Pressan - 09.03.1989, Side 8

Pressan - 09.03.1989, Side 8
8 Fimmtudagur 9. mars 1989 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Auglýsingastjóri Blað hf. Hákon Hákonarson Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 38, simi: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð I lausasölu: 100 kr. eintakið. Ráðist að samhjálpinni Ríkisstjórnin boðar nú stórfelldan niðurskurð á kostnaði við starfsemi sjúkrahúsanna í landinu. Fyrirmæli hafa verið gefin um tafarlausa lækkun launakostnaðar um 4%. Heildarniðurskurður- inn verður trúlega ennþá meiri eða a.m.k. um 200 milljónir króna hjá ríkisspítulunum. Aðhald og niðurskurður beinast að öllum þáttum ríkisútgjalda jafnt. Ennfremur eru settar fram harðari kröfur um rekstraraðhald, ekki síst á sjúkrastofnunum landsmanna. Sjúkrahúsin hafa þurft að loka sjúkradeildum, skerða starfsemi annarra deilda. Lækkun launakostnaðar þýðir líka fækkun starfs- manna og að dregið verði úr yfirvinnu. Forstjóri ríkisspítalanna hefur sagt að þessi niðurskurður þýði að það verði að hefla af allri starfsemi spítalanna. Forstöðumenn spít- alanna verða að gera upp við sig hvaða deildum megi loka án þess að skapa neyðarástand. Það verður að svara spurningum um hvaða læknisaðgerðum megi slá á frest og hvernig eigi að mæta ört stækk- andi biðlistum sjúklinga við einstakar deildir. Aðför fjárveitingavaldsins og ríkisstjórnarinnar að sjúkrahúsun- um beinist gegn sjúku fólki. Það er verið að boða niðurskurð á sam- hjálpinni. Hvar eru nú þeir félagshyggjuþingmenn sem gagnrýndu hvað harðast ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á árunum 1983 til 1987 fyrir að boða niðurskurð á hinni félagslegu þjónustu á sama tíma og boðaður var óbreyttur kaupmáttur launafólks? Þeir hinir sömu sitja nú í ráðherrastólum undir forystu Steingríms Hermanns- sonar sem lýsir því yfir að litið sem ekkert svigrúm sé til kaupmátt- araukningar á árinu. Það efast fáir um að nauðsyn ber til að beita aðhaldi og hagræð- ingu hjá ríkisspítulunum sem annars staðar í opinbera geiranum. Það á að taka fyrir kjör og sérréttindi lækna. Það á að stokka upp og samræma verkaskiptingu á milli sjúkrahúsa. Ennfremur á að herða eftirlit með kostnaði við nýbyggingar sjúkrahúsa s.s. hvort byggingarkostnaður K-byggingar Landspitalans sé innan eðlilegra marka. En það er öfugsnúin félagshyggjupólitík að ganga svo hart fram í sparnaði og hagsýni að bitni stórlega á þjónustu spítalanna við sjúklinga. Ríkisstjórn sem leggur niðurskurðarhnífinn að daglegri starf- semi sjúkradeilda á ekkert tilkall til þess að nefnast félagshyggju- stjórn sem stendur vörð um velferðarkerfið. hin pressan „Þvert á móti hafa strákar og stelpur í aldanna rás hlaupió hér saman á eðlilegum aldri...“ — Garri I Timanum „Ég er raunar alveg undrandi og stórhneykslaður á menntamanni að hafa þessa framgöngu...“ — SverrirBergmann i Morgunblaðinu „Eitthvert kvöldið eftir fréttir mun Rósa Ingólfsdóttir sjón- varpsþulur tala alveg til tólf.“ — Guómundur Andri Thorsson i Þjóðviljanum „Samanborið við öskutunnur (allt annað, segir konan min) hlýt- ur ástin að vera hamingja!1 — Gunnlaugur Guömundsson stjörnuspekingur í Morgunblaóinu „Þetta er algjör geggjun.“ — Guðmundur J. Guömundsson i Tímanum „Þið eigið að vinda ykkur i að verða pólitiskt sekar.“ — Guömundur Bjarnleifsson i Þjóö- viljanum „Félagslíf er ekki hallœrislegt. “ —— Andri Þór Guðmundsson i DV „Ágúst Gíslason segir að með óbreyttu kerfi verði Búnaðarþing nátttröll." — Frétt í Tímanum „Eða hvað haldið þið að yrði gert við okkar biskup, ef hann kæmi til Rómar?“ — Bréf í Velvakanda Morgunblaösins „Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins er ekki einn um að hafa fé af blöðunum." — Úlfar Þormóösson í DV „Strákar eru alltaff betri en stelpur. Sama hvað þær remb- ast." Sigurður Þór Guðjónsson í DV Stofugangur fjármálaráðherrans nyir pressupennar PRESSAN hefur fengið til liðs við sig þau Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgar- fulltrúa Kvennalistans, Ögmund Jónasson, formann BSRB, Guð- mund Arna Stefánsson, bæjar- stjóra í Hafnarfirði, Jón Orm Halldórsson, stjórnmálafræðing, og séra Sigurð Hauk Guðjónsson, prest í Langholtskirkju. Sá síðast- nefndi hefur raunar skrifað pistla í PRESSUNA af og til frá upp- hafi, en Ingibjörg Sólrún, Guð- mundur Árni, Jón Ormur og Ög- mundur verða sem sagt nýir ,,Pressupennar“ frá og með þessu tölublaði. Það er séra Sigurður Haukur Guðjónsson, sem skrifar pistilinn í dag. Hann er að finna á blaðsíðu 11. 1. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir 2. Guðmundur Árni Stefánsson . 3. Sigurður Haukur Guðjónsson 4. Ögmundur Jónasson 5. Jón Ormur Halldórsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.