Pressan - 09.03.1989, Side 23
Fimmtudagur 9. mars 1989
23
Margar og_______________________
erfiðar aðgerðir
Kynskiptaaðgerð fellur eiginlega
undir lýtaskurðlækningar eða svo-
kallaðar plastikaðgerðir, þó þvag-
færalæknar komi einnig við sögu
þegar körlum er breytt í konur. í
flestum tilvikum þurfa kynskipt-
ingar að gangast undir margar að-
gerðir og alltaf er um ákveðna
áhættu að ræða. Engin trygging er
fyrir árangrinum, þó auðvitað hafi
orðið gífurlegar framfarir í lækna-
visindum frá því fyrstu kynskipta-
aðgerðirnar voru framkvæmdar
fyrir u.þ.b. fjórum áratugum.
Þegar karli er breytt í konu eru
kynfæri hans fjarlægð og útbúin
gervileggöng, en löngu fyrir slíka
aðgerð er byrjað á því að sprauta
manninn reglulega með kvenhor-
mónum. Sprauturnar hafa m.a. þau
áhrif að brjóst hans stækka, en
skeggrót verður að fjarlægja með
margra vikna rafmeðferð.
Hormónagjöf er líka notuð, þeg-
ar breyta á konu í karl. Röddin
verður þá dýpri og brátt hefst
skeggvöxtur. Brjóstin þarf hins veg-
ar að fjarlægja með skurðaðgerð
og einnig leg og eggjastokka. Ytri
kynfæri eru síðan búin til með því
að nota húð af öðrum stöðum lík-
amans, en að sjálfsögðu verður
ekki sama tilfinning í þessu tilbúna
Iíffæri og hjá venjulegum karl-
mönnum.
Tveir íslendingar í aðgerð
Enn hefur ekki tekist að útskýra
af hverju sumir einstaklingar eru
sannfærðir um það frá barnsaldri
að þeir séu af öðru kyni en líkaminn
segir til um. (Algengast er að fyrsta
minningin um þessa sannfæringu sé
frá 3—4 ára aldri.) Áður fyrr var
talið að ráðrík móðir og undirgef-
inn faðir gætu verið orsökin, eða að
foreldrarnir hefðu óskað sér barns
af öðru kyni en raun bar vitni. Þess-
ar kenningar hafa líka verið vinsæl-
ar sem útskýring á samkynhneigð,
en þykja núorðið ekki eiga við
nokkur rök að styðjast, hvorki
varðandi homma, lesbíur né kyn-
skiptinga. Líklegast þykir að eitt-
hvað hafi farið úrskeiðis á fóstur-
stigi þeirra einstaklinga, sem síðar í
lífinu vilja skipta um kyn.
Þeir fræðimenn, sem rannsakað
hafa þessi mál, álíta að einn af
hverjum tíu þúsund einstaklingum í
heiminum sé kynskiptingur. Sé það
rétt eru um 25 slíkir hér á landi.
Hvort sem þessi tala er nærri lagi
eða ekki er a.m.k. víst að fólk í þess-
ari aðstöðu fyrirfinnst hér á landi
engu síður en annars staðar. í fyrsta
tölublaði PRESSUNNAR var t.d.
viðtal við ónafngreindan ungan
landa okkar, sem kvaðst þrá það
heitast að gangast undir kynskipta-
aðgerð. Eftir að viðtalið birtist hef-
ur blaðið þar að auki komist í sam-
band við tvo íslenska karlmenn,
sem báðir hafa fengið þann úrskurð
hjá sálfræðingum og læknum að
þeir séu kynskiptingar. Annar
þessara manna hefur nýverið geng-
ist undir skurðaðgerð og hinn hefur
fengið vilyrði fyrir aðgerð innan
skamms. Hvorugur þeirra tréystir
sér hins vegar til að ræða þessi mál
í fjölmiðlum að svo komnu, af til-
litssemi við ættingja og vegna þess
í hve litlu þjóðfélagi við búunt.
Hlutskipti kynskiptingsins er
ekki eftirsóknarvert. Hvorki í stóru
samfélagi né smáu. Við, þessi
„venjulegu“, eigum nefnilega flest
erfitt með að skilja þetta fólk og
dæmum það því ranglega. Margir
eiga t.d. erfitt með að meðtaka það
að kynskiptingar vilja alls ekki vera
í þeirri aðstöðu, sem þeir eru. Þeir
vildu fórna hverju sem er til að
verða sáttir við líkama sinn. Sú til-
finning að finnast maður vera af
öðru kyni en Iíkaminn segir til um
bakar viðkomandi nefnilega
ómælda þjáningu — að ekki sé
minnst á þjáningar fjölskyldu og
vina.
Kynskiptingar fá ekkert kynferð-
islegt út úr því að klæðast fötum
hins kynsins, eins og t.d. svokallaðir
klæðskiptingar, enda er þráin eftir
öðrum líkama alls ekki kynferðis-
legs eðlis.
Georg = Christine Jorgensen
FRÆGASTI KYNSKIPTINGURINN
Daninn Georg Jorgensen var einn fyrsti kynskiptingurinn, sem
gekkst undir skurðaðgerð, en hún fór fram í Danmörku. Eftir það
varð Georg konan Christine og árið 1952 fórfréttin um hanaeinsog
eldur í sinu um allan heiminn. Christine varð heimsfræg og fluttist
til Ameriku, þar sem hún býr enn þann dag í dag.
Lewen = Judy Cousins
ÞÓTTIST FREMJA SJÁLFSMORÐ
Frá fjögurra ára aldri var Lewen Cousins fullkomlega meðvitað-
ur um að hann væri í raun og veru kvenkyns. En hann reyndi að berj-
ast á móti þessari tilfinningu eftir bestu getu, gerðist m.a. hermað-
ur, kvæntist og eignaðist þrjú börn.
Þegar hann var 53 ára gamall og börnin komin á legg gat Lewen
ekki lifað lengur sem karlmaður og lét líta út fyrir að hann hefði
framið sjálfsmorð. Þannig hugðist hann hlífa fjölskyldunni við að
sjá hann verða að konu, en seinna komst allt upp. Uppkomnar dæt-
ur Judyar sættu sig við breytinguna, en fyrrverandi eiginkonan og
ungursonurviljaekkert hafameð þessanýju persónu að gera. Judy
býr nú ein.
George Jamieson = April Ashley
DÝRT OG SARSAUKAFULLT
Það er ómögulegt að sjá það á April Ashley að hún haf i einhvern
tímann verið karlmaður, þó hún hafi verið sjómaður á kaupskipum
fyrir kynskiptin. Hún hlaut líka hormónameðferð og fór í uppskurö
snemmaáþrítugsaldri og hefur því verið kona ívið lenguren hún var
karlkyns. Á meðan April var enn George fór hann að vinna á nætur-
klúbbum í París og kom þá fram I kvenmannsgervi.
Aðgerðin fór fram í Casablanca árið 1960 og kostaði mikla fjár-
muni, sársauka og erfiðleika. En upphaflega var April sonur verka-
manns I fátækrahverfi í Liverpool og hafði aldrei fengið gjöf fyrren
mamma hans henti sokkum í hann á ellefu ára afmælisdaginn.
Eftir kynskiptin gekk April svo langt að giftasig sem kona, en eft-
ir að hjónabandið rann út í sandinn hefur hún að mestu búið ein.
Georg = ivieiume maruri
HUGSAÐI „MÉR TÓKST ÞAÐ!"
UPP VIÐ ALTARIÐ
Tim, sem er af verkamannaættum, var einungis sex ára, þegar
það rann skyndilega upp fyrir honum að hann væri raunverulega
stelpa. Hann gerði hins vegar all.t, sem í hans valdi stóð, til að berj-
ast á móti þessari sterku tilfinningu:
„Fyrst hélt ég að ég væri hommi. Ég vissi að ég var ekki eins og
aðrir strákar, en var ruglaður í ríminu og gat ekki horfst í augu við
að ég væri kynskiptingur. Þess í stað tók ég eiturlyf I vonlausri til-
raun til að „finna sjálfan mig“ og sætta mig við það... Ég gekk til sál-
fræöings og tvisvar byrjaði ég í hormónasprautum, en hætti við...
Að lokum var svo komið að ég varð að skipta um kyn til að missa
ekki vitið.“
Tim vann í fimmtán ár sem bílstjóri á vöruflutningabifreið, gekk
tvisvar í hjónaband og eignaðist fjögur börn. Þegar Tim tók ákvörð-
un um að fara í kynskiptaaögerð varð hann að skipta um starf og
þess vegna lærði hann hraðritun og vélritun og fór á ritvinnslunám-
skeið. Þetta var árið 1981 og tveimur árum síðar fór hann í skurðað-
gerðina.
Nú erTim orðinn aö Rakel, litrlkum persónuleikasem slðastliðin
tvö ár hefur verið bæjarfulltrúi Verkamannaflokksins I úthverfi
Lundúnaog starfar í samtökum róttækralesbía. Rakel berst fyrirþví
að kynskiptingar reyni ekki að telja sjálfum sér eða umheiminum
trú um að þeir séu ígildi „venjulegra" karlaeða kvennaeftir aðgerð-
ina. Og hún vill að þeir hætti að pukrast með þetta og beri frekar
höfuðið hátt. En Rakel segirýmsagallafylgjaþvl að veraorðin kona.
Hún geti t.d. ekki lengur verið ein á ferli á kvöldin og svo segist hún
fullviss um að bjórinn smakkist öðruvísi eftir kynskiptin.
Georg, sem er listamaður, gerði allt til að kæfa þá tilfinningu að
hann væri kona í karlmannslíkama. Hann gekk m.a.s. í hjónaband
og uppi við altarið hugsaði hann með sér „Mér tókst það! Ég er bú-
inn að sanna að ég er eðlilegur!" En hjónabandið gekk ekki, því
þessi tilfinning Georgs var eftir sem áður mjög sterk.
“ Frá átta ára aldri hafði Georg fundist hann vera kvenkyns, en hann
lék hlutverk karlmannsins mjög vel. Hann hlustaði á „heavy met-
al“tónlist, ók um ámótorhjóli, lét sér vaxasítt skegg og varð um 120
kíló að þyngd. En svo tók hann ákvörðun og grennti sig um þrjátíu kífó
á fjórum mánuðum.
Nú eru liðin þrjú ár frá því Georg breyttist í Melanie og hún býr enn
ásamastaðog áður. Henni finnst fáránlegt að flýjaog felasig, enda
segir hún að fólk gefi sér ekki minnsta gaum þrátt fyrir allt. Hún fór
m.a.s. ber að ofan á ströndina á Mallorka, án þess að hafa áhyggjur
af því hvað öðrum fyndist. Melanie finnst bara verst hvað þaö tekur
hana langan tíma að læra að ganga eins og kona. „Það er ekkert
endilega betra að vera kona en maður, en nú þarf ég ekki lengur að
leika. Núna get ég í fyrsta sinn verið ég sjálf!“
Tim - Rakel Webb
AÐUR KARLMAÐUR, NÚNA LESBÍA