Pressan


Pressan - 30.03.1989, Qupperneq 22

Pressan - 30.03.1989, Qupperneq 22
22 Fimmtudagur 30. mars 1989 úr hæstaréttardómum Ur steininum og inn Miðvikudaginn 5. júni árið 1968 var kveðinn upp dómur yfir fjórum mönnum í Hæstarétti íslands. Höfðu mennirnir unnið það sér til sakar að strjúka út úr fangaklefa sinum í hegning- arhúsinu við Skólavörðustig. Forsaga málsins er sú að laugar- daginn 30. desember 1967 tilkynnti yfirfangavörður hegningarhússins rannsóknarlögreglu að við skoðun fangaklefa hefði hann orðið var við lítils háttar missmíði á rimlum. Við nánari athugun kom í ljós að riml- arnir voru sundur sagaðir og sam- litri sápu hafði verið smurt í sagar- förin til að hylja þau. Við leit fann lögreglan járnsagar- blöð, 5 Vi metra langt reipi sem fléttað hafði verið úr sundurskorn- um teppum og lítinn stiga sem geymdur var á þaki salernis sem fast var við vegg hegningarhússins. í klefanum dvöldu á þeim tíma þrír Bandaríkjamenn sem allir voru að afplána refsidóma. Voru það þeir Edwin James Marsh, John Thomas Brogan og Jimmie Charles Thornton. Edwin James Marsh hafði ákveðið að flýja land og bað hann vin sinn, Kolbein nokkurn, að færa sér járnsagarblöð undir því yfir- skini að þau væru ætluð til viðar- vinnu. Kolbeinn smyglaði tveimur sag- arblöðum í kassa, með því að smeygja þeim á milli bylgju og ytra byrðis. Fljótlega bað Marsh Kol- bein um fleiri blöð og afhenti hann honum þrjú í næsta heimsóknar- tíma. Eftir að hafa fengið sagarblöðin í hendur hjálpuðust þeir félagar að við að saga í sundur rimlana oe flétta kaðal úr sundurskornum teppum. Þeir unnu í um það bil vikutíma frá klukkan ll að kvöldi og framundir morgun. Á daginn huldu þeir, eins og áður segir, sag- arsárin með sápu. Eina nóttina, klukkan eitt, opn- aðist leið til undankomu og fóru þeir félagarnir allir út í fangelsis- garðinn. Brogan og Thornton sneru fljót- lega aftur til klefans en Marsh fór yfir múrinn með hjálp reipisins. Þaðan fór hann heim til Kol- beins, sem var ekkert yfir sig ánægður með heimsóknina. Benti hann Marsh á hversu hættulegt þetta væri fyrir þá báða. Marsh gæti með þessu útilokað eigin náð- un auk þess sem auðvelt væri að rekja sagarblöðin til sín. Kolbeinn keypti þó fyrir hann flösku af víni og taldi hann á að fara aftur í hegningarhúsið. Undir morgun hjálpaði Kolbeinn Marsh að komast yfir múrinn. Bað þá Marsh Kolbein að smíða fyrir sig stiga þannig að hann ætti auðveld- ara með að komast ferða sinna inn í hegningarhúsið. Kvöddust þeir og Marsh skreið inn í klefann með flöskuna. Sat hann þar að drykkju en bauð þó fé- lögum sinum að dreypa á víninu. Marsh hafði verið látinn laus úr hegningarhúsinu um áramótin 1967—’68, að fyrirskipan dóms- málaráðuneytisins, en verið hand- tekinn aftur innan sólarhrings og þá verið látinn ljúka afplánun refsi- Eftir að hafa skroppið heim til vinar sins og fengið þar vinflösku laumaðist fanginn aftur i hegningarhúsið. aftur dóms. Á dómþingi 29. febrúar árið 1968 var Marsh birt sú ákvörðun að hon- um væri bönnuð brottför af varnar- svæðum Keflavíkurflugvallar en hinn 4. mars tilkynnti lögreglustjór- inn á Keflavíkurflugvelli dómnum það að Marsh hefði horfið úr landi með flugvél þá um morguninn í blóra við nefnd fyrirmæli og í banni varnarliðsins. í forsendum héraðsdóms var frestað ákvörðun um refsingu fang- anna og féll refsiákvörðun niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dóms ef þeir héldu skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Tekið var mið af því að þeir Marsh, Brogan og Thornton sneru allir af sjálfs- dáðum aftur til klefa síns og að tveir þeirra fóru aldrei út fyrir lóð hegningarhússins. Við ákvörðun refsingar Kolbeins var tekið mið af því að hann hafði aldrei gerst sekur áður um hegning- arlagabrot og var dómur hans ákveðinn 6 mánuðir skilorðsbund- ið. í hæstarétti var refsing þeirra ákveðin: Marsh fékk 7 mánaða fangelsi, Thornton og Kolbeinn 6 mánaða fangelsi hvor um sig. Gæsluvarðhald Kolbeins kom til frádráttar refsivist hans. Allur sakarkostnaður af mála- rekstri féll á þá félaga. kynliffsdálkurinn Að ,,spekúlera## i sjálfri sér Ég vil hvetja lesendur Pressunnar til að skrifa mér bréf. Þessi dálkur er tækifæri fyrir ykkur að fá hrein og bein svör við efnum, sem oft er erfitt að sþyrja um og fá svör við. Ég skal svara spurningum ykkar eftir bestu getu og þær mega vera um hvað sem er sem tengist kyn- ferðismálum. Að sjálfsögðu er í lagi að merkja bréfin bara með dul- nefni. Kynheilbrigði kvenna 1 þessum pistli vil ég kynna notk- un leggangaspegils eða „specul- um“, eins og hann er kallaður innan heilbrigðisstéttanna. Flestar konur hafa að minnsta kosti einu sinni far- ið í skoðun til kvensjúkdómalæknis þar sem skoðun innri kynfæra fer fram. Fæstar konur hafa aftur á móti hugmynd um hvernig þeirra eigin legháls lítur út eða hvaða upp- lýsingum þær geta sjálfar safnað með því að skoða innri kynfærin, þegar þær eru heilar heilsu. Kvennahreyfingar í Bandaríkjun- um og víðar á sjöunda áratugnum reyndu að breyta þessu, því þegar konur fóru að endurheimta innri styrk og vildu fara að ráða lífi sínu meira sjálfar var kynheilbrigði ekki undanskilið. Hér áður fyrr var þekking á líkama kvenna nær ein- göngu í höndum ljósmæðra og kvenkyns grasalækna. Ein af stofnendum kvennahreyf- ingarinnar, Carol Downer, komst að því eitt sinn hjá lækninum sínum að það var afar auðvelt að fram- kvæma leghálsstrok. Hún fór þá að velta því fyrir sér hvort hún og aðrar konur gætu ekki gert þetta sjálfar og stofnaði kvennahópa, sem nýttu sér' möguleika sjálfskoðunar með spekúlum til hins ýtrasta. Sumir hóparnir stofnuðu sérstakar heilsu- verndarstöðvar fyrir konur, þar sem þær gátu fengið upplýsingar og ráð- gjöf um samlíf, getnaðarvarnir, ýmsar aðgerðir, kynsjúkdóma, tíðahvörf og þungun — allt það sem tengist kynþeilbrigði kvenna. Miðlun sameiginlegrar reynslu kvenna á þessu sviði er ómetanleg og reynist mörgum dýrmætur styrkur. Konur hafa undir höndum mikið af upplýsingum, sem þær geta sagt hver annarri frá. Því hef ég tekið greinilega eftir á þeim kvenna- námskeiðum, sem ég hef haldið. Leyndardómur Hver einasta kona getur átt spek- úlum úr plasti (fæst hjá fyrirtækj- um sem flytja inn hjúkrunarvörur) og notað til að skoða innri kynfæri sín, en leggangaspegill er áhald, sem notað er til að opna leggöngin svo leghálsinn sjáist. Tilgangur sjálfskoðunar með spekúlum er margþættur. í fyrsta lagi að efla þekkingu og ábyrgð kvenna á líkama sínum og kynheil- brigði. Legskoðun sviptir Iíka leyndarhulunni af innri kynfærum kvenna. Með þessu eru kontrr ekki að taka fram fyrir hendurnar á læknum, heldur að læra að kynnast sjálfum sér þegar þær eru heil- brigðar. Þannig fá þær ýmsar upp- lýsingar, sem þær geta sagt frá þeg- ar eitthvað er að og þær þurfa að fara í skoðun. í öðru lagi stuðlar sjálfskoðun að því að byggja upp jákvæð viðhorf varðandi útlit og starfsemi kynfæranna. í þriðja lagi veldur legskoðun því viðhorfi að sjálfsagt sé að snerta sig á þessum stað í því skyni að viðhalda heil- brigði. En hvaða upplýsingar er hægt að fá? Leghálsinn breytist fljótlega — oft innan tveggja vikna, ef getnað- ur á sér stað. Litur leghálsins breyt- ist frá því að vera bleik- eða rós- rauður yfir í dökkrauðan eða dökk- fjólubláan lit og slímmyndun verð- ur stundum meiri. Ef konan er ófrísk og frekari þungunarpróf staðfesta það er mikilvægt að hætta að taka inn viss lyf, athuga matar- æðið og hætta reykingum og áfeng- isnotkun. Með reglulegri legskoðun er einnig hægt að læra að þekkja hvenær á tíðatímabilinu egglos i. 5 Ptkáldm? ± verður. Strax eftir lok tíða er lítil slímmyndun og/eða útferð frá leg- hálsinum. Þegar nær dregur egglosi eykst slímmyndun og það verður þynnra og vatnskenndara. Einnig stækkar leghálsopið á egglosstíma- bilinu, sem er yfirleitt 14 til 11 dög- um fyrir byrjun næstu tíða. Þær konur sem þjást af viðvarandi sveppasýkingum geta lært að stýra mataræðinu og séð árangurinn með því að skoða sig. Þær konur sem nota lykkjuna sem getnaðarvörn geta gengið úr skugga um hvort hún er á sínum stað eða hvort útferð hef- ur aukist vegna hennar. Mörgum fleiri upplýsingum er einnig hægt að safna. Áðalatriðið er þetta: Kon- ur geta orðið virkari í að þekkja sig og sjálfskoðun með spekúlum er ein leið til þess. JONA INGIBJORG JÓNSDÓTTIR &athí UitarHSir ak bosi sí gí fdn ef'Or rSt! »0- IZ er

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.