Pressan - 09.03.1989, Blaðsíða 16

Pressan - 09.03.1989, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 9. mars 1989 siúkdómar og fólk 4U •••» • • • • •• • .• • •?•• ••• »••••%,* . ?• ••*. • • • * 4m\J • «T • ’ '/•• • • • «0^» •« *• •• • • • MISNOTKUN RÓANDI LYFJA Aukasjúklingur úr sveit Stundum kemur það fyrir á stofutíma, að sjúklingum er skotið inn á milli þeirra sem eiga pantaðan tíma.' Þá eru símastúlkurnar að reyna að leysa einhvern bráðan vanda, sem sjúklingurinn segir að hafi komið upp. Slíkir aukasjúkl- ingar segjast alltaf verða örstutt inni hjá lækninum og þurfi í raun ekki að segja við hann nema hálft orð. Raunin er yfirleitt önnur; þeg- ar inn er komið er margt sem bera þarf undir lækninn og hálfa orðið verður stundum ærið langt. Þennan morgun var óvenjumikið að gera og ég kominn langt á eftir áætlun. Þá hringdu þær á símanum og báðu mig að líta á konu utan af Iandi, sem væri á ferðalagi og þyrfti nauð- synlega að fá einhver lyf. Ég féllst á það með semingi og vonaðist til að geta afgreitt hana með hraði. Kon- an kom inn á stofuna, hún var mið- aldra, lágvaxin, klædd í gráleita popplínkápu með græna slæðu og svart lakkveski undir hendinni. Hún hreyfði sig hægt og stirðlega og andlitið var eins og höggvið í stein. Röddin var lágvær og án allra blæbrigða. Hún sagðist heita Elín og vera B-dóttir. Hún kvaðst ekki vera sjúklingur minn, en því miður næði hún ekki sambandi við heim- ilislækninn sinn. —"Viltu ekki vera svo vænn að skrifa upp á glas af Valium (dia/epam) fyrir mig og annað af Mogadon (nitrazepam)? Ég er alltaf vön að fá 50 töflur af hvoru fyrir sig enda misnota ég þetta alls ekki, en þarf alveg nauð- synlega á því að halda. Ég á bæði bágt með að sofna og svo er ég ægi- lega kvíðin á daginn og verð jd taka eitthvað inn. — Já, sagði ég,.'hvað tekurðu mikið af þessum lyfjum á dag? — Það er ekki neitt, sagði konan, eina Mogadon á kvöldin og 1—2 Valium á daginn, ég hef stund- um fengið eitthvað annað en mér finnst þetta nú vera best. Þekkt vandamál Flestir læknar sem verið hafa á stofu kannast við þetta. Engar upp- lýsingar fáanlegar um sjúklinginn og hann biður um lyf sem læknin- um er bölvanlega við að skrifa upp á umyrðalaust. Á sama tíma rennur flestum til rifja bjargarleysi konu sem þessarar, þar sem hún situr raunamædd á svip í popplínkáp- unni sinni með vasaklútsbleðil milli •handanna og svart kvenveskið í kjöltunni. Svona kona er umkomu- laus og á svo bágt að manni finnst það verði að leysa vanda hennar einhvern veginn. Þá er auðveldast að taka upp lyfseðlablokkina og skrifá upp á róandi og kveðja kon- una með virktum. Slík afgreiðsla tekur um það bil 2 mínútur en það tekur mun lengri tíma að skrifa ekki neitt. Ef það er gert þarf að tala við konuna og skýra út fyrir henrú, hvað þessi lyf séu varhugaverð og hún eigi ekki að taka þau gagnrýn- islaust ár eftir ár. Afneitun og réttlœting Ég leit á klukkuna og ákvað svo að spyrja konuna meira um þessa lyfjameðferð með róandi. Mér Ieist ekkert á það, hversu sljóleg hún virtist vera til augnanna, svo mig grunaði, að hún misnotaði róandi lyf. — Hvað hefurðu notað þetta lengi? spurði ég varfærnislega. Hún sagðist hafa tekið þessi lyf í mörg ár og þeir segðu, læknarnir hennar, að hún mætti alls ekki án þeirra vera. Það væri í raun stórhættulegt ef hún missti úr eina einustu töflu. Hún nefndi nöfn nokkurra lækna og talaði um þá af mikilli lotningu og kallaði þá prófessora og dokt- óra. — En tekurðu aldrei meira af þessum lyfjum en 2—3 töflur á dag? spurði ég. — Nei aldrei, svar- aði Elín, ég get svarið það. í þessu barði ritarinn að dyrum og rétti mér gamla sjúkraskýrslu konunnar sem þá hafði fundist. Hún hafði búið í héraðinu fyrir nokkrum árum en flutt annað og lítið komið til lækn- anna á þessari stöð í nokkur ár. Ég blaðaði í skýrslunni og sá þá, að Elín fór að ókyrrast mjög. í Ijós kom þegar skýrslunni var flett, að Elín hafði átt við lyfjavandamál að stríða fyrir mörgum árum og farið í meðferð. Hún virtist hafa misnot- að róandi lyf áfram og tekist að ná út nokkrum lyfseðlum á hverju ári. Mér fannst ekki þurfa frekari vitn- anna við. Þessi kona var greinilegur • misnotandi róandi lyfja og hafði verið það lengi. Áfengi og róandi lyf Ég tók að spyrja hana um þessi lyf og hún játaði nú að taka mun meira af þeim en hún hafði tjáð mér í upphafi. Saga hennar var nokkuð dæmigerð fyrir misnotanda þessara lyfja. Hún hafði ung farið að drekka of mikið og Ient í vandræð- um þess vegna. Síðan uppgötvaði hún róandi lyf og fannst þau mikill happafengur. Róandi lyfin höfðu sömu áhrif og áfengi en lyktuðu ekki og auk þess reyndist henni ^uðvelt að sannfæra lækna um að diún þyrfti nauðsynlega á þeim að halda. Henni fannst hún_alltaf vera kvíðin og lyfin slógu á það. Þegar við ræddumst við var hún farin að t^'ka inn 50—60 milligrömm af Val- inm (Diazepam) á dag auk nokk- urrav taflna af Mogadon (Nitraze- pan) á hverju kvöldi. Þessir skammt- ar eru mun stærri en venjulega eru gefnir, sem stafar af því að sjúkling- ur sem neytir þessara lyfja að stað- aldri myndar þol fyrir áhrifum þeirra og getur tekið inn mun stærri skammta en eðlilegt getur talist. — Ég hef reynt að losa mig við þessi lyf, sagði Elín, en það er alveg ómögulegt; um leið og ég minnka skammtana eitthvað verð ég svo ægilega kvíðin og spennt, hætti að sofa og líður svo illa, að ég fer að taka þau aftur. Nú orðið er ég sífellt hrædd um að eiga ekki nóg af þess- um lyfjum og er alltaf á þönum milli lækna til að fá lyfseðla. — Þessi einkenni eru auðvitað al- veg eðlileg, sagði ég. Það er nefni- lega náttúra þessara róandi lyfja, að þau lækna engan mann, en halda einungis ákveðnum einkennum niðri. Þegar þú reynir að minnka neyslu þessara lyfja koma gömlu einkennin þín upp á yfirborðið á nýjan leik. Fráhvarf eða Valiumskortur Sumir sem svona er ástatt fyrir telja sér trú um, að þeir líði af Vali- umskorti og verði að hafa þessi lyf svo þeim geti liðið vel. Þá eru menn komnir inn í vítahring róandi efna. Vandamálið er það, að þessi lyf eru mjög vanabindandi og margir þeirra sem fara að nota Iyfin verða \ háðir þeim og geta alls ekki losað sig við þau aftur hjálparlaust. Ný- leg skýrsla frá Bandaríkjunum segir að liðlega 1% allra fullorðinna hafi einhvern tímann á ævinni misnotað þessi lyf í lengri eða skemmri tíma. Annað vandamál varðandi róandi lyf er aó helmingunartími þeirra er mjög langur eða tíminn, sem það tekur líkamann að losa sig við lyfið út úr líkamanum. Þetta þýðir að áhrifin eru langvinn og þess vegna erfitt að hætta neyslu efnanna skyndilega. Á meðferðarstofnunun tekur það yfirleitt langan tíma að minnka lyfjaskammtana og ná fólki lyfjalausu, einmitt vegna þess, að fráhvarfið er mjög langdregið. Fráhvarfseinkennin sem fylgja í kjölfar neyslu þessara lyfja eru kunnugleg; kvíði, spenna, svefn- leysi, skjálfti, depurð og vonleysi auk ýmissa líkamlegra einkenna eins og flökurleika, kláða, vöðva- spennu og einkenna frá eyrum og augum. — Já, þessi einkenni kann- ast ég öll við, sagði Elín dapurlega. En ætlarðu að vera svo vænn að skrifa upp á þetta fyrir mig þó ég taki alltof mikið af þessu? — Nei, það geri ég ekki, sagði ég, þú ert með alvarlegan sjúkdóm sem lýsir sér í ofneyslu þessara efna og ég ætla ekki að viðhalda þessu ástandi með því að bæta á þig lyfjum. Á hinn bóginn er ég tilbúinn að ljá þér lið til að komast í meðferð og reyna þannig að ná þér af þessum efnum. Hún horfði á mig um stund og sagði svo: — Heldurðu að það þýði-1 nokkuð? — Já, það held ég, þér leggst eitthvað til. — Mér leggst aldrei neitt til,- sagði Elín og setti vasaklútinn sinn niður í veskið, kvaddi og fór. Ég leit aftur á klukk- una og kallaði í næsta mann. ■ dagbókin hennar Kœra dagbók. Ég veit ekki hvort ég þori í skól- ann á morgun, því ég er svo hrædd um að einhver hafi séð til mín með ömmu á Einimelnum í dag. Það var sko algjör bömmer, en byrjaði voða sakleysislega með því að amma bauð mér í bíltúr á „tíkinni" sinni (eins og hún kallar glænýju milljón króna Honduna, sem mamma er græn í öfund út af) og ég sló til, af því mér leiddist soldið. Fyrst keyrð- um við pínu pons og kíktum á ferm- ingarveisluföt á okkur í búðar- gluggum. (Það á sko að ferma Adda bróður bráðum. Þeir taka greinilega við hverju sem er í þenn- an kristna söfnuð!) Amma heillað- ist alveg fyrir ytan kellingabúðirnar og svitnaði ekki einu sinni, þó hún sæi verðmiðana. (Kannski náði hún bara ekki að lesa á þá...) En það var meiriháttar mál að halda henni í tvær sekúndur fyrir framan búðirn- ar, sem ég hafði áhuga á. Það fór hins vegar ekki allt í steik fyrr en sú gamla gerði sér lítið fyrir og parkeraði á bílastæðinu, sem al- þingismennirnir eiga, og vippaði sér út með stóran piastpoka. Hún var rosa sposk á svipinn og ég hélt að það væri bara prakkarasvipur yfir því að Ieggja á annarra manna ' stæði. En það var sko ekki málið. Amma sagði, að þessar þing- mannadruslur væru aldrei í vinn- unni á sunnudögum frekar en aðra daga og ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af því að hún væri að svína eitt eða neitt á þeim. Ne-hei, hún Elsa litla á Einimelnum ætlaði bara að bregða sér sem snöggvast á skauta á Tjörninni, eins og í gamla daga! Gvuuuð, ég hélt ég yrði ekki eldri. Ég meina það... Amma var þá með tvenna skauta í plastpokanum (sína gömlu frá sautjánhundruð og súrkál og skautana hennar Fríðu föðursystur, sem eru örugglega frá því um aldamótin) og ætlaðist til þess að ÉG léti sjá mig á fleygiferð með henni á Tjörninni. Glætan, maður. Ég þorði nú samt ekki ann- að en elta hana, því ég var svo hrædd um að hún dræpi sig eða eitthvað — og pabbi hefði alveg pottþétt drepið mig, ef amma hefði drukknað í vök í miðri Reykjavík um hábjartan daginn. En það hefði bara þurft heila herdeild til að stoppa hana. Hún fleygði sér á Tjarnarbakkann, tætti af sér skóna, smellti sér í skautana og hvarf inn í mannþröngina á svell- inu. Einn, tveir og þrír. Síðan peytt- ist hún út og suður um Tjörnina, rakst á fleirihundruð og fimmtíu manns og setti almennt allt í kerfi. Meira að segja lítil börn voru ekki óhult fyrir henni. Ég lét sko ekki sjá mig nálægt henni, en það gætu auð- vitað einhverjir hafa séð okkur koma og fara saman, þó ég hafi reynt að hlaupa á undan henni í bíl- inn. Ef einhver af strákunum, sem ég er skotin í, hefur séð mig skal ég svoleiðis.... Amma var svo ekkert nema tuðið á leiðinni heim. Fúl yfir því að ég skyldi ekki fara á skauta, fúl yfir því að svellið var sléttara í gamladaga og fúl yfir því að Davíð skyldi ekki Iáta spila dansmúsík úr hátölurum, eins og þegar hún var ung. Og sú verður aldeilis fúl á morgun, mað- ur, þegar hún verður að deyja úr harðsperrum, sem hún á enga von á. Hún var nefnilega soldið liðugri, þegar hún brunaði um Tjörnina fyrir hundrað árum! Bless, Dúlla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.