Pressan


Pressan - 09.03.1989, Qupperneq 7

Pressan - 09.03.1989, Qupperneq 7
Fimmtudagur 9. mars 1989 7 PRESSII ónlistargagnrýni um kammer- tónleika hjónanna Sigurðar I. Snorrasonar og Önnu Guðnýjar Guðinundsdóttur eftir Sigurð Þór Guðjónsson birtist í DV í þessari viku. Hrósar gagnrýnandinn leik eiginmannsins, en segir leik Önnu Guðnýjar ekki jafngóðan. Endar greinin á vangaveltum um konur, sem farið hafa verulega fyrir brjóst- ið á íslensku kvenfólki. Síminn hjá jafnréttisráði var a.m.k. glóandi (rá því blaðið kom út, því mikill fjöldi kvenna vildi kvarta yfir megnri karlrembu í tónlistargagnrýninni... | ~ að verður síst meiri kennslu- skylda lögð á lektorinn Hannes Hólmstein Gissurarson í félagsvís- indadeild á næsta skólaári en í vet- ur. Hefur Hannes ekki kennt skyldunámskeið í deildinni frá því hann hlaut lektorsstöðuna og í síð- ustu viku afgreiddi deildarfundur kennsluskrá fyrir næsta ár þar sem Hannesi er enn hafnað sem hæfum kennara til að kenna skyldugreinar á næsta skólaári. Það liggur því fyr- ir að Hannes fær aðeins að bjóða upp á valnámskeið fyrir nemendur á næsta skólaári, ef þeir kæra sig um, en að öðru leyti verður lektor- inn að einbeita sér að fræðistörfum og rannsóknum. Afstaða félagsvís- indadeildar um að Hannes sé ekki hæfur til að kenna skyldufög við deildina er óhagganleg og styðst við dómnefndarálitið frá síðasta ári . . . Í^Éýju fasteignalögin eru þeim ósköpum gædd að þau ná ekki til sölu á rekstri. í reynd þýðir þetta að ólöggiltir vafagemsar úr hópi fast- eignasala fara út í viðskipti með sjoppur og annan smárekstur á meðan heiðarlegir fasteignasalar forðast þessi viðskipti eins og heit- an eldinn . . . c ^^amkvæmt niðurstöðum könn- unar, sem Félagsvísindastofnun skilaði nýverið um hlustun og „áhorf“ á útvarp og sjónvarp, kem- ur fram að einungis 1% aðspurðra horfði á fræðsluvarp ríkissjón- varpsins. Heyrst hefur að til standi. að taka málefni fræðsluvarpsins til athugunar í menntamálaráðuneyt- inu á næstunni, en ekki er ljóst hvort það er bein afleiðing af niður- stöðu könnunarinnar... Bhaldssemi fyrirfinnst einnig í Landsbankanum. Þar er sagður fremstur í flokki Sverrir Hermanns- son bankastjóri. Hann er sagður vilja breyta víxileyðublöðum til fyrra forms. Það sem talið er fara í taugarnar á Sverri er Landsbanka- merkið á pappírnum, en það var tekið upp fyrir örfáum árum. Sverr- ir er sagður vilja sjá gamla góða merkið. Margir starfsmenn, sér- staklega þeir eldri, eru sagðir standa með Sverri í þessu máli... ♦ KJARABÚT* HEIMILANNA«FRA K ♦ SNORRABRAUT 29 SÍMI 62-25-55 FENGUM AUKASENDINGU AF HINUM FRABÆRU BONDSTEC ÖRBYLGJUOFNUM OG GETUM ÞVÍ BOÐIÐ TAKMARKAÐ MAGN Á SÉRSTÖKU KJARAVERÐI. BT-101 EINN ALLRA FULLKOMNASTI OG HÆFASTI ÖRBYLGJUOFNINN SEM VÖL ER Á í DAG. 10 ORKUSTIG, ELDUNARPRÓGRÖM, 28 LÍTRA INNANMÁL, PRÓGRAMMAMINNI, SJÁLFVIRK AFFRYSTING, HITASTÝRÐ ELDUN, BARNALÆSING, MINNI FRAM í TÍMANN, HITAMÆLIR, SJÁLFVIRK UPPHITUN SEM HELDUR MATNUM Á RÉnU HITASTIGI EINS LENGI OG MENNVIUA. NÁKVÆMUR ÍSLENSKUR LEIÐBEININGA- BÆKLINGUR FYLGIR. RÉTT VERÐ 38.650,- KJARABÓT OPUS AÐEINS 27.900,- BT-112 MJÖG FULLKOMINN OG ÖFLUGUR TÖLVUSTÝRÐUR ÖRBYLGJUOFN. 650 VATTA ELDUNARORKA, 32 LÍTRA INNANMÁL, 10 ORKUSTILLINGAR OG ELDUNARPRÓGRÖM. ÍSLENSKUR LEIÐBEININGA- BÆKLINGUR FYLGIR. RÉTT VERÐ 31.800,- KJARABÓT OPUS AÐEINS 22.500,- BT-612 HINN SÍVINSÆLI FJÖLSKYLDUOFN. 500 VATTA ELDUNARORKA 18 LÍTRA INNANMÁL, AFFRYSTING, SNÚNINGSDISKUR OG AÐ SJÁLFSÖGÐU FYLGIR ÍSLENSKUR LEIÐBEININGA- bæklingur: RÉTT VERÐ 16.980,- KJARABÓT OPUS AÐEINS 13.600,-

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.