Pressan


Pressan - 09.03.1989, Qupperneq 28

Pressan - 09.03.1989, Qupperneq 28
PRESSU gærkvöldi var haldinn sameig- inlegur fundur með útgáfusljórn Þjóðviljans og framkvæmdastjórn Alþýóubandalagsins um fjárhags- stöðu Þjóðviljans. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar út úr ógöngun- um, en skv. traustum heimildum Pressunnar hefur þegar verið ákveðið að segja upp öllum starfs- mönnunt blaðsins, minnka það nið- ur i 4—8 síður og endurráða síðan aðeins fimrn starfsmenn á ritstjórn. Það rnunu vera ritstjórarnir Silja Aóalsteinsdóttir og Árni Berg- mann, einn fréttastjóri og tveir blaðamenn. Þjóðviljinn verði því framvegis lítið flokksblað og er þessi niðurstaða talin verulegt áfall fyrir Olaf Ragnar og stuðnings- menn hans, en á síðasta ári beitti Ólafur sér gegn því að Meröi Árna- syni ritstjóra yrði sagt upp í átökun- um í kringunt Þjóðviljann. Nú geti hann aftur á móti litið hreyft sig gegn fylkingu Svavars Gestssonar og Úlfars Þormóðssonar . . . | istamenn eru sagðir miskunnar- Iausir í innri samskiptum. Sarna saga er sögð um listfræðinga og listaverkamiðlara. Þetta hefur komið á daginn vegna kaupa Lista- safns Islands á mynd eftir Svavar Guðnason. Bera Nordal, forstöðu- ntaður safnsins, hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni fyrir kaupin, en myndin var keypt á 3,3 miiljónir. Nýr flötur er kominn upp, því kraf- ist hefur verið upplýsinga unt hvort einhver hafi haft milligöngu í við- skiptunum, þ.e. hvort einhver hafi þegið sölulaun. Því hefur verið neit- að opinberlega, en engu að síður mun málið komið á borð í mennta- málaráöuneytinu. Það sem veldur þessum látum eru sögð sárindi ákveðins listaverkasala í borginni. Sá hinn sami er sagður hafa gert þau mistök að meta myndina á 600 þúsund... L ■^^andídatarnir fjórir til emb- ættis biskups, séra Heimir Steins- son, séra Jón Bjarman, séra Olafur Skúlason og séra Siguröur Sigurð- arson, eru komnir á fullt skrið i kosningabaráttunni. Kirkjumenn segja Ólaf hafa vinninginn enn sem komið er, en teljá Heinti hafa sótt á síðustu vikurnar. Sigurður er talinn koma næst þeim, en flestir telja Jón Bjarman verða þann sem fellur út í fyrstu kosningu. Ekki er talið að neinn kandídatanna eigi möguleika á helmingi atkvæða í fyrstu atrennu og því þurfi að kjósa á milli þeirra þriggja efstu. Alls greiðir 161 at- kvæði og er talið að í dag eigi Ólaf- ur a.m.k. þriðjung vísan... c %^töð 2 hefur gert þátt um ís- lenskar feguróardrottningar, enda mál til komið að festa á filntu allar þessar glæsilegu stúlkur. Kynningu á þessari mynd Stöðvar 2 fylgdu þær upplýsingar að þátturinn yrði tekinn til sýningar í landi þar sent 4 milljónir ntanna myndu sjá hann. Þá er varla um marga staði að ræða og sjálfsagt er það Noregur sem fær heiðurinn af að sýna þáttinn, því flestöll önnur lönd hafa meira en fjórar milljónir áhrofenda . . . A ^^ins og kunnugt er helur Magnús Torfi Ólafsson látið af störfum blaðafulltrúa ríkisstjórn- arinnar þar sem hann er kominn á eftirlaun. Ekki hefur verið tilkynnt um eftirmann Magnúsar í embætti, en heyrst hefur að það gæti orðið Arnþrúður Karlsdóttir, fyrrum fréttamaður á ríkissjónvarpinu... Islendingar í París hafa séð ástæðu til að safna undirskriftum vegna skipunar Alberts Guð- mundssonar í embætti sendiherra. Rúmlegá sjötíu ntanns skrifa undir skjalið og segjast mótmæla „þeim aðferðum sem íslensk stjórnvöld hafa beitt við skipti sendiherra í París“, eins og það er orðað... Við höfum skipt allri herberqjabúsloð út og bjódum nú eingöngu ný glæsileg herbergi med margvíslegum þægindum Innan veggja hótelsins eru allskyns þjónustufyrirtæki til þæginda fyrir gesti. m cf p jsig - CM É J Skemmti- og veitingastadir I fyrsta sinn boðið upp á reyklaus herbergi Frábær staðsetning og útsýnið þekkja allir Hótel Esja er í fjölfarinni strætisvagnaleið Við bjóðum gesti hjartanlega velkomna í ný herbergi á nýju ári FLUGLEIDA HÓTEL Sími 82200 — Telex 2180 — Telefax 82130

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.