Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Blaðsíða 11
við að hanna búsáhöld úr plasti. Meðal ann- ars unnu þeir fyrir danska fyrirtækið Rusti sem enn í dag framleiðir plastskálina Marg- aretu sem varð til á hönnunarstofu þeirra fé- laga um miðjan sjötta áratuginn. Skálin stendur enn fyrir sínu og sýnir það vel hversu vel heppnað verkið var. Margaretu- skálin er ekkert einsdæmi því margt af þeim búsáhöldum sem Sigvard Bernadotte átti þátt í að hanna var í framleiðslu í langan tíma og naut mikilla vinsælda. Eitt dæmi er dósa- hnífurinn Rauða-Klara, sem hann hannaði á sjöunda áratugnum og var á tímabili til á þriðja hverju heimili í Svíþjóð. Dósahnífurinn er enn í framleiðslu og selst árlega í um það bil 50.000 eintökum um allan heim. Ef telja ætti upp allt það sem Sigvard Bernadotte hefur átt þátt í að hanna yrði listinn langur, en þar má m.a. finna jafn ólíka hluti og postu- línsvaska, potta, kaffikönnur, kalltæki, rit- vélar og vélsleða. Það lítur því út fyrir að fátt hafi verið honum framandi og sjálfur sagðist hann hafa jafn mikla ánægju af því að hanna hluti í ódýrt efni eins og plast sem allir gætu keypt og silfurmuni fyrir fáa útvalda. Samstarf þeirra Sigvards Bernadotte og Actons Bjørn varð mjög árangursríkt og urðu þeir brautryðjendur innan norrænnar iðn- hönnunar. Sigvard Bernadotte var einnig val- inn forseti alþjóðasambands iðnhönnuða, ICSID. Árið 1964 flutti Sigvard Bernadotte til Stokkhólms og opnaði þar eigin hönn- unarstofu sem átti stóran þátt í að móta þá hluti sem enn í dag eru í notkun á mörgum sænskum heimilum. Prins? Eins og áður sagði missti Sigvard Berna- dotte titil sinn sem prins og fríðindin sem honum fylgdu þegar hann kvæntist konu sem ekki var konungborin. Fimmtíu árum síðar, og þá kvæntur þriðju eiginkonu sinni, gerði hann hins vegar tillkall til að fá titilinn aftur. Ástæðan var sú að Bertil, yngri bóðir hans, hafði nokkrum árum áður gifst konu af borg- aralegum ættum án þess að missa titil eða fríðindi. Núverandi konungur Svíþjóðar vildi hins vegar ekki ógilda ákvörðun langafa síns, Gustafs V. Varð það til þess að Sigvard Bernadotte lagði málið fyrir Evrópudómstól- inn þar sem hann áleit að gengið væri á mannréttindi sín. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í málinu áður en Sigvard Berna- dotte lést í febrúar síðastliðnum, 94 ára gam- all. Hann var því ekki prins þegar hann féll frá, þó að það hafi verið heitasta ósk hans í mörg ár. Heitið silfurprinsinn bar hann hins vegar með réttu því að í hönnunarstarfi hans var silfrið aldrei langt undan og sjálfur sagði hann að það hefði skipað mikilvægan sess í hönnun sinni. Í upphafi ferils síns sem silf- urhönnuður þótti Sigvard Bernadotte sem fólk tæki starf hans ekki alvarlega vegna uppruna hans. Slíkar efasemdir minkuðu hins vegar með aukinni starfsemi og hurfu loks þegar hið fræga safn Metropolitan í New York keypti kaffikönnu með tilheyrandi rjómakönnu og sykurskál eftir hann. Þegar Sigvard Bernadotte fæddist inn í sænsku konungsfjölskylduna fyrir tæpum hundrað árum blasti við honum framtíð innan forrétt- inadastéttar Evrópu. Hann haslaði sér hins vegar völl á öðrum vettvangi þar sem hann náði frægð og frama á eigin forsendum og skapaði sér nafn sem sígildur hönnuður. Heimildir: Bernadotte, Sigvard: Krona eller klave. Stokkhólmi 1975. Design Sigvard Bernadotte. (Sýningarskrá) Nation- almuseum, Stokkhólmi 1997. Widman, Dag: Konsthantverk, konstindustri, design 1895–1975. Konsten i Sverige. Stokkhólmi 1975. Höfundur er listfræðingur og starfar á Listasafni Íslands. Búsáhöld úr plasti. Meðal annars Margaretuskálin í tveimur stærðum og könnur sem voru sér- staklega hannaðar með það í huga að passa vel í ísskáp. Vinsælar ritvélar frá Facit. Lengst til vinstri er Facit T1 frá 1957 sem var seld í 140 löndum, mið- vélin er rafmagnsritvél frá 1960 og lengst til hægri er Facit Privat. Kaffikanna með tilheyrandi rjómakönnu og sykurskál sem Bernadotte teiknaði fyrir Georg Jen- sen árið 1952 og Metropolitan-safnið í New York festi kaup á. Á myndinni sést einnig silf- urkanna fyrir klakavatn sem var í miklu uppáhaldi hjá Sigvard Bernadotte. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 2002 11 Eru margir menn heiðnir? SVAR: Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera „já“, miðað við flestar merkingar orðs- ins heiðinn. Í Íslenskri orðabók stendur um lýsing- arorðið heiðinn: 1) sem er heiðingi, ókristinn; guðlaus; heið- inn siður Ásatrú; heiðinna manna heilsa forn- mannaheilsa, góð heilsa. 2) ófermdur, illa upp- lýstur um trúmál. 3) sem vantar á: heiðinn klyfberi gjarðalaus klyfberi; verlaus (um sæng): sofa í heiðnu rúmi; bryddingalaus; auð- ur, óskrifaður: heiðin blaðsíða; sviplaus, eyði- legur: þetta er svo heiðið. Um nafnorðið heiðingi stendur: 1) maður sem ekki játar kristna trú. 2) mað- ur sem ekki játar nein æðri trúarbrögð. 3) ófermdur maður. 4) trúleysingi. 5) sá sem býr á heiði, úlfur. Ef við skiljum heiðinn sem „ókristinn“ þá á það orð við um tvo þriðjuhluta jarðarbúa eða um 4 milljarða manna. Ef heiðinn er sá sem ekki aðhyllist nein „æðri“ trúarbrögð liggur kannski beinast við að spyrja hvað geri sum trúarbrögð öðrum æðri. Hér er væntanlega átt við eingyðistrú, það er kristni, gyðingdóm og íslam, en fylgjendur þessara trúarbragða vilja sumir líta svo á að þessi trúarbrögð séu svokölluð „æðri trúarbrögð“. Kristnir eru um 2 milljarðar manna, múslímar eru 1,3 millj- arðar og Gyðingar 14–18 milljónir. Eftir standa þá um 2,7 milljarðar manna sem ekki aðhyllast æðri trúarbrögð og hljóta það að teljast margir menn. Ef heiðinn þýðir einfaldlega „trúlaus“ þá er heldur erfiðara að svara til um fjölda. Líklega eru um 14 til 19% jarðarbúa, eða eitthvað um einn milljarður manna, einhvers konar trú- leysingjar. Ófermt fólk má auðvitað finna víða þótt ná- kvæmar tölur um fjölda þess liggi ekki fyrir. Það að merkingin „ófermdur“ sé flokkuð með „illa upplýstur um trúmál“ er auðvitað merki um viðhorf gamalla tíma þegar fermingin var endapunktur á trúarfræðslunni sem börn hlutu. Nú á dögum ætti hins vegar að vera ljóst að þessir tveir hlutir þurfa alls ekki að falla saman og má sjálfsagt finna fermt fólk sem er illa upplýst um trúmál ásamt vel upp- lýstu, ófermdu fólki. En líklega má segja um flest okkar að við séum illa upplýst um trúmál, að minnsta kosti á heimsmælikvarða, þar sem það gildir sjálfsagt víðast að fólk veit lítið um önnur trúarbrögð en sín eigin. Sé viðmiðunin þessi hlýtur heimurinn að vera fullur af heið- ingjum. Líklega hafa þó trúmál verið nokkuð þröngt skilgreind í upphaflegu merkingunni hér að ofan þannig að átt er við að hinir ófermdu séu illa upplýstir um það sem kennt er til fermingar. Líklega þarf ekki að taka það fram að þriðja merking orðsins heiðinn í orðabókinni, það er „sem eitthvað vantar á“ getur tæpast átt við um menn, enda lítið vit í að segja að einhver manneskja sé verlaus eða bryddingalaus. Eitt- hvað svipað gildir um fimmtu merkingu orðs- ins heiðingi. Að minnsta kosti ætti að vera óhætt að fullyrða að fáir menn eru úlfar. Að lokum er rétt að fjalla um orðið heiðinn í merkingunni „sem aðhyllist ásatrú“. Þegar Ís- lendingar tóku kristna trú var talað um að þeir sem stunduðu átrúnað á gömlu goðin, æsina, væru heiðnir eða aðhylltust heiðinn sið. Í hug- um kristinna Íslendinga jafngilti þetta kannski því að vera ekki kristinn sem aftur jafngilti því að vera trúlaus, sem skýrir þessar mismunandi merkingar orðsins heiðinn. Nú orðið er þetta orð stundum haft um þá sem eru ásatrúar og er það væntanlega sértækasta merking þess. 1. desember 2001 voru meðlimir Ásatrúarsafnaðarins á Íslandi 568 sem teljast auðvitað ekki margir menn á heimsmæli- kvarða en þó eru þeir að minnsta kosti í ein- hverjum skilningi „margir“. Einnig eru til sam- bærilegir söfnuðir í öðrum löndum en fjöldi meðlima þeirra liggur ekki fyrir. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Cornell-háskóla. Geta kolkrabbar étið menn? SVAR: Í mörgum þekktum ævintýramynd- um eru sýnd atriði þar sem risakolkrabbar ráð- ast á heilu skipin og kippa þeim niður í haf- djúpið. Þetta eru myndir á borð við Tuttugu þúsund mílur neðan sjávar (1954) sem byggð er á sögu Jules Verne og Toilers of the Sea (1936) sem byggð er á sögu Victors Hugos. En hér er aðeins um ævintýri að ræða, flestir kolkrabbar eru smáir og hafa enga burði til að gera mönn- um nokkurt mein. Tegundin Octopus arborescens er aðeins um 5 cm á lengd en sú tegund sem verður stærst er Octopus dofleini. Kolkrabbar af þeirri tegund geta orðið rúmir 5 metrar á lengd með örmum og eru vanalega um 15–20 kg. Stærsti kol- krabbi sem fundist hefur var um 75 kg. Smokkfiskar geta orðið miklu stærri en kol- krabbar. Stærsti höfuðfætlingurinn er risa- smokkfiskurinn sem getur vegið nokkur hundr- uð kíló. Jón Már Halldórsson, líffræðingur. Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar? SVAR: Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum: Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði. Í annan stað „vantar“ járn í berg jarð- möttulsins og skorpunnar miðað við hugmyndir um heildarsamsetningu jarðar (sem byggðar eru á loftsteinarannsóknum) og miðað við eðl- ismassa jarðar. Í þriðja lagi er segulsvið jarðar skýrt þannig að kjarninn sé eins konar rafall úr járni. Í fjórða lagi eru flestir loftsteinar, sem falla til jarðar, taldir vera brot úr himinhnöttum sem sundrast hafa við árekstra við aðra slíka. Loft- steinunum má skipta í tvo aðalflokka, berg- steina og járnsteina. Hinir síðarnefndu er tald- ir vera brot úr kjarna himinhnatta en bergsteinarnir úr möttli þeirra. Loks benda spánnýjar rannsóknir til þess að í kjarnanum sé nokkuð (um það bil 5%) af kísli (Si) sem við afar háan þrýsting getur myndað samband við járn. Skjálftafræðinga hefur lengi grunað að eitthvert létt frumefni sé í kjarn- anum auk járns og nikkels — til dæmis brenni- steinn, súrefni, vetni eða kolefni — vegna þess að hraði skjálftabylgna gegnum hann er ögn minni en vænta mætti ef um hreint nikkeljárn væri að ræða. Nú benda rannsóknir sem sagt til þess að „hulduefni“ þetta sé kísill. Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við HÍ. ERU MARGIR MENN HEIÐNIR? Hvers vegna geta grjótskriður runnið upp í móti, hvað er smættarkenning og hvenær byrjaði fólk að ganga í sokkum? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum. VÍSINDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.