Pressan - 23.11.1989, Blaðsíða 5
‘Finrimtudágúr 23. h6Ý.'1989
5
íslenskar fegurðardrottningar í Hong Kong:
ÖRYGGISGÆSLUNA
Hugrún l .inda Guðmundsdóttir,
Unqfrú ísland 1989 oq
bátttakandi í keppninni um
Unqfrij i Heim, í samtali við
PRESSUNA eftir keppnina
Hún sat inni á raf magnslausu hótelher-
bergi i Hong Kong. Klukkan var að
ganga fjögur um nótt og hún útti efftir að
pakka öllu. Hugrún Linda Guðmunds-
dóttir, Ungfrú ísland 1989, sagðist vera
húlfsorgbitin þessa stundina: „Við vor-
um að kveðjast niðri og grétum flestar!"
segir hún. Hins vegar sagðist hún ekkert
vonsvikin yffir þvi að hafa ekki sigrað i
keppninni um Ungfrú Heim 1989. „Ung-
frú Pólland er fin stelpa/' segir hún.
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND: MYNDSKÖPUN/GUÐMUNDUR
Fegurðardrottningarnar sextíu og
átta sem ekki komust í hóp tíu út-
valdra voru hins vegar ekki sáttar
við val dómaranna: „Við skiljum
hvorki upp né niður í þessu vali,“
sagði Hugrún Linda. „Það sem gerir
þetta svo óréttlátt er að í tíu stúlkna
hópnum varð hver heimsálfa að fá
sitt sæti og þá skipti engu máli þótt
margar frá Evrópu væru miklu fal-
legri en þær sem komust í hópinn."
Þegar hún var spurð hvort einhver
klíkuskapur hafi verið á ferðinni
svaraði hún: „Nei ætli það... En,“
bætti hún við, „það hafði engum
þótt Ungfrú írland neitt sérstök og
maður tók varla eftir henni. Samt
var hún ein af tíu efstu. Einn dómar-
anna var írskur...“
Þegar PREiSSAN náði tali af Hug-
rúnu Lindu var hún að koma úr
kvöldverðarveislu sem haldin var
fyrir keppendur og gesti eftir
keppnina: „Þessi keppni var eigin-
lega ekki neitt; alveg gjörólík því
sem hún var þegar hún var haldin í
London. Hér hefur nánast ekkert til-
stand verið í kringum keppnina.
Sjálf keppnin tók ekki nema klukku-
tima og svo var þetta búið. Ég náði
því ekki einu sinni að verða stress-
uð! Það voru ekki margir áhorfend-
ur í salnum, enda lítið fyrir þá gert.
Keppnin var öll byggð upp fyrir
sjónvarpsútsendingu og gestir í sal
sáu okkur á sviðinu, en allt sem kom
á milli urðu þeir að horfa á af litlum
sjónvarpsskjám. Fólkið í salnum var
alveg ótrúlega dauft — það var
varla klappað! — Nei, ég var ekkert
spurð um ísland; aðeins þær tíu
efstu."
Eins og samfellt frí
Hugrún Linda segir vikurnar
fimm frá því hún hélt af stað frá Is-
landi hafa verið ævintýri likastar:
„Þetta hefur nánast verið eitt sam-
fellt frí," segir hún og bætir við að
ekki hafi allir tækifæri að heim-
sækja staði eins og Tapei og Hong
Kong: „Þetta hefur verið mjög gam-
an. Það var gott samband milli okk-
ar og þær sem ég kynntist best voru
stelpurnar frá Mauritius og Grikk-
landi. Ég var með þeirri fyrrnefndu
á herbergi og hún komst í úrslit fyrir
Afríku. En það var óskaplega erfitt
að kveðjast áðan, — við fórum, held
ég, allar að gráta!"
Hugrún vill ekkert segja til um
hverjar henni hafi fundist verð-
skulda að lenda í einu af tíu efstu
sætunum og segir hlæjandi: „Eigin-
lega allar nema þær sem voru vald-
ar!" Það næst samt upp úr henni að
stúlkurnar frá Noregi og ísrael
hefðu mátt ná lengra.
Stöðvaðar á leið
á diskótek
Auk hvíta kjólsins sem Hugrún
Linda sást klæðast í sjónvarpsút-
sendingunni í gærkvöldi hafði hún
keypt svartan, síðan kjól fyrir
keppnina. Varla var hann ósnert-
ur??? „Nei, nei, ég fór í mínum kjól
fram í sal til Dúdda hárgreiðslu-
meistara þegar Linda var að krýna!"
segir hún. „Síðan fórum við í mat-
inn og á þetta ball, sem var búið
klukkan eitt. Þetta var alveg ótrú-
lega lélegt og við vorum varla bún-
ar að borða þegar öllu var lokið."
íslendingarnir og nokkrir aðrir
keppendur voru ekki alveg á því að
breiða sæng upp yfir höfuð og fara
að sofa síðasta kvöldið í Hong Kong.
Þau ætluðu á diskótek, en voru
stöðvuð: „Það var send öryggis-
gæsla á eftir okkur!" segir Hugrún
Linda. „Við erum hér ennþá í um-
sjón keppninnar, en okkur datt ekki
í hug annað en við réðum okkur
sjálfar þegar keppninni var lokið.
Það var nú öðru nær..
Hún segir þær ekkert hafa fengið
að fara á eigin vegum, aðeins saman
í hóp: „Hér á elleftu hæðinni er
mjög fallegur garður með sundlaug
og öllu tilheyrandi, og þar létum við
tímann líða. Það erfiðasta var þegar
við vorum stífmálaðar og vissum
ekkert hvað átti að gera næst og
þurftum að hanga á herbergjunum
og bíða eftir fyrirmælum. Annars er
hótelið alveg meiriháttar, það flott-
asta hér í Hong Kong. Við höfum
séð ýmislegt, en ekkert fengið að
haga okkur að vild. Ég ætla að
stinga af í fyrramálið klukkan átta
og versla, ég hef ekkert fengið að
versla í þessar fimm vikur!"
Enginn
öskubuskukomplex
Öskubuskukomplexinn sem
margar íslenskar fegurðardísir hafa
þjáðst af í keppni erlendis er nokk-
uð sem Hugrún Linda segist ekki
kannast við: „Það er ekki minn stíll
að vera í einhverjum sérstaklega fín-
um fötum pg aldrei þeim sömu,"
segir hún. „Ég vil bara vera í mínum
þægilegu fötum og þær stelpur sem
ég umgekkst mest hér höfðu sömu
skoðun. Það voru aðallega þær frá
Suður-Ameríku sem voru með rosa-
legan farangur."
Hún segist hlakka til að koma
heim: „Mér leiddist svolítið í fyrstu
meðan ég þekkti engan. Nú leiðist
mér að kveðja en ég hlakka mikið til
að koma heim. Heimþráin er farin
að gera vart við sig núna!"
Hvort henni hafi þótt erfitt að
taka þátt í keppni sem ísland hefur
tvívegis sigrað í svaraði hún neit-
andi: „Ég fór ekki með það að mark-
miði að sigra — aðeins að gera mitt
besta.“