Pressan - 09.03.1989, Side 27
Fimmtudagur 9. mars 1989
27
sjonvarp
FIMMTUDAGUR
9. mars
Stöð 2 kl. 22.00
APRÍLGABB * *
(Apríl Fool’s Day)
Bandarísk kvikmynd frá 1986.
Leikstjóri: Fred Walton. Aðalhlut-
verk: Jay Baker, Deborah Foreman,
Deborah Goodrich og Ken Olandt.
Þessi hrollvekja fjallar um unga
stúlku sem býður nokkrum skóla-
systkinum til dvalar á afskekktri
eyðieyju. Fljótlega fer gamanið að
kárna þegar hver gesturinn á fætur
öðrum týnir tölunni. Upphefst leit
að morðingjanum sem lýkur með
óvenjulegum hætti í lok myndar.
Myndin er framleidd af sama fólki
og stóð að Föstudeginum þrett-
ánda. Að þessu sinni er reynt að
gæða sömu hryllingsformúlu smá-
skammti af kímni, sem tekst sæmi-
lega. Alls ekki við hæfi barna.
rad Janis og Thayer David.
Frekar þunn gamanmynd sem segir
frá kynnum næturklúbbsdansara
við vitgrannan flakkara í villta
vestrinu. Nokkrar góðar senur, en
annars spilla óviðeigandi söngkafl-
ar myndinni.
Ríkissjónvarpið kl. 22.35
FEIGAR FYRIRSÆTUR * *
(She’s Dressed to Kill)
Bandarísk spennumynd frá árinu
1979. Leikstjóri: Gus Trikonis.
Aðalhlutverk: Eleanor Parker, Jess-
ica Walter og John Rubenstein.
Ágæt spennumynd um nokkrar
sýningarstúlkur sem eru saman-
komnar í fjallabústað tískuhönn-
uðar. Þær ætla að hjálpa henni að
öðlast aftur fyrri frægð en einhver
virðist vilja þær feigar.
Stöð 2 kl. 23.30
EFTIRFÖRIN
(Trackdown)
Bandarísk sakamálamynd frá 1976.
Leikstjóri: Richard T. Heffron. Að-
alhlutverk: Jim Mitchum, Karen
Lamm, Ann Archer, Erik Estrada
og Cathy Lee Crosby.
Unglingsstúlka strýkur að heiman
og bróðir hennar hefur leit að henni
í Los Angeles þar sem hún er lent í
skuggalífi borgarinnar. Leitin verð-
ur fljótt afdrifarík fyrir alla aðila.
Myndin skartar varla djúphugsuð-
um boðskap en það vantar a.m.k.
ekki litríka atburðarás.
FÖSTUDAGUR
10. mars
Stöð 2 kl. 16.30
ÁN ÁSETNINGS ***
(Absence of Malice)
Bandarísk frá 1981. Leikstjóri:
Sidney Pollack. Aðalhlutverk: Paul
Newman og Sally Field.
Myndin greinir frá kaupsýslumanni
sem les grein um sjálfan sig þar sem
hann er sakaður um aðild að alvar-
legum glæp. Blaðamaðurinn, sem
skrifaði greinina eftir villandi heim-
ildum, neitar að láta af ásökunum
sínum og kaupsýslumaðurinn
freistar þess að jafna metin. Góð
sakamálamynd þar sem bæði New-
man og Field fara á kostum.
Stöð 2 kl. 21.50
HERTOQAYNJAN 0G
BRAGÐAREFURINN *'k
(The Duchess and
the Dirtwater Fox)
Bandarískur vestri frá 1976. Leik-
stjóri: Melvin Frank. Aðalhlutverk:
George Segal, Goldie Hawn, Con-
Stöð 2 kl. 23.35
HEIMUR
KONUNNAR * * *
(Woman’s World)
Bandarísk mynd frá 1954. Leik-
stjóri: Jean Negulesco. Aðalhlut-
'i verk: Clifton Webb, June Allyson,
; Van Heflin og Lauren Bacall.
Þessi gamansama mynd greinir frá
forstjóra stórfyrirtækis sem boðar
þrjá af starfsmönnum sínum á fund
þar sem hann hyggst velja arftaka
sinn. Málið flækist þegar á hólminn
er komið og ekki hjálpar að eigin-
konur starfsmannanna eru við-
staddar. Myndin gefur góða innsýn
í harðan heim viðskiptalífsins.
Stöð 2 kl. 01.10
REFSIVERT ATHÆFI * * *
(The Offence)
Bresk sakamálamynd frá 1973.
Leikstjóri: Sidney Lumet. Aðal-
hlutverk: Sean Connery og Trevor
Howard.
Sean Connery leikur lögreglumann
í London sem hefur fengið sig full-
saddan af glæpum og ofbeldi. Þeg-
ar hann fær mál kynferðisafbrota-
manns í hendurnar verður honum á
að myrða hinn grunaða. Sean
Connery sýnir góða takta í þessari
vel gerðu sakamálamynd.
LAUGARDAGUR
11. mars
Stöð 2 kl. 21.30
FULLT TUNGL
AF KONUM * *
(Amazon Women on the Moon)
Bandarísk gamanmynd frá 1987.
Leikstjórar: Joe Dante, Carl Gott-
lieb, John Landis, Peter Horton og
Robert Weiss. Aðalhlutverk: Steve
Guttenberg, Rosanna Arquette,
Michelle Pfeiffer, Carrie Fisher og
Griffin Dunne.
Þessi farsi er samansafn af stuttum
grínatriðum sem eiga það sameigin-
Iegt að beinast að bandaríska sjón-
varpinu. Þeim er leikstýrt af fimrn
mismunandi leikstjórum og árang-
urinn er eftir því mislitur. Sum
atriðin eru alveg óborganleg en
önnur í heild sinni misheppnuð. Þ.ví
miður falla flest atriðin í síðar-
nefnda flokkinn. Slöpp handrit
gera það svo að verkum að góðir
leikarar eins og Michelle Pfeiffer
njóta sín ekki sem skyldi.
Ríkissjónvarpið kl. 22.00
BÖRNIN FRÁ
VÍETNAM * * *
(The Children of An Lac)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1980.
Leikstjóri: John Llewellyn Moxey.
Aðalhlutverk: Shirley Jones, Ina
Balin og Beulah Que.
Vel gerð mynd byggð á sannsögu-
legum atburðum sem áttu sér stað í
Víetnamstríðinu og segir frá konu,
sem hefur tekið að sér munaðarlaus
börn. Hún reynir í samvinnu við
tvær aðrar konur að smygla börn-
unum frá Saigon rétt fyrir fall borg-
arinnar. Góður leikur og áhrifa-
mikill söguþráður.
Stöð 2 kl. 00.10
SKÝRSLAN UM
TELMU JORDAN ***
(The File on Thelma Jordan)
Bandarísk sakamálamynd frá 1949.
Leikstjóri: Robert Siodmak. Aðal-
hlutverk: Barbara Stanwyck,
Wendell Corey, Paul Kelly og Joan
Tetzel.
Myndin segir frá saksóknara sem
verður ástfanginn af konu sem er
grunuð urn morð. Hann tapar mál-
inu vísvitandi til að sýkna hana.
Myndin tilheyrir svokölluðum
„filnr noir“-kvikmyndum, sem
draga skuggahliðar mannsins upp á
yfirborðið. Góð leikstjórn og fag-
Imannleg kvikmyndataka prýða
myndina.
Stöð 2 kl. 01.50
SKÖRÐÓTTA
HNÍFSBLADID **'*
(The Jagged Edge)
Bandarísk kvikmynd frá 1985.
Leikstjóri: Richard Marquand.
Aöalhlutverk: Glenn Close, Jeff
Bridges og Robert Loggia.
Sérlega spennandi sakamálamynd
um konu sem finnst myrt á hroða-
legan hátt á heimili sínu. Eiginmað-
ur hennar er grunaður um verknað-
inn og lögfræðingur hans vill ekki
verja mál hans nema hún sé sann-
færð um sakleysi hans. Eiginmann-
inum tekst ekki bara að sannfæra
hana, heldur verður hún líka ást-
fangin af honum. Vel gerð blanda
af spennumynd og réttarfarsdrama
með óvæntum endalokum.
s
12. mars
Stöð 2 kl. 16.05
SAMKEPPNIN * * *
(The Competition)
Bandarísk ástarsaga frá 1980. Leik-
stjóri: Joet Oliansky. Aðalhlutverk:
Richard Dreyfuss, Lee Remick og
Amy Irving.
Tveir ungir pianóleikarar, sem eru
að keppa unr sömu verðlaunin,
verða ástfangnir. Söguþráðurinn er
ekki miklu lengri en útfærslan er
góð og bæði Dreyfuss og lrving
falsa píanóleik sinn snilldarlega.
Stöð 2 kl. 23.10
GULLNI DRENGURINN **
(The Golden Child)
Bandarísk gamanmynd frá 1986.
Leikstjóri: Michael Ritchie. Aðal-
hlutverk: Eddie Murphy og Char-
lotte Lewis.
Eddie Murphy mokar inn pening-
um með því að endurtaka öll gömlu
brögðin. í þetta sinn leikur hann
löggu sem fer til Tíbet til að bjarga
gullna drengnum úr höndum illra
anda. Algjörlega formúlukennd
grínmynd eins og við var að búast.