Pressan - 09.03.1989, Side 25
-Fimmtudagur 9/mars 1989
25
spain
vikuna 9. mars—16. mars.
(21. mars — 20. apríl)
Notfæröu þér hæfileika þlna til aö
taka skyndilegar ákvaröanir. Snögg
hugsun getur leitt til ófyrirséös hagnað-
ar eða tækifæris. Hafðu gætur á því að
vinarráð gætu reynst brigðul á næst-
unni.
(21. apríl — 20. mai)
Þú skalt varast að ofmetnast yfir góð-
verkum sem þú vinnur næstu daga.
Mundu að hógværð er alltaf betri til
langs tima. Þú munt komast að því á
næstu dögum hve ástalífið getur tekið á
sig fjölbreyttar myndir.
\ (21. mai — 21. júni)
Ef eitthvað gengur illa hjá þér skaltu
ekki hikaviðaðsleppaþví og snúaþérað
öðru. Tvíburar geta nefnilega oft streist
óþarflega gegn nauðsynlegum breyting-
um. Ef þú skilur þennan eiginleika get-
urðu brugðist við slæmum aðstæðum á
réttan hátt.
(22. júní — 22. júlí)
Ef þú leggur i ferðalag á næstu dögum
gefóu þér þá nægan tima til að komast á
leiðarenda. Þú getur þess vegna átt von
á töfum sem þú færð engu breytt um.
Helgin verður þér gjöful ef þú notar hana
til að fara út á lifið i góðra vina hópi.
(23. júlí — 22. úgúsl)
Reyndu að horfa framhjá daglegu
amstri og virtu stöðunafyrir þér með víð-
sýni. Þrátt fyrir minni háttar óhöpp sérðu
að þér er smám saman að takast ætlun-
arverkið. Gefðu sjálfum þér smáhrós og
haltu svo áfram tviefldur aö kröftum.
3$
(23. ágúsl — 23. sept.)
Þú getur átt von á að þurfa að horfast
i augu viö erfiðar ákvaröanir varðandi
þlna nánustu. Reyndu að vera hlutlaus
og láttu skynsemina ráða fremur en til-
finningar. Góð tíð er framundan i ásta-
málunum ef þú passar að taka ekkert
sem sjálfsagðan hlut.
(24. sept. — 23. okt.)
Þér miöar seint í lifi þlnu næstu daga.
Starfið og einkalifið munu eiginlega
standa I stað en láttu það ekki á þig fá.
Hægt og örugglega hlýturðu sigur. Enga
örvæntingu!
cék
(24. okt. — 22. nóv.)
Ef streita eða óyfirstiganlegir erfið-
leikarhrjáþig þáer baraeitt ráð sem dug-
ar: Kynlif. Láttu það vaöa hvar sem þú ert
með þinu uppáhaldsleikfangi, þér mun
eflaust líöa betur á eftir. Endilega prófa
eitthvað nýtt i þessum efnum á næst-
unni.
(23. nóv. — 21. des.)
Skapandi aðstæður eru vænlegastar
fyrir þig núna. Nýjar hugmyndir munu
spretta fram fullskapaöar. Ef þær nýtast
ejtki strax hafðu þær bak við eyraö, þvi
þessar hugmyndir munu örugglega nýt-
ast vel innan skamms. Vandi sem tengist
heilsunni gæti kallað áóvenjulegalækn-
ingu fljótlega.
(22. des.—20. janúar)
Varaðu þig á óvæntu slysi. Beltin
spennt, engin óþarfa áhætta o.s.frv.
Rómantiskt stefnumót gæti skemmst
með tilkomu óvæntra gesta.
(21. janúar — 19. febrúar)
Varúð i ástamálum gæti komið sérvel.
Passaðu að látaekki of mikiö uppi. Nýtt
samband gæti boðað ánægjuleg tiðindi
fyrir fjárhaginn. Láttu það samt ekki
trufla lifsvenjur þínar i peningamálum,
þvl svo bregóast krosstré sem önnur tré.
(20. febrúar — 20. mars)
Hugaöu að smáatriöum í samskiptum
við aðra. Kæruleysi gæti komiö sér mjög
illa ef þér yfirsést eitthvað. Hafðu það
einnig hugfast að dómgreind þin er ekki
mjög góð ef til þess kæmi að þú yrðir að
taka afstöðu í deilu tveggja vina.
i framhjáhlaupi
Bessi Bjarnason leikari
Hræddastur með
Ómari Ragnars
— Hvaöa persónur hafa
haft mest áhrif á þig?
„Það eru konurnar í lífi
mínu.“
— Hvenær varðstu hrædd-
astur á ævinni?
„Það var þegar ég var með
Ómari Ragnarssyni í flugvél
og hann slökkti á vélinni og lét
hana svífa til lendingar."
•— Hvenær vardstu glaö-
astur á ævinni?
„Þegar ég átti fyrsta barn-
ið.“
— Hvers gætirðu síst verið
án?
„Ég gæti síst verið án Volv-
ósins míns.“
— Hvaö finnst þér krydda
tilveruna mest?
„Það er að fara á hestbak.“
— Hvaö fer mest í taugarn-
ar á þér?
„Þegar maður er að leika og
kann ekki textann."
„Hvað finnst þér leiöinleg-
ast aö gera?
„Elda.“
— Hverer pinlegasta staöa
sem þú hefur lent í?
„Það var þegar ég vissi ekki
af hverju fullur salur af fólki
hló að mérog ég leit í kringum
mig og sá ekki af hverju fólkið
var að hlæja og síðan var ég
með opna buxnaklauf."
— Hvaö vildirðu helst
starfa að undanskildu því sem
þú gerir núna?
„Vinna við sölumennsku."
„Hver er uppáhaldsleikar-
inn?
„Rúrik Haraldsson."
AM Y
ENGILBERTS
lófalestur
í þessari viku:
SMURFA
(kona, fædd 30.des 1960)
GREINDARLÍNAN (1):
Þessi kona læturoftast skyn-
semina stjórna sér í tilfinninga-
málum, en ástundum í innri tog-
streitu þegar tilfinningar og
skynsemi berjast um völdin. Um
26 til 30 ára aldur þarf konan ein-
mitt að gera upp við sig mikil-
vægt mál, sem varðar það hvort
tilfinningarnar ná yfirhöndinni
eða skynsemin. Þetta gæti
tengst sambúð eða hjónabandi.
VENUSARBELTI (2);
Konan er svolítið sveiflu-
kenndur persónuleiki, næm og
viðkvæm. Hún tekur hlutina oft
mjög nærri sér. Einnig virðist
hún alláhrifagjörn og á gjarnan í
erfiðleikum með að ákveða
hvaða stefnu hún ætti að taka.
TILFINNINGALÍNAN (3):
Þessi konaernúnaað farainn
í nokkurs konar undirbúnings-
tímabil og það mun spanna yfir
tvö til þrjú ár. Á þessum tíma
(1991—1992) gætu orðið tölu-
verðar breytingar tengdar fjár-
málum hennar og starfi. Hún
gæti farið út á svið, sem eru
frekar nýjungakennd, t.d. innan
einhverrar tækni. Hún er mjög
háð sínu gamla heimili, eða
a.m.k. foreldrum sfnum. Þettaer
líka afar skyldurækin og trygg-
lynd persóna.
Sjón þessarar konu gæti ver-
ið viðkvæm.