Pressan


Pressan - 30.03.1989, Qupperneq 19

Pressan - 30.03.1989, Qupperneq 19
19 Fimmtudagur 30. mars 1989 • Heilasjúkur maður fórnarlamb togstreitu milli sjúkrastofnana. Læknar viðurkenna að hann sé ofær um að vera heima en hver á að vista hann? • Landakot vísaði honum heim. Taugalækningadeild Landspít- alans vísaði honum frá. Geð- deild vildi ekki vista hann. Borg- arlæknir lét málið til sín taka en án árangurs. FÁRSJÚKUR EN ÚTHÝST AF SJÚKRAHÚSUM Opið bréf til heilbrigðisyfirvalda: ERIISJÚKRAHÚSIN FYRIR FÁA ÚTVALDA? Tilefni þess að ég set sorgarsögu þessa á blað er að svo virðist sem venjulegu fólki, verkamannafjölskyldunni, sé kastað á götuna ef einhver veikindi koma upp * a. Það varfyrir tœpum þremur árum að mágur minn veiktist. Kom íljós að hann er með lömunarsjúkdóm við heilastofn, sem er ólæknandi sjúkdómur. Systir mín hefur haft hann heima síðan hann veiktist og annast hann ásamt 14 ára syniþeirra. Á þessum tíma hefur hann misst málið og getur ekkert tjáð sig. Hann fær geð- köst ef haft er á móti því sem hann vill. Hann er með sár um allan iíkamann og þjáist aflömun í hálsi. Því hefur hann verið áfljótandi fœði og er algjörlega ófær um að annast sig sjálfur. Hann eirir hvergi. Efhann kemst út er nœsta víst að hann ratar ekki heim aftur. Það má ekki líta af honum því þá getur hann horfið og hefur oft þurft að leita að honum út um allt, sem getur verið ansi erfitt. Þann 18. mars síðastliðinn fór hann út. Var hans leitað um allt, án árangurs. Nokkru síðar kom lögreglan með hann og hafðiþá fundið hann ískafli, helkaldan og örmagna. Fékkstplássfyrir hann á Landakotsspítala í stuttan tíma. Áður hafði hann verið á deild 32A á Landspítalanum íþrennum rannsóknum, svo beðið var um plássfyrir hann þar. Hallgrímur Magnússon læknir talaði við systur mína og sagði að það myndi losna pláss fyrir hann á mánudag og spurði hvort hún gæti tekið hann heim yfir helgina, en hún neitaðiþví. Sagðist vera orðin uppgefin, búin að standa í þessu í tœp þrjú ár án nokkurrar hjálpar og hún gœti ekki meira. Á mánudag hringdi læknirinn á Landakoti og sagði að þeir neituðu að taka hann inn á Landspítalann vegna þess að hann væri svo órólegur og ylli öðrum sjúklingum ónæði. Systur minni var þá ráðlagt að tala við aðra lækna sem hefðu með þetta að gera. Þeir vísuðu hver á annan og hún hringdi í borgarlækni, en það virtist enginn geta gert neitt. Svo virðist sem sjúkrakerfið sé algerlega lokað. Hvergi er hœgt að koma fársjúkum manni inn. Á miðvikudegi var hann útskrifaður af Landakotsspítala. Ég fór þá með systur minni að sœkja hann. Hann varþá nýbúinn að fá sprautu og varmjög máttfarinn. Við klœddum hann og urðum að halda honum uppi á milli okkar út í bíl. Þannig að núna er hann heima og býst ég ekki við að hann komist inn áspítala, end'a tekur því kannski ekki héðan af. Þetta er fárveikur maður, sem hefur greitt alla sína skatta og skyldur. Á hann engan rétt í velferðarþjóðfélaginu á íslandi, eða er það fyrir þá útvöldu? Helga Katrín Gísladóttir Sorgarsaga um fársjúkan mann sem fær hvergi inni á sjúkrahúsum borgarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta er kjarninn í bréfi sem Helga Katrin Gísiadóttir, mágkona manns sem þjáist af alvarlegum heilasjúkdómi, hefur beðið Pressuna að birta. Þrátt fyrir ástand manns- ins fsst engin sjúkrastofnun til að vista hann og vísar þar hver á annan. Þessi lýsing er birt með fullu samþykki eiginkonu mannsins sem er orðin uppgef in á að annast hann, „búin að standa í þessu í tæp þrjú ár án nokk- urrar hjálpar, og hún getur ekki meir", segir í bréfi Helgu. EFTIR: ÓMAR FRIÐRIKSSON — MYND: E.ÓL. Maðurinn þjáist af ólæknandi heilasjúkdómi, hefur misst ráð og rænu og fær geðköst sem valda miklum erfiðleikum á heimilinu. Þann 18. mars sl. hvarf hann að heiman og fannst eftir mikla leit af lögreglunni, sem flutti hann á Landakotsspítala. „Þessi sjúklingur hefur verið í eftirliti á taugadeild Landspítalans. Þetta er vandræðamál því hann á heima á stofnun," segir Ólafur Gunnlaugsson, læknir á lyflækn- ingadeild Landakots. „Þeir vildu hins vegar ekki taka við honum þar,“ segir hann. Þessa daga var bráðavakt á Landakoti og því fékk maðurinn þar inni um hríð. „Við gerðum allt sem við gátum til að koma honum inn á Landspítalann þar sem hann á að vera,“ segir Ólafur. SENDUR HEIM Gunnar Guðmundsson er yfir- læknir á taugadeild Landspítalans. Hann segir að umræddur sjúkling- ur hafi legið á taugadeildinni til rannsókna og greiningar fyrir nokkru síðan. „Við erum með bráðadeild sem er ekki langlegu- deild og með mjög fá rúm,“ segir hann. „Vegna ástands mannsins gat hann ekki verið á opinni deild og því var fengið pláss fyrir hann á geðdeild. Hann þjáist bæði af vöðvasjúkdómi og geðrænum sjúk- dómi og var fljótlega útskrifaður af geðdeildinni og sendur heim. Hann var hins vegar alveg óviðráðanlegur og átti það til að fara að heiman og týnast,“ segir Gunnar. „Þegar þetta umrædda atvik átti sér stað fyrir páskana var hringt til okkar af Landakoti og okkur sagt að okkur bæri að taka hann inn þar sem hann þjáðist af taugasjúk- dómi. Eg svaraði því til að það vist- uðust taugasjúklingar á öllum spít- ulum, þótt það væri að vísu alveg rétt að slíkir sjúklingar ættu allir að vera á einum stað. En við værum alls ekki í stakk búnir til að taka við honum. Við værum heldur ekki með bráðavaktina og auk þess ætti hin svokallaða þriggja mánaða regla ekki við. Hún gengur út á að ef sjúklingur sem lagður er inn á deild veikist innan þriggja mánaða frá þvi hann útskrifast fer hann sjálfkrafa inn á þá sömu deild, þótt þar sé ekki bráðavakt. í þessu tilviki voru 6 eða 7 mánuðir frá því að hann hafði legið inni hjá okkur. Því taldi ég eðlilegast að maðurinn færi aftur inn á geðdeildina en einhverra hluta vegna var ekki hægt að hýsa hann þar,“ segir Gunnar. ÓFÆR UM AÐ VERA HEIMA „Borgarlæknir hafði einnig sam- band við mig út af þessu máli og ég lýsti auðvitað yfir óánægju minni með að ekki væri hægt að hýsa svona sjúkling. Ég veit vel að það er erfitt að vista svona mann á Landa- koti. Veikindi hans eru þannig að hann þarf á hjúkrun að halda og á auðvitað eingöngu að vera á lokaðri deild. Niðurstaðan varð sú að þeir sem gagnrýndu okkur hvað mest fyrir að taka ekki við honum urðu að gera nákvæmlega það sama og við höfðum þurft að gera; þeir sendu manninn bara heim vitandi það að hann var ófær um að vera heima. Þannig liggur þetta mál í dag,“ segir hann. GÆTI LAMAÐ DEILDINA Gunnar segir að þetta sé óskap- lega sorglegt mál en alls ekki eins- dæmi. „Taugadeildin er fyrst og fremst sérhæfð bráðadeild til grein- ingar og meðferðar fyrir fólk sem hægt er að lækna. í þessu tilviki er eingöngu um hjúkrun að ræða sem í ofanálag verður að vera á lokaðri deild. Ég gæti lamað mína deild á örfáum dögum ef ég fyllti hana með svona sjúklingum, sem eru t.d. með Alzheimer-sjúkdóm, MS-sjúkdóm, ýmsar gerðir af heilabilun og svo illa farna Parkinson-sjúklinga. Þá væri deildin lokuð að öðru leyti og yrði þar með eingöngu langlegu- deild fyrir þessa sjúklinga." Þessi fársjúki maður fær því hvergi inni á sjúkrastofnunum vegna kerfistogstreitu á milli sjúkrahúsa. ÖLLUM DEILDUM LOKAÐ Aðrar ástæður koma hér líka til: Naumar fjárveitingar til lokaðra langlegudeilda og óskynsamleg hagræðing í heilbrigðiskerfinu. „íslenskar sjúkrastofnanir nýta langlegurúm mjög illa og það vant- ar pláss fyrir þá sem eru með lang- vinnar skemmdir í taugakerfi, þjást af lömun o.s.frv. Þess vegna koma svona erfiðleikar við vistun sjúks fólks upp,“ segir Gunnar og getur þess ennfremur að ekki bæti úr skák að nú þurfi að loka deildum vegna sparnaðarráðstafana stjórn- valda. „Við höfum fengið lista yfir lokun deilda á Landspítalanum í sumar. Sumum þeirra verður lokað í 20 vikur og það verður lokað eitt- hvað á öllum deildum spítalans í lengri eða skemmri tíma,“ segir hann.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.