur er heiti tón- leika í Salnum annað kvöld kl. 20 þar sem Hrólfur Sæmundsson barítonsöngvari og Richard Simm píanóleikari flytja verk sem þeir segja ef til vill of sjaldan flutt, eða hafa ekki verið flutt áður hér á landi. Á efnisskránni verða þó líka þekktari verk í bland við þau sjaldheyrðu. Þeir flytja gamansöngva eftir Atla Heimi Sveinsson, lagaflokkinn „Of Love and Death“ eftir Jón Þórarinsson, og ýmis lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Sigvalda Kalda- lóns, Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar og Þorkel Sigurbjörnsson. Einnig verður fluttur laga- flokkur eftir Grieg við ljóð Ibsens, sunginn á norsku, sem er annað tungumál Hrólfs. Að síð- ustu eru það aríur eftir Bach, aría úr óperunni L’heure Espagnole eftir Ravel, „Katalógaría“ Leporellos úr Don Giovanni, og rakaraarían fræga eftir Rossini, úr Rakaranum í Sevilla. Hrólfur segir að sig hafi sérstaklega langað til að syngja íslensk lög á þessum tónleikum. „Mig langaði þó til að vera með eitthvað annað en þau lög sem heyrast oftast. Í námi mínu sóttist ég alltaf eftir því að syngja eitthvað annað en þetta týpíska. Þarna blandast saman alvara, eins og í lagaflokki Jóns Þórarinssonar og gaman, eins og í lögum Atla Heimis Sveins- sonar. Lögin sex sem Grieg samdi við ljóð Ib- sens eru líka mjög skemmtileg, þar er mikið sungið um þrána. Bacharían er úr Kantötu nr. 13. Þetta er afskaplega skemmtileg tónsmíð, mjög krómatísk og hljómfræðilega ferlið í henni er geysilega intressant. Hinar aríurnar syng ég svo í lok tónleikanna.“ Hrólfi líst vel á að vera kominn heim, og seg- ir það mikilvægt að að vera duglegur sjálfur við að koma sér á framfæri. Í sumar ætlar hann að setja upp óperuna Dido og Aeneas eft- ir Purcell. „Ég er búinn að fá stjórnanda frá Wales og hugmyndin er að fá unga listamenn í þetta. Það verður ekki langt í það að ég auglýsi prufusöng og prufuspil fyrir söngvara og hljóðfæraleikara.“ Hrólfur Sæmundsson lauk Mastersnámi í einsöng við New England Conservatory í Boston á liðnu ári. Áður hafði hann lokið 8. stigi og burtfararprófi undir leiðsögn Guð- mundar Jónssonar. Hann hefur verið ein- söngvari í kirkjuverkum á bandarískri grundu, sungið ýmis óperuhlutverk þar, fyrst með óp- eru skólans, og síðar atvinnuhópum, svo sem Harvard Early Music Society. Hrólfur hefur sungið á tónleikum bæði í Bandaríkjunum í Williams Hall, Jordan Hall og hér heima. Í námi hlaut Hrólfur verðlaun fyrir túlkun á Bach, sem og frönskum sönglögum. Richard Simm fæddist í Newcastle á Eng- landi og vakti athygli sextán ára gamall með leik sínum á píanókonsert nr. 1 eftir Liszt. Hann nam við Konunglega Tónlistarháskólann í London og við Ríkistónlistarháskólann í München. Hann hefur haldið tónleika í þekkt- ustu tónleikasölum Lundúna, auk fjölmargra tónleika í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hann var fastráðinn píanisti og kennari við Háskól- ann í Wales í níu ár og gestaprófessor í þrjú ár við Illinois-háskólann í Bandaríkjunum. Frá því hann settist að á Íslandi árið 1989 hefur hann komið fram víða og unnið með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins. Hrólfur Sæmundsson vill taka það fram, að fari svo að Íslendingar leiki úrslitaleik á EM í handbolta á sunnudaginn, og leiktími þess leiks dragist á langinn, verði tónleikunum seinkað sem því nemur, svo handboltaunnend- ur þurfi ekki að missa af tónleikunum. Vildi heldur syngja það sjaldheyrða Morgunblaðið/RAX Hrólfur Sæmundsson barítonsöngvari. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Richard Simm píanóleikari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.