Pressan - 09.03.1989, Síða 20

Pressan - 09.03.1989, Síða 20
20 Fimmtudagur 9. mars 1989 «c bridge Það er óhætt að fullyrða að 5. maðurinn við borðið, áhorfandinn, hefur oftast besta yfirsýn yfir at- burðarásina. Ég fylgdist með eftir- farandi spili fyrir skömmu og verð að játa að illt var að spá hver hefði betur að lyktum: ♦ 1064 V G93 ♦ ÁD3 «¥• ÁD84 OMAR SHARIF ♦ D83 V K64 ♦ G109 •¥• G953 ♦ Á7 VÁ1087 ♦ K752 •¥• 1076 ♦ KG952 V D52 ♦ 864 •¥• K2 N gefur, enginn á og vekur á 1- laufi. 1-spaði í austur og eftir bít- andi sagnbaráttu verður S sagnhafi í 3-hjörtum. (NS hefðu haft meira upp úr krafsinu ef þeir hefðu dobl- að andstöðuna í 2-spöðum.) Útspil vesturs var spaði. Úr „suð- vestur“-sæti mínu sá ég að 9 slagir voru auðfengnir með tvísvíningu í trompinu. En suður sat við stjórn- völinn. Hann drap útspilið á ás og spilaði spaða til baka. Enn kom spaði, trompað. Næst svínaði sagn- hafi í laufi. Austur vann á kóng og skilaði litnum til baka, sjöa, nía og ás. Enn var hægt að ráðast á trompið og tryggja sér 9 slagi, en suður valdi að taka 3 tígulslagi og spilaði sig síðan út á laufi. Vestur var inni á gosa og þurfti nú aðeins að spila síðasta laufinu (austur trompar lágt) til að sagnhafi lokaðist inrti heima og þyrfti að gefa 2 trompslagi. En hann spilaði Iitlu trompi. Austur varðist vel þegar hann lét tvistinn duga. Sagnhafi Iagði næst niður trompás og vestur fékk loka- tækifærið í vörninni: Að fórna trompkónginum undir. En vestur las ekki stöðuna, læstist inni á tromp í 12. slag og varð að gefa blindum siðasta slaginn á laufátt- una. skák Lewis — Ljóðhús Síðan eg skrifaði síðasta þátt hefur mér borist meiri vitneskja um taflmennina frá Lewis og verða þeir því á dagskrá aftur í dag. Þórhallur Vilmundarson prófessor benti mér á að til er fornt íslenskt nafn á Lewis: Ljóð- hús. Þetta nafn þykir mér bæði skáldlegt og fallegt. Þórhallur hafði séð taflmennina frá Ljóð- húsum í British Museum í Lund- únum og sagði að það væri greini- legt að þeir væru taldir með mestu dýrgripum safnsins. Vakin var sérstök athygli á þeim í anddyri og þar voru til sölu eftirmyndir af þeim úr einhverju nútímalegra efni. Einnig hef eg frétt að eftir- myndir Ljóðhúsamanna hafi ver- ið til sölu á Jersey, eyju í Ermar- sundi sem er talsvert sótt af ferða- mönnum. Mennirnir voru gerðir úr alabastri og fylgdi borð úr sama efni. Gripirnir kostuðu of fjár. Þessir fornu taflmenn virðast því þekktari á Bretlandseyjum en hér á íslandi. Eg nefndi síðast að gerð mann- anna þætti benda til þess að þeir væru komnir af norðurslóðum. Rostungstönnin sem þeir eru smíðaðir úr bendir ekki síður í norðurátt, og fjöldi taflmann- anna bendir til þess að þeir hafi átt að verða verslunarvara, hafi beinlínis verið smíðaðir til út- flutnings. En enginn veit hvernig þeir komust á þann stað sem þeir fundust á. Kannski hefur kaup- maðurinn brotið skip sitt við ströndina og komið mönnunum fyrir á þessum örugga stað. Kannski hafa verið meiri sam- skipti milli þessara eyja í Atlants- hafi að fornu en vitað er um. Ensku og íslensku nöfnin á mönnum skákborðsins gætu bent til þess. Þórhallur Vilmundarson skaut fram þeirri hugmynd að efla sam- skipti þessara eyþjóða að nýju með því að halda árlega skákmót til að minna á þessa fornu gripi. Þarna gæti verið um landskeppni Englendinga og íslendinga að ræða, haldna til skiptis í löndun- um. Hún gæti þá verið kennd við Ljóðhús þegar keppt er hér, en við Lewis þegar keppt er á Englandi. Englendingar eru að vísu öflugri skákþjóð en við, en keppnin gæti engu að síður orðið tvísýn og áhugaverð. Þessari skemmtilegu hugmynd er hér með komið á GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON framfæri við forystumenn okkar á skáksviði. krossgátan vmtwÉy ílÖfULl J' $ SK£IKA KYTtU. - y F/ÍÚDI'V RlFSA SPARA SoL- 16 10 WkköB jl spdp FRób söqt/ )? Jv)£/W 0R fifl/iei rziNs DPr-lTILL SAH' STÆDlP hPÖPG SPuPT BdflL.Fl flUKT hLfa 73 OUGLtCuR BF-isSifl í ,-RDT-, FoPm I HÆKKuH SjÖTflrJ SMtTTU HARMA GÓÐPt L'ELtGI UMDÆHIS- STAfíR HflfllGSA BLÉTTu bBEiT 17 WOKI fíSÆLAST LÆKKuH KPiöGum- STiiúuH VElMfi- ffi.Fl IZ HoldiaP UfluT- GRIPIP (o II DRfíuP F'oTfl- Buflí) TlMBuR 70&A T SPIL HAF HlALMufí m PlKKA STELGuR flflurF SKRiFi SEQil- IHH KpHu- nAFH SToPull UíROoMS r 1 12 &R btof, TmsjZjp m&i- Us> Hm Kall II FFEísA S Tr-PK HtLG I GtRuHfl \áTliN\ FUGL F-tHS J ALfl VAÐIR FOR- FFDuR pL mens ¥ 1 2 17 18 10 11 12 13 14 15 16 Skilafrestur er til 20. mars. Utanáskriflin er: PRESSAN— kross- gáta nr. 24, Árnníla 36, 108 Reykjavík. Verðlaun fyrir rétta lausn eru bókin Við byggðum nýjan bœ, endur- minningar Huldu Jakobsdóttur, sem A Imenna bókafélagið gefur át. Höfundur er Gylfi Gröndal og því til mikils að vinna. Dregið hefur verið árréttum lausnum á 22. krossgátu, en að þessu sinni er það Guðný Pálsdóttir, Sigtáni 27, 450 Patreksfirði, sem er hinn heppni verðlaunahafi. Bókin sem hán fœr I sinn hlut er Ævi- saga Eðvalds Hinrikssonar, Úr eldinum til íslands, sem Almenna bókafélagið gefur át. I

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.