Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 2002 15 gnæfir hátt á stalli uppi með ljón sér við hlið, veldistáknið. Þar er og viðkomustaður neðan- jarðarstöðvar, sem eðlilega ber nafnið Pombal, og þá fínu Metró, sem gerð var í tilefni heims- sýningarinnar í borginni 1998, nýttum við okk- ur að sjálfsögðu eftir fremsta megni. Gengur svo til þvert í gegnum borgina frá Campo Grande í norðri niður til miðborgarinnar í suðri og að sjálfsögðu heimssýningarsvæðisins í austri (Oriente). Á flestum brautarstöðvunum eru stórar veggmyndir hvaðanæva úr heimin- um og í það minnsta þrjár á Oriente, meðal annars ein eftir Guðmund Erró. Svo var og einnig á skoðunarferðum okkar, að við vorum stöðugt að rekast á menjar for- tíðar og hinar miklu andstæður, blanda af gömlu og nýju vel sýnileg; margt nútímalegt, annað forneskjulegt og frumstætt. Sumt af því gamla heillaði okkur upp úr skónum eins og litlu sporvagnarnir, eða svifbrautirnar sem hlykkjuðust upp og niður þröngar götur gömlu borgarinnar, Bairro Alto, og Alfama-hverfin, með endastöð í námunda við kastalann Sao Jorge, heilagan Jörgen. Frá yndisfögrum út- sýnisstað sem nefnist Miradouro de Santa Luzia er mikið og fagurt útsýni yfir húsþökin fyrir neðan, skipalægi og Tejo-fljótið, indælt að una sér um stund og ganga svo niður þröngar götur allt að Sé Patriarcal-dómkirkjunni. Upp- runalega byggð í rómönskum stíl á grunni þar sem fyrrum stóð moska, sá hluti frá 1150, kirkjan endurbyggð eftir jarðskjálftana 1344 og 1755. Margt yfirmáta myndrænt verður á vegi manns á leiðinni niður og innlitið í helgi- dóminn mikilsháttar lifun. Horft af hæðinni yf- ir ármynni Tejo, sem eftir að hafa runnið um hálft landið dregur nafn af hálmi, Mar da Pahla, vegna hins gullna litarrafts sem slær á það við endurljóma sólar, sér til ævagamals smáþorps sem á að baki sérkennilega sögu. Þar var framleidd fiskolía sem Rómverjar voru mjög sólgnir í og flutt var í stórum matarker- um til síns heima. Áður en fljótið sameinast hinu risavaxna úthafi hefur það runnið fimm- tán kílómetra leið meðfram borginni, þannig að nánd þess er merkjanleg í hverju horni borg- arinnar, að sagt er. Öldum og árþúsundum saman varð að ferja fólk á milli borgarhlutanna beggja vegna fljótsins, en 1966 var lokið við að byggja risabrú yfir það, í þann tíma þá stærstu í Evrópu, 2.278 metrar að lengd og sjötíu metra há. Upprunalega var hún heitin eftir Sa- lazar einræðisherra, en eftir Nellikubylt- inguna svonefndu 1974 var henni skjótlega gef- ið nýtt nafn og kennd við 25. apríl, dag frelsisins. Brúin er í nágrenni þess merkilega og sögu- fræga borgarhluta við fljótsbakkann er nefnist Belém, sem er portúgölsk stytting á Betlehem, en þaðan lagði Vasco da Gama upp í hina sögu- frægu siglingu. Nafnið dregið af lítilli Maríu- kapellu, Santa Maria de Belém, sem stóð við gömlu höfnina í Restolo þar sem Vasco da Gama safnaði saman mönnum sínum og baðst fyrir nóttina áður en hann hélt úr höfn. Í Belém lét áðurnefndur Manuel I reisa sérkennilegt múrvígi með turni úti í fljótinu á árunum 1515– 21, tákn útþenslu Portúgals, sem enn stendur og er vel við haldið enda þjóðargersemi. Múrvígið er táknrænt fyrir hinn svonefnda Emmanuel-byggingarstíl, heitinn í höfuðið á Manuel I og var í hávegum hafður á hinu at- hafnasama valdatímabili hans. Má segja að hann sé nokkurs konar hugvitssamlegur sam- runi stílbragða frá hinum mörgu nýlendum Portúgala. Í góðu skyggni er ævintýralegt út- sýni frá brúnni yfir borgina, og sjálf er hún ekki síður líkust ævintýri fyrir tígulega og myndræna reisn, minnir ekki svo lítið á Golden Gate-brúna í San Francisco. Í sambandi við heimssýninguna var byggð önnur brú, saman- lögð lengd hennar sextán kílómetrar, þar af þrettán um árbakka Tejófljótsins. Belém-hverfið er sem tákngerving þess hvernig metnaður, framsýni, auður og listir fara saman. Í nágrenni turnsins eru þannig nokkur mikilvægustu söfn borgarinnar, opið svæði og mikið um litla og notalega veitinga- staði. Í 300 metra langri og 189 metra breiðri klausturbyggingu frá 1571, Mosteiro dos Jer- ónimos, frá 1571, byggt fyrir ágóðann af pipar og öðru kryddi, er þjóðminja- og þjóðhátta- safnið. Sagt vera undraverk portúgalska end- urreisnarstílsins og skaðlaust að samsinna því. Mikið skipasafn er í vestri endanum og aðeins lengra hinum megin við götuna nýtt og gríð- arstórt hönnunarsafn. Þjóðminja- og þjóð- háttasafnið er í endurskipulagningu, en þeir fáu salir sem í gagnið eru komnir frábærir, skipasafnið að sjálfsögðu stórfróðlegt en sein- legt og erfitt í skoðun, þyrfti einnig uppstokk- unar við. Lystivagnasafn í nágrenninu, sem mun einkaframtak hið stærsta og merkilegasta í heimi, en virðist í fjársvelti, engu að síður spennandi því það geymir merkilega sögu sem mætti rækta betur. Fann litlar upplýsingar um fyrri jarðskjálft- ann en þeim meiri um hinn síðari, í því fallinu voru afleiðingarnar hrikalegar og yfir 50.000 manns létu lífið. Til minningar um hamfarirnar voru rústir mikils Karmelítaklausturs og kirkjubákns, Mosteiro Igrejo de Carmo, sem hrundi að hálfu, að mestu látnar standa óhreyfðar. Þær hýsa nú fornminjasafn að hluta, Carmo Arhaeological Museum, og ekki hægt að ímynda sér áhrifameira minnismerki. Hér naut borgin aftur framsýni dugnaðarfor- ksins markgreifans af Pombal, sem sagan seg- ir að hafi brugðið svo skjótt við að hann hafi verið farinn að skipuleggja endurbyggingu borgarinnar áður en jarðskjálftanum lauk. Hvað sem öðru líður var hann allt í öllu og sagður hafa tæmt allar fjárhirslur af gulli og eðalsteinum frá Brasilíu og öðrum nýlendum svo hún mætti ganga sem hraðast fyrir sig, hvorki víl né uppgjöf komust hér að. Er ekki að undra að margur forvitinn ferðalangurinn læt- ur hrífast af þessum framsýna og framtaks- sama manni. Þetta var í fyrsta skipti sem við komum til Portúgals, hins vegar þekktum við Tryggvi öllu betur til Spánar, einkum höfuðborgarinn- ar Madrid, og gátum gert hér nokkurn sam- anburð, bæði um fortíð og nútíð. Bæði löndin á seinni tímum með þeim fátækari í Evrópu efnahagslega, hins vegar ekki menningarlega og vel vitandi um styrk sinn í þeim efnum. Sér- kenni arfleifðarinnar í báðum tilvikum vel sýni- leg, jafnt á götu úti sem inni í söfnum, áþreif- anlegar en í flestum löndum Evrópu. Spánn státar þó af mun merkilegri arfi hvað stór- meistara myndlistarinnar snertir, bæði í fortíð og nútíð. Löndin hefur ekki skort metnaðar- fulla einstaklinga um ris þjóða sinna, ígildi þriggja feta fiska um manngildi og stórhug. Kista Vasco da Gama í Santa Engrácia. MYNDLIST Borgarskjalasafn Rvíkur: Reykjavík í hers höndum. Til 2.2. Galleri@hlemmur.is: Viktoría Guðnadótt- ir. Til 5.1. Gallerí Skuggi: Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Til 22. des. Gallerý nr. 5, Skólavörðustíg 5: Sýning Álfheiðar Ólafsdóttur og Helgu Sigurðar- dóttur. Til 31. des. Gerðarsafn: Kyrr birta – heilög birta. Til 20. des. Gerðuberg: Myndir úr nýjum barnabók- um. Til 6.1. Hafnarborg: Samspil og sambönd Íslands. Til 22. des. Hallgrímskirkja: Aðalheiður Valgeirsdótt- ir. Til 1.3. Hús málaranna, Eiðistorgi: Einar Há- konarson og Óli G. Jóhannsson. Til 23. des. Listasafn Akureyrar: Hraun-ís-skógur. Til 15. des. Listasafn Borgarness: Guðmundur Sig- urðsson. Til 23. des. Listasafn Einars Jónssonar: Safnið er lok- að út janúar. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1980– 2000. Til 15.1. Listasafn Rvíkur – Ásmundars.: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Inga Svala Þórsdóttir. Nútímalist frá arabaheiminum. Til 19.1. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Martin Bigun. Til 15.1. Miðrými: Odd Nerdrum. Til 31.1. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Andlits- myndir og afstraksjónir. Til 30.3. Opið e. samkomulagi út janúar. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Elva Heiðarsdóttir. Til 18. des. Mokkakaffi: Hildur Margrétardóttir. Til 15.1. Norræna húsið: Veiðimenn í útnorðri. Til 15. des. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B: Giovanni Garcia og JBK Ransu. Til 12.1. Þjóðarbókhlaða: Halldór Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landa- fundir. Skáld mánaðarins: Einar Sigurðs- son í Eydölum. Til 8.8. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Aðventkirkjan: Óperukórinn og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Kl. 16. Hallgrímskirkja: Hans-Dieter Möller og MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Hörður Áskelsson. Kl. 17. Háskólabíó: Jólatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Kl. 15. Nýlistasafnið: Steve Hubback ásláttarleik- ari. Kl. 20. Ýmir: Karlakór Reykjavíkur, Jóhanna Lin- net. Kl. 19 og 22. Sunnudagur Fríkirkjan í Reykjavík: Margrét Sigurð- ardóttir, Edda Hrund Harðardóttir, Haf- steinn Þórólfsson og Þorbjörn Sigurðsson. Kl. 20. Hallgrímskirkja: Klais-orgel 10 ára – Hans-Dieter Möller. Kl. 20. Háteigskirkja: Kammerkórinn Vox aca- demica. Kl. 17. Hjallakirkja, Kópavogi: Kammerkórinn Vox Gaudiae. Kl. 20. Langholtskirkja: Gospelsystur í Reykja- vík. Einsöngur: Hanna Björk Guðjónsdótt- ir sópran. Kl. 20:30. Listasafn Einars Jónssonar: Marta Guð- rún Halldórsdóttir, Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason. Kl. 15. Neskirkja: Rósakranssónötur nr. 1–5. Martin Frewer fiðluleikari, Dean Ferrell kontrabassaleik- ari, Steingrímur Þórhallsson org- elleikari. Kl. 21. Seltjarnarnes- kirkja: Sinfóníu- hljómsveit áhuga- manna. Arnaldur Arnarson, gítar, Hallveig Rúnars- dóttir, söngur. Kl. 17. Ýmir við Skógar- hlíð: Sjá laugar- dag. Kl. 17 og 20. Mánudagur Hallgrímskirkja: Klais-orgelið 10 ára. Christian Schmitt. Kl. 20. Þriðjudagur Mosfellskirkja: Sigrún Hjálmtýsdóttir og blásarasextett. Kl. 20:30. Fimmtudagur Kópavogskirkja: Mozart við kertaljós. Camerarctica. Kl. 21. Föstudagur Hafnarfjarðarkirkja: Mozart við kertaljós. Kl. 21. Langholtskirkja: Kór Langholtskirkju. Gradualekórinn, Ólafur Kjartan Sigurðar- son og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Kl. 23. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Veislan, lau. Borgarleikhúsið: Elegia – fjögur dans- verk, lau. Rómeó og Júlía, lau. Iðnó: Hin smyrjandi jómfrú, sun. Hafnarfjarðarleikhúsið: Grettissaga, þrið. Möguleikhúsið: Jólarósir Snuðru og Tuðru, sun. Leikfélag Akureyrar: Hversdagslegt kraftaverk, lau. Arnaldur Arnarson SÍMI 512 7575 „...sérstaklega góður geisladiskur og örugglega meðal þeirra bestu sem koma út fyrir þessi jól...söngur þeirra Þóru og Björns er yndislegur.“ Bergþóra Jónsdóttir MORGUNBLAÐIÐ ilvalin gjöf fyrir alla unnendur sígildrar tónlistar T SÖNGPERLUR ÍSLANDS OG EVRÓPU 

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.