Pressan - 30.03.1989, Qupperneq 23
Fimmtudagur 30. mars 1989
23
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR
Það er gamall siður að láta fólk
fara erindisleysu þennan dag og
enginn veit með vissu hver upptök
hans eru. I bókinni Saga daganna,
sem Árni Björnsson skráði, er sagt
frá því að líklegast sé talið að siður
þessi eigi rætur að rekja til þess
tíma þegar nýársdagurinn í Róm
var 25. mars. Meðal gyðinga stóðu
hátíðahöld að fornu í átta daga og
því var 1. apríl lokadagur hátíða-
haldanna. Þá voru „margskonar
ærsl höfð í frammi, meðal annars
forsendingar af því tagi sem menn
gamna sér ennþá við. Þegar nýárs-
dagurinn var færður til 1. janúar og
öll hátíðin átti að fá kristilegra og
alvarlegra yfirbragð, vildi fólkið
engu að síður halda í sinn gamla
ærsladag".
í bókinni kemur fram að ekki eru
til sögur um þennan leik hér á landi
fyrr en nálægt síðustu aldamótum.
Hins vegar virðast íslendingar
snemma hafa kynnst þessum sið,
því í bréfi frá 1698 er talað um apríl-
bréf og í gamankvæði frá 1773, sem
heitir Fyrsti aprilis, segir: „Ei skal
ég framar apríl hlaupa...“
En það eru ekki aðeins börn sem
nota daginn til að láta fólk hlaupa
apríl. Fjölmiðlar hafa lengi iðkað
þennan sið og þegar rætt var við
gamalreynda fjölmiðlamenn kom í
ljós að flestir mundu eftir sama
aprílgabbinu. Eitthvert best heppn-
aða aprílgabb útvarpsins telja
margir að hafi verið upp úr 1960,
þegar Friðrik Ólafsson var sameign
ÖLAFUR RAGNARSSON
útgefandi:
„Vió reyndum alltaf aö flytja
eina sanna, ótrúlega frétt 1.
apríl. Kvöldið sem stúdióiö
fylltist af reyk sögöum viö frá
hvítri grásleppu I Vestmanna-
eyjum. Enginn trúöi þeirri frétt
— sem var sönn.“
Hann er að koma, dagurinn sem flestir krakkar hlakka til. Dagurinn sem felur í sér
að það mó gabba aðra að vild, hringja dyrabjöllum og fela sig, gera símaat og hitt og
betta. Þessi dagur er einn af eftirlætisdögum barnanna. Þau komast upp með næstum
nvað sem er og skammirnar eru varla komnar á flug þegar þau kalla: FYRSTIAPRÍL!
þjóðarinnar. Útvarpið sagði frá því
að nú væri kominn nýr skáksnill-
ingur til sögunnar. Sá væri frá
Grímsey en væri nú staddur í Breið-
firðingabúð við Skólavörðustíg þar
sem hann legði alla að velli sem við
hann tefldu. Magnúsi Bjarnfreðs-
syni segist svo frá þessu aprílgabbi:
„Það fór hálf Reykjavík í biðröð
fyrir utan Breiðfirðingabúð og
Baldur Möller ráðuneytisstjóri var
fenginn til að taka þátt í gabbinu
með okkur. Baldur var nokkurs
konar véfrétt, því enginn trúði því
að hann segði ósatt. Það sem Bald-
MARKÚS ÖRN ANTONSSON
útvarpsstjóri:
„Ef fólk setti nylonsokk yfir
andlitiö gat þaó séö hluta út-
sendingarinnar i lit.“
ur Möller sagði hlaut að vera rétt og
þegar hann fullyrti að skáksnilling-
urinn frá Grímsey væri þarna inni
að tefla var þess virði að bíða í röð!“
Sjónvarpið fór fljótlega að vera
með aprílgabb, þó ekki af þeirri
gerðinni að láta menn fara erindis-
leysu, heldur virðist það meira hafa
byggst upp á gríni. Það sem hæst
ber í minningunni er þegar
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri var fréttamaður. Ólafur
Ragnarsson útgefandi var stjórn-
andi fréttanna þetta kvöld: „Við
fengum lánaða reykvél hjá Þjóð-
leikhúsinu og í miðjum fréttalestri
kom smáreykur upp í stúdíóinu.
Hann magnaðist síðan og loks leit
út fyrir að kviknað væri í. Þótt
þetta hafi átt að vera smásprell út á
MAGNÚS BJARNFREÐSSON
blaðamaður:
„Viö fengum Baldur Möller
ráöuneytisstjóra í lið meö okk-
ur. Þegar hann sagöi aö skák-
snillingurinn væri í Breiðfirð-
ingabúö trúöu því allir.“
við lenti það mest á starfsmönnum
sjónvarpsins, sem komnir voru
heim til sín þegar fréttaútsendingin
hófst. Menn héldu að sjálfsógðu að
kviknað væri í og margir starfs-
manna ruku upp og keyrðu íiður í
sjónvarp. Þeirra á meðal var Björn
Björnsson, þáverandi yfirnaður
leikmyndadeildar, sem vildi bjarga
því sem bjargað yrði úr eldsvoðan-
um!“
Olafur Ragnarsson segir þá hafa
reynt að hafa líka alltaf eina ótrú-
lega en sanna frétt á fyrsta apríl, til
að villa um fyrir fólki. í umrædd-
um fréttaþætti var sýnd mynd af
hvítri ' grásleppu, albínóa, sem
veiðst hafði við Vestmannaeyjar:
„Þá frétt geymdum við í nokkra
daga því hún var svo kjörin til að
flytja fyrsta apríi.“
Guðjón Einarsson, ritstjóri Sjáv-
arfrétta og Fiskifrétta, starfaði í
fjölda ára sem fréttamaður á Ríkis-
sjónvarpinu. Hann minnist einkum
tveggja aprílgabba, þegar „eldur-
inn kom upp“ og „þegar við aug-
lýstum eftir kengúru. Á þeim tíma
var kengúra í Sædýrasafninu í
Hafnarfirði og við höfðum fengið
mynd í fréttapakka erlendis frá af
hoppandi kengúru. Við geymdum
þá mynd fram að fyrsta apríl og
sendum hana þá út, sögðum að
kengúran í Sædýrasafninu hefði
sloppið út og fólk var beðið að svip-
ast um eftir henni í görðum sínum.
Með fréttinni birtum við mynd af
kengúrunni hoppandi hjá runnum
og sögðum hana hafa sést á Mikla-
túninu. Það hringdu fjölmargir til
að láta vita að þeir hefðu séð hana!
Þegar við spurðum hvort kengúran
hefði verið nteð rennilás á magan-
um uppgötvuðu auðvitað allir að
þetta var gabb.“
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri man einna best eftir því þegar
reykinn lagði um stúdíóið: „Menn
dáðust að því lengi hvað ég hefði
GUOJÓN EINARSSON
ritstjóri Sjávarfrétta og Fiskifrétta:
„...þá spuröum viö hvort
kengúran sem þeir sáu hefði
verið meö rennilás á magan-
um. Þannig var hún nefnilega
sú sem slapp úr Sædýrasafn-
inu...“
haldið ró minni, Iesið fréttirnar
áfram í logandi húsi, óhagganleg-
ur!“ segir hann. „í annað skipti
sögðum við frá því að ný tækni
gerði það að verkum að hægt væri
að sjá hluta dagskrárinnar í lit, ef
fólk bara setti nylonsokk yfir and-
litið. Við fréttum síðar að margir
hefðu fariðáð þessum tilmælum —
en myndin var samt svart/hvít
áfram! Eitt sinn sögðum við líka frá
þeirri nýjung að hægt væri að rjúfa
útsendingu hjá þeim aðilum sem
ekki hefðu greitt afnotagjöldin.
Síðan var útsending rofin — auðvit-
að hjá öllurn!" Ólafur Ragnarsson
segir að aldrei hafi eins mikið inn-
heimst á einum degi og 2. apríl þetta
ár: „Það fylltist allt og allir vildu
greiða afnotagjöldin!“
Bogi Ágústsson, fréttastjóri rík-
issjónvarpsins, man einna best eftir
aprílgabbi ’78 eða ’79: „Þá var ver-
ið að byggja jarðstöðina Skyggni og
menn ekki alveg með það á'hreinu
hvað tæknin væri orðin mikii. Við
sýndum frá Skyggni og sögðum að
hægt væri að ná erlendum sjón-
varpsstöðvum, aðeins nteð því að
láta bak sjónvarpstækjanna snúa í
áttina að Skyggni. Við nefndum
sem dæmi norska sjónvarpið og
ítalska og sýnduni úr einhverjum
vinsælunt þætti sem norska sjón-
varpið var með til sýningar á þess-
um tíma. Nokkru eftir þetta gabb
fréttum við af manni einum sem
hafði brotið sjónvarpstækið sitt
þegar hann var að snúa því við, og
það þótti mér miður. En það er erf-
itt að gera gott aprílgabb," segir
Bogi. „Það verður fyrir það fyrsta
að vera þess eðlis að það skaði eng-
an og ekkert tjón hljótist af. í öðru
lagi þarf það að vera það sennilegt
að fólk trúi því, en þó það ótrúlegt
að fólk geti séð í gegnum það með
krítískri hugsun og umfram allt
þarf aprílgabb að vera sniðugt. Það
sem mælir helst gegn því að haldið
verði áfram með aprílgabb í sjón-
varpi er að margir eru svo varir um
sig á fyrsta apríl að þeir leggja ekki
trúnað á neinar fréttir. Horfa og
hlusta á allt með það í huga að þetta
sé aprílgabb."
BOGI Á.GÚSTSSON
fréttastjóri ríkissjónvarpsins:
„Þá var hægt aö ná erlend-
um sjónvarpsstöðvum meö
því einu að láta bak sjónvarps-
tækjanna snúa út að Skyggni.
Mérþótti miðurþegarviðfrétt-
um af einum sem braut tækið
sitt í flutningunum."