Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 2002 13 U M þessar mundir eru tíu ár frá því að stóra Klais-orgelið í Hallgrímskirkju var vígt. Með tilkomu orgelsins gjör- breyttist öll aðstaða til tón- listarflutnings í kirkjunni, bæði við messur og á tónleik- um. Strax sumarið 1993 hófst tónleikaröðin Sumarkvöld við orgelið, sem hefur aukið hróður þess og veitt íbúum höfuðborg- arinnar jafnt sem gestum hennar tækifæri til að kynnast orgeltónlist margra landa. Fyrstu fimm árin léku organistarnir allir uppi í orgelstúkunni sem er inni í miðju orgelinu en vorið 1997 var annað hljómborð tekið í notkun. Það er aftarlega norðanmegin í kirkjuskipinu og er tengt org- elinu með ljósleiðarakapli. Það er færanlegt og hefur aukið notkunarmöguleika hljóðfærisins til muna. Erlendir organistar, sem komið hafa hingað til tónleikahalds, hafa borið hróður org- elsins víða um lönd. Nú er svo komið að beiðnir um að fá að leika í kirkjunni berast víða að og er ekki hægt að verða við nema mjög litlum hluta þeirra. Í tilefni af afmælinu verður hljóðfærinu haldin herleg, margra daga afmælisveisla. Dagskráin hefst í dag kl. 14.00, þegar félögum í Listvina- félagi Hallgrímskirku verður boðið að sjá heim- ildamynd Sigurðar Grímssonar og Ævars Kjart- anssonar um smíði orgelsins. Við sama tækifæri flytur forstjóri Klais-Orgelbau, Philippe Klais, erindi um hönnun orgels Hallgrímskirkju. Kl. 17.00 hefst opin og ókeypis dagskrá fyrir al- menning, undir yfirskriftinni Tónadans, en þar ætla organistarnir Hans-Dieter Möller og Hörð- ur Áskelsson að kynna hljóðheim orgelsins með fjölbreyttum tóndæmum og félagar úr Íslenska dansflokknum sýna dansverkið „Steeples“ eftir Peter Anderson við Passacagliu eftir Jóhann Sebastian Bach. Í fyrramálið verður orgelmessa á vígsluafmæli orgelsins, þar sem orgelið sér um forsöng í stað kirkjukórsins. Kl. 20.00 annað kvöld verða tónleikar, þar sem Hans-Dieter Möller flytur fjölbreytta efnisskrá og frumflytur nýtt orgelverk sitt í tilefni 10 ára afmælis Klais- orgelsins. Á mánudagskvöld er svo komið að þýska organistanum Christian Schmitt, en hann leikur verk eftir Bach, Reger, Messiaen og fleiri, en þeir tónleikar eru styrktir af þýska sendi- ráðinu í Reykjavík. Hljóðfærið alltaf í góðu standi Hörður Áskelsson, organisti í Hallgríms- kirkju, segir hægt að hafa stór orð um það hvernig orgelið hefur staðið sig fyrstu tíu árin. „Það er allt á eina bókina lært, orgelið hefur staðið sig framar vonum. Það er oft sagt að það megi búast við erfiðleikum með svona ný, stór orgel fyrstu árin; viðurinn sé að þorna og ýmsar bilanir geti komið í ljós, – og satt að segja bjóst ég við einhverjum erfiðleikum. En það hafa varla nokkrir barnasjúkdómar hrjáð þetta hljóðfæri að orð sé á gerandi. Orgelið er vel smíðað, en það er líka óvenju vel búið að því í þessu húsi, og það er ákveðið lykilatriði hér, eins og í öðrum ís- lenskum kirkjum, að rakastigið helst nokkuð jafnt allt árið. Loftið er þó of þurrt, en org- elsmiðirnir vissu af því og hönnuðu meðferð við- arins í samræmi við það. Það hefur líka reynst okkur giftudrjúgt að við gerðum viðhaldssamn- ing við Klais-fyrirtækið. Samningurinn kostar kirkjuna reyndar talsverða fjármuni, en í stað- inn fáum við mann frá Klais hingað einu sinni á ári; – hann dvelur hér í viku, og fer yfir orgelið hátt og lágt, stillir það. Ég held að þeim fjár- munum sé vel varið þegar um svo gríðarlega dýrt hljóðfæri er að ræða. Það fær aldrei tæki- færi til að drabbast niður; – allt sem þarf að lag- færa er lagfært og hljóðfærið því alltaf í topp- standi.“ Það sem slitnar er hægt að laga Hörður kveðst telja að meira sé spilað á hljóð- færið í Hallgrímskirkju en sambærileg orgel er- lendis og ekki bara vegna mjög mikils fjölda org- eltónleika í kirkjunni. „Það er nú heilmikið út af fyrir sig; – þetta eru tæplega fjörutíu orgeltón- leikar á ári auk tónleika þar sem orgelið er með í öðrum flutningi. Svo er líka verið að kenna á org- elið, og það hefur mjög jákvæð áhrif á áhuga nemenda. Þriðja atriðið er, að við leyfum nem- endum að æfa sig á hljóðfærið, og það þekkist varla erlendis í svo miklum mæli. Það er auðvit- að ómetanlegt fyrir nemendurna, en þegar þeir færir góð rök fyrir því að orgelið í Hallgríms- kirkju sé enginn bastarður. Það geti náð mjög langt í því að sinna vel mjög ólíkum stílteg- undum, og því hafi ákvörðunin um að hafa það svona verið rétt. „Þetta orgel býr yfir góðu radd- vali fyrir barrokktónlist og góðu raddvali fyrir rómantíska og franska tónlist, og það eru margir sem segja að rómantík og síðrómantík séu kannski sterkasta hlið orgelsins.“ Afmælisbarnið kynnt kl. 17.00 En lítum aðeins á tölfræðina; henni hefur ver- ið haldið til haga. Hörður nefndi að tæplega fjörutíu orgeltónleikar eru haldnir í kirkjunni ár- lega, þar sem leikið er eingöngu á orgel. Þar af eru tæplega þrjátíu orgeltónleikar í tónleikaröð- inni Sumarkvöld við orgelið. Meira en áttatíu organistar hafa haldið formlega tónleika á org- elið og tónverkin sem leikin hafa verið eru rúm- lega sjö hundruð. Þar af hafa um tíu tónverk heyrst í fyrsta sinn leikin á Klais-inn, og við það bætast spunaverk fjölmargra organista sem á hann hafa leikið. Það tónskáld sem á langsam- lega flest verk leikin á orgelið í Hallgrímskirkju er Jóhann Sebastian Bach, eða meira en hundr- að verk, og sum þeirra hafa hljómað oftar en einu sinni. Næstur honum kemur Buxtehude með rúmlega tuttugu verk sem sum hafa líka verið leikin oftar en einu sinni. Næstir í röðinni koma svo Duruflé, Dupré, Petr Eben, César Franck, Guilmant, Elert, Liszt, Mendelssohn og Messiaen, en tveggja tíma stórvirki hans, Bókin um heilagt sakramenti, hefur tvívegis verið leik- ið í heild sinni. Af íslenskum tónskáldum er Páll Ísólfsson í efsta sæti. Meira en tuttugu geisla- diskar hafa verið gefnir út þar sem leikið er á Klais-orgelið eingöngu, eða að það er í stóru hlutverki í öðrum tónlistarflutningi. Þetta hlýtur að teljast talsvert, því hér eru ótaldir allir óform- legir tónleikar, kirkjuathafnir og aðrar uppá- komur. Hörður Áskelsson organisti er líka mjög ánægður og segir orgelið sannarlega verðskulda afmælisveisluna nú um helgina. Hann vekur sér- staka athygli á opnu dagskránni í dag kl. 17.00, þar sem allir geta komið og hlustað á hann og Hans-Dieter Möller sýna hvað í hljóðfærinu býr. „Þessir tónleikar eru opnir öllum og það er ókeypis inn. Þetta verður mjög aðgengilegt og við ætlum að kynna hljóðheim orgelsins með tóndæmum; ég ætla að spjalla við áheyrendur og sýna þeim hvernig ólíkar raddir orgelsins hljóma og Möller spilar. Ég ætla að frumflytja nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem heitir Innsigli og leik líka orgelverk sem allir þekkja, Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach. Við ljúkum tónleikunum á atriði þar sem félagar úr Íslenska dansflokknum dansa við Passacagliu eftir Bach. Þetta á að verða afmæli sem fólk hefur gaman af að koma í; afmæli þar sem hægt verður að kynn- ast afmælisbarninu almennilega.“ koma út í framhaldsnám verða þeir hissa á því að þeir hafa ekki aðgang þar að neinu sambærilegu hljóðfæri. Ég hef alltaf talað fyrir því að leyfa þetta, og forstöðumenn kirkjunnar hafa tekið undir. Að vísu kostar þetta eitthvert slit á hljóð- færinu, en pípurnar og smíðaverkið slitna ekki. Það sem slitnar er hægt að laga, það er ekki flóknara en það. Reynslan af hljóðfærinu er því mjög góð.“ Organistar hvaðanæva sækjast mjög eftir því að koma hingað og fá að spila á orgelið að sögn Harðar, og lítið hefur verið reynt að stýra því hvað þeir spila. Fyrir vikið hefur margt óvenjulegt heyrst í kirkjunni; margt annað en í hefðbundnum orgeltónleikaröðum. „Margir þessara organista hafa notað tækifærið til að prófa ýmislegt sem þeir hafa verið að vinna að, þegar þeir hafa komist í hljóðfæri sem hefur þetta mikla breidd og býður upp á svo mikla möguleika.“ Í samhljómi við kirkjuna Hörður segir að það orðspor fari af þessu hljóðfæri að það sé í miklum samhljómi við sjálfa bygginguna; bæði hvað varðar útlitið og org- elhljóminn. „Jafnvel hörðustu andstæðingar Klais-orgela – og þeir eru margir til – hafa farið mjög fögrum orðum um þetta orgel eftir að hafa spilað á það og talað um þetta góða samspil þess við hljóðrými kirkjunnar og útlit. Það þykir al- veg einstaklega vel heppnað og þeir eru allir til- búnir til að koma aftur. Við fáum hingað á næstu Kirkjulistahátíð frægasta andstæðing Klais-org- ela, Olivier Latry, dómorganista í Notre Dame í París, en hann er jafnframt einn frægasti org- anisti í heiminum. Klais sagði mér sjálfur að Latry hefði lýst því yfir í viðtali að Klais-orgelin væru þau verstu í heimi. Klais-fyrirtækið á sér 120 ára sögu, og á þeim tíma hefur orgelsmíði gengið í gegnum hæðir og lægðir. Klais var að smíða mikið af stórum orgelum á tímum þegar mjög erfitt var að útvega í þau gott efni, eins og til dæmis eftir stríð. Þá smíðuðu þeir af van- efnum orgel sem eru vond, – þau eru mörg hver enn í notkun og eru engin sérstök rós í hnappa- gat fyrirtækisins. En þetta hefur breyst og síð- ustu árin hafa verið gjöful hjá þeim og Klais- orgelin farin að skapa sér almennari hylli. Það var alltaf markmið okkar að þetta hljóðfæri hefði mikla stílbreidd. Það eru hins vegar ýmsir spútnikkar í organistastétt sem segja að slíkt skapi óáhugavert hljóðfæri. Þeirra viðhorf er að orgel eigi bara að þjóna einum stíl tónlistar- innar. Ég skil alveg þetta sjónarmið og á síðustu árum og áratugum hafa menn verið að smíða sérhæfð orgel eins og nákvæmar eftirlíkingar af barrokkorgelum eða rómantískum orgelum, – en ekki svona blönduð eins og okkar er. Sumir ganga svo langt að segja að orgel eins og okkar, þar sem mikil breidd er í möguleikum og stíl, sé ekki neitt, – nema meðalmennskan.“ En Hörður „REYNSLAN AF HLJÓÐ- FÆRINU ER MJÖG GÓГ Hörður Áskelsson og Klais-orgelið í Hallgrímskirkju. ÁSTRALSKI leikstjórinn Baz Luhrman, sem eflaust er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Moulin Rouge, hefur nú sett óp- eruna La Bohème upp í Broad- way-leikhúshverfinu í New York. Uppfærsla Luhrmans hefur fengið góða dóma hjá bandarískum gagnrýnendum og líkti gagnrýnandi New York Times til að mynda opnunar- atriðinu við flugelda. Í þessari útfærslu á La Bohème hefur Luhrman flutt söguna, sem í óp- eru Puccinis gerist í París á 19. öld, yfir til ársins 1957. Sýn- ingin „nær að vera svalasta og um leið hlýlegasta sýningin í bænum og nær að kalla fram töfrandi blöndu af meðvituðu listfengi og ríkulegri tilfinn- ingasemi. Óperuunnendur ættu að gera sér grein fyrir að þessi uppfærsla gengur ekki út á sniðugheitin ein. Þessi sýning sýnir hinum tilfinningaríka kjarna óperunnar mun meiri virðingu en margar mæðulegar tilraunauppfærslur á gömlum verkum gera“, segir í dómi New York Times, sem bætir við að þótt söngvararnir séu flestir nógu fallegir til að vera módel séu raddir þeirra yfirleitt ekki síðri. Portrett af Jane Austen NÝTT portrett af breska rit- höfundinum Jane Austen var afhjúpað á dögunum í Jane Austen-safninu í Bath. Portrettið er verk rétt- arlistakonunnar Melissu Dring, sem málaði Austen líkt og talið er að rithöfundurinn hafi litið út á þeim tíma er hún bjó í Bath. Til að ná fram sem ná- kvæmastri mynd studdist Dring við lýsingar samtímamanna Austen, sem og sögu- og menn- ingarlegar upplýsingar um 19. öldina. Þá notaði hún upplýs- ingar frá vinum og ættingjum rithöfundarins, en myndin hef- ur nú bæst í hóp þeirra fáu portretta sem til eru af Austen. Tvö þeirra voru unnin af systur hennar, Cassöndru Austen, og það þriðja, sem sýnir baksvip rithöfundarins, er sagt vera sjálfsmynd. Stan Rice allur SKÁLDIÐ og myndlistarmað- urinn Stan Rice lést nú í vik- unni og var banamein hans heilaæxli. Rice, sem var 60 ára að aldri, hafði hlotið mikið lof fyrir ljóðabækur sínar og m.a. hlotið Edgar Allan Poe- verðlaunin, auk fjölda annarra viðurkenninga. Rice var kvænt- ur rithöfundinum Anne Rice, sem hvað þekktust er fyrir vampíruskáldsögur sínar. La Bohème Luhrmans fagnað La Bohème fær góða dóma. Jane Austen með augum Dring. ERLENT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.