Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 2002 S AMTÍMINN er óþolinmóður, allt verður að gerast strax og ekki sekúndubroti síðar, það er hraðinn sem gildir; sam- tíminn er spíttbátur sem klýf- ur loftið og fleytir kerlingar á yfirborðinu. Flestar skil- greiningar eru einföldun og þessi ekki undanskilin, en við getum kallað þetta lýsingu á ástandi. Allt á að liggja ljóst fyrir, strax, núna. Það á að negla niður gæði bókmenntaverks einni viku eftir að það er komið út. Kannski tveimur, en ekki undir því. Það á að finna orð yfir verkið, orð sem ná utanum það, sem lýsa því ofan í kjölinn. Gagnrýnandinn á að lesa bókina með hraði, halda síðan á kjarnanum eins og skjálfandi hjarta í vinstri hendi og skrifa með þeirri hægri, algjörlega brillíant, brakandi snilld, dáleiðandi og heillandi – þá er verkið frá og hægt að snúa sér að öðru. Fyrir nokkrum árum voru bókum gefnar stjörnur í sjón- varpinu, nú heitir það hnotskurn. Gagnrýn- endur blaða svitna við að ná utan um verkið í fáeinum niðurlagsorðum, jafnvel þótt slík- ar tilraunir virðist iðulega kalla á einfald- anir, innihaldslausa frasa. Ofboðslega skemmtilegt, dáleiðandi og heillandi, fram- úrskarandi frásagnargleði. Ég þarf líklega ekki að taka það fram en geri það samt; ekki eru allir ritdómarar undir sömu sök seldir. En blaðrið, innantómt masið, hefur svo sannarlega gert innrás í bókmennta- gagnrýnina, það hefur heltekið suma, smit- að aðra, fáir ef nokkrir eru lausir við það. Algjörlega brillíant. Fyrir sjö árum sagði Geirlaugur Magn- ússon skáld í viðtali: „… ef við lítum á bókmenntaumræðuna hér heima, þá virðast sjö til átta snilld- arverk koma út á ári. Það er ótrúlegt afrek, en hvað er þá eftir? Það er full mikill hávaði í umræðunni … Bókmenntirnar lenda því í öllu málæði fjölmiðlanna þar sem allt veður í belg og biðu og gagnrýnin hverfur. Ég sé enga gagnrýni þegar finnast sjö til átta snilldarverk á ári.“ Sjö ár hafa liðið og á þeim tíma hefur há- vaðinn heldur aukist, og ég hef jafnvel heyrt málsmetandi fólk fullyrða að blaðrið hafi tekið öll völd í umræðunni. Full sterkt til orða tekið? Kannski. Vonandi. Í fyrra varð talsverður fyrirgangur kringum bók Hall- gríms Helgasonar, Höfund Íslands, og langt síðan að ein bók hefur vakið jafn mikið um- tal. Það féllu mörg orð, sum af viti, önnur ekki. Bókin fékk misjafna dóma, eins og gengur, en það sem skipti meira máli, jafn- vel öllu, var þegar tveir af vinsælustu sjón- varpsmönnum landsins, Egill Helgason á Skjá einum og Gísli Marteinn á Ríkissjón- varpinu, fullyrtu af miklum ákafa að Höf- undur Íslands væri tímamótaverk, mikil tíð- indi, snilldarverk. Gott og vel, öllum frjálst að hafa skoðanir og viðra þær, en þarna voru menn sem töluðu beint til þúsunda, tugþúsunda Íslendinga, vinsælir menn í áhrifamesta fjölmiðlinum með stórar full- yrðingar. Það er ekki lítið að halda því fram að glæný bók sé bæði snilldarverk og tíma- mót í bókmenntasögunni, menn verða að rökstyðja slíkar upphrópanir svo þær séu eitthvað annað og meira en glamur í loftinu. Loksins loksins, sagði Kristján Albertsson í ritdómnun fræga um Vefarann mikla frá Kasmír, en það eru bara fyrstu tvö orðin í löngum dómi þar sem Kristján færði rök fyrir upphrópununum (tók meðal annars fram að Vefarinn væri „ekkert meistara- verk“). Þeir Gísli og Egill létu upphrópanir einar duga, þær þutu út í þjóðfélagið, voru teknar gildar og orð Egils óspart notuð í auglýsingar. Ég rifja þetta upp því mér finnst að hafaríið kringum bók Hallgríms renni svo sem einni grannri stoð undir þá grimmu fullyrðingu að blaðrið hafi tekið öll völdin. Nú orðið má nota efsta stig lýsing- arorða án þess að maður sé rukkaður fyrir innistæðunni. Sjónvarpsmennirnir gætu auðvitað bent á að þeir séu ekki gagnrýn- endur og því frjálst að sniðganga rökin þeg- ar þeir vilja hefja bók til himins, en vinsæld- um fylgir ábyrgð, orð þeirra vega, hrifningarhrópin hafa drjúgum meiri áhrif en rökstuddur blaðaritdómur. „Þetta er frá- bær bók“ er haft eftir Gísla í auglýsingu um nýjustu bók Vigdísar Grímsdóttur. Megum við búast við að það sé upphafið að nýrri auglýsingataktík forlaga; frábær bók, segir Logi Bergmann segir Samúel Örn segir Sig- ríður Arnardóttir, já, alveg frábær segir Vala Flosadóttir segir Eiður Smári og nú verður mér hugsað til ljóðs eftir ungan rit- höfund, Stefán Mána, það birtist í Lesbók- inni 23. nóvember og lýsir þessari hlið tíð- arandans sem ég er að hugsa um: og brosmildur þáttarstjórnandi með frábærar tennur og vaselínheila spyr um frábært hár, frábæran kjól og áhrif óvæntrar frægðar í hnotskurn Hvernig líður þér? Frábærar tennur, frábært hár og það er bullað af krafti í hvert sinn sem opnað er fyrir útvarp eða sjónvarp, lýsingarorðum skotið upp eins og flugeldum á gamlárs- kvöld og falla niður sem brunnar spýtur, óhroði á yfirborðinu. Þetta er tími afhjúp- unar en afhjúpunin miðast við yfirborðið og kannski þess vegna sem stelpurnar í tónlist- armyndböndunum verða sífellt fáklæddari. „Dansaðu fíflið þitt, dansaðu“ segir í ljóði eftir Einar Má og við rithöfundar dönsum sveittir í kastljósi fjölmiðla, mætum í alla þætti sem okkur er boðið í, blöðrum til að slá í gegn, berum svip af stjórnmálamönn- um í kosningaham, dansaðu fíflið þitt dans- aðu. Og útgefendur keppast við að finna nýjar leiðir að kaupandanum, fyrir fáeinum árum kom varla út sú íslensk skáldsaga eða smásagnasafn að ekki væri talað um stílfág- un á káputexta, helst einstaka stílgáfu og fágun, umfram allt fágun, en heróp dagsins í dag er kraftur er miskunnarleysi er af- hjúpun og höfundar kynntir samkvæmt því. Samtíminn hefur ekki tíma fyrir fágun, unn- inn stíl, það er gærdagurinn. Útgáfustjóri Forlagsins fullyrðir meira að segja að fágun í skáldskap og seta yfir orðum sé það sama og að fróa sér yfir líki. Nú gildir að hespa skáldsögur af á hraða rappsins, hraða Nets- ins; Forlagið gefur út skáldsögu eftir unga konu, skrifuð á einum mánuði, ekkert dúll- erí við stíl, þetta er heimurinn í dag er okk- ur sagt, og bætt við: nýir tímar í íslenskum bókmenntum, samtíminn loksins mættur til sögunnar. Sá sem mótmælir því vill bara fróa sér yfir líki; frábært hár, dansaðu fíflið þitt dansaðu, algjörlega brillíant. „Það er full mikill hávaði í umræðunni og ég held að allur sá hávaði hafi vond áhrif á höfundana. Mér finnst ég sjá það. Bókmenntirnar eru merktar blaðrinu og bókmenntafræðin er orðin að markaðs- fræði,“ sagði Geirlaugur í viðtalinu. Einu sinni megraði Gaui litli sig í sjónvarpinu, áhorfendur rýndu í málsverði hans, fylgdust með kílóum renna af honum, hölluðu sér fram þegar þáttastjórnendur spurðu; hvern- ig líður þér? Ég býst við að það styttist í að fyrsta skáldsagan verði skrifuð í sjónvarp- inu, höfundur er sýndur daglega við skrif- borðið, hann mætir vikulega í beina útsend- ingu, sýnir afraksturinn, ræðir framhaldið, hugmyndir, gagnrýnandi Kastljóss veltir vöngum og þar sem samtíminn er mættur í íslenskar bókmenntir verður skáldsagan tilbúin eftir sex vikur, frábær tími þessi samtími, það er auðveldara að skrifa skáld- sögu en að megra sig; hvernig líður þér? munu þáttastjórnendur þá spyrja, hvernig líður konunni þinni, hún er með frábært hár. Verður af þessu? Mér finnst það liggja í loftinu, en ég hætti mér þó ekki út í það fen að skoða hvort við höfundar séum al- mennt byrjaðir að sveigja skáldskapinn undir lögmál markaðarins, verk okkar merkt blaðrinu – það er vonandi svartsýni. En lofið mér, áður en ég sný mér að gagn- rýninni, að bæta einu við um Höfund Ís- lands, mér finnst skylt að fylgja því eftir, hafaríið í kringum hana lýsir tímanum. Ég er ekki að leggja mat á verk eða mann þeg- ar ég segi að Höfundur Íslands og Hall- grímur Helgason hafi verið draumur ljós- vakamiðlanna, höfundur og bók líkt og sniðin fyrir tíðarandann, fyrir kastljósið, og til að fullkomna leikinn hrósaði Davíð Odds- son forsætisráðherra bókinni í áramóta- ávarpi sínu. Ég held að viðlíka hafi ekki gerst síðan Ólafur Thors hrósaði Sturlu í Vogum eftir Guðmund G. Hagalín í ára- mótaávarpi sínu fyrir nokkrum áratugum; Höfundur Íslands og Sturla í Vogum standa því hlið við hlið í bókmenntasögunni. Dúndurmerkilegt verk og brakandi snilld Það eru margir sem skrifa ritdóma í dag- blöðin, gagnrýna í útvarpi, í sjónvarpi og maður gerir ósjálfrátt þá kröfu að skrif gagnrýnenda séu visst andóf við oflofið sem útgefendur hlaða á bækurnar, á káputextum og í auglýsingum, í þeirri von að þær seljist betur. Ósjálfrátt segi ég, því krafan er sjálf- sögð, hún tekur mið af eðli gagnrýninnar. Það er best að taka fram að nú ætla ég ekki að þylja hvimleiða stefið að öllu hafi farið aftur, allt hafi haft annan róm í Páfadóm og bókmenntagagnrýnendur í dag séu yfirhöf- uð slakari en áður. Svo er ekki. Við eigum nokkra fína ritdómara sem skila sínu, en sumir gagnrýnendur hafa því miður yfir- stigið útgefendur í lofinu, þeim síðarnefndu hugsanlega til ánægju; væntanlegir kaup- endur hljóta að taka meira mark á fullyrð- ingum óháðra gagnrýnenda en útgefendum. Það er líka hugsanlegt að oflofið gleðji okk- ur rithöfundana um stundarsakir, kitli hé- gómann, en skilur þó eftir sig óbragð og það er bæði dapurlegt og háskalegt ef bók- menntagagnrýni er á góðri leið með að sam- einast yfirborðsmennskunni, skruminu, því hvað er þá eftir? Hæpnar fullyrðingar hjá mér? Ég vildi að svo væri, en það er eitt- hvað að þegar tæplega 300 þúsund manna þjóð virðist samkvæmt ritdómum eignast vel á annan tug öndvegis bókmenntaverka á ári; nái bók máli er samstundis gripið til fallbyssunnar. Í fyrra voru það upphrópanir eins og „ótrúlega vel skrifuð, „hörkuvel skrifuð“, „mögnuð lesning“, frásögnin er hreinræktuð snilld“, „brakandi snilld“, „frá- bærlega samin, afreksverk, „dúndurmerki- legt skáldverk“. Og þegar ekkert lýsing- arorð tungumálsins dugði lengur: „Ég get ekki mælt nógsamlega með henni“, „málfar sögunnar er enn eitt ævintýrið“, „hún er lík- leg til að verða sígild“. Nú í ár er hrópað: „Ofsalega skemmtileg“, „ferlega vel skrif- uð“, „gríðarlega vel skrifuð“, „algjörlega brillíant“, „fantavel skrifuð“, „fantalega skrifuð“, „undurfagur texti“, „dáleiðandi og heillandi“. Þetta er talsverður hávaði á tveimur ár- um, en hvað svo, hvað tekur við af gríð- arlega, ferlega vel skrifuð? Til hvaða vopna er hægt að grípa ef gagnrýnandi þarf að dæma bók sem honum finnst talsvert merk- ari en sú sem var algjörlega brillíant, of- boðslega skemmtileg? Taka andvörpin þá við af tungumálinu? Allur þessi hávaði og æst notkun á sterkum orðum þrengir tungu- málið. „óendanleikinn/þrengist nú um 11 hugtök á sólarhring!“ orti Ísak Harðarson fyrir 15 árum, og: þarsem nýjustu útreikningar benda til enn hraðari þrengingar á næstunni vilja almannavarnir beina þeim eindregnu tilmælum til fólks að taka tillit til þessa í hugsun sinni Þessar ljóðlínur sækja á mig, ég held að fáum hafi tekist betur að lýsa öllu málæðinu en Ísak í þessum línum; við erum að kjafta okkur í hel. Það eru allir með frábærar tennur, frábært hár, bækurnar eru ferlega vel skrifaðar, maður nýtur þeirra í tætlur. Allt er svo ferlega andskoti frábært að við verðum bráðlega uppiskroppa með orð og óendanleikinn þrengist um 11 hugtök á sól- arhring. Frábærar tennur, frábært hár. Fyrir einu ári skrifaði Hermann Stefánsson, bókmenntafræðingur og fyrrverandi gagn- rýnandi, grein um kreppu gagnrýninnar. Hermann sagði að þetta snerist um tungu- málið, það væri dautt. „Það er búið að skella tungumálinu í lás.“ Ég er ekki alveg viss, ég hallast að því að vandamálið sé fremur notk- unin á tungumálinu, brakandi snilld, algjör- lega brillíant. Ég held að þetta snúist um formið, það hefur stirðnað, það er í kreppu, blindgötu, einhver þarf að brjóta það upp, hugsa það upp á nýtt. Ein leiðin, eða þá upphafið, gæti falist í því að hunsa þá óskrifuðu reglu að ritdómur eigi absalútt að enda á skýrri niðurstöðu sem tekur saman skoðun gagnrýnandans á bókinni, og helst á þann hátt að útgefendur geti notað hana orðrétt í heilsíðuauglýsingar. Það er líka erfitt að ýta þeim gruni frá sér að gagnrýn- endur séu byrjaðir að ydda setningarnar þannig að hægt sé að taka þær orðrétt upp í auglýsingatextana. Ekki að þeir séu á mála hjá útgáfum, ég er einfaldlega að tala um hégómann; að sjá nafn sitt feitletrað á blað- síðu þrjú í Morgunblaðinu. Þá er eins og viðkomandi gagnrýnandi fái meira vægi í umræðunni, eins og hann skipti máli; hafi áhrif. Er íslensk bók- menntaumfjöllun tómt blaður? Í þess- ari grein tekur rit- höfundur til máls um bókmenntaumfjöllun haustsins og þykir nóg um. Hann segir með- al annars að bók- menntagagnrýnin megi ekki vera hluti af þvaðrinu, hún eigi að skipta máli í umræðunni. E F T I R J Ó N K A L M A N ALGJÖRLEGA BRILLÍANT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.