Pressan - 25.01.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 25.01.1990, Blaðsíða 23
handknattleikslandslið. Rúmenar urðu heimsmeistarar 1970 og 1974. Þetta gullaldarlið þeirra lék frægan vináttulandsleik hér í Laugardals- höllinni 1971 sem lyktaði með jafn- tefli 14—14, og þótti það stórkostleg- ur árangur hjá íslenska liðinu sem sjaldan lék vel á þeim árum nema í vináttuleikjum í Laugardalshöllinni. Maðurinn á bak við jafnteflið var markvörðurinn frækni, Hjalti Ein- arsson úr FH. Rúmenska liðið var í allra fremstu röð þar til í heims- meistarakeppninni í Sviss 1986 er liðið lét nokkuð á sjá í leik sínum. Sigur okkar manna gegn Rúmenum í þessari keppni verður lengi í minn- um hafður, enda leikurinn ótrúlega spennandi' auk þess sem úrslitin voru vendipunktur í íslenskri hand- knattleikssögu. Rúmenar döluðu nokkuð um þetta leyti en voru greinilega aftur komnir með hörkulið í B-keppninni í Frakklandi í fyrra. Þeir urðu í þriðja sæti og voru eini andstæðing- ur íslenska liðsins sem því tókst ekki að sigra. Það má því henda á lofti týpískan íþróttafrasa og segja að ís- lendingar eigi harma að hefna gegn Rúmenum í Laugardalshöllinni í næsta mánuði en leikirnir verða um og eftir tíunda febrúar. Svisslendingar hafa lengi þótt nokkuð skæðir andstæðingar þó að Islendingum hafi yfirleitt gengið vel gegn þeim. Minnisstæður er tauga- leikur okkar manna gegn Sviss í B- keppninni sem lauk með eins marks sigri íslendinga. Svissneska liðið stóð sig vel í B-keppninni og það er fengur að heimsókn liðsins. Sviss- lendingar leika hins vegar nokkuð sérstakan handknattléik sem sjald- an vekur hrifningu áhorfenda: Sóknir liðsins eru með afar einhæf- um leikkerfum og helst er ekki skot- ið á markið fyrr en í þann veginn sem dómarar eru að fara að dæma töf á liðið. Hollendingar eru aftur á móti i hópi lakari þjóða og betra hefði ver- ið að mæta sterkari andstæðingi í síðustu leikjum fyrir heimsmeistara- mótið. Hvað gerist í Tékkóslóvakíu? Þessari spurningu verður ekki svarað hér. Margir telja ekki ástæðu til bjartsýni og hafa áhyggjur af því hve undirbúningur liðsins er lítill að þessu sinni. Aðrir blása á þetta og vísa til mikiltar leikreynslu liðsins en sami landsliðskjarninn hefur nú verið í nokkuð mörg ár. Liðið verður að mestu skipað sömu leikmönnum og hlutu gullverðlaun í B-keppninni ■í fyrra. Samæfing liðsins þegar til lengri tíma er litið er mjög góð þó misbrestur hafi orðið á henni í vetur. Greinarhöfundur er hins vegar þeirrar skoðunar að aldrei sé bein- línis ástæða tii bjartsýni fyrir A- heimsmeistarakeppni og Ólympíu- leika. Samkeppnin er geysilega hörð á toppnum og lítið má út af bera til að ekki fari illa. Liðið náði sér svo stórkostlega vel á strik í B- keppninni að ekki er hægt að gera ráð fyrir því að slíkt endurtaki sig. Annað atriði er það að þó að mörg sterk lið hafi tekið þátt í B-keppn- inni þá eru jafnari og sterkari lið í A- keppninni. íslendingar eru í riðli með Júgóslövum, Spánverjum og Kúbverjum. Þrjú efri liðin í ríðlinum komast í milliriðil og þar tekur við keppni gegn Sovétmönnum, Austur- Þjóðverjum og Pólverjum. Það þarf ekki glöggskyggnan rriann til að sjá að hér verður viö ramman reip að draga. Vissulega gætu íslendingar sigrað öll þessi lið að Sovétmönnum undanskildum á góðum degi eins og sagt er, en það að krefjast topp- árangurs fyrirfram í keppni við lið af þessu tagi er vafasamt í meira lagi. Það gildir núna eins og svo oft áður aö það er best að gera ráð fyrir því versta en vona það besta. Handónýtt keppnis- fyrirkomulag Sífellt stagl um A-þjóðir og B-þjóð- ir i handbolta er heimskulegt og vill- andi. B-flokkur er orðalag sem oft er notað um ódýra matvöru og lé- legar kvikmyndir og á vægast sagt illa við í þessu sambandi. Sam- kvæmt þessari flokkun er aðeins til ein B-þjóð í handknattleik í heimin- um núna, en þaö eru Danir sem höfnuðu í 7. sæti í síðustu B-keppni, síðan er til slatti af C-þjóðum og 16 A-þjóðir. Það eru semsagt 16 sterkar í handbolta, eitt landslið sem er i meðallagi og síðan fjöldi af lélegum landsliðum samkvæmt þessum skilningi. Sex efstu þjóðir í A-keppni (heimsmeistarakeppni og Ólympíu- leikar) tryggja sér sjálfkrafa sæti í næstu A-keppni sem 16 bestu þjóð- irnar taka þátt í. Við þennan hóp sex bestu þjóðanna bætast síðan sex efstu þjóðirnar úr B-keppni, lið gestgjafanna og nokkur lið utan Evrópu. Það að tala um A-þjóðir og B-þjóðir býður eftirfarandi túlkun heim: Lið sem nær þriðja sæti í B- keppninni tryggir sér þátttökurétt í næstu A-keppni og telst jafnframt í níunda sæti í heiminum (í þriðja sæti fyrir neöan sex efstu þjóðirn- ar). Samkvæmt fyrrgreindu orða- lagi kallast það A-lið. Verði liðið síð- an í sjöunda sæti í A-heimsmeistara- keppninni er það orðið númer sjö í heiminum en viö þaö að bæta sig um tvö sæti á heimsskalanum er það orðið B-lið en var A-lið þegar það var í níunda sæti í heiminum, vegna þess að lið sem verður fyrir neðan sjötta sæti í A-keppninni verður að taka þátt í B-keppni til að komast í næstu A-keppni. Þetta var gagnrýni á orðalag og hugsunarhátt sem byggður er á mis- skilningi en ennþá verra er sjálft keppnisfyrirkomulagið sem er úr sér gengið og úrelt. Það var gott og gilt fyrir tíu til tuttugu árum þegar fáar þjóðir sköruðu fram úr og handknattleikur var vanþróuð íþrótt í flestum löndum. Nú eru liðin orðin miklu jafnari og lítill sem eng- inn munur á tíu bestu landsliðum heims. Menn geta spurt sig hvaða erindi lið á borð við Norðmenn, Búlgari og Vestur-Þjóðverja (en þeir síðastnefndu eru í sama gæðaflokki og íslendingar og státa af mun betri félagsliðum en við) hafi að gera í keppni með Færeyingum og Tyrkj- um en þessi lið taka þátt í næstu C- keppni. Mörkin sem þetta keppnis- fyrirkomulag setur á milli liðanna eru einfaldlega ekki lengur rétt dregin. Langbesta lausnin á þessu vandamáli og sem án efa yrði til góðs fyrir handknattleikinn sem slíkan væri að skipa liðum í forriðla með heima- og úti-leikjum eins og tíðkast í knattspyrnunni. Liðunum í riðlunum yrði skipað í styrkleika- flokka og efstu liðin tryggðu sér þátttökurétt í heimsmeistara- keppni. Þaö er dragbítur á þá við- leitni að auka vinsældir íþróttarinn- ar að ekki sé hægt að bjóða upp á landsleiki sem skipta einhverju máli í hverju landi fyrir sig en með þess- ari breytingu, sem á sér marga for- mælendur, myndi dæmið snúast við. Hvað gerist eftir heimsmeistara- keppnina? Handknattleiksunnendur voru enn í sæluvímu eftir B-keppnina í Frakklandi í haust en voru vaktir upp með andfælum með hrakförum félagsliðanna í Evrópukeppninni: KR-ingar voru slegnir út í fyrstu um- ferð af norsku iiði, sænska liðiði Drott rótburstaði Stjörnuna í báöum leikjunum og Valsmenn töpuðu öðr- um leik sínum gegn færeysku liði. Handboltinn sem 1. deildar-liðin hafa boðið upp á i vetur hefur oft verið upp á færri fiska en loðnan sem finnst í sjónum en á sama tíma þykir fyrirsjáanlegt að kynslóða- skipti séu framundan í landsliðinu, sem er að miklu leyti skipað leik-, mönnum sem leika meö erlendum liðum. Margir handknattleiksunn- endur eru svartsýnir á að okkur tak- ist að tefla fram jafnsterku liði næstu árin og gert hefur verið undanfarin ár. En ástandiö er kannski ekki eins alvarlegt og það virðist í fljótu bragði. Staðreyndin er sú að við eig- um fjölda efnilegra handknattleiks- manna sem ennþá eru mjög ungir að árum og þurfa tíma til að sanna getu sína í 1. deildar-keppninni og sýna handknattleik í þeim gæða- flokki sem iandsliðið er í og þar að auki eru margir landsliðsmannanna ungir ennþá og eiga mörg ár eftir á toppnum. Kynslóðaskiptin ættu því að geta orðið hæg og stöðug. Við skulum til gamans líta á þá leik- menn sem líklegir eru til að skipa framtíðarlandslið okkar og sumir „eru þegar farnir að banka á dyrn- ar" eins og stendur í frasasafninu. Athygli vekur hinn mikli fjöldi eínilegra markvarða sem kömið hefur fram í vetur og í Jyrra. Leifur Dagfinnsson hjá KR, senrer rétt lið- lega tvítugur, hefur þegar fengið að spreyta sig hjá landsliðinu en auk hans má nefna Hallgrím Jónasson, ÍR, Hrafn Margeirsson, Víkirigi (hef- ur líka leikið með landsliðinu), Sig- trygg Albertsson, Gróttu. og Berg- svein Bergsveinsson, FH. Þetta eru allt leikmenn sem koma til álita sem arftakar núverandi landsliðsmark- varða. Af stórskyttum má nefna Gylfa Birgisson, Stjörnunni, Ólaf Gylfason, IR, og landsliðsmennina Júlíus Jónasson pg Héðin Gilsson. Birgir Sigurðsson, Víkingi, er efni- legasti línumaður okkar um þessar mundir. Hornamenn landsliðsins eru ungir að árum en Konráð Olavs- son, KR, gæti bæst í hóp þeirra í ná- inni framtíð. Og þetta er ekki nema hluti þeirra mörgu efnilegu leik- manna sem vakið hafa athygli und- anfarið. Það er hins vegar ekki nóg að eiga efnilega leikmenn. Það hafa alltaf verið til góðir handknattleiksmenn á íslandi en virkilega gott landslið höfum við aðeins átt í nokkur ár. En til að ná árangri sem menn sætta sig við þarf frábæra þjálfun, stöðugar æfingar og sífellda keppni, lands- leiki og aftur landsleiki. Árangur landsliðsins undanfarin ár hefur ekki aðeins kostað miklar fórnir og ósérhlífni leikmanna, heldur einnig mikla fjármuni. Síðustu misserin hefur harðnað á dalnum í þessum efnum, samfara versnandi þjóðar- hag. Þetta er vandamál sem erfitt gæti orðið að leysa þó menn séu raunar þegar farnir að bregðast við vandanum, meðal annars með sjö ára auglýsingasamningi við Lands- bankann sem á eftir aö auka tekjur HSÍ verulega.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.