Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 2002 3
Ein er upp til fjalla
yli húsa fjær
út um hamra hjalla
hvít með loðnar tær –
Svo mæltist skáldinu forðum og mér er
nær að halda að þessar hendingar hafi um
leið ritast inn í þjóðarsálina.
Ég er alinn upp við rjúpnaveiðar frá
blautu barnsbeini og þann sið að hafa rjúp-
ur í jólamatinn. Hefur sá siður haldist á
mínu heimili æ síðan. Ég fékk alltaf vatn í
munninn þegar ég sá rjúpur hanga á löpp-
unum úti í hjalli í gamla daga og fylgdist
spenntur með þegar þær voru hamflettar,
man súrsætan ilminn af hvanngrænu lyng-
inu og laufinu sem vall út úr sarpinum.
Ekkert er í mínum huga ljúffengara en
bragðið af kjötinu með tilheyrandi sósu og
brúnuðum kartöflum. Hingað til hefur mér
fundist það ómissandi þáttur í jólahaldinu
að hafa rjúpnasteik á borðum á að-
fangadagskvöld þótt ég bragði aldrei rjúpu
nema þennan eina dag ársins.
En í öllum umræðunum um rjúpnastofn-
inn að undanförnu fór ég að hugsa um
þennan blessaða fugl með loðnu tærnar
sem einn fárra þraukar veturinn með okk-
ur hér á norðurhjaranum. Eftir að hafa
fylgst með deilunum um stærð rjúpn-
astofnsins, sögulegt lágmark hans, hve
mikið sé óhætt að veiða, hve langt veiði-
tímabilið eigi að vera og hvort grípa eigi til
einhverra verndaraðgerða, rann það upp
fyrir mér.
Mér þykir í rauninni afar vænt um þenn-
an friðsama og vinalega fugl, og mér er alls
ekki sama hvað um hann verður, hvernig
staðið er að því að veiða hann, né hvernig
sambandi manns og rjúpu er háttað yf-
irleitt. En hún er bundin mér álíka flóknum
tilfinningaböndum og valnum, sem sagan
segir að reki upp vein þegar hann kemur
inn að hjartanu á rjúpunni því þá átti hann
sig á að hún er systir hans.
Það væri sannkallað níðingsverk að út-
rýma rjúpunni úr íslenskri náttúru og yrði
okkur Íslendingum til ævarandi skammar.
Og þótt sitt sýnist hverjum um aðgerðir til
verndar rjúpunni er það deginum ljósara
að henni er veruleg hætta búin eins og mál-
um er nú háttað. Fyrir utan þá staðhæf-
ingu vísindamanna að rjúpnastofninn sé nú
í sögulegu lágmarki og rjúpan verði þess
vegna sett á válista yfir tegundir í yfirvof-
andi hættu, hafa það margir gamalreyndir
veiðimenn og bændur lýst áhyggjum sínum
og ótta um afdrif hennar.
Manni rennur kalt vatn milli skinns og
hörunds við að lesa frásagnir þeirra af
hernaðinum gegn rjúpunni. Þegar heilu
flokkarnir af stríðsmönnum vopnaðir hríð-
skotabyssum streyma upp um heiðar á
blöðrujeppum um leið og leyfið er gefið.
Sagt er að sumir þeirra skjóti allt hvað af
tekur að hópum á flugi og fjöldi særðra
fugla leiti skjóls í kjarri og lautum þar sem
þeir heyja sitt kvalafulla helstríð. Þetta eru
verulega ógeðfelldar aðfarir og það er
skylda stjórnvalda að grípa í taumana og
hafa hemil á þessum villimönnum.
Nú er það hins vegar komið á daginn að
ekki á að grípa til neinna sérstakra vernd-
araðgerða á því veiðitímabili sem í hönd fer
og hefst eftir örfáa daga. Aðeins var aukið
við verndaða svæðið í kringum Reykjavík
og út á Reykjanesskaga. Það var allt og
sumt. Engin stytting á veiðitíma, ekkert
sölubann, hvað þá alfriðun rjúpunnar í ein-
hvern tíma á meðan verið væri að rannsaka
stofnstærð. Því var borið við að ekki væru
lögformlegar heimildir til aðgerða en ým-
islegt væri í bígerð fyrir árið 2003. Vonandi
ber hið ágæta fólk í umhverfisráðuneytinu
gæfu til að móta heilsteypta reglugerð sem
fyrst um veiðar á rjúpunni sem gefur henni
að minnsta kosti einhverja lífsvon, þótt
auðvitað hefði átt að bregðast hart við núna
strax. Að mínum dómi var lágmark að
stytta veiðitímabilið í einn mánuð eins og
Náttúrufræðistofnun hefur lagt til, og get
reyndar með engu móti skilið hvers vegna
það var ekki gert. Þar þurfti engar laga-
breytingar til.
Ég kvíði veiðitímabilinu sem í vændum
er. Ég óttast að fjöldadrápararnir fari fram
með sama offorsinu og fyrr og alltof margir
veiðimenn taki sinn hefðbundna skammt og
ætli öðrum en sjálfum sér að sýna hófsemd
og stillingu. Ekki bæta Villibráðarkvöldin
svokölluðu úr skák. Hótel Loftleiðir er þeg-
ar farið að auglýsa slík veisluhöld þar sem
rjúpusúpa og bringur kitla bragðlaukana,
og mér skilst að þetta þyki fínt á fleiri bæj-
um. – Heyriði strákar! Okkur vantar þús-
und bringur um helgina. Haldiði að þið
reddið því ekki.
Rjúpan á nóga skæða óvini, svo sem
mink og sílamáf sem í síauknum mæli
hakka í sig rjúpnaungana inn um allar heið-
ar á haustin, þótt mannskepnan leggist
ekki á hana líka af ofurþunga með nýtísku-
tækni að vopni. Eða er það kannski svo að
okkur mönnunum sé ekkert heilagt í nátt-
úrunni? Að við teljum okkur til þess borna
að gjörnýta gæði hennar í eigin þágu, ann-
að sé helber tilfinningasemi, jafnvel að því
marki að einstaka dýrategundum verði út-
rýmt, samanber geirfuglinn, þar sem við
Íslendingar komum víst eitthvað við sögu?
Meira að segja hefur örlað á þeirri hug-
mynd að sniðugt gæti verið að fara að
skjóta hrossagauka og lóur til að auka við
kræsingarnar á villibráðarkvöldunum.
Svari hver fyrir sig.
Ég fyrir mitt leyti hef tekið þá ákvörðun
í samráði við fjölskyldu mína að rjúpna-
steik verði ekki á borðum á heimili okkar á
jólunum þetta árið og ég styð heils hugar
tillögur rjúpnavina og annarra nátt-
úruverndarsinna um algjöra friðun rjúp-
unnar á íslenskri grund næstu fimm árin.
Gæðakonan góða
grípur fegin við
dýri dauðamóða, –
dregur háls úr lið –
Vonandi kemur það ekki í hlut Fjallkon-
unnar að snúa síðustu rjúpuna úr háls-
liðnum.
HVÍT MEÐ
LOÐNAR TÆR
RABB
E y s t e i n n B j ö r n s s o n
e y s t b @ i s m e n n t . i s
ÚR VÖLUSPÁ
Ask veit eg standa
heitir Yggdrasill,
hár baðmur, ausinn
hvíta auri,
þaðan koma döggvar
þær er í dala falla
stendur æ yfir grænn
Urðarbrunni.
Þaðan koma meyjar
margs vitandi,
þrjár úr þeim sæ
er und þolli stendur,
Urð hétu eina,
aðra Verðandi,
skáru á skíði,
Skuld ina þriðju.
Þær lög lögðu,
þær líf kuru
alda börnum,
örlög seggja.
Völuspá er heiti á kvæði undir fornyrðislagi sem varðveitt er í tveimur gerðum:
63 erinda kvæði í Konungsbók eddukvæða frá um 1270 og 59 erinda kvæði í
Hauksbók, ritað um miðja 14. öld.
FORSÍÐUMYNDIN
er af einbýlishúsinu Mávanesi 4 en það er teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni
arkitekt. Ljósmyndari: Kjartan Þorbjörnsson (Golli).
Guy de Maupassant
er einn af fremstu smásagnahöfundum
heims fyrr og síðar. Sigurður A. Magnússon
skrifar um stormasamt lífshlaup hans og
sögurnar sem endurspegluðu það að
nokkru.
Hernámslið –
varnarlið
nefnist grein eftir Emil Als, sem vill gera
skýran greinarmun á þessu tvennu og segir
þá sem ekki hafi gert það í umræðu síðustu
áratuga vilja draga hulu yfir þá staðreynd
að íslensk stjórnvöld skuli ekki einungis
hafa samþykkt erlenda hersetu heldur
beinlínis óskað eftir henni með meirihluta
þings og þjóðar að baki.
Er ljósmyndin list?
spyr Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir með-
al annars í grein er fjallar um sögu ljós-
myndunar og sérstaklega þátt hennar í
listasögunni. Greinin er rituð í tilefni af
sýningunni Þrá augans sem nú stendur yfir
í Listasafni Íslands en það er fyrsta ljós-
myndasögulega yfirlitssýningin hér á landi.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
3 9 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R
EFNI
Manfreð Vilhjálmsson
arkitekt var í brennidepli á Sjónþingi í
Gerðubergi síðastliðinn laugardag. Sús-
anna Svavarsdóttir sat þetta fyrsta Sjón-
þing sem fjallar um byggingarlist og segir
frá því sem fyrir augu og eyru bar.