Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002 SAMRUNI VIÐ HVERGIÐ: Áður en gosið í Kröflu leiddi til þess að vatnið varð of heitt til að sitja í því, var Grjótagjá innra rými í tvöföldum skilningi: greypt inn í skorpu jarð- arinnar svo maður þarf að fara inn í gjána í gegnum op í klettunum, og svo þaðan ofan í frið og ró hlýs uppsprettuvatnsins, sem nú er mjög heitt. Í hellinum magnar skjólið frá vindinum kyrrðina; endurómunin þéttir og eflir hljóð. Dagsljósið sem síast inn í hellinn tvístrast um blautt grjótið, slær birtu á gufumettað loftið og lýsir rýmið á hverflyndan og síbreytilegan máta. Og kemur manni í náin tengsl við veðrið. Í þessari kyrru umgjörð úr grjóti gefur stilla vatnsins og fullkominn tærleiki heimi sem er fullkomlega sýnilegur færi. Stað sem býr yfir heilindum og skyggni er tvöfaldast í þeim spegli er laugin mynd- ar. Grjótrýmið er af því umfangi að ekkert er langt í burtu og utan seilingar og ekk- ert of nálægt og utan seilingar – það greiðir fyrir órofnu flæði á milli manns sjálfs og alls þess sem er umhverfis. Ég minnist dagrenningar árið 1975 – fyrstu kynna minna af Grjótagjá. Þar sem ég sat í vatninu fann ég hvernig ég byggðist upp, hvíldist hægt og hresstist, varð hluti af þessari kyrrð, varð hluti af þessum stað. Þetta er fimmtándi hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir ljósmynd, 1991, fyrir hönnun og texta, 2002, Roni Horn. Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.