Pressan - 09.03.1989, Page 10
Fimmtudagur 9. mars 1989
10
„VEÐSETTI GLITNISTÆKIN
í FLJÓTFÆRNI”
„Ég og fasteignasalinn þekkfumst. Hann lét mig vita af American Style,“
segir Daníel Ben Þorgeirsson.
— segir Daníel
Ben Þorgeirsson
fyrrum eigandi
American Style
„Ég gerði það í hugsunarleysi að
veðsetja tæki sem ég átti ekki. Ég
myndi flokka þetta undir fljót-
færni,” segir Daníel Ben Þorgeirs-
son um þá breytni sína að veðsetja
tæki fjármögnunarleigunnar Glitn-
is fyrir kaupum á skyndibitastaðn-
um American Style.
Daníel er liðlega tvítugur íslensk-
ur athafnamaður og átti á síðasta
ári tvo veitingastaði, einn í Garða-
bæ og annan í Reykjavík. Núna á
hann engan.
„Ég er í ýmsum rekstri í dag,”
svarar Daníel spurningunni um
hvað hann starfi.
— Hvernig bar það til að þú
keyptir American Style?
„Ég var að leita mér að stað til að
kaupa. Ég þekkti Þorlák Einarsson
hjá Húsafelli og hann lét mig vita af
staðnum.”
— Ætlaðir þú einhvern tíma að
borga skuldabréfin fyrir American
Style?
„Ég fékk ekki tækifæri til að
borga. Það varð að samkomulagi
„VAR í SUMARFRÍI ÞEGAR
KAUPIN ÁTTU SÉR STAГ
— segir Bergur Guðnason eigandi
Húsafells
„Ég var í sumarfríi fyrripart
ágústmánaðar þegar kaupin á
American Style áttu sér stað,“
ségir Bergur Guðnason, ábyrgð-
armaður fasteignasölunnar
Húsafells.
Skuldabréfin 30 sem reyndust
ólögleg eru samin í nafni Bergs
Guðnasonar, en sölumaður og
eigandi Húsafells, Þorlákur Ein-
arsson, fyllti skuldabréfin út.
Þorlákur og bróðir hans Einar
voru milligöngumenn í viðskipt-
unum.
„Ég geri mér vitanlega grein
fyrir ábyrgð minni sem Iöggilts
fasteignasala,“ segir Bergur um
háttalag bræðranna.
Um það hvort Bergur ætlar að
beita sér fyrir því að Hafþóri
Kristjánssyni verði bætt tjónið
sem hann varð fyrir segir hann:
„Um það mál vil ég ekki tjá mig
að svo stöddu.
Ég vil fá að taka það fram að
síðdegis í gær (mánudagur 6.
mars) fékk ég símhringingu frá
lögmanni Hafþórs, Sigurði
Gunnarssyni. Sigurður gerði mér
það tilboð að hann skyldi sjá til
þess að greinin um þessi fasteigna-
viðskipti myndi ekki birtast í
Pressunni ef Húsafell borgaði
þær skaðabætur sem gerð er krafa
um. Mér finnst þetta undarlegt
tilboð, “ sagði Bergur.
Pressan bar þessi ummæli und-
ir Sigurð Gunnarsson og honum
segist öðruvísi frá samtalinu. „Ég
talaði við Berg og hann vildi fá að
vita um greinina í Pressunni. Ég
sagði honum að hugsanlegt væri
að stoppa birtingu, en um það
yrði Bergur að eiga við blaða-
mann. Ég benti honum á að ég
hefði ekki vald til að segja blaða-
mönnum fyrir verkum," segir
Sigurður. ■
milli okkar Hafþórs Kristjánssonar
að hann tæki staðinn tilbaka!’
— Þú borgaðir Hafþóri fyrir-
framgreidda húsaleigu og annan
kostnað með innstæðulausri ávís-
un.
„Já, þetta var ávísun upp á 177
þúsund krónur og ég held að hún sé
núna hjá Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. Ég ætlaði að borga inn á tékka-
reikninginn með peningum sem ég
átti von á, en fékk ekki. Sá sem
skuldaði mér fór á hausinn."
— En samningnum hefur ekki
verið rift.
„Nei, það er vegna þess að Haf-
þór krefst skaðabóta frá mér og
Húsafelli. Ég geri ekkert í málinu
fyrr en ég hef annaðhvort fengið
skuldabréfin tilbaka eða staðinn
minn!’
— Þú átt við American Style?
„Já, ég á þann stað samkvæmt
samningi. Ég er til dæmis ekkert
hress með þær breytingar sem Haf-
þór hefur gert á staðnum!’
— Ertu þá að hugsa um að fara
út í veitingarekstur?
„Nei, það sagði ég ekki”
— Skuldar þú víða?
„Ég skulda. Skulda ekki allir sem
eru í viðskiptum?”
Sjoppur setja fólk á hausinn
Langar þig til að verda sjálfs þín herra og halda út
i sjálfstæðan atvinnurekstur? Ertu jafnvel að hugsa
um að kaupa litinn söluturn sem þú og fjölskyldan
gætuð rekið i sameiningu?
þeir eru nógir söluturnarnir.
Ef þú ert á þessum buxun-
um skaltu hætta strax við. Þeir
eru mun fleiri sem tapa en
græða á smárekstrinum.
Sjoppur setja fólk unnvörpum
á hausinn.
SJOPPUR SVIKAMYLLA
„Sjoppureksturinn eroft ein
samfelld svikamylla. Sá fyrsti
sem eignast sjoppuna svíkur
þann næsta til að bjarga eigin
skinni og sánæsti heldurupp-
teknum hætti og þannig koll af
kolli,“ sagði fasteignasali
nokkur í samtali við Pressuna.
Þessi fasteignasali, sem og
aðrir er sátu inni með upplýs-
ingar, vildu ekki láta nafns get-
ið af ótta við aö verða bendlaö-
ir við þann subbuskap sém
viröist einkenna kaup og sölu
á söluturnum.
Söluturnar ganga kaupum
og sölum og sjaldnast eru þeir
í höndum sömu eigendanna
lengur en I eitt eða tvö ár. Þá
hefur annað tveggja gerst að
eigendurnir sjá ekki fram á að
reksturinn beri sig eða að þeir
eru dauðuppgefnir á löngum
vinnudegi. Sjoppur eru al-
mennt opnaðar klukkan nlu
eðahálftíu ámorgnanaogekki
lokað fyrren klukkan hálftólf á
kvöldin.
MILLJÓN Á MÁNUÐI
Meðalsöluturn veltir um
milljón krónum á mánuði, eða
rúmum 2.000 krónum hvern
klukkutlma sem sjoppan er
opin. Maður sem þekkir til
þessara viðskipta segir al-
genga álagningu vera á bilinu
15 til 20 prósent af veltu. Það
gerir um 400 krónur á tímann
og á mánuöi rúmar 150 þúsund
krónur.
Það er ekki mikið eftir til að
greiða i kaup, sjálfum sér eða
öðrum, þegarbúiðerað greiða
húsaleigu, rafmagn og annan
kostnað af rekstrinum með
þessum 150 þúsund krónum.
Algengt verð á söluturni er
andvirði tveggja til þriggja
mánaða veltu. Meðalsöluturn
fæst því á2—3 milljónir króna.
MIKIÐ FRAMBOÐ
Fasteignasalar sem Press-
an talaði við sögðu algengt að
fólk sem hefði lítið vit á við-
skiptum freistaðist t[l að
leggja út I kaup á sölúturni
með það fyrir augum að þéna
góðan pening á skömmum
tlma. Annað kæmi þó ádaginn
og sjoppuviðskipti hefðu
reynst mörgum dýrt ævintýri.
Fólk stæói uppi slyppt og
snautt, hefði jafnvel misst
húsnæði sitt út af skuldum
söluturnsins.
Lausleg athugun Pressunn-
ar leiddi í Ijós að nóg framboð
er af söluturnum. Þá er hægt
að fá með hverskonar greiðslu-
skilmálum, til dæmis engri út-
borgun og upphæðina á
skuldabréfum til nokkurra ára.
Afturámóti viljaekki nærri all-
ar fasteignasölur taka sjoppur
til sölu. Hjá nokkrum fast-
eignasölum var viðkvæðið „að
þessum viðskiptum fylgja ein-
tóm vandræði og svik“.
FALSAÐUR
SÖLUSKATTUR
Algengustu svikin eru í þvl
formi að seljandinn segir
sjoppuna velta mun hærri
upphæðum en raunin er.
Óprúttnir sjoppueigendur
segja jafnvel auðtrúa kaup-
endum að auðvelt sé að selja
„undir borðið" og komast hjá
söluskattsskilum. Söluturn-
um er skylt að skrá viðskipti
sín f peningakassa og láta I té
afrit til skattayfirvalda. Til að
komast hjá söluskattsskilum,
svo einhverju nemi, veröur aó
efna til stórfellds svindls og
baktjaldamakks.
Til að átta sig á raunvirði
söluturns veröur maður að
þekkja þá upphæð sem stað-
urinn veltir á mánuði. Eina
heimildin fyrir raunverulegri
veltu fyrirtækisins er sölu-
skattsskýrslur. Þar á að
standa svart á hvítu hversu
mikil veltan er. En jafnvel sölu-
skattsskýrslurnar eru stund-
um vafasamur pappír.
Útsmognasta aöferðin til að
blekkja kaupendur söluturna
eraðgreiðahærri söluskatten
rekstrinum ber í tvo til þrjá
mánuði áður en sjoppan er
sett á sölu. Til að komast að
slíkum svikráöum verður
kaupandinn að fara í saumana
á bókhaldinu og taka sér tlma
til að grandskoöa strimlana i
peningakössunum.
Verðandi sjoppueigendur
gefa sér fæstir tlma til að líta
nánar á reksturinn sem þeir
ætla að fjárfesta I. Þess vegna
fara svo margir á hausinn.