Pressan - 25.01.1990, Side 22

Pressan - 25.01.1990, Side 22
22 Fimmtudagur 25. jan. 1990 síðustu árin og það er ýmislegt sem veldur því að margir eru svartsýnir á að framhald verði á velgengninni. Það ríkir mikil óvissa í íslenskum handknattleik um þessar mundir og ýmsar blikur eru á lofti. Á hinn bóg- inn er líka ýmislegt sem gefur tilefni til bjartsýni og margir hafa ástæðu til að ætla að landsliðið geti jafnvel náð ennþá lengra en það hefur gert til þessa. Við skulum skoða þessi mál hér á eftir en fyrst skulum við líta á það sem framundan er hjá landsliðinu næstu vikur. Landsleikir í febrúar Nú hefur verið gert hlé á fyrstu- deildarkeppninni og verður ekkert leikið fyrr en að lokinni heimsmeist- arakeppninni um miðjan mars. Landsliðið er komið saman og byrj- að að æfa en enn eru nokkrir dagar þar til þeir liðsmenn sem leika er- lendis, á Spáni, i Vestur-Þýskalandi og Frakklandi, skila sér heim. Keppnin hefst í lok febrúar og mun sterkasti landsliðshópurinn hafa þrjár vikur til undirbúnings. Leiknir verða sjö landsleikir hér á landi í febrúar, þrír gegn Rúmenum, tveir gegn Sviss og tveir gegn Hollandi. Það hefur lítið verið um landsleiki hér á landi í vetur og því ætti fólk að hafa ástæðu til að fjölmenna á leik- ina í næsta mánuði sem ættu að geta orðið mjög skemmtilegir auk þess sem þeir skipta vitaskuld miklu máli í undirbúningi liðsins. Rúmenska liðið mun að líkindum draga að sér flesta áhorfendur. ís- lenskir handknattleiksáhugamenn eiga góðar minningar um rúmensk Þegar menn rifja upp árangur hand- knattleikslandsliðsins áður en Bogdan Kowaljzik tók við liðinu 1983 og leiða hug- ann að vinnubrögðunum sem síðan hafa ráðið ferðinni í þjálfun sést að vandi er á höndum með framtíðarlandsliðið. Erfið verkefni bíða sem hægt er að leysa farsællega en það er líka hægt að klúðra þeim hrapallega eins og reynslan úr fortíðinni sann- ar. Það er Ijóst að láti Bogdan af störfum eftir heimsmeistarakeppn- ina í mars verður ekki auðvelt að finna verðugan arftaka og sumir halda því raunar Iram að jafningi hans í handboltaþjálfun finnist ekki i heiminum. Það er hins vegar brýnt aö sá hugsunarháttur sem Bogdan hefur innleitt hér skjóti rótum: Æf- ing og aftur æfing er það sem gildir, vinna og aftur vinna. Þetta er sér- staklega mikilvægt þegar til lengri tíma er litid en mönnum getur yfir- sést það þegar þeir skoða hlutina i of þröngu samhengi. Menn geta ver- ið sammála um það að landsliðið hafi verið ofkeyrt á Ólympíuleikun- um en flestir sem til þekkja vita að ef ekki hefði komið til sú þjálfun hefði liðið ekki náð að sýna það sem þaö sýndi í B-keppninni. Með sam- bærilegum hætti má segja (þó það sé umdeilt) að þriggja vikna undir- búningur með sjö landsleikjum nægi að þessu sinni fyrir heims- meistarakeppnina þegar svo reynslumikið landslið sem það ís- ú lenska á í hlut. En verði þessi vinnu- * sbrögð við lýði í framtíðinni er eins - víst og að nýr dagur rennur upp að íslendingar munu ekki eiga sterkt landslið til langframa. Þó að mikiö æfingaálag hafi kannski komið nið- ur á leik liðsins af og til þá er það þessi harka og þessi vinnubrögð sem gert hafa liðið að því sem það er í dag. Það er því augljóst að við höfum það sjálf í hendi okkar hvort landslið framtíðarinnar verður í heimsklassa eöa leikur í C-keppni: Handknatt- leiksforystan sem þarf aö afla fjár og sýna vit og skynsemi í ráðningu þjálfara, félögin sem þurfa að halda áfram að sá í nýjan jarðveg og byggja upp íþróttina, leikmennirnir sem þurfa að leggja hart aö sér og við áhorfendurnir sem þurfum aö fylla Laugardalshöllina og íþrótta- húsin á landsleikjum og deildarleikj- um. Það er ekkert sjálfsagt mál að eiga gott landslið og það eiga menn eftir aö verða varir við á næstu miss- erum. Óvissan í handboltanum: Hrun framundan eða stórsigrar? Það er mikið um að vera í hand- boltanum næstu vikur og það eru stórar spurningar sem menn spyrja sig þesa dagana um íþróttina. Heimsmeistarakeppnin í Tékkóslóv- akíu er á næsta leiti og kunnuglegur fiðringur er farinn aö gera vart viö sig í íþróttaumfjöllun fjölmiðla þó að menn forðist nú jafnbjartsýnislega spámennsku og oft hefur tröllriöid umræðunni rétt fyrir stórmót. En handknattleiksunnendur spyrja sig margir hverjir fleiri spurninga þessa dagana en um árangur landsliðsins í næstu heimsmeistarakeppni þó að það komi ekki fram í íþróttaumfjöll- un fjölmiðla nema með óbeinum hætti: Hvað tekur við eftir heims- meistarakeppnina? Hvað er fram- undan í landsliösmálunum? Það er ekkert sjálfsagt mál að eiga landslið í fremstu röð í heiminum eins og ís- lendingar hafa átt í handboltanum

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.