Pressan - 25.01.1990, Side 4

Pressan - 25.01.1990, Side 4
4 Fimmtudagur 25. jan. 1990 iitilræði af kurteisisheimsókn Góöir íslendingar. í sumar er hingaö von á einum tignasta gesti allrar heimsbyggðarinnar í kurteisisheimsókn. Sjálf Elísabet II. engladrottning hefur sem- sagt látið það boð út ganga að hún hyggist sækja Island heim á sumri komanda með fríðu föruneyti og þykir að vonum tíðindum sæta einsog jafnan þegar hennar hátign hleypir heimdraganum og heiðrar gestgjafa sína með háæruverðugri nærveru sinni. Það mun vera plagsiður þeirra sem fá henn- ar hátign Elísabetu II. í heimsókn, að reyna að gera för hennar og dvöl sem allra ánægjuleg- asta og sagt að gestgjafar hugsi um lítið annað, þegar móttökur eru undirbúnar, en það hvað hennar hátign sé þóknanlegast frá degi til dags. Nú, það þarf auðvitað ekki endilega þjóð- höfðingja til. Þegar fólk er að taka á móti gestum, hvort sem það nú eru háir eða lágir, þykir það nú svona heldur heyra til mannasiðum að reyna að gera vel við gestinn, sýna honum fyllstu kurteisi og jafnvel hafa ofanaf fyrir honum: Ég man einmitt hvernig þetta var hjá henni ömmu í kreppunni fyrir stríð þegar hörmung- arástandið jaðraði við að vera jafn geigvænlegt einsog í dag. Strax á morgnana var pósturinn drifinn inn í kaffi og kleinur, svo öskukallarnir og síðan voru gestir og gangandi við eldhúsborðið allan lið- langan daginn, utangarðsmenn, eðalborgarar og allt þarámilli. Og ekki man ég betur en öllum væri sýnd sama háttvísin, sem þá var kölluð „sjálfsögð kurteisi". Ég held að hún amma mín hafi aldrei boðið nokkurri manneskju uppá kaffi og kleinu til þess að græða á því peninga. Þetta var semsagt áður en íslendingar kom- ust með eftirminnilegum hætti uppá það að græða á öllu sem nöfnum tjáir að nefna, já meirasegja á því að tapa. Nú er semsagt öldin önnur, einsog dæmin sanna. Ríkisstjórnin búin að bjóða hennar hátign Elísabetu II. til íslands og einsog ekkert komist að í allri umfjölluninni um þessa kurteisisheim- sókn, annað en það hvað sé hægt að græða mikla peninga á því að þessi breska heiðurs- kona líti hér við og þiggi kaffitár og heitar kleinur. Kvöld eftir kvöld mæta sjálfur forsætisráð- herrann og hans pótintátar á skjánum og „velta vöngum" (einsog Arthur Björgvin Bolla- son segir), já velta vöngum yfir því hvað sé hægt að græða mikið á því að drottningin geri hér stuttan stans. Síðan er það kalkúlerað fram og tilbaka hvað það kosti mikið að græða svona mikið á Elísa- betu. Upplýst hefur verið að fimm miiljónir hafi tapast við að græða á spánarkonungi og nú skilst mér á máli ráðamanna í fjölmiðlum að ef verulegur hagnaður eigi að verða af komu hennar hátignar Elísabetar II. til íslands, þá sé tapið lágmark tuttugu milljónir, ef eitthvað á að hafast uppúr heimsókninni. Ríkisstjórn íslands er búin að ræða við virt breskt mangarafyrirtæki sem, að því er manni skilst, sérhæfir sig í því að láta gestgjafa græða á heimboðum. Þetta virta breska fyrirtæki hefur þegar til- kynnt ríkisstjórninni að það sé fjórum sinnum dýrara að græða á bretadrottningu helduren spánarkonungi og hefur tjáð háttvirtri ríkis- stjórn lýðveldisins íslands að óhugsandi sé að græða á heimsókn drottningar nema ríkis- stjórnin pungi strax út með tuttugu milljónir sem þurfa svo — eftir íslensku formúlunni — að tapast fyrst áður en við íslendingar förum að græða á þessari góðu konu sem ríkisstjórn- in hefur beðið um að heiðra okkur með nær- veru sinni. Þegar sumar er fegurst á íslandi og sól hæst á lofti. Ég segi nú bara einsog hún amma mín sagði stundum þegar menn sleiktu hnífinn: — Ætli þetta fólk hafi ekki átt neina foreldra? Elsku Steingrímur minn og þið hinir. Þið verðið að vara ykkur á því að tala svona gáleysislega um það að þið hafið boðið Elísa- betu II. bretadrottningu í kurteisisheimsókn hingað bara til að græða á henni. Auðvitað er í henni svolítil gróðavon, ef hún er bara ekki of dýru verði keypt. Það eru allir klárir á því að ef heimsókn breta- drottningar lukkast vel þá fara íslenskar gærur að renna út um allar trissur, siðaðir menn fara að éta hákarl, graðýsu, þorsk og síldarmjöl og landið fyllist af túristum sem koma hingað til þess eins að sjá Geysi gjósa ekki. En þið verðið bara að muna það að Elísabet II. átti foreldra og altalað er að mannasiðir hafi löngum verið í miklum hávegum hafðir á því heimili. Gæti ekki hugsast að hún ætlist til þess að sér sé sýnd sú kurteisi sem hún viðhefur að öðru jöfnu. Það er ekki alveg víst að henni falli í geð ef hún fréttir á skotspónum að bakvið gestrisni og gistivináttu íslendinga búi ekkert annað en sú hugsun hvort hægt sé að græða á henni í leiðinni. Ég hugsa að hún sé óvön því að á kurteisis- heimsóknir hennar sé litið einsog hundaveð- hlaup. Það græddist allavega lítið á henni ef hún móðgaðist og hætti við að koma. Þess vegna skulum við taka á móti henni, einsog amma tók á móti sínum gestum, af al- úð og viðeigandi kurteisi en halda því leyndu í lengstu lög hvað við verðum nú kát og glöð ef við höfum eitthvað uppúr heiðursgestinum. HAGSTÆÐU HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BÍLINN TIL ÞÍN BÍLALEIGAN í GEYSIR sími: 688888 Suðurlandsbraut 16, Reykjavík, gengið inn frá Vegmúla. • Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor- olia, Nissan Sunny, Lada 1500 Station • FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta- tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol, Toyota Landcruiser, Ford Econoline • 5-12 SÆTA: Mitsubishi Pajero (5-7), Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11), Toyota Litace (8), Ford Econoline (12)

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.