Pressan - 30.03.1989, Page 21

Pressan - 30.03.1989, Page 21
Fimmtudágur 301 m'ars ið89 21 GETNAÐARVARNIR Hvernig getnaðar- vörn? Notkun Kostir t Gallar Annað * Hversu mikið er öryggið? Pillan Tilbúin hormón (öst- rógen og prógesterón) koma i veg fyrir egglos. Legið verður lika ómót- tækilegra fyrir frjóvguðu eggí. Ein pilia tekin daglega i 21, 22 eða 28 daga eftir því hvaða tegund er notuð. Truflar ekki samfarir. Oft minni og styttri blæðingar. Fyrirtíðakvill- ar geta minnkað. Minnk- ar hugsanlega líkurnar á krabbameini. Aukaverkanir. Blóð- tappahætta. Eykurhugs- anlega blóðþrýsting. Sumar rannsóknir sýna samband á milli pillunn- ar og krabbameins í brjóstum, legi og lifur. Engin vernd gegn kyn- sjúkdómum. Ekki heppileg getnaö- arvörn fyrlr þær sem reykja eða eru eldri en 35 ára. Læknisskoðun nauðsynleg, a.m.k. ár- lega. Sum lyf geta haft áhrif á verkun pillunnar. 99% Smokk- urinn Varnar þvi að sáðfrum- ur komist i snertingu við leggöng eða legháls og frjóvgi þar hugsanlega egg. Plastsmokkur settur á stifan getnaðarlim. Nauðsynlegt að gæta þess að hann renni ekki af eftir sáðlát. Fæst viða. Auðveldur i notkun. Eykur öryggi, ef hann er notaður með öðr- um getnaðarvörnum. Veitir vernd gegn kyn- sjúkdómum og alnæmi. Gat getur komið á hann. Getur runnið af getnaðarlimnum. Spillir hugsanlega fyrir ánægj- unni við kynmök og þarfnast fyrirhyggju. Bráðnauðsynlegur til að tryggja öruggt kynlíf. Hægt er að gera notkun hanshlutaaf forleiknum. Verjið smokkinn fyrir lofti, Ijósi og hita. 85%—98% Hettan Sett upp í leggöngin ogvarnarþvíaðsáðfrum- ur komist upp í legið. Gúmmifilma strengd á hring. Nauðsynlegt að nota sæðisdrepandi krem með. Aðeins notuð þegar hafa á kynmök og þvi þægileg fyrir konur, sem ekki eru i föstu sam- bandi.Engaraukaverkan- ir. Verndar notandann hugsanlega gegn krabbameini i legi. Tilbú- in til notkunarum leiðog henni hefur verið komið fyrir. Getur truflað ástarleik- inn. Sumar konur fá blöðrubólgu við notkun- ina. Það tekur tima að venjast því að koma henni fyrir. Læknir verður að kenna konunni að koma hettunni fyrir. Sæðis- drepandikremmegaekki innihalda grænmetis- fitu. Best að setja hett- una í með góðum fyrirvara, en kremið þeg- arnærdregursamförum. 85%—95% Lykkjan Gerð úrplasti ogþunn- um koparvir. Komið fyrir i leginu af lækni. Kemur i veg fyrir frjóvgun eggs. Truflar ekki samfarir. Hentar vel eldri konum og þeim, sem eignast hafa börn. Ekki nauðsyn- legt að skipta nema á nokkurra ára fresti. Getur losnað. Auknar líkur á bólgum i legi og eggjastokkum. Blæðing- ar geta aukist. Möguleiki á utanlegsfóstri. Engin vörn gegn kyn- sjúkdómum. Nauðsynlegt að þreifa eftir þráðunum úr lykkj- unni að loknum blæðing- um og fara árlega til kvensjúkdómalæknis. Konanmáaldrei reynaað fjarlægja lykkjuna sjálf. 96%-99% Smó- pillan í smápillunni er ein- ungis prógesterón, sem hefur áhrif á legiö og leg- hálsinn og minnkar hættu á að frjóvgað egg geti hreiðrað um sig. Mikilvægt að taka pill- una á sama tima á degi hverjum. í upphafi er fyrsta pillan tekin á fyrsta degi blæðinga. Hún veitir vörn frá fyrsta degi. Truflar ekki samfarir. Hentar eldri konum jafnt sem þeim yngri. Einnig hentug fyrir konur, sem hafa börn á brjósti. Blæðingar geta orðið óreglulegar. Engin vernd gegn kynsjúkdómum. Nauðsynlegt að fara reglulega til kvensjúk- dómalæknis. Blöðrur á eggjastokkum algengar hjá notendum, en þær hverfaumleið oghætter að taka minípilluna. 98% Náttúru- legar aðferðir Reynt að reikna út hve- nær egglos verður og varast samfarir á þeim tíma. Konan mælir sig á hverjum degi og sér á hitabreytingum og breyt- ingum á útferð hvenær hætta er á frjóvgun. Engar aukaverkanir. Parið tekur sameiginlega ábyrgð á getnaðarvörn- unum. Eykur skilning á likamsstarfseminni. Báðir aðilar verða að gæta vel að sér. Nauð- synlegt að halda ná- kvæmt yfirlit yfir hitastig konunnar. Hentar ekki konum með óreglulegar blæðingar eða þeim, sem nálgast breytinga- skeiðið. Sérfróður aðili verður helst að kenna fólki þetta, ef vel á að vera. Hægt er að nota aðrar getnaðarvarnir á þeim tima, þegar egglos á sér stað. 85%-93% Sæðis- drepandi efni Hindra að sáðfrumur komist inn i fegið og drepa þær. Froðagerirmestgagn, en henni er sprautað inn í leggöngin. Hlaup og krem eru notuð með hettunni. Engar aukaverkanir. Smyrja leggöngin. Veita liklega vörn gegn sumum kynsjúkdómum. Henta konum með börn á brjósti og þeim, semekki eru i föstu sambandi. Ekki nógu örugg vörn, nema annað sé notað með. Kremoghlaupveita ekki vörn fyrr en eftir ákveðinn biðtíma, en froðan virkar samstund- is. Sumar tegundir valda útferð. Best að nota froðu, hlaup og krem sem auka- vörn með öðrum getnað- arvörnum. 75% Smokkurinn er hættur að vera feimnismál og það sama ætti auðvitað að gilda um allar getn- aðarvarnir. Það getur haft afdrifaríkar afleið- ingar, ef fólk veigrar sér við að kanna kosti og ?ialla hinna ýmsu að- erða við að koma í veg fyrir getnað. SAMANTEKT: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR Val á getnaðarvörnum þarf ekki að vera flókið mál, en þó er að ýmsu að hyggja þegar taka á jafnmikil- væga ákvörðun. Um er að ræða marga hugsanlega möguleika og það sem hentar einni konu þarf ekki endilega að eiga við um aöra. Taka þarf t.d. tillit til aldurs, heilsu- fars, tíðni samfara og fjölda ann- arra atriða. Það getur því verið þægilegt að hafa fyrir framan sig yfirlit yfir hin- ar ólíku getnaðarvarnir. Og sá er einmitt tilgangurinn með birtingu nteðfylgjandi töflu yfir sjö mis- munandi aðferðir til að hindra að getnaður verði. Allar konur hafa gott af að kynna sér kosti og galla þeirra úrræða, sem í boði eru. Tafl- an er þó ekki síst gagnleg fyrir ung- ar konur, sem eru að byrja að stunda kynlíf. Það er of seint að huga að þess- um málum, þegar komið er upp í rúm! *(Tölur frá bresku fjöl- skylduráð- gjöfinni.) M ^^■hugafólki um dans finnst ríkissjónvarpið gera þeirri íþrótt lít- il skil. í fyrra sýndi sjónvarpið frá íslandsmeistarakeppninni í sam- kvæmisdönsum, en útsendingu var hætt áður en að úrslitum kom. Þeir sem heima sátu urðu því af sætasta bitanum. Og heimur versnandi fer, segja þeir sömu núna. Nú á nefni- lega ekki að sjónvarpa beint frá keppninni, heldur aðeins sýna valda dansa, og óvíst er hvenær sá þáttur verður á dagskránni. Dans- áhugamenn eru óhressir með það áhugaleysi sem sjónvarpið sýnir jafnstórri keppni og íslandsmeist- arakeppninni, en sendir beint út frá fimleikamóti í Laugardalshöll nú um helgina. Máli sínu til stuðnings bendir áhugafólkið á allan þann fjölda sem sækir dansskóla lands- ins á hverjum vetri og finnst „sjón- varp allra landsmanna“ gera heldur betur upp á milli barna sinna . . . yrrverandi Möðruvellingurinn og núverandi allaballinn Baldur Óskarsson var einn gesta í þættin- um „í liðinni viku“ um daginn. Þótti andi fundanna „Á rauðu ljósi“ svífa yfir vötnunum, því Baldur hældi m.a. í hástert stefnu Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra í bankamálum. Annar gestur þátt- arins, Rannveig Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra, lýsti líka ánægju sinni með ummæli Baldurs, eins og við var að búast... ft er gantast með að konur tali meira en karlar og látið að því liggja að hinum síðarnefndu leiðist einhver ósköp allt skvaldrið í „veik- ara kyninu". Þessi alþýðukenning er greinilega ekki algild, ef marka má einkamálaauglýsingu frá „efna- lega sjálfstæðum manni“ í DV. Hann leitar að „málglaðri konu um fimmtugt“... HftÉikil samkeppni hefur á síðustu árum ríkt á milli þeirra að- ila, sem gefa út og dreifa hljómplöt- um hér á landi. Nú hefur hins vegar verið undirritaður samningur þess efnis að Steinar hf. sjái alfarið um dreifingu fyrir Grammið. Ætti þetta samkrull fyrirtækjanna að styrkja stöðu þeirra gagnvart Skíf- unni, enda leikurinn augljóslega til þess gerður... O lu starfsfólki Pennans í Austurstræti hefur verið sagt upp störfum. Ástæðan er sögð sú, að fyrirhugað sé að minnka verslun- ina, en heyrst hefur að jafnvel standi til að leggja búðina niður...

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.