Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002 11
á þessum tíma voru undirskipuð stéttahlut-
verki). Eins og frægt er leitar Woolf uppi bæk-
ur um konur og kvenleika. Þær eru allar skrif-
aðar af körlum að sjálfsögðu, og flestar í
neikvæðum tóni. Í frábærri senu í Orlando fell-
ir Potter saman þessi tvö verk og lætur Or-
lando, uppábúna í ýktum kvenlegum grímu-
búningi, hlusta á þau orð skálda og
menntamanna sem Woolf rekur í Sérherbergi.
Búningur hennar er svo fyrirferðarmikill að
hún tekur undir sig heilan sófa, og hárkollan
gnæfir hátt yfir höfði hennar. Sem slík minnir
hún því meira á uppábúna brúðu en konu og
með þessu er kynhlutverk hennar sýnt sem ná-
kvæmlega það sem það er, hlutverk og gervi –
grímuleikur. Karlarnir eru ekki að tala um
konur, heldur þá ímynd af konum sem þeir
hafa sjálfir búið til. Þegar þeirri ímynd er stillt
upp fyrir framan þá í þessari uppsetningu
verða orð karlanna fáránleg, líkt og er ítrekað í
næsta atriði þegar Orlando er tilkynnt að hún
sé gerð eignalaus vegna þess að hún er op-
inberlega látin, og úrskurðuð kvenkyns – en
það kemur út á eitt, í hvorugu tilfellinu getur
hún átt eignir. Afkáraleikinn er augljós.
Grunnhugmynd Woolf í bókinni Sérherbergi
var sú að konur ættu að fá frið til að skapa sér
sína eigin stöðu í samfélaginu og tákngerir hún
þá stöðu í hugmyndinni um sérherbergi og vís-
ar þar til sagnarinnar um rithöfundinn Jane
Austen sem skrifaði öll sín verk inni í stofu, þar
sem hún mátti stöðugt eiga von á því að vera
trufluð. Þetta má umorða svo að útivinnandi
konan verður að fá að vinna sína vinnu í friði,
hún verður að geta markað sér bás á vinnu-
markaðnum, bás sem hentar henni, sérher-
bergi við hæfi. En hvernig á það herbergi að
líta út, hvaða vinnuumhverfi hentar konum?
Ég fór að velta því fyrir mér hvort það að sam-
sama sig starfi sínu og skilgreina sjálfsmynd
sína út frá því – en ég sé það fyrir mér sem sér-
herbergi sem er orðið að fangelsi, ekkert líf ut-
an vinnu – væri gamaldags og jafnvel karlleg
hugsun, sem ætti einfaldlega ekki við lengur.
Eitt af því sem gerir mér erfitt fyrir með að
velja mér eitt afmarkað starfsheiti er að þau
eru öll karlkyns, ég er bókavörður, kennari,
fyrirlesari, rithöfundur, gagnrýnandi, ritstjóri,
fræðimaður. Sum þessara heita er auðvelt að
kvengera en því fylgir oft stöðulækkun,
kennslukona er t.d. mun ófínna heiti en kenn-
ari.
Annað sem ég hlýt að hugsa um er afstaða
mín til fastrar – einnar – vinnu, en ég hef varist
mjög að festa mig í einu starfi, á kostnað mögu-
legs starfsframa og fjárhagslegs öryggis. Þetta
er reyndar nokkuð sem er orðið algengara og
vilja sumir halda því fram að í framtíðinni komi
vinnumarkaðurinn til með að breytast með til-
komu nýs vinnuafls sem sækist ekki eftir því að
sinna einu ævistarfi, heldur kýs fljótandi
starfsvettvang, samsett hlutastörf, aukinn
sveigjanleika á vinnustað og aukna hreyfingu
milli vinnustaða. Þessar breytingar á vinnu-
markaðnum mætti ímynda sér að séu tilkomn-
ar að einhverju leyti vegna aukins hlutfalls úti-
vinnandi kvenna og krafna þeirra um
sveigjanleika til að koma báðum hlutverkum
fyrir, kvenhlutverki – móðir, húsmóðir – og úti-
vinnandi, en þessu hefur svo fylgt áhersla á
sveigjanleika fyrir bæði kyn, þar sem karlar
taka í vaxandi mæli þátt í heimilishaldi, eru
heima með veik börn og sjá um að sækja og
senda á skóla og leikskóla. Þannig hafa orðið
og eiga eftir að verða almennar breytingar á
vinnumarkaði og viðhorfi til vinnu, þar sem
samsett og fjölbreytt reynsla er metin mikils,
reynsla sem er fengin úr hlutastörfum og
auknum hreyfanleika á vinnumarkaðnum – en
þessi staða hentar konum mjög vel, sem hafa
oft þurft að vera mun hreyfanlegra vinnuafl en
karlar, aðlaga sig nýjum aðstæðum á vinnu-
markaði, og hreinlega skapa sér rými innan
hefðbundinna karlastarfa, með tilheyrandi
baráttu og tilfæringum.
Og hvað kemur þetta svo grein Riviere við?
Jú, konur verða að skapa sér eigin ímynd af
hinni útivinnandi konu sem þarf ekki að stang-
ast á við önnur hlutverk, það verður að passa
að þessi mörgu hlutverk, sveigjanleiki og
margbreytileiki, valdi ekki innri spennu, eins
og fór fyrir þessum konum sem hreinlega upp-
lifðu hlutverkaleiki sína sem sjúklega og leið
illa vegna þeirra og leituðu hjálpar hjá Riviere.
Joan Riviere sinnti sjálf mörgum hlutverk-
um. Hún fæddist árið 1883, og á árunum 1916–
20 var hún í sálgreiningu hjá Ernest Jones sem
hún varð ástfangin af með þeim afleiðingum að
hann sendi hana frá sér í til vinar síns Freuds í
áframhaldandi meðferð, jafnframt því sem hún
var aðalþýðandi Freuds. Það var greinilegt að
hvorugum kallinum fannst neitt athugavert við
þessa tvöföldu stöðu konunnar, sem persónu-
legs sjúklings og sem faglegs þýðanda, auk
þess sem hún sinnti eigin fræðistörfum á sviði
sálgreiningarinnar, tók sjúklinga og skrifaði
greinar. Hún hins vegar kvartaði yfir því að
þegar hún kæmi í sálgreiningartíma til Freuds
til að tala um sín persónulegu vandamál, þá
byrjaði hann strax að tala um vandamál varð-
andi þýðingar á verkum sínum.
Í grein um Riviere og kenningu hennar um
kvenleikann sem grímuleik bendir Stephen
Heath á að sjálf upplifði Riviere greinilega
mótsögnina í því að vera kona í karlaheimi, og
að þetta komi fram bæði í texta og viðfangsefni
greinarinnar. Þannig var Riviere í þeirri stöðu
sem hún lýsir með þessar menntuðu konur,
hún gengur á milli þessara manna, leitar eftir
staðfestingu frá þeim á hæfileikum sínum, en
þráir líka staðfestingu á kynferði sínu og kyn-
þokka.
Kannski er það þessi persónulegi sársauki
Riviere sem gerir þessa grein svona áhrifaríka
aflestrar, en það er alveg sama hvað oft ég les
hana og hvað oft ég kenni hana, hún hefur allt-
af djúp áhrif á mig. Sem háskólakennari og fyr-
irlesari, kona sem velur sér störf sem fela stöð-
ugt í sér það að koma fram á opinberum
vettvangi, hvort sem er í eigin persónu eða með
skrifum, þá hlýt ég að skoða þessa grein með
sérstöku hugarfari og spegla mig í þeim konum
sem Riviere fjallar um, líkt og hún hefur sjálf-
sagt speglað sjálfa sig í þeim.
Án þess að ætla hér út í að ræða persónu-
legar reynslusögur, þá hlýtur staða mín innan
háskólasamfélagsins að krefja mig um vanga-
veltur út frá greiningu Riviere. Ég er jú eftir
allt ekki aðeins í þeirri stöðu að vera kona að
kenna með körlum heldur eru þessir karlar oft-
ar en ekki fyrrum kennarar mínir, eða þekkja
mig sem fyrrverandi nemanda í skólanum. Á
freudísku býður þetta upp á vandræði! Svo ég
velti fyrir mér hvort ég sé að leika kvenlegt
hlutverk, líkt og sjúklingar Riviere, nei, ég
velti því ekki fyrir mér, því ég veit að ég geri
það, það sem ég þarf að rýna í er hvernig ég
leik þetta hlutverk, tekst mér að gera það á
annan og sjálfstæðari hátt en ameríska konan?
Tekst mér að vera eins og háskólakonan sem
ýkir upp hlutverkaleikinn, til að sýna að hún er
að leika? Það er vissulega það sem ég veit að ég
reyni að gera – það er einfaldlega mín nálgun á
þetta „ástand“ kyngervis, og mitt svar við
greiningu Riviere; besta lausnin er sú að ýkja
leikinn og taka hann þannig upp á eigin for-
sendum að svo miklu leyti sem það er hægt. Í
stað þess að sjá kvenleikinn sem grímu sem
karlar neyða upp á okkur, þá kýs ég að sjá
hann sem grímu sem þeir neyðast til að horfast
í augu við að sé leikur. Kvenleikanum verður
ekki varpað burt í einu vetfangi, svo mikið er
ljóst, og er það endilega æskilegt? Þegar ég
horfi á hvernig karlar vinna sína vinnu, hvernig
þeir taka sig alltaf svo hátíðlega, hvernig þeir
þenja út brjóstkassann og tala í tóni þess sem
vitneskjuna og valdið hefur – þá hugsa ég með
mér nei takk, þetta hlutverk vil ég ekki leika.
Svona vil ég ekki sýna mitt sjálfstæði, svona
fulltrúi vil ég ekki vera fyrir mitt fag og mitt
starf. Þá vil ég frekar leika mér með mína
kvenleiki.
„Sem slík minnir hún því meira á uppábúna brúðu en konu og með þessu er kynhlutverk hennar
sýnt sem nákvæmlega það sem það er, hlutverk og gervi – grímuleikur.“
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Hvað er klám?
Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem
engin skilgreining er til á hugtakinu „klámi“ í
íslenskum lögum þrátt fyrir að í 210. grein Al-
mennu hegningarlaganna standi:
Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð
ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta
sektum ... eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja
inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á
annan hátt út klámritum, klámmyndum eða
öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega
til sýnis, svo og að efna til opinbers fyr-
irlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama
hátt.
Hinn 2. mars 2001, birtist í Fókusi viðtal við
Sigurð John Lúðvíksson, eiganda verslananna
Private og Taboo, þar sem hann kvartar sáran
yfir því að vegna skorts á lagalegri skilgrein-
ingu á hugtakinu klámi hafi lögreglan ekkert
viðmið og þar af leiðandi viti hann sjálfur aldr-
ei hvað hann megi flytja inn og selja. Ári áður
hafði Sigurður verið dæmdur í Hæstarétti til
einnar og hálfrar milljón króna sektar fyrir að
brjóta áðurnefnd lög og staðfesti Hæstiréttur
þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.
Hvorki í dómi Hæstaréttar né í dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur er að finna skýra skilgrein-
ingu á hugtakinu „klámi“, en í niðurstöðu hér-
aðsdóms frá 14. júlí 2000, kemur eftirfarandi
fram um það efni sem lögreglan gerði upptækt
hjá Sigurði:
Lögð er áhersla á að sýna kynfæri karla og
kvenna, kynmök um leggöng og endaþarm,
munnmök, sjálfsfróun og fjöldakynmök, allt á
ögrandi hátt ... Myndskeið eru dregin á lang-
inn og kynfæri sýnd í nærmynd við kyn-
mök ... án þess að séð verði að það þjóni neinu
öðru augljósu markmiði en því að sýna kynlífs-
athafnir. Listræn eða bókmenntaleg tjáning
ástar var ekki sýnileg í þeim myndskeiðum,
sem skoðuð voru.
Tíu árum áður hafði Jón Óttar Ragnarsson,
fyrrum sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, verið
dæmdur til sektargreiðslu af Sakadómi
Reykjavíkur fyrir að sýna svokallaðar danskar
myndir, Í tvíburamerkinu og Í nautsmerkinu,
á stöðinni. Rök sakadóms voru þau sömu og
héraðsdóms síðar, að verið væri að sýna kyn-
færi fólks á ögrandi hátt og að slík atriði hefðu
engan listrænan, fagurfræðilegan eða leik-
rænan tilgang.
Heyrst hefur að skilgreining á klámi sé ekki
til í lögum þar sem hugtakið klám eigi að vera
skilgreint samkvæmt þeim gildum sem ríkja í
þjóðfélaginu á hverjum tíma og að það sé verk
dómstóla að úrskurða hvað teljist vera klám og
hvað ekki. Ljóst er að þeir dómarar sem
dæmdu í máli Sigurðar og Jóns Óttars telja
allt það efni vera klám sem sýnir kynfæri fólks
og kynmök í öðrum tilgangi en listrænum.
Diana E.H. Russell, femínisti og fé-
lagsfræðingur, hefur skilgreint klám á eft-
irfarandi hátt:
Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða af-
hjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og
niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd,
látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar.
Rannsóknir á áhrifum kynferðislegs efnis
hafa ítrekað leitt í ljós að það er fyrst og
fremst þegar hið kynferðislega tengist ofbeldi
sem það hefur skaðleg áhrif á áhorfendur.
Karlmenn sem horfa á slíkt efni eru til dæmis
líklegri til að halda að konur vilji láta nauðga
sér eða til að beita konur ofbeldi. Slík skil-
greining er því svipuð skilgreiningu Russels,
það er að segja efnið verður að sýna misnotk-
un, niðurlægingu eða ofbeldi til að geta flokk-
ast sem klám. Allt annað er erótík. Hitt er svo
annað mál að ekki eru allir sammála um það
hvað telst vera misnotkun eða niðurlæging.
Ef litið er á það kynferðislega efni sem er á
boðstólum hér á landi er ljóst að 210. grein Al-
mennu hegningarlaganna er þverbrotin. Besta
dæmið um brot á lögunum er franska kvik-
myndin Baise moi eða Ríddu mér sem sýnd
var í Regnboganum og nú er hægt að nálgast á
myndbandaleigum. Morgunblaðinu fannst tit-
illinn reyndar svo klámfenginn að settur var
rauður kross yfir hann á bíósíðum blaðsins.
Í fyrrnefndri kvikmynd eru atriði sem
greinilega brjóta lög um dreifingu klámefnis
svo og lög um ofbeldiskvikmyndir. Líklegt er
að myndin hafi sloppið í gegn þar sem hún hef-
ur talist vera „listræn“ en ekki verður betur
séð en að lítill munur sé á henni og því efni sem
yfirleitt flokkast undir klámmyndir. Ef eitt-
hvað er, þá eru hefðbundnar klámmyndir sem
þjóna þeim einum tilgangi að sýna kynmök
fólks, saklausari en fyrrnefnd kvikmynd, enda
er meginþorri þeirra laus við allt ofbeldi.
Ef lögum um klámefni væri framfylgt, ætti
almenningur ekki að hafa aðgang að neinu því
efni sem sýnir kynlíf eða aðrar kynferðislegar
athafnir á opinskáan hátt. Lögunum er hins
vegar ekki framfylgt nema í þeim örfáu til-
fellum sem lögreglan gerir kvikmyndir upp-
tækar hjá söluaðilum eða á myndbandaleigum.
Mikil þörf er á einhvers konar lagalegri skil-
greiningu á hvað sé klám þar sem það klámefni
sem er til sölu í erótískum verslunum er ákaf-
lega misjafnt. Stór hluti þess efnis sem er til
sölu er skaðlaus fullorðnum einstaklingum og
rannsóknir hafa sýnt að slíkt efni kryddar kyn-
líf para og því engin þörf á að banna slíkt efni,
svo framarlega sem börn hafa ekki aðgang að
því. Hins vegar má einnig finna í verslunum hér
á landi kvikmyndir eftir „kvikmyndagerð-
armenn“ þar sem reynt er að ganga eins langt
og hægt er í niðurlægingu og ofbeldi, sér-
staklega gagnvart konum. Ef eitthvað er að
marka sölutölur frá innlendum erótískum
verslunum hafa myndir þessara „kvikmynda-
gerðarmanna“ notið vinsælda þó að þessir
sömu „kvikmyndagerðarmenn“ séu litnir horn-
auga og jafnvel fyrirlitnir af öðrum framleið-
endum klám/erótísks efnis í heimalandi sínu.
Þar eð rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg
áhrif kvikmynda sem blanda saman kynlífi og
ofbeldi má velta fyrir sér hvort lög um klám
ættu ekki eingöngu að ná yfir slíkt efni, svo og
allt efni sem sýnir börn eða dýr á kynferð-
islegan hátt, og að lögunum væri þá framfylgt
af meiri hörku en nú er gert.
Guðbjörg Hildur Kolbeins,
lektor í hagnýtri fjölmiðlun við HÍ.
HVAÐ ER
KLÁM?
Hvenær varð fyrsta bílslysið, hvernig er öl búið
til, er hægt að tala um frjálsan vilja og hver eru
kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands? Þessum spurningum og
fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum.
VÍSINDI
Morgunblaðið/Kristinn
Mikil þörf er á einhvers konar lagalegri skil-
greiningu á hvað sé klám.