Pressan - 09.03.1989, Qupperneq 11
Fimmtudagur 9. mars 1989
pressupennar
Hendið helvítinu niður
Er virkilega sú tið liðin í sögu ís-
lenzkrar þjóðar, að heiöarlegt, dug-
mikið t'ólk geti rifið sig úr fjptrum
meðalmennskunnar, orðið mikið af
eigin verkum? Saga þessarar aldar
segir okkur frá fólki sem varð
bjargvættir heilla byggða, fólki sem
átti nennu og þor til þess að breyta
draumum í vökumyndir, skapa hag-
sæld, fylla kjötkatla sem aðrir
þyrptust að. Já, sú var tíð. Um land-
ið allt sér þessa stað. Horfðu á
Akranes, horfðu á Bolungarvík,
horfðu á... Manstu Tlior Jensen,
manstu Egil Thorarensen, kannast
þú við Gísla á Grund? Jú, víst
manstu þess kappa alla, og fjölda
annarra. Úr blá-skínandi fátækt
unnu þeir sig til bjargálna, þannig
að hundruð og þúsundir nutu góðs
af. Kjark átti þetta fólk og dug
meiri en við flest hin, það er rétt, en
réð það eitt sköpum? Eg held ekki.
Enn er sem sé til fólk sem vinnur og
streðar, sparar, eignast drauma og
hættir síðan öllu til að koma þeim
í framkvæmd. En þó virðist munur
orðinn á. Athafnamanni þessa ára-
tugar er hleypt af stað, svona til þess
að við sjáum, hver draumur hans er,
og meðan við erum að átta okkur á,
hvort hann tilheyrir þeim er fjár-
magnið úr gullakistum þessarar
þjóðar eiga, eða hvort hann er að-
einsv með fjármagn heiðarlegrar
vinnu í höndum. Venjulega tekur
það okkur tvö til þrjú ár að komast
að þessu. Nú, ef athafnamaðurinn
á ékki aligris við gullakisturnar, þá
er honum voðinn vis. Við hleypum
honunt upp að bjargbrúninnni,
leyfum honum jafnvel að klöngrast
yfir með annan fótinn, en heldur
ekki lengra.
Og nú hefst herferðin. Fyrst leit-
um við, hvort viðkomandi skuldi
ekki einhverjum eitthvað. Venju-
lega er auðvelt slíka að finna, þá er
ekki heimta daglaun að kvöldi á
miðjum vorvelli, og þessu fólki
söfnum við saman, stillum það til
hrópsins: Eg vil fá uppskeruna
strax, hefi ekki efni á að bíða til
haustsins. Hendið helvítinu niður!
Næst fáum við slúðurtungur og
hælnagara i liðið, og þá blasir sigur
við. Uppi á bjargbrúninni standa
þeir sem fjármagnið telja sig eiga,
og þeir kunna þá list, að vernda
sinn hóp, það er ekki pláss fyrir
marga á hefðartindi, því er traðkað
á streðhöndunum, þar til þær missa
tak, og ógnvaldurinn hrapar til
hrópandi lýðsins fyrir neðan. Uppi
á tindinunvþvo hinir útvöldu hend-
ur sinar úr sápuleginum: Verndum
rétt lítilmagnans. Lítilmagninn
stendur fyrir neðan, og leitar í vös-
um þess sem hent var niður, en þar
er ekkert að finna. Það koma held-
ur engir sjóðir rúllandi niður hlíð-
ina. Helduraðeinsorðin: Elskurnar
mínar, haldiðþiðaðnokkuðséeftir
handa ykkur? Þegar við höfum náð
í okkar, þá á hvorki athafnamaður-
inn né þið nokkurn skapaðan hlut.
Slíkt hljótið þið þó að skilja. Þetta
er lögmál, lögmál viðskiptanna,
sent þið fáið ekki raskað. En hal'ið
þökk fyrir hjáipina, luin var okkur
mikils virði.
Sjálfsagt finnst einhverjum þetta
hörð orð, og því ber mér að finna
þeint stað. Keyrðu með mér að
Hótel Örk, keyrðu með mér að
Holiday Inn, keyrðu með mér að...,
en fyrir alla muni mundu að sneiða
hjá olíutönkum OLÍS, við verðum
bráðum kölluð til annarra erinda
þangað.
Hvað er að ske? Er virkilega svo
kontið, að tönnin i hefli meðal-
mennskunnar sé orðin svo beitt, að
hún skeri haus af hverjum þpim, er
vogar sér að rétta úr baki?
Víst nran eg, að athafnamenn
skulda oft unt stund. Það er timi
sáningar og uppskeru. En skulda
ekki fleiri? Heyrði eg rangt að þrír
og hálfur milljarðurgjalda frá 1986
og 1987 væri ekki enn kominn i
skattahirzlur?
Reynið ekki að telja mér trú um,
að það séu hinir fátæku í landinu,
sem ekki standa í skilum.H
SR. SIGURÐUR
HAUKUR
GUÐJÓNSSON
Barna- og unglingavika
12.-18. mars 1989
mamma
Mánudagur 13. mars ifi Fimmtudagur 16. mars
Tónabær kl. 20.00.
Tómstundir — pallborð unglinga.
Gerðuberg kl. 20.00.
Jafnrétti til nóms.
Vitinn — Hafnarfirði kl. 20.00.
Dagvistarheimili — Menntastofnun!
Sóknarsalur kl. 20.00.
Tómstundir barna og unglinga.
Gerðuberg kl. 20.00.
Samvera fjölskyldunnar.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusamband íslands, Kennarasamband íslands,
ina, Bandaíai
v ... ,a9 hóskólamenntaðra ríkisstarfsmanna,
Starrsmannafélaq ríkisstofnana, Fósturfélag íslands, Sókn,
Hið íslenska kennarafélag, Iqa
Félag bókaqerðarmanna
rfs
I
l
I
I
15% í
AFSLÁTTUR
svínakjöt!
GULLASCH...... KR.69o !
M/KRYDDUÐUM HRÍSGRJÓNUM I
SNITCHEL......KR. 895 I
SMÁRÉTTIR..... KR. 735 S
M/GRÆNMETI I
KÓTILETTUR....KR. 7951
HNAKKI BEINLAUS..KR. 699 ú
HAMBORGARHRYGGIR .. KR. 6551
HAMBORGARLÆRI .KR. 595 gj
BAYON SKINKA..KR. 6951
FOLALD I
SNITCHEL........KR. 795 Zú
GULLASCH........KR. 665 I
FILLET..........KR. 820
MÖRBRÁÐ.........KR. 820 "
HAKK............KR. 210
SMÁSTEIK........KR. 305
%
VERÐ AÐEINS 296 KR./STK STÆRRI GERÐ ^
FIMMTUDAG OPIÐ TIL 18.30
FÖSTUDAG OPIÐ TIL 19.30
LAUGARDAG OPIÐ TIL 16.00
“ Glæstbæ
68 5168.
PIZZA KYNNING!