Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002
É
G VAR að koma til Bandaríkj-
anna í fyrsta sinn og framvísaði
kurteislega vegabréfinu mínu
og öðrum gögnum til eftirlits-
mannsins í hliðinu. Hann spurði
og spurði um hitt og annað og
ég svaraði að mestu eftir bestu
vitund og að lokum spurði hann
um starf mitt: „What is your profession?“ Mér
varð orðfall, sérstaklega þar sem ég fann á
spurningunni að þetta var eitthvað sem skipti
máli: í spurningunni fólst að það sem ég geri,
það er ég. Og ég fór allt í einu að hugsa: hvað
geri ég? Hvað er ég? Ég er ekki vön að skil-
greina mig af alvöru í gegnum mitt starf: þrátt
fyrir að ég vinni öll mín störf af alúð og álíti þau
mikilvæg, þá lít ég ekki svo á að neitt þeirra,
eða einu sinni þau öll, nái að lýsa mér, á þann
hátt sem spurning eftirlitsmannsins virtist
gefa til kynna. Fræðikona, blaðakona, gagn-
rýnandi, fyrirlesari og myndasögufrík, allt
þetta get ég talið upp án þess að komast að nið-
urstöðu um hver ég er. Fræðikonuhlutverkið
er það sem kemst næst því að ná utanum mig,
þar sem öll önnur störf snerta það að einhverju
leyti – en sem sjálfstætt fræðikona er ég full-
komlega tekjulaus, og því telst það ekki til
starfs eða „profession“.
Eftir dágóða stund fór ég að flissa og sagði
við þolinmóðan manninn að ég gerði svo margt
að ég vissi bara ekki hvar ég ætti að byrja,
brosti svo mínu blíðasta og fór að telja upp,
bókaverja á Borgarbókasafni Reykjavíkur,
frílans greinahöfundur, stundakennari við Há-
skóla Íslands – þar stoppaði hann mig og
spurði hvort ég ynni nokkuð við að flytja inn
brennivín? „Nei,“ sagði ég, „en ég skal bæta
því á listann áður en ég fer næst í gegn“ og með
það kvöddumst við með virktum. (Og ég sé enn
eftir að hafa ekki laumað að honum einni litlu
brennivínsflöskunni sem ég var með í fríhafn-
arpokanum) Nú varð ég að hugsa mig vel um
því ljóst var að þessari spurningu mátti ég eiga
von á í framhaldinu. Svo ég ákvað að láta það
þrennt nægja sem ég hafði náð að segja
brennivínsáhugamanninum, að segjast kenna í
tveimur háskólum og vera gagnrýnandi að auki
gæti hreinlega virkað varhugavert á ofsókn-
aróða Kana, nú á tímum póst-ellefta-septem-
ber. Svo þegar ég kom að næsta hliði þuldi ég
upp þríliða rulluna mína án þess að hika, en
hins vegar kom hik á manninn. Vinsamlegast
koma með mér og svo byrjaði hefðbundið
grams í töskum auk hins klassíska tilvistarlega
spurningaflóðs um hvaðan ég væri að koma,
hvert ég væri að fara og hvað ég ætlaði að gera
þar. Og svo lítur hann snöggt á mig og segir án
þess að bregða svip: „And what is your profess-
ion?“ Ég mændi á manninn, og endurtók orð
fyrir orð það sem ég hafði sagt honum í upp-
hafi. Og fékk að fara með það. Hvort hann ein-
faldlega trúði mér ekki, eða skildi ekki að ein
(lágvaxin) kona gæti gegnt svona mörgum
störfum veit ég ekki, en þegar ég skoðaði tölvu-
póstinn minn nokkrum dögum síðar var þar
fyrirspurn frá Endurmenntunarstofnun, hvort
ég væri tilbúin að halda erindi á námstefnu um
konur í atvinnulífinu?
Árið 1929 birti breski sálgreinandinn Joan
Riviere grein sem hún kallaði „Womanliness as
a Masquerade“ eða kvenleikinn sem grímuleik-
ur. (Grímuleikur er hugtakið sem hefur verið
notað um „masquerade“ sem þýðir í raun
grímuball. Orðið grímuleikur nær jafnframt
inn hugmyndinni um þann leik, bæði hlut-
verkaleik og samkvæmisleik, sem kenningin
gefur til kynna.) Greinin vakti nokkra athygli á
sínum tíma, en það var þó ekki fyrr en með til-
komu þess sem kallað hefur verið póstmódern-
ískur femínismi að kenningar Riviere um
grímuleikinn hafa orðið verulega áhrifamiklar.
Póstmódernískur femínismi kemur fram af
krafti í upphafi níunda áratugarins og hefur
sett varanlegt mark á kynjafræði eins og hún
er skilin, skilgreind og iðkuð í dag. Þessi nýja
sýn á femínísmann einkennist af aukinni fjöl-
menningarlegri meðvitund, eins og kemur
fram í því að nú er talað um femínísma í fleir-
tölu en ekki eintölu. Þessar breytingar á fem-
íniskri hugsun koma fram jafnhliða álíka kenn-
ingum í heimspeki, bókmenntafræði og
sagnfræði, sem hafa verið kenndar við afbygg-
ingu, póststrúktúralisma eða bara póstmód-
ernisma eins og farið er að kalla allt batteríið í
dag.
Eitt af því sem hefur verið áberandi í póst-
módernískum femínísma er deilan um eðlis-
hyggju og mótunarhyggju, þ.e. spurningin um
hvort kynferði – eða kyngervi eins og Geir
Svansson kýs að þýða orðið „gender“, sé með-
fætt, eðlislægt og því óbreytanlegt, eða hvort
kyngerfið sé áunnið, mótað af samfélagi og um-
hverfi, og því opið fyrir breytingum, nýrri mót-
un. Eðlishyggjan svonefnda hefur orðið undir í
þessum deilum og þykir mjög varhugaverð í
umræðu sem gefur sér samfélagsleg áhrif sem
megináhrifavald á þróun einstaklingsins –
reyndar er eðlishyggjan að koma upp aftur í
gegnum líftæknina, en sú umræða er of viða-
mikil til hægt sé að gera henni skil hér.
Það er í þessu samhengi sem kenning Riv-
iere hefur öðlast nýtt líf og orðið að næsta mið-
lægum texta í femínískum kenningum. Kenn-
ingin er í sjálfu sér tiltölulega einföld –
sérstaklega ef við siglum framhjá helstu freud-
ísku skerjunum, eins og ég ætla að gera í þess-
ari framsetningu hér – en hugmynd Riviere er í
stuttu máli sú að konur sviðsetji og/eða ýki
kvenleika fyrir karla. Kvenleikinn er sumsé
leikinn fyrir karla, og ekki bara út í loftið, held-
ur er þetta eins konar feluleikur sem kemur til
af ótta og áhyggjum, það er konurnar eru að
reyna að hylma yfir „karlmennskuleg“ ein-
kenni sín, eins og til dæmis gáfur og menntun,
til þess að forða sjálfum sér frá áhyggjum
vegna viðbragða karla og þarmeð refsingu
þeirra fyrir að vera ekki nógu kvenleg og að
ráðast inn á þeirra svið. Þannig er þessum
kvenlega grímuleik, ætlað að fela það fyrir
körlum að konur eru ekki eins kvenlegar og
þeim er ætlað að vera, og eins og samfélagið
gerir ráð fyrir að þær séu.
Reyndar minnir Riviere líka á að kvenleik-
urinn getur einnig verið sadískur, en sadíski
leikurinn er meira háðskur, honum er stefnt
gegn körlum, þeim til háðungar.
Og Riviere spyr sig: „hver er munurinn á
grímuleiknum og kvenleikanum, hvar dreg ég
línuna milli konunnar og grímunnar?“ Og nið-
urstaða hennar hefur gert greinina að klassík,
sú að það sé enginn munur, kvenleikinn og
grímubúningurinn séu eitt og hið sama, og með
því er gefið til kynna að það sé ekki til neinn
eðlislægur kvenleiki.
En hvaða konur eru þetta sem Riviere talar
um? Jú, hún er að tala um klárar konur, vel
gefnar, menntaðar konur, konur sem eru úti-
vinnandi. Hún veltir fyrir sér hvernig hún eigi
eiginlega að skilgreina þessar konur sálfræði-
lega, því nú sé ekki lengur hægt að segja að úti-
vinnandi konur séu karlmannlegar og reyni
hvað þær geti til að virðast karlmannlegar;
konur í atvinnulífinu í dag segir Riviere fyrir
73 árum, eru fullkomlega kvenlegar að sjá, þær
eru góðar eiginkonur og mæður, flinkar hús-
mæður, virkar í félagslífinu og styrkja menn-
inguna, þær hugsa um útlitið á kvenlegan hátt
og þegar á þarf að halda finna þær tíma til að
leika hlutverk móðurstaðgengils fyrir breiðan
hóp vina og ættingja. Á sama tíma uppfylla
þær skyldur fags síns jafnvel eða betur en
meðalkarlmaður.
Eftir þessa almennu lýsingu fer Riviere að
taka dæmi af einstökum konum. (Og hér ber að
taka fram að þessar konur eru allar sjúklingar
hennar, en kenningin um grímuleikinn er upp-
haflega sálfræðileg kenning um sjúkleika; Ri-
viere greindi þetta ástand sem sjúkdóm eða
„neurosis“, sem kemur til af spennu milli hlut-
verka.) Ein kvennanna er bandarísk kona sem
er sífellt að skrifa greinar og halda fyrirlestra.
Allt hennar líf hafði hún þjáðst af ákveðinni
angist, stundum mjög mikilli, eftir að hafa
komið fram opinberlega, eins og til dæmis eftir
að hafa haldið fyrirlestur. Þrátt fyrir að þessi
kona hafi notið mikillar velgengni þá var hún
alltaf skelkuð allt kvöldið eftir, full grunsemda
um að hún hefði gert eitthvað óviðeigandi og
var í mikilli þörf fyrir hughreystingu. Þessi
þörf var svo mikil að hún fann sig tilneydda til
að leita eftir hóli og hvatningu frá karlmönnum
sem höfðu hlýtt á mál hennar og ekki bara
hvaða mönnum sem var heldur karlmönnum
sem voru eins konar föðurímyndir. Og Riviere
bætir við, dálítið háðsk, að álit þessara manna á
fyrirlestri konunnar var oftar en ekki lítils
virði. Það var ekki aðeins frammistaða hennar
sem fyrirlesari sem konan vildi fá hól fyrir
heldur ekki síður frammistaða hennar sem
konu: fannst þessum mönnum hún líka kyn-
þokkafull? Og að sögn Riviere daðraði konan
skammlaust við karlana, allt til að fá fullvissu
sína um að hún væri bæði eftirsóknarverð kona
og eftirsóknarverður fyrirlesari. Vandamál
konunnar – munið að hún er sjúklingur Riviere
– er hvað þessi hegðun hennar passaði illa við
þá vitrænu og yfirveguðu nálgun sem hún hafði
á starf sitt. Þarna urðu sumsé andlegir
árekstrar, og Riviere leggur mikla áherslu á
hversu ómeðvituð konan hafi verið um hegðun
sína, og notar lýsingarorð eins og „neyddist“ til
og „þráhyggja“ og til að ítreka að konan gerði
þetta ekki viljandi, heldur fann sig knúna til að
hegða sér á þennan hátt.
Freudíska fléttan – í hróplegri einföldun – er
sú að konan hafði alla ævi átt í samkeppni við
móðurina um hylli föðurins og að menntun
hennar og störf voru leið til að samsama sig
föðurnum: vandamálið er bara það að um leið
og þeirri samsömun er náð verður hún ógn við
föðurinn og hlutverk hans, á freudísku heitir
það að gelda föðurinn. Og því þurfti hún að róa
hann með því að leggja ljós sitt undir hið karl-
lega mæliker og daðra dálítið að auki; bjóða sig
honum sem kynferðislegt viðfang. Með þessu
forðaði hún sér frá því að vera refsað fyrir
geldinguna. Allt fer þetta náttúrlega fram í
undirvitundinni og því vissi konan ekki hvað
olli hennar misvísandi hegðun.
Kvenleikann, segir Riviere, er því hægt að
setja upp eins og grímu, bæði til að fela að kon-
an hefur yfir karlmennsku að ráða og til að
forða henni frá refsingu ef það uppgötvaðist að
hún ætti karlmennsku í fórum sínum. Eftir að
hafa sett fram þá tilgátu sína að enginn munur
sé á grímuleiknum og kvenleiknum tekur Riv-
iere nokkur svipuð dæmi til að styrkja kenn-
ingu sína og ræðir þar meðal annars háskóla-
konu sem velur sér alltaf sérlega kvenleg föt til
að fyrirlesa í og spilar kvenleika sinn svo upp
með gríni og léttúð gagnvart stöðu sinni að
karlarnir fyrtust við og föttuðu að hún var bara
að leika hlutverk fyrir þá – þarna er komið
dæmið um leikinn sem sadískan, til að stríða
köllunum.
Og eitt enn sem Riviere nefnir er að þrátt
fyrir að karlar láti yfirleitt blekkjast af grímu-
leik kvenleikans, þá sjái konur alltaf í gegnum
hann!
Við skulum líta á dæmi. Árið 1928 gaf Virg-
inía Woolf út skáldsöguna Orlando, sem líkt og
grein Riviere, hefur hlotið mun meiri athygli á
undanförnum árum en á þeim tíma sem hún
kom út. Að einhverju leyti er það líklega að
þakka kvikmynd Sally Potter, sem var gerð ár-
ið 1993 og vakti athygli fyrir sérstæða úr-
vinnslu á sögu Woolf. Skáldsagan Orlando er
kannski þekktust fyrir það að þar skiptir að-
alpersónan um kyn, breytist úr karli í konu. Að
auki er sú aðalpersóna ódauðleg. Í skáldsög-
unni eru margar samsvaranir við vangaveltur
Woolf í Sérherbergi, sem var gefin út árið
1929, eða sama ár og grein Riviere. Þar stað-
setur Woolf konur í sögu og bókmenntasögu og
kemst að þeirri niðurstöðu að þær séu næsta
ósýnilegar: þær finnast aðallega í orðum karla.
Það er margt í þessum verkum sem á sér
skemmtilegar samsvaranir við grein Riviere
og er áhugavert að skoða með tilliti til stöðu
kvenna á vinnumarkaðnum í dag. Woolf heldur
því fram að konan sem rithöfundur hafi ekki
verið til fram að 18. öld – en saga skáldsög-
unnar gefur okkur til kynna að rithöfundar-
starfið hafi verið eitt af fyrstu viðurkenndu
launuðu störfum kvenna af mið og hástéttum
og því má útfæra orð Woolf þannig að það er
ekki fyr en á 18. öld sem menntaðar konur
mega vinna fyrir sér (vinna verkafólks telst
ekki með hér, það var ekki bundið í kynhlut-
verk á sama hátt og fínna fólkið, kynhlutverkin
BARÁTTAN VIÐ
KVENLEIKANN
E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R
Árið 1929 birti breski sálgreinandinn Joan Riviere
grein sem hún kallaði „Womanliness as a Masque-
rade“ eða kvenleikinn sem grímuleikur. Í greininni set-
ur Riviere fram þá hugmynd að konur sviðsetji og/
eða ýki kvenleika fyrir karla. Þessum kvenlega grímu-
leik er ætlað að fela það fyrir körlum að konur eru
ekki eins kvenlegar og þeim er ætlað að vera, og eins
og samfélagið gerir ráð fyrir að þær séu. Hér veltir
fræðikona því fyrir sér hvort hún taki þátt í leiknum.
Tilda Swinton í hlutverki Orlando í samnefndri
mynd eftir Sally Potter sem byggð er á sam-
nefndri skáldsögu Virginíu Woolf. Skáldsagan
er kannski þekktust fyrir það að þar skiptir
aðalpersónan um kyn, breytist úr karli í konu.
EÐA, AÐ LEIKA KVENLEIKINN