Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 2002 5 nema í fáein ár að Ingibjörg festi ekki leng- ur yndi við búskapinn og vildi flytja í kaup- stað. „Erlendur, sem þá var kominn vel á fer- tugsaldur, hafði hins vegar tekið þá stefnu í lífinu að verða bóndi, og ætlaði sér að efnast af búskapnum. Þar hafði hann í huga þá fyr- irmynd sem tengdafaðir hans var, en Ingi- mundur á Vakursstöðum hafði hafist upp úr örbirgð og orðið vel stæður maður. Til að forða sér frá þeirri „skömm“ að verða réttur og sléttur púlsmaður á mölinni samþykkti hann að flytja heldur vestur til Kanada. Seg- ir hann í Heima og heiman að það hafi ann- aðhvort verið að flytja vestur ellegar skilja við konu sína, en hann hafi ekki talið sig geta slitið við hana samvistum. Því varð úr að Ingibjörg fór til Kanada árið 1898 með dætur þeirra tvær en Erlendur varð eftir til að hnýta lausa enda og ganga frá sölu eigna. Fór hann út ári síðar og bjó í Kanada næstu 50 árin, nær allan tímann í Gimli og ná- grenni, án þess að læra nokkurn tíma ensku nógu vel til að geta tekið fullan þátt í kan- adísku samfélagi. Hugur hans var bundinn Íslandi alla tíð. Hann var gríðarlega iðju- samur við skriftir og lestur þótt tími hans til slíkra verka væri oft stopull, en eftir því sem um hægðist og börn hans og Ingibjargar urðu stálpuð, sinnti hann skriftunum af meiri elju. Helsti ávöxtur skriftanna er Heima og heiman.“ Kristján segir bókina án efa eina sérstæð- ustu sjálfsævisögu sem rituð hefur verið af Íslendingi. „Erlendur er gagnrýnni en gerist og gengur um menn af hans sauðahúsi, rétta og slétta alþýðumenn sem nutu engrar skipu- legrar menntunar. Megineinkenni frásagnar hans er spurn eftir rökum, forvitni um að- stæður manna og gríðarleg nákvæmni sem sést best á afar greinargóðum lýsingum hans á leikjum barna á síðustu áratugum 19. ald- ar, siðum og háttum fólks, búningi þess, lestrarefni og skemmtunum. Hann sér for- tíðina frá sjónarhóli manns sem gerir ráð fyrir að lesendur sínir viti afar lítið um bú- skaparhætti og aðstæður á Íslandi á þessum tíma og því er frásögnin mun aðgengilegri fyrir nútímafólk en oft vill verða með aðrar sjálfsævisögur þessa tíma sem gera ráð fyrir góðri þekkingu lesendans á aðstæðum. Að sama skapi eru lýsingar hans á lífi fólks í Nýja-Íslandi ljóslifandi: farandverka- manna í kornþreskingu á sléttum Manitoba og Norður-Dakóta og fiskimanna á Winni- pegvatni og eru merkilegar heimildir um at- vinnu- og byggðasögu á þessum slóðum. Þar bregður Erlendur sér í hlutverk sögumanns- ins sem skýrir fyrir lesendum sínum „heima“ hvernig fyrirbæri eins og hundaæki líta út, hvernig á að aka hundasleða, hvernig á að veiða fisk í gegnum ís, hvernig korn- þresking fer fram og hvernig frumbyggjar Kanada eru í háttum. En hann er einnig ófeiminn við að gagnrýna margt í samfélagi Vestur-Íslendinga og sækir margt í þá þrætulist sem þar tíðkaðist, einkum í um- ræðum um trúmál. Erlendur var hallur und- ir únitarisma, en alls ekki ógagnrýninn á höfuðpaur þeirrar trúhreyfingar meðal Ís- lendinga, Rögnvald Pétursson, og „palla- dómar“ hans um „feður Nýja-Íslands“ draga ekki upp fagra mynd af landnáminu á bökk- um Winnipegvatns.“ Athugasemdir Erlends um lifnaðarhætti fólks og aldarhátt eru líka svo almennar og hafa svo víðtækt gildi að þessi bók höfðar ekki aðeins til þeirra sem þekkja til á þess- um slóðum, segir Kristján, en sagan hefur fleiri hliðar. „Saga Erlends á sér líka þann rauða þráð að hún fæðist af harmi. Erlendur skildi við flest það sem honum var kærast í skiptum fyrir heiður og tryggð. Hann gerði tilraun til að flytja heimalandið með sér, pakkaði niður öllum sínum bókum og flutti þær með sér vestur. Í bókarauka er birtur listi yfir þessar bækur sem er afar athyglisverður því þar má sjá þversniðið af lestrarefni upplýstrar alþýðu undir lok nítjándu aldar og það sem kemur manni einna mest á óvart er hve mik- ið þetta er, hátt yfir hundrað bækur. Erlend- ur þreifst alla ævi innan þessa menning- arlega ramma sem hann hafði markað sér um það leyti sem hann flutti burt. Það helsta sem bættist við voru kynni hans af trú- málum og spíritisma en þegar hann kom vestur tók hann til við að skrifa sagnaþætti í sama stíl og hann hafði kynnst hjá Gísla Konráðssyni og seinna í prentuðum sagna- þáttum sem komu út á Íslandi. Hann gerði tilraun til að rita einskonar heildarúttekt á skaðlegum áhrifum lúterskrar trúar á þjóð- lífið á Íslandi sem upphaflega var hugsuð sem ritdómur um Almenna kirkjusögu eftir Jón Helgason biskup sem út kom á árunum 1919–30. En hann ritaði líka annál andlegrar reynslu sinnar sem hann nefndi „Úr huldu- heimum“ og lýsir þar eins konar jaðar- reynslu sem hann varð fyrir síðla árs 1921 og í upphafi ársins 1922. Hann missti yngri dóttur sína Elínu Áróru í spönsku veikinni 1918, en hún bjó þá með eiginmanni sínum í Winnipeg. Þetta var honum gríðarlegt áfall enda hafa þau feðginin verið um margt lík að skapferli ef marka má bréf Elínar sem eru varðveitt. Eftir lát hennar leitaði hann svara og fann þau í andaborði sem aftur leiddi til þess að andar fortíðar sóttu á hann og urðu ljóslifandi, Jón bróðir hans og Steinunn móð- ir hans. Það er í sjálfu sér umdeilanlegt hvernig á að túlka þessa reynslu, sem geð- rænan kvilla eða sem reynslu af handan- heiminum. Erlendur túlkaði hana að minnsta kosti þannig og vann þannig úr henni. Svo virðist sem hann hafi náð fullum bata af eig- in rammleik og aldrei kennt sér meins eftir þetta. Það er ljóst af skrifum hans og bréf- um að á þennan hátt yfirvann hann söknuð sinn eftir dóttur sinni og á vissan hátt sökn- uð sinn eftir heimalandinu líka. Í kjölfarið stofnaði hann svo það sem hann nefndi „Kvöldvökufélagið Nemo“, félagsskap sem enginn var í nema hann sjálfur. Hann virðist hafa haft mikla unun af þessum leik með „annað sjálf“ og í langri fundargerðarbók fé- lagsins má sjá Erlend taka á sig ýmis gervi, rökræða af kappi við sig sjálfan um ýmis málefni, fara með sagnaþætti, skrýtlur og annað skemmtiefni auk þess sem ritari fé- lagsins skrifar oft í vorkunnlátum stíl um „Erlend Guðmundsson“ sem sé að vísu fá- kænn en leggi sig þó fram. Kvöldvökufélagið Nemo var því í senn táknmynd hinnar menn- ingarlegu einangrunar útlagans sem hefur engan til að ræða við sig um horfinn heim heimalandins nema sig sjálfan og kröftug út- rás fyrir sköpunargleði og hugmyndaauðgi sem ekki naut sín á annan hátt. Heima og heiman var eitt af afrekum „Kvöldvöku- félagsins Nemo“ því á titilsíðu kemur fram að bókin var rituð því til handa.“ Aðlögunin gekk misvel Landneminn mikli er ævisaga Stephans G. Stephanssonar skálds sem fór með fyrsta hópnum frá Íslandi vestur um haf árið 1873. Að sögn Viðars Hreinssonar höfundar sög- unnar voru um 160 manns í hópnum og þar af býsna stór hluti úr Eyjafirði og Þingeyj- arsýslum. „Sumir þeirra sem fóru voru býsna stönd- ugir og framtakssamir bændur og að hluta til var þessi ferð framhald eða afleiðing af hinni félagslegu gerjun sem einkum var meðal Þingeyinga. Það voru minnir mig einkum bændur sjálfir og Gránufélagið sem sömdu við skipafélög um ferðina. En það voru ekki síður skelfileg harðindi árin á und- an sem hröktu menn af stað.“ Viðar segir í bók sinni nokkuð frá stöðu Íslendinga í Vesturheimi, hugmyndalífi þeirra og lífsbaráttu. Að hans mati var staða þeirra allsérstæð og Stephan G. var sömu- leiðs á skjön meðal Íslendinganna. „Íslendingarnir höfðu tilhneigingu til að einangra sig í sérstökum landnámum og lögðu áherslu á að halda við þjóðerni og tungu, stofnuðu skóla og blöð í þeim tilgangi. En um leið kepptust þeir við að laga sig að nýju samfélagi. Mynstrið virðist hafa verið að eftir að vesturferðirnar hófust tóku þeir sem fyrir voru á móti nýjum vesturförum eftir föng- um. Samt voru alltaf einhverjir sem brutust út úr þessu, settust að meðal engilsaxa og nánast höfnuðu íslenska þjóðerninu – þetta hefur ekki vakið mjög mikla fræðilega at- hygli hér heima en væri forvitnilegt að skoða. Vesturíslenskur mannfræðingur, John Matthiasson, hefur skrifað greinar um það hvernig Íslendingar skáru sig úr í Winnipeg með því bæði að halda hópinn og aðlagast hinu engilsaxneska samfélagi. Það var áber- andi að þessir skelfilega leiðinlegu vesturís- lensku sagnaritarar sjöunda áratugarins, W. Kristjanson og W. Lindal, eyddu þónokkru púðri í að sanna að landar hefðu spjarað sig betur en aðrir, það hefur oft verið haft á orði að þeir hafi orðið „doctors and lawyers“ í stórhópum. Aðlögunin gekk samt misvel. Stephan gleypti í sig róttæka og frjáls- lynda hugmyndastrauma en það gerðu ekki allir. Kirkjulegir söfnuðir voru eiginlega eina félagslega apparatið sem þeir gátu svo að segja tekið með sér og þar varð þess vegna vettvangur innbyrðis átaka landa, og vígvöll- ur hugmyndaátaka. Frjálslyndir Únítara- söfnuðir voru stofnaðir en meginkirkjan var voðalega íhaldssöm og svældi löngum út alla frjálslynda tilburði. Stephan átti alltaf auðvelt með að setja sig inn í alla praktíska hluti, lög, reglur og skrif- finnsku og var alltaf afar hjálpsamur við þá sem næst honum stóðu, nágranna og ætt- ingja og hafði því sterka stöðu í nærsam- félaginu þótt hann sæktist ekki eftir vegtyll- um eins og hreppsnefndarsetu. Hann var þó iðulega ritari á fundum. Hann var vegna rót- tækni sinnar alltaf dálítið á jaðrinum, synti gegn almenningsálitinu og setti sig upp á móti ýmsu sem hinn þögli meirihluti lét mata sig á. Af þeim sökum stóð hann ásamt öðrum að stofnun frjálslynds menningarfélags í Dak- ota og kirkjunnar menn ærðust. Vinir hans og skoðanabræður slógu löngum skjaldborg um hann, til dæmis með því að stuðla að út- gáfu kvæða hans.“ Að lifa eins og á Íslandi Frá Íslandi til Vesturheims er saga Sum- arliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir sagnfræð- ingur ritaði söguna sem byggist á dagbókum Sumarliða frá árunum 1851–1914, bréfa- skiptum hans og fleiri heimildum. Sumarliði hafði, að sögn Huldu Sigurborgar, átt allvið- burðaríka ævi áður en hann fór vestur um haf. „Hann hélt 25 ára til Kaupmannahafnar að læra gullsmíði og úrsmíði og gerðist, eins og margir ungir Íslendingar í Kaupmanna- höfn á þessum tíma, handgenginn Jóni Sig- urðssyni forseta. Árið 1860 settist Sumarliði að á Ísafirði og hóf að stunda iðngrein sína en fluttist síðan út í Vigur þar sem hann giftist glæsikonunni Mörtu Ragnheiði Krist- jánsdóttur. Sambúð Sumarliða og Mörtu varð stormasöm og endaði með skilnaði enda var konan drykkfelld með afbrigðum, sem fátítt var á þessum tíma en enn má sjá í Vig- ur hús sem Sumarliði reisti handa konu sinni. Gengu miklar sögur við Djúp um Vig- urfólkið á þessum árum. Eftir þetta flutti Sumarliði yfir í Æðey þar sem hann kom undir sig fótunum á nýjan leik. Þar hóf hann búskap með ráðskonu sinni, Maríu Þórð- ardóttur frá Lónseyri, en hún lést af barns- förum þegar fjórða barn þeirra fæddist 1880. Með þriðju konu sinni, Helgu Kristjáns- dóttur frá Tungu, tók hann sig síðan upp ásamt þremur börnum sínum árið 1884 og flutti til Vesturheims.“ Ástæður þess að Sumarliði flutti vestur voru ýmsar, að mati Huldu Sigurborgar. „Mjög margir sem hann þekkti voru farnir vestur og samkvæmt bréfum sem þeir sendu heim virtist þeim vegna vel. Það er óhætt að segja að þeir hafi gyllt tilveruna í Vest- urheimi. Sumarliða, sem alla tíð var óþreytandi framfaramaður í öllum greinum, einkum sjávarútvegi, fannst hann ekki fá þá við- urkenningu samfélagsins hér heima sem hann þráði og fannst hann eiga skilið og það ýtti á hann að flytja burtu. Einnig hafði hann ferðast oft til Norður- landanna og það var því ekki eins mikið stökk fyrir hann að flytjast búferlum til ann- ars lands og marga aðra. Honum hafði líka tekist að komast niður í ensku og gat bjarg- að sér á því máli. Elsti sonur hans, Erlendur, var orðinn mjög óreglusamur, búinn að eignast tvö börn í lausaleik, sem voru skilin eftir hér heima. Sumarliði hafði miklar áhyggjur af Erlendi og vildi forða honum frá óreglunni. Erlendur var á svipuðum aldri og Helga kona Sum- arliða og hennar systkini sem einnig fóru með. Mér finnst líklegt að þetta unga fólk hafi ýtt á Sumarliða að flytja, enda beið þeirra fátt annað en vinnumennska hér á Ís- landi. Sumarliði var þó, ólíkt mörgum öðrum vesturförum, búinn að koma sér vel fyrir efnalega þegar hann fór, enda greiddi hann farareyri fyrir allan hópinn, eitt þúsund krónur.“ Ævi Sumarliða fyrir vestan einkenndist af basli. Hann var orðinn peningalaus þegar hann kom vestur, eftir að hafa greitt far- gjaldið, og tókst aldrei að rétta almennilega úr kútnum eftir það. „Saga hans í Vesturheimi er um margt lík sögum annarra íslenskra landnema,“ segir Hulda Sigurborg. „Hann flutti inn í landnám þar sem hann þekkti mjög marga enda virð- ist það hafa verið markmiðið að lifa eins og á Íslandi, en aðeins við betri skilyrði. Börnin hans gengu í íslenskan skóla og presturinn á staðnum var íslenskur. Af dagbókunum sést að Íslendingarnir í nýlendunni giftust inn- byrðis og töluðu sína íslensku, sem þó varð enskuskotin í tímans rás. Sumarliði þótti laginn læknir í nýlendunni og var óspart not- aður sem slíkur, þótt aldrei hefði hann lagt sig eftir lækningum heima á Íslandi. Þannig reyndu allir í nýlendunni að hjálpast að, án þess að þurfa að leita út fyrir hana til ann- arra þjóðarbrota. Það er því ekki hægt að segja að hann og hans fjölskylda hafi haft einhver samskipti við annarra þjóða fólk. Börnin hans völdu sér íslenska maka þeg- ar kom að giftingum þeirra á árunum 1914– 1920 ef frá er talin ein dóttir hans sem gift- ist Englendingi. Það sést líka á dagbókunum að hann vildi upphefja allt sem íslenskt var og var ekki hrifinn af enskuskotnum hlutum. Samt fylgdist hann með því sem var að ger- ast í Bandaríkjunum enda keypti hann dag- blöð á ensku. Sumarliði lést vorið 1926 skammt frá Seattle í Washingtonríki við strönd Kyrra- hafsins. Að hans ósk voru sett í kistuna Passíusálmarnir, Nýja testamentið og dálítið Bandaríkjaflagg.“ Betra Ísland í bréfunum en það Ísland sem skrifararnir fóru frá Í öðru bindi Bréfa Vestur-Íslendinga eru birt bréf fólks sem hóf að skrifa heim á ár- unum 1887–1902 en í fyrsta bindinu voru birt bréf fólks sem byrjaði að skrifa heim á árabilinu 1873 til 1887. Að sögn Böðvars Guðmundssonar, sem bjó bréfin til prent- unar, eru umfjöllunarefni þessara bréfa svip- uð og bréfa fyrstu vesturfaranna, þótt áherslumunur sé stundum á. „Fólkið sem fór vestur eftir 1885 kom að betri aðstæðum en fyrstu vesturfararnir sem höfðust sumir við fyrsta veturinn í jarð- holum og áttu ekki neitt til neins. Þeir sem sigla í kjölfarið koma að numdu landi, ef svo má segja. En á móti kemur að það er farið að þrengjast um og því mæta þeim önnur vandamál. Annars er mikið verið að tala um tungumálavandann í þessum bréfum, þeir sem ekki kunna ensku fá til dæmis ekki góða atvinnu.“ Böðvar segir að það komi líka fram í bréf- unum hvað fólk hugsaði mikið heim. „Bréfritarar eru margir illa haldnir af heimþrá sem litar sýn þeirra á gamla landið sem er mikið fegrað. Að mörgu leyti er hægt að finna miklu betra Ísland í þessum bréfum en það Ísland sem skrifararnir fóru frá. Vestur-Íslendingar héldu líka uppi þjóðern- islegri umræðu, sérstaklega í Winnipeg. Kirkjan var til dæmis klofin í þessu máli, deilt var um það hvort prestar ættu að pre- dika á íslensku eða ensku. Og svo var stofn- aður íslenskur menntaskóli, Jón Bjarnason’s Academy, sem lifði í þó nokkur ár og varð svo íslenskudeildin við Manitobaháskóla sem enn er rekin og er raunar eina deildin þar sem hægt er að taka háskólapróf í íslensku utan Íslands.“ Böðvar segir að bréfriturum hafi verið mikið í mun að kynna löndum sínum heima nýjungar í tækni og það sé einnig afar at- hyglisvert að bréfritarar hafa talsvert meiri áhuga á íslenskum stjórnmálum en amerísk- um. „Þeir eru iðulega að segja álit sitt á mönn- um og málefnum heima á Íslandi en tjá sig síður um vesturheimsk stjórnmál, ekki nema þeir sem tóku þátt í þeim. En síðan tala bréfritarar einnig mikið um mennta- og skólamál sem þeim þykir á allt öðru og betra stigi vestra en heima. Þeir lýsa stolti yfir því að börn þeirra skuli vera komin í skóla og óska þess að fólkið heima fái að njóta skóla- náms.“ En þrátt fyrir að taugin heim hafi verið sterk þá er talað um það í bréfunum að hún muni slitna. „Það er talað um það að íslenskt þjóðerni vestan hafs eigi sér enga framtíð, þrátt fyrir allt. Íslendingar vestan hafs muni hverfa í hið stóra haf þjóðanna þar. Þetta á sér- staklega við um borgarbúana. Uppi á Nýja- Íslandi var þetta öðruvísi, þar héldu menn lengi í þessi tengsl. Í Minneota í Minnesota var kannski dæmi um best heppnaða land- námið að því leyti að Íslendingarnir aðlög- uðust fljótlega mjög vel og runnu saman við samfélagið sem var þar fyrir. Þetta er í sjálfu sér mjög gott því þetta sýnir að fólkið hafi verið duglegt að koma sér áfram.“ throstur@mbl.is Íslendingarnir höfðu tilhneigingu til að einangra sig í sérstökum landnámum og lögðu áherslu á að halda við þjóðerni og tungu, stofnuðu skóla og blöð í þeim tilgangi. En um leið kepptust þeir við að laga sig að nýju samfélagi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.