Pressan - 30.03.1989, Page 6

Pressan - 30.03.1989, Page 6
6 Fimmtudagur 30. mars 1989 Kventískan í sumar verður rómantísk. Blússur eins og þessi koma ítískuverslunina Guðrúnu. Ragnheiður Jónsdóttir, einn eigenda þar, segir skæra liti einna mest óberandi í þýska fatnaðinum sem þær selja. „Tískan í sumar byggist ó róman- tík." Það er farið að vora. Tískukóngar víða um heim hafa fyrir iöngu boðað sumartískuna '89. Rósótt efni, einlit efni, létt efni. Stórir, heklaðir kragar, aðskornir jakkar. Mini-pilsin næstum horfin. Pils og kjólar eiga nú að vera annaðhvort eða. Annað- hvort um hné eða alveg niður undir ökkla. Skór eins og voru í tísku fyrir prjátíu, fjörutíu órum, skór með kvarthæl, umfram allt þægilegir. Herrarnir munu líka klæðast þægilegum fatnaði. Jarðlitir verða þar mest óberandi í sumar, stutt- ermabolir þó í skærum litum; gulir, fjólublóir, flöskugrænir. Bómullarbuxur, víðar yfir læri, uppóbrot og fellingar. Herratískan í sumar er fín- leg, frjólsleg og þægileg. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR Fölir apríkósulitir, myntgrænir, einlitt, mynstrað og rósótt verður óberandi í fatnaði fró In Wear. Ingibjörg Karls- dóttir, verslunarstjóri í tískuversluninni Evu, segir mikla breytingu vera ó tískunni fróþví í fyrra. „Jakkar verða meira aosniðnir og gegnsætt efni í buxum og pilsum verður ríkjandi." (venleg tíska. Dragtir [ Ijósum pastel- itum, aðskornir jakkar og síð og jægileg pils eru það sem konur munu dæðast í sumar.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.