Pressan


Pressan - 09.03.1989, Qupperneq 22

Pressan - 09.03.1989, Qupperneq 22
22 Firtimtudagur 9. mars 1989 Kynskiptingur er ekki einstaklingur; sem langar til aö skipta um kyn. Kynskiptingur ersannfœrður um að hann sé og hafi alltaf ver- ið af gagnstœðu kyni. GREIN: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR ÍMYNDAÐU ÞÉR AÐ ÞÚ VAKNAÐIR í FYRRA- MÁLIÐ í NÝJUM LÍKAMA AF GAGNSTÆÐU KYNI VIÐ ÞANN. SEM ÞÚ GENGUR NÚ UM í. SAMT SEM ÁÐUR VÆRIR ÞÚ SAMA PER- SÓNAN. MEÐ SÖMU TILFINNINGAR OG VIÐ- HORF OG FYRR. FANGI í ÞESSUM ÓKUNNA LÍKAMA. ÞANNIG LÍÐUR KYNSKIPTINGUM. OG ÞÁ ER AÐ FINNA Á ÍSLANDI EINS OG ANNARS STAÐAR. HAFA A.M.K. TVEIR ÞEIRRA FENGIÐ SAMÞYKKI FYRIR SKURÐAÐGERÐ. Fyrir rúmu ári kom út á Bretlandseyjum bók- in „Bodyshock — The truth about changing sex“ („Líkamsáfall — Sannleikurinn um kyn- skipti“)eftir blaðakon- una Liz Hodgkinson. Hún er byggð á fjöl- mörgum viðtölum og viðamiklum rannsókn- um höfundarins á köri- um og konum, sem skipt hafa um kyn. Fram kemur í bókinni að kynskiptinga er að finna í öllum þjóðfélög- um og ölium stéttum. peir eru óiikir innbyrðis og hafa hlotið mjög mis- jafnt uppeldi. Þetta fólk virðist einungis eiga eitt sameiginlegt: Frá fyrstu tíð hefur því fundist það vera af öðru kyni en líkami þess sagði til um. Líkamlega amar þó ekkert að þess- um einstaklingum, því þeir eru fullkomlega rétt skapaðir frá náttúr- unnar hendi. Brenda - Mark Rees TAPAÐI FYRIR EVRÓPUDÖMSTÓLNUM Mark Rees, sem nú er tæplega fertugur maöur með háskóla- gráðu í bókmenntum, hét áður Brenda. Hann varð frægur árið 1986, þegar hann fór með mál sitt fyrir Evrópudómstólinn. Hann gat ekki sætt sig við að vera kvenkyns áfæðingarvottorðinu, en tapaði raun- ar málinu. „Mér fannst ég alltaf vera strákur og á gelgjuskeiðinu fór mig að hrylla við líkama mínum. Ég varð að fá honum breytt, svo fólk kæmi ekki fram við mig eins og ég væri kona. Heimurinn er nefnilega und- arlegur fyrir karlmann í kvenmannsllkama og ég náði ekki áttum.“ Mark (þ.e.a.s. Brenda) fékk að lokum taugaáfall og var lagður inn í sjúkrahús. Læknarnir tóku strax mark á honum og undirbúnings- meðferðin hófst. Eftirtvo mánuði hættu blæðingarog tæpu ári síð- ar breyttist röddin. Síðan fór Mark að vaxa skegg. Brjóst, leg og eggjastokkar voru fjarlægð með skurðaðgerö, en Mark hefur ekki enn fengið ytri kynfæri. Lúra = Michael Dillon FYRSTA KONAN, SEM VARÐ MAÐUR Lára er af mjög ríkri fjölskyldu af aðalsættum, var alin upp af tveimur ógiftum frænkum sínum og gekk í háskóla í Oxford. Þegar hún var 23 ára (árið 1939) spurðist hún fyrir um kynskiptaaðgerð, en það var ekki fyrr en 1945 að undirbúningur gat hafist og þremur ár- um síðar fór aðgerðin fram. Hún var framkvæmd af Sir Harold Gilli- es, sem „fann upp“ hvernig búa mætti til ytri kynfæri. Er aðferð hans notuð enn þann dag i dag. Lára varð þannig Michael Dillon, hóf læknanám og varð ástfanginn. Ástin varhins vegarekki endurgoldinog réð hann sig því sem skips- lækni og ferðaðist um heimsins höf. Arið 1958 gerði blaðamaður nokkur þá uppgötvun að hann hefði eitt sinn verið kona og Michael viðurkenndi allt. Skömmu síðarsagði hann starfi sinu lausu, gerð- ist búddamunkur í Tíbet, fyrstur allra Breta. Hann dó úr næringar- skorti á Indlandi árið 1962

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.