Pressan - 23.11.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 23.11.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 23. nóv. 1989 19 KAFLI Ú R LÍFSBÓK Jlaufeyjar jakobsdóttur „Þá áttir að leyla mer að deyja LÍFSBÓK LAUFEYJAR er heitið á bók sem RAGNHEIOUR DAVÍÐSDÓTTIR blaða- maður hefur skráð. LAUFEY JAKOBSDÓTTIR er 74 ára, einna þekktust undir nafninu „amman i Grjótaþorpinu", en hún starfaði sem salernisvörður hjá borginni og kynntist undirheimum Reykjavikur vel á þeim tíma. Að sögn Ragn- heiðar Davíðsdóttur er hór ekki á ferðinni ævisaga eða lifshlaup, heldur öllu fremur lifsskoðanir Laufeyjar: „Rauði þráðurinn i bókinni er umhyggja Lauf- eyjar fyrir litilmagnanum og barátta hennar fyrlr mannkærleika, friði og öðrum góðum málefnum. Laufey var ekki há i loftinu þegar hún áttaði sig á bágindum annarra, hvort heldur dýr eða fólk áttu i hlut," segir Ragnheiður. Ragnhelður Davíðsdóttir var starfandi lögregluþjónn i Reykjavik i niu ár, og það starf leiddi þær Laufeyju saman: „Ig var send tll hennar sem óeinkennis- klæddur lögregluþjónn tll að fylgjast með henni, ungllngunum og þvi sem fram fór á þessu klósetti S Grjótaþorpinu. Við höfum þekkst frá þvi kvöldi. — Sjálf er Laufey átta barna móðir, amma og langamma og hennar hugsjón er að standa vörð um litilmagnann og berjast fyrlr rétti þeirra sem minna mega sín." bað er Frjálst framtak hf. sem gefur bókina út og PRESSAN fékk að láni kafla úr henni til birtingar. B I Eina nóttina komu krakkarnir meö unga stúlku sem hafði skorið sig á púlsinn. Eg gerði það sem ég gat til þess að stöðva bíóð- rásina og hringdi svo á sjúkrabíl sem flutti hana á slysadeiidina. Nokkru seinna kom hún aftur til mín á kiósettið og þá spurði ég hana hvers vegna hún hefði skorið sig á púls- inn. Þá sagði hún mér sorgarsögu: Hún vildi deyja vegna þess að maðurinn sem bjó með móður hennar var mikill drykkjumaður. Hún sagði mér einnig að hann legði hendur á móður sína og lítinn bróður. Þetta öriaga- ríka kvöld hafði fóstri hennar farið hamför- um og barið þau bæði. Unga stúlkan slapp út með bróður sinn og kom honum fyrir hjá ná- grannakonu. Síðan fór hún og skar sig á púls- inn. Hún vildi ekki lifa lengur við þetta ástand. „Þú áttir að leyfa mér að deyja,” sagði hún. „Ég hef oft reynt að strjúka að heiman en næst alltaf.” Svo mörg voru þau orð. Sjálf reyndi ég að tala við þá aðila sem eiga lögum samkvæmt að vernda börn og unglinga. En svör þeirra voru á þann veg að ég ættl ekki að trúa öliu því sem „þessi vandræðabörn” væru að ljúga að mér. Og eftir sat ég í vanmætti mín- um og hugsaði: „Hvað ef þetta er satt hjá henni? Hvað gerir hún næst? Ef þetta var satt, af hverju fékk hún þá ekki að deyja?” Þessi litla stúlka átti eftlr að þræða veg vímu og varnarleysis og Guð veit hvað varð um hana. Það var líka átakanlegt að hlusta á harm- sögur margra stúlkna sem trúðu mér fyrir því að þær hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni frá föður, fósturföður, afa eða bróður. í flestum tilfellum þorðu þær ekki að segja nokkrum manni frá þessu en þegar vínið var með í spilinu opnaðist fyrir allar flóðgáttir og þær þáðu feginshendi að segja mér eða vin- konum sínum frá reynslu sinni. Sumar þeirra máttu búa við slíkt ofbeldi í mörg ár án þess að geta rönd við reist. Þegar ég orðaði við þær að kæra þetta var ekki við það komandi. Þær skömmuðust sín svo mik- ið fyrir að verða fyrir þessu. Mér er næst að halda að aðeins lítið brot af þessum málum sé nokkurn tímann kært. Flestar stúlknanna bera harm sinn í hljóði og segja engum frá neinu. Þetta er hryllileg staðreynd sem aldrei er hægt að sætta sig við. En nú er sem betur fer að rofa til í þess- um málum með tilkomu sjálfshjálparhópa um sifjaspell. Ég vona að allar þær stúlkur, sem verða fyrir slíkri lífsreynslu, beri gæfu til þess að leita sér hjálpar hjá þessum hópum. En því miður eru þær margar stúlkurnar sem aldrei hafa kjark til þess að tala um þessi mál eins og eftirfarandi dæmi sannar. Ung stúlka hafði verið misnotuð af föður sínum í mörg ár og hafði ekki þorað að segja nokkrum manni frá því. Þegar hún loks fékk kjark til þess að trúa eldri systur sinni fyrir þessu ieyndarmáti kom á daginn að hún hafði lent í sömu reynslu. Báðar leituðu þær huggunar í vímuefnum til þess að deyfa sársaukann. Þær máttu einnig horfa upp á þjáningu móður þeirra sem hvergi átti skjól. Hún vissi sannleikann en hafði ekki kjark til þess að hafast neitt að. Og þær deildu sameiginlegu leyndarmáli og með þeim skapaðist órofa tryggð og vinátta. Þær leiddust út í vafasam- an félagsskap manna sem hugsuðu ekki lengra en fram á næsta dag og hvernig út- vega mætti vímuefni. Þær reyndu að losna úr vítahringnum en þá var sú yngri orðin ófrísk. Líklega hefur það bjargað þessum systrum frá glötun. Yngri systirin fæddi þroskaheftan dreng og þá fyrst fékk hún kjark til þess að leita til sjálfshjálparhóps um siflaspell. Sú hjálp sem hún fékk þar vakti hana til lífsins. Þar kynnt- ist hún í fyrsta skipti hópi kvenna sem skíldu hana. Hún losnaði undan áþján víns og eitur- lyfja og sú hjálp fólst fyrst og frerast í ást og umhyggju sem hún hafði alla tíð farið á mis við f lífinu. Nú snýst líf hennar um þroska- hefta barnið sitt og það sem meira er; henni tókst að hjálpa systur sinni og nú búa þær saman með litla drengnum. AHt þeirra líf gengur út á að elska þetta litla þroskahefta barn. jaerekKÍ'íiW'úndair-'” legt? Sjálf er ég sannfærð um að ástin getur gert kraftaverk og það gerði hún sannarlega í lífi þessara systra. Eina nóttina, um fjögurleytið, birtist lítill 7 ára drengur á klósettinu. Ég spurði hvað hann væri að gera þarna um hánótt og hvort foreldrar hans yrðu ekki áhyggjufullir að vita af honum á vergangi. „Það eru állir svo fullir heima að enginn tók eftir því þegar ég fór út. Það var svo mik- ill hávaði að ég gat ekki sofið,‘ sagði sá stutti og kvaðst hafa farið út án þess að nokkur tæki eftir því. Krakkarnir mínir fylgdu honum síðan heim og sáu þegar blindfullt fólk var að velt- ast út úr húsinu. Það síðasta sem þau sáu til stráksins var þegar hann veifaði brosandi — greinilega öllu vanur. Og þær voru fleiri Ijótu sögurnar sem ég heyrði á klósettinu. Krakkarnir sögðu mér frá 14 ára gamalli stúlku sem var að þvælast ölvuð í miðborginni. Ög þar sem litlar varn- arlausar stúlkur eru annars vegar eru hræ- gammarnir skammt undan. Skyndilega var henni kippt upp í bil til þriggja karla sem gerðu sér lítið fyrir og nauðguðu henni hver á eftir öðrum. Að því loknu hentu þeir henni eins og hveitipoka inn í Hijómskálagarð og skildu hana þar eftir — andlega og líkamlega sundurtætta. Þessi litla stúlka þorði ekki að segja frá þessu heima en krakkarnir fréttu þetta og sögðu mér. Við getum rétt ímyndað okkur þær vítiskvalir sem þetta barn varð að upp- lifa. Hún gat ekki gefið lýsingu á þessum bölvöldum og því komust þeir upp með ódæðið án þess að hljóta refsingu. Én þeim á eftir að hefnast fyrir þessa svívirðu. Guð hefur kveðið upp sinn dóm og þann dóm fær enginn staðist. Ef þeir eiga eitthvað sem heit- ir samviska þá á hún eftir að ýta við þeim síð- ar. Og víst kynntist ég mörgum ólíkum börn- um á planinu sem höfðu misjöfn áhrif á mig. Flest þeirra skildu þó einhverjar minningar eftir. Og það voru ekki bara stúlkur sem trúðu mér fyrir vandamálum sínum. Einn vinur minn af Hallærisplaninu var grannur og fölleitur pönkarastrákur. Hann var mjög óöruggur með sig og virtist oft hræddur og þá ekki síst við lögregluna. Ástæðurnar fyrir því skildi ég síðar. Einu sinni höfðu nokkrir strákar hrint hon- um inn í skáp á klósettinu og læst hann þar inni. Drengurinn varð gersamlega óður af hræðslu svo auðvitað opnaði ég strax fyrir honum. Reyndar var hann svo miður sín að það tók mig langan tíma að róa hann niður. Eftir að hafa rekið hina strákana út fengum við tækifæri til þess að tala saman og þá kom í ljós að hann var haldinn mikilli innilokunar- kennd eftir að hafa upplifað þá reynslu að vera lokaður inni í skáp sem barn. Hann sagði mér að sjálfur hefði hann verið bitbein móður sinnar og ömmu en vissi ekki hver var raunveruleg ástæða þess. Hann sagði mér frá atviki þegar hann var lítill drengur. Einu sinni kom móðir hans að sækja hann til ömmunnar. Amma hans vildi ekki láta hann af hendi og sagði honum að skríða inn í dimman skáp og láta ekki til sín heyra. Þarna mátti barnið dúsa í langan tíma á með- an fullorðna fólkið deildi. Þessi hræðilega lífsreynsla hefur fylgt hon- um alla tíð og á nóttunni kvaðst hann fá mar- traðir sem gengu út á dimma skápa. Þessi reynsla hans endurspeglaðist í miklum ótta við lögregluna og það að verða lokaður inni í fangageymslu. Hann tók af mér hátíðlegt loforð um að láta lögregluna aldrei taka sig og það var auðsótt mál. Nokkru seinna heyrði ég að tveir drengir hefðu brotist inn í verkstæði í borginni. Mig grunaði strax að annar þeirra væri skjól- stæðingur minn og hringdi á lögreglustöðina til þess að fá upplýsingar. Eftir lýsingunni að dæma vissi ég að grunur minn var réttur. Þegar mér var sagt að þeir væru í gæsluvarð- haldi bað ég um leyfi til þess að heimsækja hann á þeim forsendum að hann væri hald- inn mikilli innilokunarkennd. Beiðni minni var synjað á þeim forsendum að þetta væri ekki mitt mál og mér kæmi þetta ekki við.“ Þá hringdi ég í fangaprestinn en hann var ekki við. Því næst hringdi ég í Hilmar Helga- son, sem oft hafði heimsótt mig á klósettið, og lofaði hann að beita sér í þessu máli. En því miður gerði hann það ekki. Þá hringdi ég aftur á lögreglustöðina og bað um að ég yrði látin vita þegar drengnum yrði sleppt úr varðhaldinu. Það var ekki gert og seinna frétti ég að hann hefði verið sendur á vertíð til Vestmannaeyja. Það var nú öll endurhæf- ingin og hjálpin sem hann fékk. Nokkru síðar hitti ég strákinn aftur. Þá var hann langt leiddur af vímuefnum og annarri óreglu. Þá sagði hann mér frá ástæðu þess að þeir félagarnir brutust inn á verkstæðið forð- um. Þeir hugðust ná sér í peninga. Þegar þeir voru komnir inn kveiktu þeir á kerti til þess að lýsa umhverfið en fundu enga peninga. Á leiðinni út sáu þeir að eldur var farinn að loga og sneru við til þess að slökkva hann. En þá voru lögregla og slökkvilið mætt á staðinn. Þeir játuðu brot sitt á staðnum en neituðu því aífarið að þeir hefðu ætlað að kveikja í húsinu. Síðan var þeim stungið í gæsluvarðhald í marga daga — þrátt fyrir að játning lægi fyr- ir. Ég skil ekki slíka afgreiðslu. Nauðgurum er umsvifalaust sleppt út eftir að hafa játað brot sitt og geta þannig óhindrað tekið upp fyrri iðju. En þessum unglingum er haldið í varðhaldi og því virðast önnur lögmál gilda þegar þeir eru annars vegar. Seinna komst þessi varnarlausi og veikgeðja unglingur í af- vötnun á Staðarfell og kom þaðan sem nýr maður. Hefði verið gripið í taumana tíman- lega hefði hann ekki þurft að ganga í gegn- um þær vítiskvalir vímuefna og innilokunar sem raun bar vitni. Laufey Jakobsdóttir hefur frá ýmsu óhugnanlegu að segja frá árunum í Grjótaþorpinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.