Pressan


Pressan - 30.03.1989, Qupperneq 4

Pressan - 30.03.1989, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 30. mars 1989 litilrædi af keðiusagarmellunni Eg hef á langri ævi lifaö afar merkilegu og margbrotnu lífi. Á þessum litríkaæviferli hef ég oft staðið á tímamótum og tekið svo nýja stefnu eins- og gengur. Ég hef ekki hugmynd um það hvort mér hefur í lífinu munað „afturábak ellegar nokkuð á leið“, einsog skáldið sagði, enda skiptir það mig minnstu hvort ég fer áfram eða afturábak oní gröfina. Árið 1953 voru tímamót í lífi mínu. Þá um haustið tók ég þá ákvörðun í hansastaðnum Hamborg að verða aldrei tannlæknir. Sama haust hlustaði ég í fyrsta skipti á sálumessu Mozarts. Að fara úr tannlækningum yfirí hagfræði í Hamborgarháskólavarfyrirmérminnamál en að skipta um sokka. Hinsvegar fékk ég taugaáfall þegar ég heyrði sálumessu Mozarts flutta í fyrsta sinn og er ekki enn búinn að ná mér, eða réttara sagt. Ég bý að því enn. Síðan hefur tónlist samin guði til dýrðar verið mér hugleiknari en flest annað í lífinu. Mér svona einsog dettur þetta í hug núna afþví fyrir páskana brá ég mér í Landakots- kirkjuna til að hlusta á söngsveitina Fíl- harmóníu og kammerhljómsveit flytja sálu- messu Mozarts. Kirkjan vartroðin, þó þetta væru aukatón- leikar, og margir urðu frá að hverfa. Ég læddi mér hinsvegar uppá orgelsval- irnar, kom mér þar vel fyrir og vatnaði mús- um í laumi einsog ég geri jafnan þegar ég upplifi eitthvað fallegt í lífinu. Og fyrir bragðið hef ég verið betri mann- eskja alla páskahátíðina og verð, ef að líkum lætur, alandi og ferjandi eitthvað frameftir vorinu. Það litla sem „tónvitringar" fjölmiðlanna hafa fjallað um þennan unaðslega konsert í Kristskirkju helgast öðru fremur af vanga- veltum úr alfræðibókum um það hvað af verkinu sé eftir Wolfgang Amadeus Mozart og hvað eftir nemanda hans Franz Xaver Sussmaier. Einsog það skipti einhverju máli. Skiptir í raun og veru minna máli en það að í gamla daga kölluðum við strákarnir Fíl- harmóníukórinn „Fílamannakórinn11. Aðalatriðið er að eftir þessa hljómleika er vorið bjartara og fólkið betra. Og fyrir það ber að þakka því góða fólki sem stóð að flutningnum á sálumessu Mozarts í Landakotskirkju á dögunum. Þó að fjölmiðlar þjóðarlnnar hafi ekki séð ástæðu til að hampa sálumessunni úr hófi brá svo við að á öllum hljómleikunum var sneisafullt útúr dyrum og vekur það mann óneitanlega til umhugsunar um það hvort fjölmiðlar séu með það á tæru hvert raun- verulegur tónlistarsmekkur þjóðarinnar stefnir. Sannleikurinn ersáaðef kristnum mönn- um þætti það við hæfi væri vafalaust hægt að flytja Sálumessu Mozarts vikulega fyrir fullu húsi framá sumar. Nú má enginn taka orð mín svo, að ég sé að væna fjölmiðla um að halda ekki vöku sinni þegar tónlist og aðrar fagrar listir eru annarsvegar. Öóru nær. Tónlistarumfjöllun Ijósvakamiðla og blaða hefur að undanförnu öðru fremur ver- ið helguð júróvisjón-keppni sem enn einu sinni stendurfyrirdyrum og eraó dómi fjöl- miðlafólks ekki nærri nógu mikill sómi sýndur. Ófáar opnur og jafnvel forsíður hafa í blöðunum verið helgaðar því menningar- átaki, og þá ekki síóur hinu átakanlega skilningsleysi, þeirra sem aurunum ráðaog skera íjárveitingar til júróvisjónkeppninnar við nögl. Júróvisjóntónlist virðist — fyrir utan það að vera merkileg grein tónlistar — hafa þá sérstöðu, ef marka má blöðin, að á hana er horft, en ekki hlustað. í ítarlegri opnu-umfjöllun um málið í DV um daginn var fólk á förnum vegi tekið tali um þetta menningarfyrirbrigði, sem fjöl- miðlar virðast halda að endurspegli tónlist- arsmekk þjóðarinnar. Anna Gunnarsdóttir hafði séö öll lögin, SævarGuðjónsson hafði líkaséð lögin, Sig- rún Dungal hafði ekki séð öll lögin, Tyrfing- ur Tyrfingsson hafði einungis séð tvö lög, HörðurÁrnason hafði séð fjögurlög en Þór- arinn Jónsson hafði einungis séð Alpa- twist. Kannski er það meginkosturinn við þá tónlist sem framreidd er í júróvisjón-keppn- um að á hana er horft en ekki hlustað. Og fjölmiðlarnir gæta þess vandlega að þetta augnayndi fari ekki framhjá neinum. Og aðrar listgreinareru svosem ekki látn- ar sitja á hakanum í blöðunum. í einu dagblaðanna var, rétt fyrir upprisu- hátíðina, frá því skýrt að nú væri til dreifing- ar á myndbandaleigum nýjasta mynd leik- konunnar Liennu Quigley. Þettaerbarna-og unglingamyndin „Keðju- sagarmellan11, sérhönnuð fyrir krakka á fermingaraldri, einsog segir í greininni. Þá segir í sömu blaðagrein að Lienna Quigley sé nú að leika í nýrri mynd. í því snilldarverki verður hún fláð lifandi með rakvélarblöðum af einhverjum við- bjóðslegum skepnum í rottulíki. Þessi mynd kvað, líkt og Keðjusagarmell- an, vera mest hugsuð til heimabrúks fyrir börn og unglinga. En nú kemur það skrítnasta af þessu öllu saman. Þó að listræn gæluverkefni fjölmiðlanna í landinu séu svona margbrotin, litskrúðug og allsstaðar á boðstólum, þá flykkist fólk þúsundum saman til að hlusta á Mozart í Kristskirkju, ef það fréttist á skotspónum að þar eigi að flytja litla sálumessu. Kannski er nú að koma að því um síðir — hvað sem fjölmiðlar segja — að fólki finnist kominn tími til að hvíla sig á Kedjusagar- mellunni. • Allt að 7 sæti. • Aflmikil 12 ventla vél. • Framdrif. Rafmagnsrúður og læsingar og annar lúxusbúnaður • Vökvastýri og sjálfskipting m/overdrive • Hagstætt verð og greiðslukjör

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.