Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 2002 H versu margir eru þeir vís- indamenn fæddir um miðja nítjándu öld, sem eru jafn- lifandi og Freud?“ spyr Sig- urjón Björnsson, þýðandi og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, og svarar í inngangi sínum að nýút- gefnum þýðingum á ritgerðum Freuds, „Þeir eru næsta fáir. Enn eru menn að ausa úr nægtabrunni hans, uppgötva framsýni hans og furðulegt innsæi. Maður, sem slíku hugarflugi var gæddur og hefur haft jafnmikil áhrif og hann í nærfellt heila öld, hlýtur að vera þeirrar gerðar, að nokkru megi til kosta að fá að ganga inn í hugarsmiðju hans.“ (bls. 7–8). Sigmund Freud var fæddur í Vín 1856. Hann var menntaður læknir og er höfundur sálkönn- unar, einnar áhrifamestu kenningar og aðferð- ar í sögu sálfræðinnar á tuttugustu öldinni. Sigurjón Björnsson hefur verið mikilsvirtur þýðandi og túlkandi rita Freuds síðastliðin 20 ár. Nýlega kom út ritgerðasafn eftir Freud í þýðingu hans, og inniheldur það sex ritgerðir skrifaðar 1914–1924. Hið íslenzka bókmennta- félag gefur út. Höfundarverk Freuds Sigurjón segist hafa valið þessar ritgerðir vegna þess „að þær teljast mikilvægar fyrir kenningalega þróun Freuds, en erfiðar og tor- skildar eru þær á köflum og erfiðar voru þær þýðanda“. (8). Ritgerðunum fylgja stuttir inn- gangar þýðanda, en þær heita: Um Narsisma, Sorg og þunglyndi, Handan vellíðunarlögmáls- ins, Hópsálarfræði og sálgreining sjálfsins, Sjálfið og þaðið, og Orkunýtingarvandi masók- ismans. Einnig fylgir lítil orðabók þýðanda með skýringum. Blaðamaður mælti sér mót við Sigurjón Björnsson og spurði hann um þýðingarnar á textum Freuds, ástæðunni fyrir þeim og um einkenni Freuds sem höfundar. „Ritgerðir er tíunda ritið í bókaflokknum Sálfræðirit sem HÍB gefur út,“ segir hann. Í flokknum eru þó ekki aðeins þýðingar á Freud heldur einnig ritið Sálkönnun og sállækningar eftir Sigurjón og þýðing hans á verki Aristótel- esar Um sálina og bók Sigurjóns Formgerðir vitsmunalífsins – um kenningar Piaget um vits- munaþroskann. „Sjö bækur eru þýðingar á verkum Freuds, en það er ekki nærri allt hans höfundarverk, því það er til í 18 bindum á þýsku og 24 á ensku,“ segir hann. Auk þessara sjö þýddi Maia Sigurðardóttir fyrirlestra Freuds sem hann flutti í Bandaríkunum árið 1909 sem er meðal Lærdómsrita Bókmenntafélagsins; Um sálgreiningu (1970). Skörp greind og skrif Sigurjón þýddi fyrst Undir oki siðmenning- ar eftir Freud, en það er mjög aðgengilegt rit fyrir almenning, og segir hann að þá hafi ekki staðið til að þýða meira. Hinsvegar þýddi hann systurrit þess, Blekking trúarinnar, sem Freud hafi gefið út tveimur árum á undan Ok- inu – fylgdi því eftir með ritgerðinni Á líðandi stund um stríð og dauða. Þýðingarnar héldu þó áfram og varð næst fyrir valinu Inngangsfyrirlestrar um sálkönn- un sem Freud flutti 1916 og 1917 við mikla að- sókn. Þetta voru 28 fyrirlestrar sem þóttu mjög áhugaverðir og nýstárlegir. „Ég ætlaði bara að þýða nokkra af þeim sem voru um drauma vegna þess að ég var að kenna þá á námskeiði,“ segir hann, „hinsvegar þýddi ég þá alla, þótt það hafi ekki hvarflað að mér fyrst því þeir eru á sjötta hundruð blaðsíður.“ Bók- menntafélagið gaf svo fyrirlestrana út í tveim- ur bindum og má þar finna mjög athyglisvert efni, til dæmis um mistök og mismæli. Þessir textar sýna glögglega hversu skarpur og eft- irtekarsamur höfundur Freud er. Þrískipting sálarinnar Sigurjóni fannst þegar hér var komið að hann yrði einnig að þýða verkið Nýir inngangs- fyrirlestrar um sálkönnun, því í þeim hafi kenning Freuds tekið verulegum breytingum. Þar hefur hann þróað hugtökin um þrískipt- ingu sálarinnar í það, sjálf og yfirsjálf, og einn- ig hugtökin dauðahvöt og kynhvöt sem ger- breyttu myndinni af sálkönnun. Nýju inngangsfyrirlestrarnir eru frá 1933 og teljast mjög gagnlegt yfirlit og fjalla um ýmsar við- bætur við kenninguna og skýringar á kvíða, kveneðli/karleðli og lífsskoðun mannsins. Freud flutti þessa fyrirlestra reyndar aldrei en gaf þá út á bók. Næst þýddi Sigurjón eldra rit Freuds eða Draumar og hugvillu frá 1907. Í því riti vék Freud að örðum hlutum og fjallar um skáld- verkið Gradiva eftir Wilhelm Jensen, en sá höf- undur skrifaði margar sögur og var þekktur á sinni tíð. Núna lifir nafn hans aðallega vegna ritgerðar Freuds, sem telst brautryðjenda- verk, því þar er fjallað um skáldverk á óvenju- legan hátt og er vísast mikið lesið innan bók- menntafræðinnar. Áhrif á klíníska sálfræði Fyrsta bókin í bókaflokknum Sálfræðirit kom út árið 1983 þannig að Sigurjón hefur ver- ið 19 ár að skrifa þessi tíu rit, og verður það að teljast harla gott afrek. Ritgerðirnar sem nýlega komu út spanna tíu ár af hugsun Freuds og er vel til fundið að safna þeim saman í bók því þær sýna vel hvern- ig höfundurinn hugsar sig áfram skref fyrir skref til loka kenningarinnar. Ritgerðirnar um Narsisma (ást manns á eigin sjálfsmynd) og Þunglyndi og sorg eru sérlega þýðingarmiklar því þær hafa haft mikil áhrif á klíníska sál- fræði. „Í ritgerðunum sex kynnumst við vís- indalegri hugsun Freuds og komumst einnig í náin kynni við óvenju gáfaðan mann,“ segir Sigurjón, „í Narsismanum sjáum við hversu flókin hugsun liggur að baki textanum, sem síðar varð mjög mikilvæg. Þar glímir Freud m.a. við hvort grundvallarhvatirnar eru tvær eða hvort það er bara ein. Narsismi er að sumu leyti kynhvöt og að sumu leyti ekki. Dauðahvöt og kynhvöt Sigurjón ritar um þetta í inngangi sínum að ritgerðinni um Narsisma: „Fram til þessa hafði Freud gert ráð fyrir tveimur flokkum eðlis- hvata, sjálfsvarðveisluhvötum og kynhvötum. Sjálfsvarðveisluhvötunum ætlaði hann stað í sjálfinu, enda nefndi hann þær allt eins oft „Ichtriebe“. Með þessari ritgerð setti hann þessa tvískiptingu í nokkurt uppnám … Það er ekki fyrr en mörgum árum síðar að málin taka að skýrast, í ritgerðinni „Handan vellíðunar- lögmálsins“ (1920) og í „Sjálfið og þaðið“ (1923).“ (20–21). Þar leggur Freud í raun grunninn að end- anlegri hvatakenningu sinni, tvískiptingunni í dauðahvöt og kvnhvöt – Þanatos og Eros. „Eros – kynhvötin – er sýnileg öllum, en dauða- hvötin er nánast ósýnileg og vinnur verk sitt í kyrrþey. Hún getur þó beinst út í umheiminn og þarf helst að gera það svo hún skaði ekki einstaklinginn. Þá nefnist hún eyðingar- eða eyðileggingarhvöt eða árásargirni. Hatur staf- ar frá dauðahvötinni. Kynhvöt og árásarhvöt blandast allavega, renna saman og leysast í sundur.“ (83). Sigurjón segir að margir samtímamenn Freuds hafi átt erfitt með að samþykkja nið- urstöðu Freuds um dauðahvötina eða að sætta sig við hana. En hún er um hvöt til að deyja eins og hverri tegund hentar. Sigurjón segir einnig mjög athyglisvert að með þessari tví- skiptingu nálgast Freud platónska heimspeki, því ætla hefði mátt að Freud myndi fremur leita til Aristótelsar sem var jarðbundnari höf- undur og beitti einnig líffræðinni fyrir sig eins og Freud gerði gjarnan. Ritstíll Freuds Sigurjón segir erfitt að lýsa einkennum Freuds sem höfundar. Það sé aftur á móti aug- ljóst að hann var flínkur penni og mjög góður rithöfundur. „Setningarnar hans eru ekki létt- ar, heldur langar, en þetta er falleg þýska,“ segir hann, „Freud skrifar rismikið og glæsi- legt mál, sem erfitt er að þýða og koma stílnum til skila. Hann notar lítið af erlendum hugtök- um, en styðst við þýsk fagheiti.“ Ágætt er að taka hér dæmi úr orðskýringunum til að varpa ljósi á það. Sjálfshvatir er þýðing Sigurjóns á þýska fagheitinu Ichtriebe. Á ensku er það hinsvegar Ego-Instincts. Skýring orðsins er þessi: „Á fyrri hluta starfsferils síns skipti Freud eðlishvötum í tvo flokka, kynhvatir og sjálfshvatir eða sjálfsvarðveisluhvatir. Þær síðarnefndu voru í þjónustu sjálfsins í vörn þess gegn þrýstingi kynhvata. Síðar féll Freud frá þessari tvískiptingu og í stað sjálfshvata komu dauðahvatir.“ (345). Annað dæmi um orð er Gagnúð/yfirfærsla, en það er þýðing á hugtakinu Übertragung, sem á ensku er þýtt Transference. „Gagnúð eða yfirfærsla er hugtak, sem helst er notað í sálgreiningarmeðferð um að tilfinningar til lykilpersóna í bernsku yfirfærist á sállæknand- ann og verði með því móti aðgengilegar fyrir meðferð.“ (333). Augljóst er af þessum tveimur þýðingardæmum að fagheiti Freuds breytast meira í ensku í áferð og stíl en á íslensku. Sig- urjón segir einnig að Freud hafi verið gæddur þeim fágæta eiginleika að geta bæði ritað þungan og samanþjappaðan fræðistíl og léttan bókmenntastíl fyrir allan sæmilega menntaðan almenning. Legubekkurinn og skrifborðið Sigurjóni finnst fróðlegt að sjá hvernig Freud hugsar undir sterkum áhrifum 19. ald- armanna: Darwins og lífeðlisfræðinga. „Hann var orðinn skólaður rannsóknarmaður áður en hann hóf að setja saman kenninguna um sál- könnun, hafði til dæmis unnið störf í tengslum við heilasköddun fólks,“ segir hann, „einnig má greina sterka æð hans til heimspekinnar, þar sem hugsað var í stórum línum. Hann fylgir vísindalegum þankagangi og leiðir út frá for- sendum, og hann skoðar það sem ekki hafði verið skoðað áður.“ Freud hafði meira að segja gert tilraun um aldamótin 1900 til að skrifa bók um sálarlíf manna út frá taugalífeðlisfræði. Hann gaf hana að vísu aldrei út, en hún kom í leitirnar um miðja síðustu öld. Eftir að hann hóf rannsóknir sínar á sefasýki (hysteria; taugaveiklun), sá hann að vænlegra væri að skrifa um hana út frá sálfræðihugtökum, fremur en taugalífeðlisleg- um. Upphaf sálkönnunar má hinsvegar rekja til þess að Freud tók að rannsaka eigin drauma. Hann gaf út gríðarlega áhrifamikið verk; Die Traumdeutung árið 1900 um draumakenninguna og sálkönnun. Taugalífeðlisfræði var ávallt þráður í hugsun Freuds, en sjúklingarnir voru í raun tilrauna- stofan hans. Sagt hefur verið að stutt hafi verið milli skrifborðsins og legubekksins hjá Freud, bæði í efnislegum og andlegum skilningi. „Legubekkurinn og það, sem þar fór fram, var rannsóknarstofa hans, sem honum var í mun að fjarlægjast eins lítið og mögulegt var. Þetta má greinilega merkja á því, hvaða tökum hann tók viðfangsefni sín, þegar hann hófst handa við að endurskoða sálkönnunina.“ (10). Skynjaði hlutverk sitt Freud er því vissulega óvenjulegur höfundur og það má einnig merkja af öðru. „Árið 1926 skrifar hann ritgerð um kvíða,“ segir Sigurjón, „en þá stendur hann á sjötugu. Þá fyrst setur hann lokapunktinn við kenningu sína. Það er óvenjulegt að menn skuli vera svona lengi að.“ Hann hefur haft skýra sýn, skynjað hlutverk sitt og tekið það mjög alvarlega. „Í raun má undrast hvað hann er ávallt gætinn í orðum,“ segir Sigurjón, „hann er alveg reiðubúinn til að laga kenninguna og hlusta á ábendingar, þótt hann sé ekki ginnkeyptur fyrir því að hlaupa eftir skoðunum annarra.“ Sigurjón segir heið- arleikann gegnumgangandi hjá Freud, því hann víkur aldrei frá því sem hann telur réttast og gerir ekki málamiðlanir til að þóknast öðr- um. Einnig birtist í honum ótrúlegt andlegt þrek, því hann var hvílíkur þjarkur, hann var sískrifandi og frá honum bókstaflega streymdi fjöldi mikilvægra verka. Hann hélt áfram jafn- vel eftir að hann varð veikur af krabbameini og þurfti að fara reglulega í aðgerðir. Það var eins og hann vissi að hann hefði mikilvægt verk að vinna, og mætti ekki hlífa sér. Freud var vandaður maður, góður heimilis- faðir og traustur og tryggur vinum sínum. Margir lærisveinar hans snerust þó gegn hon- um og slitu vináttuböndin út af ágreiningi um útfærslur á kenningunni. Virðingin að vitna rétt í En spyrja má hvort ástæða sé til að þýða rit- gerðir Freuds eins og Sigurjón hefur gert, og birta þær núna á 21. öldinni. Svarið ræðst af því hvort litið sé svo á að Freud sé nægilega mikill hugsuður og vísindamaður til þess að þörf sé á að þekkja verk hans sjálfs vel, fremur en að kynna sér bara túlkanir annarra á honum í yf- irlitsverkum. Sigurjón segir að það komi varla út bók í sálfræði án þess að vitnað sé í Freud. Hann er einnig mikils metinn í bókmenntum, listum og heimspeki. „Á þessu breiða menning- arsviði stendur Freud uppúr og þar er vitnað i hann,“ segir Sigurjón, „margir eru hinsvegar á móti honum og flestir þeirra fara rangt með þegar þeir vitna í hann, því þeir styðjast við skýringar annarra á honum, en hafa ekki lesið rit hans sjálfs.“ Freud er það stórt nafn í menningarsögunni að hann á bókstaflega heimtingu á að farið sér rétt með það sem hann sagði. Þýðingarnar eru því nauðsynlegar og gera fræðimönnum og áhugasömum almenningi kleift að nálgast frumtextann í íslenskri þýðingu, þar sem virð- ing er borin fyrir hugsun og kenningu Freuds. Undirvitund eða dulvitund? Það er vissulega ekki áhlaupaverk að þýða Freud og mikilvægt að sá sem það gerir hafi djúpa þekkingu á verkum hans. Ef þekkingin er ekki næg er hætt á mistökum og misskiln- ingi. Sem dæmi má nefna að það sem Freud kall- ar „das Es“ og á ensku hefur verið þýtt „Id“. Það hefur stundum verið þýtt á íslensku „frum- sjálf“. Í þeirri þýðingu kemur alls ekki fram eitt mikilsverðasta áhersluatriði hugtaksins, þ.e. að „das Es“ er algjörlega ópersónulegt. Því er réttara að þýða „Það“, þótt ekki sé það fögur íslenska. Þá er orðið„undirvitund“ ekki freud- ískt hugtak, líklega fremur úr fræðum Jungs. Dulvitund er réttari þýðing, þó að ekki sé hún nákvæm. Sigurjón segir að því sé æskilegt að helstu rit Freuds séu til á íslensku, þótt sennilega verði hann aldrei þýddur allur. Nú eru sjö bæk- ur komnar út, en Sigurjón segir að lokum að hann eigi fleiri þýdd verk eftir Freud sem eigi eftir að koma út. Það er ritið Tótem og tabú, rit um Móse frá 1938 og sjúkrasögurnar um Dóru og úlfamanninn, ritgerð um styttu Michaelang- elós af Móse, bernskuminning Leonardo da Vinci og í ritgerð um bernskuminningu Göthes. Næstum nauðsynlegt er að þekkja frum- texta Freuds og lesa þessar þýðingar, því fyrst hann var einn áhrifamesti hugsuður tuttugustu aldarinnar, þá eru áhrif hans einnig vel grein- anleg á þessari öld. Þau má bæði finna í fræð- unum og einnig í daglegri hugsun hvers manns, a.m.k. þegar hann íhugar sálarlíf sitt – eða ann- arra. Morgunblaðið/Sverrir „Í raun má undrast hvað Freud er ávallt gætinn í orðum,“ segir Sigurjón, „hann er reiðubúinn til að laga kenninguna, þótt hann sé ekki ginnkeyptur fyrir því að hlaupa eftir skoðunum annarra.“ MEÐ FREUD Á HRAÐBERGI guhe@mbl.is Það er vont að vitna í Freud og fara rangt með, nota vitlaust hugtak og herma eftir mishæfum túlkendum hans. GUNNAR HERSVEINN gaf sér tíma til að læra nokkur hugtök Freuds af Sigurjóni Björnssyni sálfræð- ingi, þýðanda og prófessor emeritus við Háskólann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.