Pressan - 09.03.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 9. mars 1989
19
• Stam er eðlilegur þáttur á
þroskaferli þeirra barna sem eru
að byrja að tala.
• Óeðlileg afskipti af staml geta
magnað það upp.
• Fleiri drengir en stúlkur
stama. Næstum allir geta sungið
og hvíslað án þess að stama.
Jj >/
Pétur Jónasson sálfrœðingur og Gylfi Baldursson
heyrnar- og talmeinafrœðingur ræða við
Pressuna um stam.
Það eru ekki allir svo heppnir að eiga auðvelt með að
tjá sig. Þeir sem stama liða oft hreinustu sálarkvalir
og stundum lenda þeir i þeirri aðstöðu að geta ekki einu
sinni sagt hvað þeir ætla að kaupa í verslun. Nemendur
í skólum kvíða þvi oft að verða teknir upp í tímum, en
sennilega kviðir enginn slíkri stundu jafnmikið og sá
sem stamar.
EFTIR ÓNNU KRISHNE MAGNÚSDÓTTUR
Stam er eitt af því sem engin
haldbær skýring er til á af hverju
stafar. Mörgum kemur fyrst í hug
sálrænt ástand þegar á stam er
minnst en að sögn PÉTURS JÓN-
ASSONAR sálfræðings, fram-
kvæmdastjóra Kópavogshælisins,
eru þrjár meginskýringar nefndar á
stami. í fyrsta lagi lært atferli, þ.e.
að þeir sem stama hafi lært það af
einhverjum sem stamar, sálfrœði-
legir þœttir og líffrœðilegir, það er
að segja að eitthvað í heila eða
taugakerfi valdi því að fólk stamar.
Stam barna eðlilegur
þáttur þroskaferils___________
GYLFI BALDURSSON, heyrn-
ar- og talmeinafræðingur, segir
stam venjulega alltaf vera áunnið,
aldrei meðfætt: „Þaðeru óskaplega
margar kenningar í gangi um það
hvað veldur stami. Stam er mjög
tengt sálarlífi viðkomandi mann-
eskju og því hvernig samskipti
hennar við fólk eru og hvernig hún
upplifir umhverfi sitt. Stam er sér-
staklega viðkvæmt á mótunarárum
tjáningar á aldrinum 3—5 ára og
langalgengast að stam byrji þá.
Hins vegar hefur því oft verið hald-
ið fram að ekki eigi að beina athygl-
inni um of að staminu eða gera mik-
ið veður út af því — þá fyrst magn-
ist stamið og úr verði vítahringur."
PÉTUR JÓNASSON kemur
einnig inn á þann þátt að ekki eigi
að gera veður út af stami: „Það er
stundum sagt að stam eigi ekki ræt-
ur sínar í munni barnsins heldur í
eyrum foreldra," segir hann. „Það
er kannski fyrst þegar foreldrarnir
fara að hafa áhyggjur af staminu að
barnið fer að stama fyrir alvöru.
Það er sjaldnast æskilegt að gera
veður út af stami barna og í raun-
inni er það eðlilegur þáttur á
þroskaferli barns, sem er að læra að
tala, að stama eitthvað.“
„Börn ganga í gegnum tímabil
þar sem þau tafsa mikið og hiksta á
orðum,“ segir GYLFI BALDURS-
SON. „Þetta gerist þegar þau eru
að læra að tala og koma undir sig
fótunum og við þessu er best að
gera ekki neitt.“
Sungið og hvisiað,____________
ekkert stam___________________
Oft heyrast sögur af þeim sem
stama, sem byggja á að þeir hinir
sömu geti talað óhikað undir viss-
um kringumstæðum. Sagt er að
margir stami aldrei nema á fund-
um, aðrir geti sungið án þess að
stama og enn aðrir stami aðeins í
návist ákveðinna persóna: „Það eru
til allar útgáfur af þessu,“ segir
Gylfi. „Sumir stama bara við
ákveðnar aðstæður, aðrir aðeins á
vissum hljóðum.“
Pétur segir til fólk sem stamar bara
heima hjá sér og hvergi annars stað-
ar og „stam í návist ákveðinna aðila
er algengt". Hvort það er óöryggi
eða hræðsla sem því veldur svarar
Pétur að mörg atriði komi þar til:
„Sumir þeirra sem stama stama
aldrei þegar þeir tala við ungbörn
eða dýr, en stama gjarnan mikið ef
þeir eru til dæmis að tala við yfir-
mann sinn eða liggur eitthvað mik-
ilvægt á hjarta. Krakkar sem stama
mikið í skólum geta gleymt sér í leik
og stama ekki undir þannig kring-
umstæðum, og margir skólakrakk-
ar stama mun minna á sumrin.“
Pétur segir það nær algilt að fólk
sem að jafnaði stamar stami ekki
þegar það syngur. „Fólk getur yfir-
leitt alltaf bæði sungið og hvíslað
án þess að stama og oft getur komið
að gagni að breyta röddinni, tala í
bassa eða einhverri annarri tónteg-
und. Hins vegar verður slíkt oft til-
gerðarlegt og aftrar fólki frá því af
þeim sökum.“
„Þú gætir farið að__________
stama sjálfur“______________
Stam er algengara hjá drengjum
en stúlkum og háir börnum meira
en þeim sem eldri eru, enda hverfur
stam með aldrinum hjá mörgum.
Börn sem ekki stama gera sér enga
grein fyrir því hugarangri sem slíkt
getur valdið þeim sem það gera.
Þau eru því nokkuð mörg börnin
sem gera grín að þeim sem stama
með því að herma eftir þeim. Slíkt
gerði strákur einn sem Pétur Jónas-
son minnist á. Hann og félagar
hans hermdu eftir manni sem stam-
aði, þar til móðir stráksins hafði
orð á að slíkt skyldi hann ekki hafa
í flimtingum: „Þú gætir farið að
stama sjálfur.“ „Og það gekk eft-
ir,“ segir Pétur. „Strákurinn fór að
stama og kannski skýringin sé sú að
ótti hans gagnvart því að hann gæti
sjálfur farið að stama hafi fram-
kallað stamið."
í öðru tilviki sem Pétur minnist
gerðist það að barn sem var í sveita-
dvöl var bitið illa af hundi á bæn-
um. Ekkert var gert við þessu biti,
en barnið var í losti í nokkra daga
og mælti ekki orð frá vörunt. Fyrstu
hljóðin sem barnið gaf síðan frá sér
var gelt og þegar það fékk málið
aftur stamaði það. Pétur nefnir
einnig bandaríska rannsókn sem
gerð var á fjölskyldu einni þar í
landi. Mikið var unt stam í fjöl-
skyldunni en þegar nokkrir fjöl-
skyldumeðlimanna fluttu í annað
fylki dró verulega úr stami þeirra,.
meðan stamið hélt áfram hjá hin-
um: „í því tilviki höfðu fjölskyldu-
mynstrið og áhrif vissra aðila í fjöl-
skyldunni sitt að segja.“
Alltof fáir talkennarar
En hvað er hægt að gera? Gylfi
og Pétur telja báðir að best sé að
gera sem minnst, sérstaklega þegar
börn eiga í hlut, og þótt einstakl-
ingsbundið sé hvenær þörf er að
leita hjálpar sé það varla fyrr en við
10—11 ára aldurinn:
„Best er að leita til talmeinafræð-
inga sem sérhæfa sig í stami,“ segir
Pétur, en Gylfi bendir á að tal-
meinafræðingar sem starfa hjá
Heyrnar- og talmeinastöðinni séu
ekki í stakk búnir til að sinna þess-
um aðilum: „í rauninni eru hér á
landi afskaplega fáir talkennarar
sem geta tekið kennslu af þessu tagi
að sér, fyrir utan þá sem þegar
starfa í skólunum,“ segir hann.
„Sannleikurinn er sá að hér eru allt-
of fáir talkennarar við störf. Fólk
hefur einfaldlega ekki lagt þetta
nám fyrir sig i meira mæli, sjálfsagt
vegna þess að stöðugildi eru ekki
fyrir hendi þótt þörfin sé mikil. Það
er varla hægt að mæla með því að
fólk fari í langt nám sem tryggir því
ekki starf síðar.“
Þegar barn stamar hefur þótt
raunhæfari möguleiki að taka fjöl-
skylduna í meðferð en barnið sjálft:
„Foreldrum er kennt að umgangast
barnið á eðlilegan hátt þannig að
ekki sé gert ntikið úr staminu,“ seg-
ir Gylfi og Pétur bætir við: „Það er
ástæða fyrir fjölskyldur barnanna
að leita sér upplýsinga um hvernig
bregðast eigi við staminu og það er
í rauninni affarasælla en að sá sem
stamar þurfi að gangast undir mikl-
ar rannsóknir. Það þarf að varast
að gagnrýna þann sem stamar,
segja honum að reyna að hætta því
eða stama minna, því með því móti
vekur maður upp meira álag hjá
viðkomandi, sem aftur leiðir til
þess að hann fer að stama meira.
Stam virðist stundum batna ef
pressan er tekin af viðkomandi, til
dærnis með því að benda honum á
hógværan hátt á að maður hafi tek-
ið eftir staminu og hann þurfi ekk-
ert að skammast sín fyrir það. Þá
verður viðkomandi rólegri, hættir
að vanda sig eins við að tala og við
það minnkar stamið.“
Ný þjónusta:
Heimagerðar kræsingar — sem þú þarft ekki að sjó um!
Fleiri karlmenn en konur hafa hringt
Hversu margar konur hefur ekki dreymt um að geta
lyft upp símtólinu þegar haida skal veislu og fá sendar
heim dýrindis heimabakaðar kökur, brauðtertur eða
kaffisnittur? Mörgum hefur dottið í hug að setja upp
slíka þjónustu, en oftar en ekki hafa þær hugmyndir
aldrei orðið að veruleika.
EFTIR ÓNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR - MYND MAGNÚS REYNIR
Nú eru bjartari tímar! Tvær þaul-
vanar konur hafa nefnilega tekið af
skarið og auglýst þjónustu sína.
Þetta eru þær RAGNHEIÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR og EDDA
KARLSDÓTTIR, sem hafa árum
saman smurt og bakað og finnst
kjörið að nýta kunnáttu sína til að
auðvelda húsmæðrum veisluhald.
„Við bökum allt sem fólk biður
um,“ sagði Ragnheiður. „Edda sér
alveg um baksturinn og ég um
smurða brauðið.“ Ragnheiður
starfaði áður fyrr sem aðstoðar-
stúlka matreiðslumanna í Lídó og
eitt sinn þegar „smurbrauðs-
daman“ þar veiktist var hún beðin
að bjarga hlutunum: „Ég sá um
smurða brauðið í þrjá mánuði og
þess á milli hljóp ég í min störf i eld-
húsinu,“ segir hún. „Ég fékk ekki
krónu fyrir að smyrja og eftir þessa
þrjá mánuði fór ég til veitingastjór-
ans og sagðist vilja fá einhver laun
fyrir aukavinnuna. „Þetta er skóli
og þú átt eftir að njóta þess alla ævi
að hafa lært að smyrja brauð,“ var
svarið sem hann gaf mér. „Og það
er rétt,“ segir hún.
Ragnheiður segir þær halda verð-
inu í lágmarki: „Við tökum fyrir
efnið sem við kaupum og ætlum
okkur tímakaup fyrir vinnuna,"
segir hún og lofar að allt sem frá
þeim kemur sé glænýtt: „Við erum
báðar í fullu starfi á daginn og sinn-
um þessu því á kvöldin og um helg-
ar. Við erum með uppkomin börn
og erum því ekki bundnar yfir
heimilisstörfum. Markntiðið er að
skila okkar með sóma — en við
leggjum auðvitað ekki heilsuna að
veði og lofum ekki upp í ermina á
okkur!‘
Að sögn Ragnheiðar hafa margir
hringt til að spyrjast fyrir um hvað
boðið er upp á og verðið: „Það
skemmtilega er að fleiri karlmenn
en konur hafa hringt," segir hún.
„Það sýnir breytta tíma. Núna láta
konur ekki bjóða sér að þurfa að
sjá um allan baksturinn og bera
ábyrgð á öllu þegar stórar veislur
eru framundan og karlmenn eru
farnir að fá smjörþefinn af þeim
líka. Og það var ekki seinna
vænna!" segir hún með áherslu.