Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002 13
BLÓMUM hlaðið fjallahjól sem
talið er að eitt fórnarlambanna í
árásunum á World Trade Center
hafi skilið eft-
ir sig, beygl-
aður hjálmur
slökkviliðs-
manns og
skjöldur lög-
reglumanns
eru meðal
þeirra muna
sem á næst-
unni munu
prýða sýningar Sögufélags New
York, slökkviliðssafn borg-
arinnar, lögreglusafnið og
bandaríska þjóðminja- og sögu-
safnið í Smithsonian-stofn-
uninni. Tugir safna í New York
og í borgum á borð við New
Orleans munu á næstunni bjóða
upp á sýningar tengdar árás-
unum á Bandaríkin, en sl. ár
hafa sagnfræðingar, safnverðir,
forverðir og skjalaverðir safnað
munum tengdum árásunum.
„Við höfðum engar leiðbein-
ingar,“ sagði dr. Sarah M. Henry
við New York-borgarsafnið í við-
tali við dagblaðið New York
Times. „Frá upphafi var hvötin
sú að safna mununum, en við
bjuggum líka við þann stofn-
analega pempíuhátt að við vær-
um ekki hræætur. Við spurðum
okkur sjálf, var þetta hryllingur
eða á einhvern hátt óviðeigandi
að halda áfram?“
Sumir bandarískir sagnfræð-
ingar, líkt og Kenneth T. Jack-
son, hófu að safna munum tengd-
um rústunum hérumbil
samstundis á meðan aðrir hafa
álitið málið viðkvæmara en svo.
Af því tilefni efndi New York-
borgarsafnið til málþings aðeins
þremur vikum eftir árásirnar
þar sem starfsfólk rúmlega 30
safna tók þátt í umræðum um
málið. En þá þegar voru margir
minnisvarðar og helgiskrín sem
reist voru í kjölfar árásanna tek-
in að falla. „Okkur var vel ljóst
að það var ekki okkar hlutverk
að fjarlægja þau,“ sagði dr.
Henry. „Þó sagan krefjist varð-
veislu þá hefur það þó ekki for-
gang fram yfir allt annað, s.s.
þörf almennings fyrir tákn-
myndir sorgar og saknaðar.“
Michaelangelo
og Flórens
HIN þekkta höggmynd Mich-
aelangelos af Davíð er vinsæll
viðkomustaður í Galleria del-
l’Accademia í Flórens og fáir
listunnendur sem láta högg-
myndina framhjá sér fara. Flór-
ens státar þó þetta árið af mun
fleiri verkum tengdum lista-
manninum, en alls eru þrjár sýn-
ingar þar sem finna má verk
Michaelangelos í söfnum borg-
arinnar haldin þetta árið.
Í Palazzo Strozzi má þannig
finna Skuggi snillings: Mich-
aelangelo og list Flórensborgar
frá 1537-1631, en þar er athygl-
inni að miklu leyti beint að þeim
sem stóðu í skugga listamanns-
ins. Sýningin í Galleria del-
l’Accademia nálgast Micaelang-
elo sjálfan öllu meira. Sýningin
nefnist Venus og Ástin: Mich-
aelangelo og hin nýja ímynd feg-
urðar og fjallar um ástina í verk-
um listamannsins. Þriðja
sýningin er svo í Casa Buon-
arroti og heitir hún Mýtan um
Ganymedes: Fyrir og eftir Mich-
aelangelo, en þar er snert á
meintri samkynhneigð lista-
mannsins og sambandi hans við
aðalsmanninn Tommaso de’
Cavalieri.
ERLENDAR
BÆKUR
Tugir sýninga
tileinkaðir
árásunum
SINFÓNÍA númer tvö, kammersinfónía, eftir
Áskel Másson verður flutt í Lincoln Center í
New York 21. september næstkomandi. Flytj-
endur verða Juilliard Ensemble undir stjórn
Joels Sachs. Áskell samdi kammersinfóníuna ár-
ið 1996 og hefur hún einu sinni verið flutt hér á
landi af Caput-hópnum. Einnig hefur hún verið
flutt í Finnlandi og Svíþjóð.
Joel Sachs hefur áður stjórnað verki eftir Ás-
kel í Lincoln Center. „Það var á opnunartón-
leikum Focus-hátíðarinnar fyrir nær þremur ár-
um. Þá flutti Juilliard Ensemble verkið Elju.
Þar kviknaði áhugi hans á verkum mínum og
ákvað hann að flytja Kammersinfóníuna að
þessu sinni,“ sagði Áskell í samtali við Morg-
unblaðið.
Slagverksverk um veröld víða
Þegar Áskell er inntur eftir því hvort verk
hans hafi verið flutt erlendis nýlega er sann-
arlega frá mörgu að segja. „Gert Mortensen og
Markus Leoson fluttu þrjú einleiksverk eftir
mig á Berlin Percussion Festival nú í sumar.
Hátíðin var m.a. haldin í tónleikahöllinni Phil-
harmonie í Berlín.“
Áskell vinnur nú að nýju verki,
tvöföldum konsert, fyrir Morten-
sen og Evelyn Glennie slagverks-
leikara. Evelyn Glennie hefur flutt
mörg verk eftir Áskel, nú síðast
fyrr í þessum mánuði er hún flutti
Konsertþátt fyrir slagverk og
hljómsveit á Blossom-hátíðinni
með Cleveland-hljómsveitinni.
„Hún flutti konsertþáttinn fyrst
með stórum hljómsveitum í Banda-
ríkjunum, til dæmis New York-Fíl-
harmóníunni, National Symphonie
Orchestra Washington og fleiri
hljómsveitum fyrir um tveimur ár-
um og vakti verkið þá mikla at-
hygli,“ segir Áskell. Umboðsmaður
Glennie hefur látið þess getið að
oftar en ekki hafi orðið „standing
ovation“ í salnum þegar hún flutti verkið, sem
merkir að áheyrendur rísa úr sætum og fagna
verkinu með dynjandi lófaklappi. Hún flutti
verkið einnig nýlega á Wolftrap-hátíðinni, með
Tucson-sinfóníuhljómsveitinni í Arizona, Fíl-
harmóníusveit Oslóar, í Sankti-Pétursborg og í
Frankfurt. „Hún er alveg einstak-
ur einleikari og hefur flutt mörg
verka minna,“ segir Áskell jafn-
framt.
Halda upp á 10 ára afmælið
Á Listahátíð í Reykjavík í sumar
var frumflutt verk eftir Áskel. „Þar
fluttu ísraelskir tónlistarmenn,
Percadu-hópurinn, verkið
Tromma. Þeir fluttu verkið einnig í
Jerúsalem og tóku verkið upp í
leiðinni.“ Dúettinn DuoDenum
frumflutti einnig verk eftir Áskel í
sumar, í Norræna húsinu og á
Höfn á Hornafirði. „Þau spila á
saxófón og slagverk, og hafa nú
starfað saman í tíu ár. Af því tilefni
ætla þau að flytja verkið í Kaup-
mannahöfn hinn 19. nóvember,“ útskýrir Áskell.
„Ég er mjög ánægður að vita til þess að þess-
ar hljómsveitir, hljóðfæraleikarar og stjórnend-
ur hafa viljað flytja verk mín svo víða. Það eru
því miður örlög margra nútímaverka að vera að-
eins flutt einu sinni.“
Verk Áskels Mássonar
víða á dagskrá erlendis
Áskell Másson
tónskáld.
NIÐURSTÖÐUR samkeppni á vegum Lands-
virkjunar um útilistaverk við Vatnsfellsvirkjun
lágu fyrir í maí síðastliðnum. Voru valdar tvær til-
lögur af níu til framkvæmdar, en það voru verk
Finnboga Péturssonar, Tíðni, annars vegar og
verk Gjörningaklúbbsins, Móðir Jörð er að tækni-
væðast, hins vegar. Í úrslitum samkeppninnar
voru einnig verk Rögnu Róbertsdóttur, Hreins
Friðfinnssonar, Romans Signers og Ragnhildar
Stefánsdóttur.
Tillögurnar allar má nú skoða á sýningu í and-
dyri Hrauneyjafossstöðvar, sem er á Sprengi-
sandsleið, og skoðaði blaðamaður Morgunblaðsins
sýninguna í fylgd Þorsteins Hilmarssonar,
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar.
Pípa sem gefur frá sér
50 Hz hljóð
„Tillögurnar sem voru valdar að lokum eru
mjög skemmtilegar, eins og reyndar allar tillög-
urnar sem fram komu í samkeppninni,“ segir
hann og bendir fyrst á verk Finnboga Pétursson-
ar sem valið var til framkvæmdar, stóra hljóðpípu
sem standa mun á hæð nálægt virkjuninni. „Í
skemmstu máli sagt er þetta orgelpípa úr steini
sem er 20 metra löng og vel manngeng. Í henni er
blágrýtisfjöður, líkt og í flautu, sem myndar tón
þegar vindurinn blæs í gegn. Tíðni rafmagns er 50
Hz, sem verður einmitt tíðni hljóðsins úr pípunni,
þannig að verkið myndar samhljóm þar á milli.“
Þríhyrningur úr gróðri
Blaðamaður skoðar því næst tillöguna að hinu
verkinu sem valið var, Móðir Jörð er að tæknivæð-
ast, eftir Gjörningaklúbbinn. „Verkið er fólgið í
því að nota einkenni í landslaginu, en virkjana-
mannvirkin koma inn í mjög hrjóstrugt og gróð-
ursnautt umhverfi. Eina formið sem mannvirkin
hafa áhrif á hvað varðar landslagið sjálft er þetta
svokallaða spjót eða þríhyrningur sem myndast
milli tveggja vatnsvega. Þar vilja þær í Gjörn-
ingaklúbbnum setja gróðurþríhyrning, sem er
tæknivæddur þannig að hann hefur rafmagn til
hitunar og vatn til vökvunar,“ útskýrir Þorsteinn.
Gróðurinn sem fylla mun þríhyrninginn er ís-
lenskur heiðagróður og er hugmyndin að minna
með forminu á rafmagnstæki en þríhyrningurinn
minnir á „play“-takka á ýmsum tækjum. „Eins
getur maður fylgst með hvernig náttúrunni reiðir
af ef hún tæknivæðist,“ bætir Þorsteinn við.
Hann bendir á að þeir sem leggi leið sína að
verki Finnboga á hæðinni við virkjunina hafi gott
útsýni yfir verk Gjörningaklúbbsins í leiðinni.
„Það er einnig skemmtilegt hvernig þau kallast á,“
segir hann. Vonir standa til að verkin verði komin
upp á næsta ári.
Hægt að kynnast
starfsemi virkjananna
Um leið og sýningin á tillögunum í Hrauneyja-
fossstöð er skoðuð gefst gestum kostur á að kynna
sér starfsemi Hrauneyjafossstöðvar og heim-
sækja virkjunarskálann þar sem getur að líta
veggspjöld og landakort þar sem orkuframleiðsl-
an og starfsemi Landsvirkjunar er kynnt.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið leitar
til myndlistarmanna um skreytingar á virkjunum
sínum og stöðvum. Flestar virkjanir þess eru
skreyttar með einum eða öðrum hætti, margar af
þekktustu listamönnum Íslands. Sem dæmi má
nefna lágmynd Ásmundar Sveinssonar á Ljósa-
fossstöð, verk Sigurjóns Ólafssonar á Búrfellsstöð
og verkið Sólöldu eftir Sigurð Árna Sigurðsson á
Sultartangastöð.
Samkeppnisreglur SÍM giltu um samkeppnina
um listaverk við Vatnsfellsvirkjun en í dómnefnd
áttu sæti Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Friðrik
Sophusson og Árni Kjartansson frá Landsvirkjun
og Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristín Ísleifs-
dóttir, tilnefnd af SÍM. Trúnaðarmaður dóm-
nefndar var Ólafur Jónsson.
Móðir Jörð er að tækni-
væðast og Tíðni valin
Samkeppni um útilistaverk
við Vatnsfellsvirkjun lauk
í vor. INGA MARÍA
LEIFSDÓTTIR skoðaði sýn-
ingu á tillögunum sem
kepptu til úrslita sem stað-
sett er í Hrauneyjafossstöð.
Verk Gjörningaklúbbsins, séð um það bil frá
þeim stað sem verk Finnboga verður staðsett.
ingamaria@mbl.is
Verk Finnboga Péturssonar, Tíðni, sem sett verður upp á hæð nálægt Vatnsfellsvirkjun.