Pressan


Pressan - 30.03.1989, Qupperneq 10

Pressan - 30.03.1989, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 30. mars 1989 Upptökin aö deilunum voru smíöi trébáts í Bátalóni: Hvorugur vildi vikja. Mynd: Magnús Reynir. Mynd: Einar Óla. fundinn örlagaríka með Ævari var fallist á af hálfu Bátalóns að Garðar ætti inni hjá fyrirtækinu. Samið var um að Garðar fengi bátsskrokk frá Bátalóni sem hann gæti síðan selt. Þetta gekk eftir og. Garðar skildi sáttur við Bátalónsmenn. Garðar einbeitti sér núna að út- gerðinni frá Raufarhöfn og bjó þar yfir vertíðina. Yfir háveturinn átti hann heimili í Hveragerði þar sem hann rak verkstæði í félagi við son sinn. Samkvæmt dómi átti Garðar að afplána fangelsisvistina sumarið 1986. Hann sinnti ekki dómnum og þegar ekkert heyrðist frá yfirvald- inu taldi Garðar að ekki yrðu frek- ari eftirmál. Hann stóð í þeirri trú að menn í ábyrgðarstöðum hefðu séð óréttlætið í dómnum og hygð- ust ekki framfylgja honum ef Garð- ar héldi sig frá vandræðum, sem hann gerði. Náðun synjað Það kom Garðari þess vegna mjög á óvart þegar hann í febrúar síðastliðnum fékk sent bréf frá Fangelsismálastofnun ríkisins. í bréfinu var Garðari gert að mæta í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg 9 til að taka út refsinguna. Ennfrem- ur: „Mætið þér ekki á tilsettum tíma verður án tafar gefin út hand- •tökuskipun á hendur yður og þér færðir í fangelsiðl’ stendur í bréf- inu. Garðar sótti um náðun til fulln- ustumatsnefndar, en í henni sitja Þorsteinn Á. Jónsson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Jónatan Þórmundsson prófessor og Ólafur Ólafsson landlæknir. Garðar er „frávik" Laust fyrir páska kom svar nefndarinnar og það var neikvætt, Garðar skyldi afplána sinn dóm. Enginn frekari rökstuðningur fylgdi ákvörðuninni. Þegar aðstæður Garðars voru bornar undir Þorstein Á. Jónsson sagðist hann ekki geta rætt um ein- stök tilfelli sem kæmu til kasta nefndarinnar. Þorsteinn kvað það almenna reglu að menn ættu að sitja af sér þann dóm sem þeir hlytu. „Það er régla að ekki líði lengri tími en 8 mánuðir frá fullnaðar- dómi þangað til hinn dæmdi hefur afplánun;’ segir Þorsteinn. „Frávik frá þeirri reglu eru teljandi á fingrum annarrar handar. Það er ekki afgerandi þáttur í mati fullnustumatsnefndar á um- sókn um náðun að menn hagi sér vel eftir að dómur er fallinn og komist ekki í kast við lögin. Við verðum að meta málið í heild sinnij’ segir Þorsteinn. Spurningin virðist aðeins vera hvenær lögreglan kemur að sækja Garðar Hafstein Björgvinsson. Sjálfur veit hann ekki hvað gera skal. Garðar Hafsteinn Björgvinsson bíður þessa dagana eftir því að lög- regla komi að sækja hann og flytji í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg 9. Þar á Garðar að afplána þriggja mánaða tukthúsvist fyrir líkams- árás á hæstaréttaílögmanninn Ævar Guðmundsson í janúar árið 1982. Dómur í máli Garðars var kveð- inn upp í Hæstarétti í byrjun árs 1986. Venjan er sú að menn afpláni sinn dóm ekki síðar en átta mánuð- um eftir að hann er kveðinn upp. „Frávikin frá þeirri reglu eru telj- andi á fingrum annarrar handar” segir einn þriggja fulltrúa í fulln- ustumatsnefnd, en þremenningarn- ir ráða mestu um hverjir fá náðun og hverjir ekki. Bátasmíði upphaf vandræðanna Undanfari líkamsárásarinnar á skrifstofu Ævars Guðmundssonar í Ármúla 21 voru deilur á milli Garð- ars og Bátalóns vegna smíði á 7 tonna bát. Garðar gerði um það samning snemma árs 1977 að Báta- lón byggði fyrir hann trébát, sem hann hugðist gera út frá Raufar- höfn. Bátinn átti að afhenda 1. september 1977. Smíði bátsins lauk ekki á tilsett- um tíma og fékk Garðar bátinn níu mánuðum seinna en sagði í samn- ingi. Deiluaðilum kom ekki saman um hver bæri ábyrgð á töfinni. Garðar segist hafa staðið við allt sitt og rúmlega það, borgað meira og fyrr en samningurinn sagði til um. Bátalónsmenn sögðu aftur að Garðar hefði ekki fullkomlega get- að staðið við sinn hluta samnings- ins og bæri hann ábyrgð á töfinni. Á þessum tima var rekstur Báta- lóns erfiður og lítið til af peningum. Bátalón varð gjaldþrota fyrir fáum vikum. Framkvæmdastjóri og helsti eig- andi Bátalóns, ÞorbergurÓlafsson, og lögmaður fyrirtækisins, Ævar Guðmundsson, voru þeir aðilar skipasmíðastöðvarinnar sem Garð- ar átti helst samskipti við. Sviksamlegt tilboð? Fjárhæðin sem bar á milli deilu- aðila var um það bil 1.500 þúsund gamlar krónur. Þar kom að Garðari bauðst að gera nýjan smíðasamn- ing um sama bátinn. „Þorbergur Ólafsson bauðst til að gera nýjan samning og gera bát- inn mun dýrari en hann í raun var. Með þessum hætti átti að hækka tollaendurgreiðslur vegna tækja í bátinn. Báturinn var svo að segja tilbúinn og með öllu kostaði hann rúmar 13,5 milljónir. Mér var boðið upp á að skrifa undir smíðasamn- ing þar sem báturinn var látinn kosta 27 milljónir. Tollaendur- greiðslur af þeirri upphæð áttu að vera 1.400 þúsundl’ segir Garðar. Hann var ekki á því að leysa mál- ið með þessum hætti. „Ég tek ekki þátt í svikum af þessu tagi. Það er ekki siður minn að stela, hvorki frá ríkissjóði né öðrum” bætir hann við. Bátalónsmenn kannast ekki við að hafa ætlað að svíkja fé út úr rík- issjóði og láta þá peninga jafna Hér átti atvikið sér stað: Þrír mánuöir í tukthúsi fyrir líkamsárás á lögmann. ágreininginn við Garðar. Pressan hafði samband við Þorberg Ólafs- son, en hann vill ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál. Eftir stendur að Þorbergur und- irritaði samning sem kvað á um smíði báts og átti hann að kosta 27 milljónir. Samningurinn er dagsett- ur ári eftir að upphaflegi samning- urinn var gerður. Garðar og Þorbergur Ólafsson áttu í opinberum bréfaskriftum um mál sín í Dagblaðinu. Deilurnar drógust á langinn og héldu áfram eftir að Garðar hóf útgerð á bátn- um. Lögmaðurinn kemur til skjalanna Deilurnar héldu áfram og á árinu 1981 kom til kasta lögmanns Báta- lóns, Ævars Guðmundssonar. Fundur var haldinn um mánaða- mótin nóvember og desember 1981. Á fundinum voru staddir helstu eig- endur Bátalóns og Garðar og lög- fræðingur hans. Málin voru reifuð og leitað að samkomulagi. Frásögnum af fundinum ber ekki saman. Garðar telur að niðurstaða hafi orðið sú að Ævari Guðmunds- syni hafi verið falið að semja við sig um endurgreiðslu frá Bátalóni. Þessu neitar Ævar og segist aldrei hafa fengið heimild til að semja um greiðslu til Garðars. Garðar stóð í þeirri trú að Ævar væri sá maður sem tæki ákvarðanir fyrir hönd Bátalóns. Hann kveðst hafa orð Þorbergs fyrir því að Ævar væri maðurinn sem hann ætti að ræða við. Einar Sturluson, fyrrum verk- stjóri og eigandi að Bátalóni, telur ekki ósennilegt að Þorbergur hafi gefið Garðari tilefni til að halda að Ævar réði miklu um þessi mál. Ein- ar segir Ævar vera ákveðinn samn- ingamann og hann hafi verið fastur fyrir. Þegar hér var komið taldi Garðar einsýnt að mál sín væru öll undir Ævari komin. Honum fannst það dragast úr hófi að hann fengi leið- réttingu á þeim. Atvikið í Ármúla 21 Mánudaginn 4. janúar 1982 klukkan eitt eftir hádegi kom Garð- ar Björgvinsson inn á skrifstofu Ævars Guðmundssonar í Ármúla 21. Þeir sátu einir inni á skrifstof- unni og enginn nema þeir sjálfir veit hverju fram fór. Tæplega klukku- tima síðar barst .lögreglunni til- kynning frá Ævari um að ráðist hefði verið á hann á skrifstofunni. Ævar segir í lögregluskýrslu að eftir stuttar samræður „réðst Garð- ar á mig þar sem ég sat í skrifborðs- stól mínum, tók mig kverkataki með vinstri hendi og barði mig af miklu afli með krepptum hnefa í kvið og höfuð, áður en ég gat komið við vörnum”. Að sögn Ævars hótaði Garðar ítrekað að drepa hann. Ennfremur hafi Garðar krafið Ævar um ákveðna peningaupphæð. Frásögn Garðars er á aðra lund. Hann segist hafa farið til Ævars að fá hjá honum peninga er hann átti inni hjá Bátalóni. Þegar Ævar svar- aði með útúrsnúningum og þegar hann vísaði Garðari á dyr hafi Garðar séð rautt og stokkið að Ævari. „Ég ætlaði að veita Ævari ráðningu og lofa honum að finna það að gleymst hafði að ala hann upp. Það var ekki ætlunin að meiða hann og þess vegna beitti ég ekki hnefunum. Ég hélt höfði hans á milli læranna og sleit buxnastreng- inn af honum og hýddi hann.” Hvorugur málsaðila vill breyta framburði sínum, núna þegar sjö ár eru liðin frá atburðinum. Undarlegir áverkar „Ég viðurkenni að það voru mis- tök að veitast að Ævari. Ég hefði ekki átt að láta undan bræðinni sem greip migl’ segir Garðar í dag. Dómurinn sem fjallaði um málið var ekki í vafa um að Garðar hefði brotið alvarlega af sér og úthlutaði honum refsingu upp á þrjá mánuði í tukthúsi. Þessi dómur var stað- festur í Hæstarétti. Garðar er dæmdur fyrir að hafa brotið gegn greinum almennra hegningarlaga nr. 217 og 233, sem taka til Iíkamsárása og hótana um ofbeldi. „Dómurinn sem ég fékk er ekki í neinu samræmi við þá áverka sem Ævar varð fyrir. Ef ég hefði meitt hann að einhverju ráði gæti ég fall- ist á dóminn” er álit Garðars. Það varð til að þyngja dóminn yfir Garðari að hann hafði áður verið dæmdur fyrir ofbeldisafbrot, þá einnig samkvæmt grein nr. 217. Hins vegar hefur Garðar nokkuð til síns máls þegar hann bendir á að meiðingar sem Ævar hlaut voru óverulegar. Samkvæmt lögreglu- skýrslu voru ekki sjáanlegir aðrir áverkar á Ævari en „rauðir blettir á andliti og hálsinn rauður”. Ekki leitaði Ævar læknis vegna meiðsla. Meiðsl Ævars virðast ekki i neinu samræmi við frásögn hans af því ofbeldi sem hann telur sig hafa orð- ið fyrir frá hendi Garðars. í dag út- skýrir Ævar þetta þannig að högg Garðars hafi ekki komið á andlit hans heldur koll og gagnauga. Fær bætur frá Bátalóni Skömmu eftir að Garðar átti

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.