Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 2002 15 MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Hrafnhildur Arnardóttir. Til 8. des. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Haraldur (Harry) Bilson í Baksal. Ljósafold: Guðmundur Hannesson. Til 8. des. Gallerí Skuggi: Rósa Sigrún Jóns- dóttir. Stella Sigurgeirsdóttir. Til 1. des. Gallerí Sævars Karls: Hildur Ás- geirsdóttir. Til 5. des. Gerðuberg: Myndskreytingar úr nýj- um barnabókum. Til 6.1. Hafnarborg: Norræni skartgripa- þríæringurinn. Handverk og hönnun – Spor. Til 25. nóv. Hönnunarsafn Íslands: Óli Jóhann Ásmundsson. Til 1. des. i8, Klapparstíg 33: Sigurður Guð- mundsson. Undir stiganum: Þuríður Sigurðardóttir. Til 23. nóv. Íslensk grafík: Skúffugallerí. Til 8. des. Listasafn Akureyrar: Hraun-ís-skóg- ur. Til 15. des. Listasafn ASÍ: Þorkell Þorkelsson, ljósmyndir. Til 8. des. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1980–2000. Til 15.1. Listasafn Rvíkur – Ásmundars.: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Inga Svala Þórsdóttir. Nútímalist frá arabaheiminum. Til 19.1. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: And- litsmyndir og afstraksjónir. Til 30.3. Listhús Ófeigs: Gunnsteinn Gíslason. Til 26. nóv. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: August Sander. Til 1. des. Norræna húsið: Veiðimenn í út- norðri. Til 15. des. Nýlistasafnið: Samsýning: Magnús Pálsson, Eric Andersen & Wolfgang Müller. Til 24. nóv. Undirheimar, Álafosskvos: Sjö lista- konur. Til 24. nóv. Þjóðarbókhlaða: Halldór Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Áfangar í kortagerð. Til 8.8. Handritin. Landa- fundir. Skáld mánaðarins: Einar í Eydölum. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Sunnudagur Landakotskirkja: Styrktartónleikar Caritas. Kl. 16. Bústaðakirkja: Kammermúsíkklúbb- urinn. Kl. 20. Laugardagur Borgarleikhúsið: Tónleikaröðin 15:15. Tímahrak. Kl. 15:15. Háskólabíó: Sálin hans Jóns míns. Einleikari Una Sveinbjarnardóttir. Stj.: Bernharður Wilkinson. Kl. 17. Salurinn: Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Peter Máté píanó. Kl. 17. Langholtskirkja: Kór Langholts- kirkju. Kl. 17. Þriðjudagur Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Kammersveit Reykjavíkur. Kl. 20. Íslenska óperan: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Ólafur Vignir Albertsson píanó. Kl. 12.15. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Einleikari Philippe Entremont. Stj.: Philippe Entremont. Kl. 19.30. Kristskirkja, Landakoti: Kammerkór Suðurlands. Kl. 20:30. Langholtskirkja: Kvennakór Reykja- víkur. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Halti Billi, fim., fös. Lífið þrisvar sinnum, lau. Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Með fulla vasa af grjóti, sun. Karíus og Baktus, lau. Viktoría og Georg, sun. Veislan, lau., fim., fös. Borgarleikhúsið: Sölumaður deyr, Honk!, lau., sun. Jón og Hólmfríður, fös. Herpingur og Hinn fullkomi maður, lau. Píkusögur, fim. Rómeó og Júlía, sun., mið., fim. Íslenska óperan: Rakarinn frá Sev- illa, sun., fös. Loftkastalinn: Benedikt búálfur, sun. Iðnó: Hin smyrjandi jómfrú, sun. Beyglur, lau., fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Grettissaga, lau. Sellófon, sun., þrið., mið. Möguleikhúsið: Jólarósir Snuðru og Tuðru, fim., fös. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U 12 TÓNVERK verða frumflutt kl. 15:15 í dag á nýja sviði Borgarleikhússins á tónleikum sem hafa fengið nafnið Tímahrak. Tónlistarmenn- irnir sem fram koma eru: Hilmar Jensson raf- hljóða- og gítarleikari, Matthías Hemstock raf- hljóða- og slagverksleikari, Pétur Grétarsson slagverksleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Að sögn tónlistarmannanna má skýra nafn tónleikanna með því að flutningur verkanna verður bæði á staðnum, það er í núinu, og úr fortíðinni. Verkin munu svo vænt- anlega hljóma í undir- og yfirmeðvitund áheyr- enda þannig að framtíðin kemur þarna senni- lega eitthvað við sögu líka. 12 ný verk verða flutt og hafa sum þeirra skírskotun aftur í ald- ir. Verkin verða látin mynda sterka heild eins og um eitt verk væri að ræða og tímaramminn gerir það svo að verkum að hvert þeirra endar til þess að það næsta geti hafist. Verkin eru misveigamikil og gegna hvert sínu hlutverki í heildinni. Níu þeirra eru eftir meðlimi hópsins: Inngöngulag eða Lúppa, Passa Galli per la let- tera E, byggt á samnefndu verki ítalska tón- skáldsins Giovanni Battista Vitali (1632–92), Cecilia, byggt á gregoríönskum óð til Heilagr- ar Sesselju úr íslensku skinnhandriti frá 13. öld, Gjarðir, Ballaða og Fjögur örverk eða tengingar. Sveinn Lúðvík Björnsson er svo höfundur verksins Egophonic, fyrir selló og segulband, Guðni Franzson er höfundur Strokks, fyrir selló og segulband eftir Guðna Franzson. Síðast en ekki síst leikur hópurinn Kvartett fyrir selló, gítar og tvo slagverksleik- ara sem Lárus Grímsson samdi fyrir hópinn. Sigurður Halldórsson sellóleikari segir að sig hafi langað til þess að þessi hópur tónlistar- manna spilað bæði tónlist sem aðrir hafa samið fyrir hann, en líka að vinna eigin verk frá grunni. „Nafnið, Tímahrak, datt upp úr Matt- híasi Hemstock þegar við hittumst í apríl til að skipuleggja æfingatíma fyrir tónleikana. Við fundum einn dag, allt til loka ágúst, þar sem við gætum hist á klukkutíma fundi. Við sáum fram á að þetta yrði tímahrak. En eftir að nafn- ið var komið fór ég að leita að jákvæðari hlið- um á orðinu, og hugmyndin að prógramminu þróaðist í samræmi við það. Við erum að flytja lifandi tónlist á staðnum, en einnig úr fortíðinni af því að sumt spilum við af bandi. Þetta eru allt ný verk, en mörg þeirra eru byggð ýmist á gömlum atburðum eða gamalli músík, þannig að það er talsverð vídd í tíma tónlistarinnar. Í þriðja lagi erum við með mjög strangan tíma- ramma og setjum okkur ákveðin markmið í tímasetningu. Upphaflega ætluðum við að vera með geisladisk sem væri með þögn hér og dreifa verkunum á milli á rétta staði og láta þau passa inn á milli þagnanna. Þetta var upp- haflega tímahrakspælingin. Við ákváðum þó að ganga ekki alveg svona langt í fyrstu atrennu, og það er alls ekki meiningin að búa til neina stress-tilfinningu. Við ætlum að láta verkin líða áfram án truflunar, og ætlum ekki að leyfa fólki að klappa eða horfa hvert á annað á milli þeirra. Það verður vonandi góður heildarsvip- ur á þessu.“ Meginþorri verkanna var skapaður fyrir stuðning Menningarborgarsjóðs. TÓNMÁL TÍMAHRAKSINS Morgunblaðið/Golli Hilmar Jensson rafhljóða- og gítarleikari, Pétur Grétarsson slagverksleikari, Matthías Hem- stock rafhljóða- og slagverksleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. KÓR Langholtskirkju heldur tónleika á morgun, sunnudag, kl. 17 í Langholts- kirkju, á messudegi heilagrar Sesselju, verndara tónlistarinnar. Frumflutt verða verk eftir Árna Egilsson og Oliver Kentish. Auk þessa eru verk sem frumflutt voru sl. sumar af danska kórnum Tritonus undir stjórn Johns Høybye og færeyska kórnum Skýrák undir stjórn Kára Bæk ásamt Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stef- ánssonar. Verkin eru Lofsöngur Sakaría eftir Tryggva M. Baldvinsson, Lofsöngur Elísabetar eftir Kára Bæk og Lofsöngur Maríu (Magnificat) eftir John Høybye. Eftir Árna Harðarson verður flutt verk sem hann samdi árið 1997 fyrir Graduale- kórinn auk Kórs Langholtskirkju. Nú munu fyrrverandi „Grallarar“ sem syngja í kórn- um vera í hlutverki Gradualekórsins. Eftir Hildigunni Rúnarsdóttur verður flutt verk- ið „Þeytið lúðurinn í Síon“ sem hún samdi árið 1999 og eftir Báru Grímsdóttur verður flutt Maríukvæðið Ég vil lofa eina þá. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga eru Regína Unnur Ólafsdóttir, Sigríður Grön- dal og Sæmundur Helgason. Olivers Kentish samdi verk sitt í nóv- ember 1999 og er það hugleiðing um alda- mótin. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og Steef van Oosterhout á klukkur og „regnstaf“ og Ólafur H. Jóhannsson flytur textann á íslensku. Kórinn syngur síðan hvern kafla í framhaldi. Messa í fullri lengd á döfinni Árni Egilsson samdi verk sitt árið 2002 og tileinkaði kórnum. Verkið kallar hann Eilífi ljóssins faðir og er það samið við sálm Herdísar Andrésdóttur. Í verkinu, sem er sungið án undirleiks, beitir Árni ýmsum stílbrögðum s.s. klappi og mjög hrynrænum köflum. Lofsöngvarnir þrír úr Lúkasarguðspjalli eru hluti samstarfsverkefnis hinna þriggja kóra sem styrkt er af Norræna menning- arsjóðnum. Kórarnir komu saman í byrjun júlí sl. og frumfluttu þá þessi verk. Áætlað er að kórarnir hittist aftur næsta sumar í Danmörku og flytji þá þrjú ný verk til við- bótar og sumarið 2004 er áætlað að koma saman í Færeyjum og flytja þrjú verk til viðbótar og taka síðan upp öll verkin níu og gefa út á geisladiski. Hildigunnur Rúnarsdóttir er nú að semja messu í fullri lengd fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit í tilefni 50 ára afmælis Kórs Langholtskirkju næsta ár. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, æfir hér samhljóminn. SUNGIÐ Á MESSUDEGI HEILAGRAR SESSELJU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.