Pressan - 25.01.1990, Side 14

Pressan - 25.01.1990, Side 14
14 Fimmtudagur 25. jan. 1990 ára hversu miklu erfiðara sé að komast af nú á þeim launum sem hún fær: ,,Mér finnst staðgreiðslu- kerfið hafa gert illt verra," segir hún. „Fyrir tveimur árum skúraði ég hér á kvöldin eftir vinnu og þá lifði ég sæmilegu lífi. Það þýddi auð- vitað vinnu frá hálfátta á morgnana til níu á kvöldin, en það sem bjarg- aði mér er að móöir mín, sem er sjúklingur, býr hjá okkur og hjálpaði til við að gæta barnanna. Hún hefur því algjörlega sparað mér að greiða barnagæslu á síðustu árum. Eftir að staðgreiðslan komst á finnst mér ekki borga sig að vinna yfirvinnu." Jónína er sjálf yngst sex systkina og þótt hún segi að oft hafi verið þröngt í búi minnist hún þess ekki að heimilislífið hafi einkennst af streitu og áhyggjum vegna peninga- leysis: „Það var auðvitað ekki mikið til á heimilinu, en ástandið var aldr- ei neitt í líkingu við það sem það er í dag." Kaupi aidrei það sem ég þarf að kaupa Þegar PRESSAN fór þess á leit við Jónínu að hún skrifaði niður það sem hún keypti inn til helgarinnar svaraði hún því til að því miður gæti hún ekki orðið við þeirri ósk, þar sem hún hefði ekki peninga til að versla fyrir: „Ég kaupi aldrei það sem ég þyrfti að kaupa," segir hún. „Lambalæri eða hrygg hef ég ekki keypt lengi fremur en kjúklinga, sem eru alltof dýrir. Ég kaupi mikið af fiski en ég er mikið til hætt að elt- ast við ódýrari matvörur um allan bæ, þar sem maður þarf að hafa peninga til að geta verslað ódýrt. Ég er farin að versla mest við kaup- manninn á horninu, því hann er sá eini sem skrifar hjá fólki fram að mánaðamótum. Mér sýnist fólk ekki spara mikið á því að fara bæinn á enda eftir ódýrari vörum, því bensínkostnaður er orðinn mikill og fólk í fullu starfi hefur ekki tima til að fara með strætisvagni eftir ódýr- ari hlutum. Þarna kemur aftur inn í að þeir sem hafa peninga geta grætt meira en þeir sem ekki eiga peninga til að versla fyrir!" Hún segist ekki hafa gceiðslukort en yfirdráttur á ávísanareíkningi geri henni kleift að lifa mánuðinn: „Ég fer alltaf á yfir- dráttinn, i hverjum einasta mánuði. Hann bjargar mér!" segir hún bros- andi. p Ekki keypt föt í mörg ár Á vegum Sóknar sótti Jónina námskeið í félagsfræði og sálfræði sem hún segir að hafi gjörbreytt launum sínum: „Þær starfsstúlkur hér sem ekki hafa átt þess kost að sækja slík námskeið eru á tíu þús- und króna lægri launum en ég," segir hún. „Og margar hér hafa það mjög erfitt. Ég hef klofið mínar skuld- bindingar með hjálp bankanna. Ég hef verið með safnlán; lagt fyrir 5000 krónur á mánuði og fengið 150% hærra lán eftir ákveðinn tíma. Ég hef ekki keypt mér nein föt í mörg ár og mamma hefur hjálpað mér að kaupa föt á strákana sem og hin amma þeirra og afi. Föt á strák- ana kaupum við aldrei nema í Hag- kaup. Sjálf á ég nokkuð af fötum frá þeim tíma sem maður gat leyft sér meira og hef verið svo heppin að kaupa fatnað sem endist og endist. Það verður að hafa þaðþótt maður sé ekki alltaf í tiskunni. Ég geri ekki miklar kröfur — sem allir ættu þó að geta gert því við erum jú lifandi manneskjur," segir hún. Framfærsluvísitala í engum tengslum við veruleikann Samkvæmt framfærsluvísitölunni er vísitölufjölskyldunni, 3,48 manns, ætlað að eyða 464.226,51 krónu í mat á ári. Finnst Jónínu þetta vera raunhæf upphæð? „Nei það er fjarri þvi að þetta sé í tengslum við raunveruleikann," segir hún. „Ég eyði ekki undir 6000 krónum í mat fyrir helgar og sam- tals öðru eins aðra daga. Þetta þýðir að ég fer með ríflega 600.000 krón- ur á ári, bara í mat, og það er með því að horfa í hvern eyri. Mér líður illa að kaupa inn. Ég velti hverjum hlut fyrir mér, athuga hvort ég fæ ekki eitthvað sambærilegt á lægra verði og eyði klukkustund inni í verslun meðan aðrir eru þar helm- ingi skemur. Ég fæ oft á tilfinning- una að ég sé að lýsa því yfir að ég sé annaðhvort fátæklingur eða nísku- púki! — Ég tók slátur áður en nú orðið borða strákarnir það ekki og það er líka úr sögunni að kaupa hálf- an skrokk um mánaðamót, sem þó sparaði miklar fjárhæðir." Þegar ég spyr hvort hún fari einhvern tíma á skyndibitastaði, kaupi sælgæti eða gosdrykki, tilbúnar pylsur eða ann- að segist hún sleppa öllu þessu: „Þetta eru hlutir sem alveg útilokað er að eyða í,“ svarar hún. „Ég var líka í leikfimi því þegar ég var yngri stundaði ég jazzballett. Ég varð að hætta i leikfimitímunum í nóvemb- er því mánaðargjaldið var orðið ná- lægt fimm þúsund krónum. Samt," bætir hún við ákveðið, „finnst mér nauðsynlegt að fólk hafi efni á því að sinna áhugamáli sínu. Það er orðið ansi langt gengið þegar mað- ur hefur ekki ráð á að gera neitt fyr- ir sjálfan sig. Það er nauðsynlegt að geta veitt sér eitthvað til að halda geðheilsunni og missa ekki alveg sjálfsvirðinguna. Það hefur áhrif á alla á heimilinu þegar hugsunin snýst ekki um neitt annað en hvaö maður þurfi að komast af með. Launin hafa ekkert að segja. Þau eru bara dropi í hafið." Tekur tíma að kaupa ódýrt Síðustu jól voru erfið. Það er erfitt að útskýra fyrir börnum að maður eigi ekki peninga til að kaupa jóla- gjafir: „Enn einu sinni kom mamma inn í dæmið og bjargaði okkur," seg- ir Jónína. „Hún er öryrki og fær um 30.000 krónur á mánuði. Sú upp- hæð myndi engan veginn nægja henni fyrir húsaleigu og fæði, en þessi upphæð breytir miklu hjá okk- ur öllum. Ég var mjög hagsýn um þessi jól og keypti hræódýrar jóla- gjafir. En það tók tíma að finna þær!" Jónína á gamlan bíl sem hún seg- ist nánast ekkert nota þar sem hún býr í nágrenni vinnustaðarins: „Ég eyði um 500—1000 krónum á mán- uði i bensín. Hins vegar hef ég ekki efni á að borga tryggingarnar af honum og ætla þess vegna að leggja honum næst þegar kemur að ið- gjöldunum." Tæplega 10.000 í vikulaun Maður Jónínu er ítalskur og fær ekki starf hér við það sem hann hef- ur menntað sig til: „Hann vinnur við fiskvinnslu hjá SÍF og þetta eru hans laun," segir hún og réttir mér miða. Rúmlega 227 krónur á tím- ann? „Ég hélt í fyrstu að það væri verið að svindla á honum þar sem hann var útlendingur," segir Jónína. „Ég hringdi niður í Dagsbrún til að fá réttan taxta, og þetta er réttur taxti. Rúmar 227 krónur. Svona semur Dagsbrún fyrir sína menn. Fyrir átta stunda vinnudag fær hann þvi 1.816 krónur eða 9.080 krónur á viku. Af þeim launum fara 2000 krónur i mat á vinnustaðnum og 550 krónur í strætisvagnaferðir. Það sem eftir stendur, 6.530 krónur, fer i helgarinnkaupin. Svona semur verkalýðurinn fyrir verkalýðinn." Jónína telur lélega afkomu heim- ilanna eiga drjúgan þátt í fjölmörg- um hjónaskilnuðum: „Það liggur við að fólk skilji til að geta hugsað um sjálft sig. Maður verður ösku- reiður út í kerfið þegar maður sér hvert heimilið á fætur öðru splundr- ast. Hér er fólki refsað fyrir að gifta sig og allt gert til að stuðla að því að hjónabandið bresti. Fólk ætti að gera meira af því að vinna minna og helga tíma sinn börnum og maka. Gönguferðir kosta til dæmis ekk- ert!" Leigjendur eiga ekkert afgangs Hún segist vera búin að missa alla trú á stjórnmálaflokkum: „Flestir lofa upp í ermina á sér. Ég hef alltaf kosið sama flokkinn, en það ætla ég ekki að gera aftur. Það eru góðir menn i öllum flokkum en það er bara ekki nóg. Sjáðu bara Ólaf Ragnar Grímsson. Hann er i for- svari fyrir flokk sem talar um að berjast fyrir láglaunafólkið. En hvað gerist þegar þessi maður kemst í að- stöðu til að semja fyrir okkur? Ég vona bara að Sókn fari í verkfall núna og sýni þessum herrum hvar við stöndum. Það er ekki hægt að loka barnaheimilum og sjúkrahús- um borgarinnar. Eg er í samninga- nefnd fyrir Sókn og mér finnst tími til kominn að við semjum almenni- lega. Það er margt eldra fólk sem hefur ekkert til að lifa af. Þeir sem þurfa að leigja eiga ekkert afgangs. Viðkvæðið hjá þessu eldra fólki er að það hafi ekki efni á að fara í verk- fall. Ég er hins vegar viss um að það er fullt af fólki í þjóðfélaginu sem myndi styðja okkur til að fara í verk- fall og fá út úr því há laun. Há laun köllum við að hækka byrjunarlaun hjá 16 ára úr 37.130 krónum. Það búa ekki allir 16 ára hjá foreldrum sínum. Þeir þurfa að fá sér íbúð eða herbergi og eitt herbergi kostar frá 15.000—20.000 á mánuði. Ég styð alveg að sextán ára fái hærra kaup. Lágmarkslaun eiga ekki að vera undir 65—70.000. Ég treysti mér ekki til að segja já við samningum sem hljóða upp á 40.000 króna lág- markslaun, þvi við vitum að við lif- um alls ekki á þeirri upphæð. Þessir ráðherrar ættu að skipta við okkur í einn mánuð. Vinna okkar vinnu og taka við okkar launum. Það væri gaman að sjá hvernig þeim reiddi af. Og þetta á að heita velferðarþjóðfé- lag." Flutt úr landi Jónína segist þó ekki þurfa að kvarta miðað við marga aðra. Hún er trúnaðarmaður á vinnustaðnum og verður því vör við margt sem kannski enginn annar veit um: „Ég þarf ekki að kvarta. Með mér vinnur til dæmis einstæð móðir, rúmlega tvítug. Hún er með 42.463 krónur í mánaðarlaun og leigir fyrir 35.000 krónur. Auðvitað fær hún barna- meölag og mæðralaun, en meðlag- ið dekkar ekki dagheimilisgjaldiö sem er 7.900 krónur. Hún leitaði sér aðstoðar niðri á Félagsmálastofnun i neyð, því hún hreinlega gat ekki lif- aö. Hún fékk styrk þaðan en reyndi líka að klóra í bakkann með því að bæta á sig vinnu. Fyrir aukavinnuna fékk hún 20.000 krónur á mánuði en þar sem þau laun fóru inn á sama launamiða og dagvinnan var styrk- urinn frá Félagsmálastofnun, um 17.000 krónur, tekinn af henni. — Hér hafa líka unnið stúlkur sem hafa verið að kikna undan lánum. For- maður Sóknar, Þórunn Sveinbjörns- dóttir, hefur reynst mörgum félags- mönnum vel og meðal annars hjálp- að með því að láta sameina lán LISTIYFIR UTGJOLD Jónínu Hilmarsdóttur: FÖST ÚTGJÖLD MÁNAÐARLEGA: Lání bönkum 36.000,- Hiti (nu'úaltal) 2.600,- Rafmagn (inoúaltal) 1.000,- Sími (meöaltal) 1.000- Afnotagjald sjónvarps 1.600,- Stöð 2 2.000,- Samtals: 44.200.- kr. á mánuði x 12 = 530.400, ÖNNUR ÚTGJÖLD Á ÁRI: Fasteignaskattur 30.000,- Bifreiöatryggingar 30.000,- Húseigendatrygging 9.000- Heimilistrygging 6.000,- Samtals: 75.000, AFBORGANIR AF LÁNUM: Lífeyrissjóðslán afb. 19. janúar 35.000,- Lífeyrissjóðslán afb. 19. júlí 35.000,- Lífeyrissjóöslán, Sókn, afb. 20. apríl 55.000,- Lífeyrissjóðslán, Sókn, afb. 20. okt. 55.000,- Byggingarsjóöur ríkisins gjaldd. 1. nóv. 80.000,- Samtals: 260.000, MATARINNKAUP: Áætlun samtals á ári 600.000.- Úlgjöld alls 1.465.400, Laun (55.830, á mán.) 669.600.- Jónínu vantar því ríflega 795.800 krónur til að endar nái saman! FRAMFÆRSLUVISITALAN FYRIR JANÚAR 1990: Miðast við vísitölufjölskylduna, 3,4H manns pr. eitt ár. Matvörur Drykkjarvörur og tóbak Föt og skófatnaður Húsnæði, rafmagn og hiti Húsgögn og heimiiisbúnaður Heilsuvernd Ferðir og flutningar Tómstundaiðkun og menntun Aðrar vörur og þjónusta Önnur útgjöld ALLS 464.226,51 (38.713,- pr.mán.) 101.393.27 ( 8.450,- pr.mán.) 175.712,65 (14.640,- pr.mán.) 354.886,46 (29.570,- pr.mán.) 177.302,60 (14.780,- pr.mán.) 52.188,24 ( 4.350,- pr.mán.) 435.967,90 (36.400,- pr.mán.) 260.386,64 (21.700,- pr.mán.) 223.813,82 (18.650,- pr.mán.) 36.129,40 ( 3.000,- pr.mán.) 2.282.007,49 ÁGÖl Sæunn Ragnarsdóttir er fjög- urra barna móöir, gift ríkisstarfs- manni og þau eru meðal þeirra fjöl- skyldna sem nú standa frammi fyrir því aö selja ofan af sér húsnæðið í stað þess að missa það á nauðungar- uppboði. Áður en Sæunn eignaðist börn starfaði hún í sex ár í kjötversl- un allan daginn, var siðan heima- vinnandi í nokkur ár en á síðustu tveimur árum vann hún í bakaríi í nágrenni við heimili sitt: „Mér finnst börn þurfa á mæðrum sína að halda og þess vegna vann ég ekkert úti frá börnunum fyrstu árin. Ég taldi mig eiga áunnin réttindi í Versl- unarmannafélaginu og réð mig í bakari hálfan daginn fyrir tveimur árum," segir hún. Yngsta barn Sæ- unnar er 13 ára og í skóla, en þau eldri 16, 17 og 18 ára: „og tvö þeirra atvinnulaus". Síðasta hálmstráið að selja húsið „Meðan ég vann heima höfðum við auðvitað úr litlu að moða og gengum í fötum sem aðrir vildu henda. Það gerum við reyndar enn. Mér finnst hins vegar illa launað starf að vera heima hjá börnunum. Ég má víst þakka fyrir það að börn- in mín eru ekki í glæpavandræðum og hafa aldrei komist í kast viö lög- regluna. Það- þakka ég fyrst og fremst því að ég skyldi vera heima. Til að létta undir gerðist ég dag- mamma og var á tímabili með sex börn á heimilinu. Loks neyddist ég þó til að fara út á vinnumarkaðinn, en það dugði ekki heldur. Við erum það mörg í heimili, það er dýrt aö hafa börn og launataxti VR er þaö lágur aö launin duga ekki fyrir neinu." Ástæðu þess að þau seldu húsið segir Sæunn þá að þau ráði ekki lengur við afborganir og vexti af lánum „og þetta var síðasta hálm- stráið; að selja áður en við misstum þeirra í einum banka, þannig að hægt sé að borga kannski 13.000 á mánuði í staðinn fyrir 60.000. En þá hækka vextirnir . . . Tvær sam- starfsstúlkur mínar eru mikið að hugsa um að flytja úr landi, líkt og margir aðrir í sömu sporum. Önnur þeirra er að missa íbúðina og er bú- in að setja hana á sölu svo hún þurfi ekki að sjá á eftir henni á nauöung- aruppboð. Vextirnir og verðbæturn- ar eru allt að drepa." Sjálf hefur Jónína hugleitt að flytja úr landi: „En það eru börnin mín sem stöðva mig í því," segir hún. „Heldurðu að ég hefði það ekki betra ef ég færi í nám í útlönd- um og leigði íbúöina mína hér? En nei, þá bættust námslánin ofan á allt. Og mér finnst ekki rétt aö henda börnum inn í nýtt kerfi." Hver hefur efni á að fara á ball? Sumarfrí hefur Jónína ekki tekið sér í fimmtán ár. Hún hefur iðulega unnið i fríinu sínu til að bjarga heim- ilinu: „En nú geri ég það ekki oftar!" segir hún brosandi. „Ég ætla ekki að vinna fyrir ríkiskassanum allan ársins hring." Hún fór síðast á dans- stað fyrir hálfu ári: „Eins og ég er mikil félagsvera . . ." segir hún. „En liver hefur efni á því að fara út að skemmta sér? Þeir fátæku verða sí- fellt fátækari og þeir ríku ríkari. Svo er fólk hneykslað á manni að vinna á barnaheimili. Fólk lítur á mig undrunaraugum og spyr hvernig mér detti í hug að vera á þessum lús- arlaunum. En eru ekki alls staðar lúsarlaun hjá ríki og borg? Og hvar eiga börnin að vera þegar allir þurfa að vinna úti? Þetta starf nýtur ekki mikillar virðingar. Ég vona bara að það verði mikil harka í samningun- um og að konur standi saman. Það þýðir ekki að hugsa sem svo að eng- inn hafi efni á að fara í verkfall. Við höfum heldur ekki efni á að lifa því lífi sem okkur er boðið upp á í þessu þjóðfélagi."

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.