Pressan - 14.02.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 14.02.1991, Blaðsíða 2
, i. c. r rl FIMMTUDAGUR PRESSAN14.. FEBRÚAR 1991 IMú er að líða að þvi að verkið Ég er meistarinn verði tekið af fjölum Borgarleikhússins. Það vekur óneitanlega at- hygli þvi verkið gengur enn fyrir fullu húsi. En þetta á sér allt náttúrleg- ar skýringar því aðalleik- konan ELVA ÓSK ÓLAFS- DÓTTIR er nefnilega ófrísk. Að sögn leikstjór- ans KJARTANS RAGNARS- SONAR þá er geysileg vinna að æfa nýja leik- konu í hlutverkið og því var ákveðið að hvíla verkið um sinn. Það verður líklega tekið aftur upp í haust. Nýr skemmtistaður er að fæðast í miðbæ Reykjavíkur. Verður hann í Austurstræti 22 og er það SVEINN EGILL ÚLFARSSON sem stend- ur fyrir honum. Sveinn stofnaði Gauk á Stöng á sínum tíma en rekur nú Arnarhól og Óperukjall- Það er kannski of snemmt að fara að segja plötusögur en nú hefur heyrst af því aö stór- söngvannn EGILL ÓLAFS- SON ætli loksins að „slá í gegrí' og sé að undirbúa s/na fyrstu sólóplötu. Æ <z£eUm<zn oy finjSeuz&zttdúí „Þetta hefur verið í bígerð í höfðinu á mér í langan tíma en komst ekki á koppinn fyrr en fyrir þrem vikum," sagði Valdimar Örn Flygenring leikari en hann hefur nú formlega stofnað hljómsveit. Hún heitir Hennes Verden upp á dönsku eða Heimur hennar á íslensku í höfuðið á vinsælu prjónablaði. Þetta er nú eiginlega hálf- gert tríó því með Valdimari eru aðeins tveir aðrir, þeir Halldór Lárusson sem leikur á trommur og Björn Vil- hjálmsson bassaleikari. Fyrir tónlistarfrík má nefna það að Halldór hefur leikið í hljóm- sveitinni Júpíters en Björn hefur verið í hljómsveitinni íslandsvinum. Valdimar spilar á gítar og syngur en hann hefur reynd- ar komið nálægt tónlistar- bransanum áður, gaf meira að segja út plötu snemma á níunda áratugnum. „Ég held að það sé óhætt að segja að ekki hafi margir hlustað á hana,“ segir Valdimar. En ef við snúum okkur aft- ur að nútíðinni þá tekur Valdimar fram að tónlistin sé öll á mýkri nótunum enda getur hljómsveitin æft heima í stofu. — En hefur þetta allt saman einhvern tilgang? „Engan annan en að vera mönnum til gleði, ánægju og yndisauka," segir Valdimar. Sjómaður í fegurðarsamiceppni Það er líklega ekki á hverjum degi sem sjómað- ur tekur þátt í fegurðar- samkeppni en að sjálf- sögðu eru það Suðurnesja- menn sem brjóta ísinn. Einn af þátttakendunum í Fegurðarsamkeppni Suð- urnesja er 19 ára mær, Þyri Ásta Hafsteinsdóttir. Við kynningu á stúlkunni í Víkurfréttum kemur fram að hún hefur stundað sjóinn stíft frá 15 ára aldri og þegar hún var 18 ára var hún eitt ár á sjó. „Við vorum á humri, rækju og troili," segir Þyri í viðtali við blaðið en af myndum af henni að dæma virðist henni síður en svo hafa orðið meint af volkinu. fCannski að það sé heppifegur undirbún- ingur fyrir verðandi feg- urðardrottningar að bregða sér á Haiamið? Fsreyskur blúsariá íslenskum skálabekk Á Islandi er fjölskrúðugt safn tónlistarmanna, En hver myndi trúa því að til væri færeyskur trommuleikari af þýskum ættum sem syngur blús? Fáir’ — en auðvitað heit- ir hann James Olsen. „Ég kom hingað í tónlistarnám enda eru ekki miklir möguleikar á þvi í Færeyjum. Hér eru mun betri skólar," sagði James sem er í Tónlist- arskóla FÍH. Þar er gott að vera segir James en hann er þar einn í hópi fimm Færeyinga. Hér hyggst hann vera næstu fjögur árin. James er aðeins 21 árs en þetta er ekki fyrsta ferð hans til íslands þvi hann kom með hinni frægu hljómsveit Vík- ing band til íslands árið 1988. Þá spiluðu þeir á Melgerðis- melum um verslunarmanna- heigi: „Það var fyllerí, fyllerí og aftur fyllerí‘‘ sagði James en tók fram að það hefði einnig verið rosalega gaman. Eins og áður segir þá er James trommuleikari og sem slíkur segist hann spila allt — allt frá völsum í þungarok — en hann syngur bara blús. „Mér líkar vel á íslandi og hér er betra að vera en í Fær- eyjum en sérstaklega er það músíklífið sem er betra. Þá er yndisiegt að geta fundið jass hérna? sagðv þessi marg- breytilegi Færeyingur. LÍTILRÆÐI Porvaldur Gardar, væri ekki hreiniega rád ad selja Chile-búum kvóta- kerfið? „Fengju þeir sanna mynd afkerfinu hefég ekki trú ó kaupum. Til ad eitthvaö sé söluvara þarf verömœti." Möguleiki er á þvi að Islendingar muni kenna Chile-búum hvernig nota eigi kvótakerfi til aö „nýta auð- lindir sínar á sem skynsamlegastan hátt". Porvaldur Garðar Kristjánsson hefur verið einn helsti andstæðing- ur kvótakerfisins. af skæsjannel Að undanförnu hafa sjálf- kjörnir útverðir íslenskrar tungu barmað sér sárlega í Morgunblaðinu undan aðför Svavars Gestssonar að móð- urmálinu. Síðasta fólskuverk þessa varmennis skilst mér sé að leyfa beinar útsendingar frá flóabardaganum í austur- löndum, ótextaðar i stað þess að krefjastþess að strið- ið sé flutt íandsmönnum á ástkæra ilhýra málinu, til að efla það gullaldmmálfar sem sjónvarp og útvarp standa svo dyggilega vörð um. Upphaf þessa máls er það að fyrir einhverjum vikum braust út ófriður við Persa- flóa og var jafnvel búist við því að ný heimsstyrjöld væri í aðsigi. Þessum umsvifum and- skotans þótti íslenskum fréttahaukum ástæða til að sjónvarpa inná gafl á hverju íslensku heimili með aðstoð gerfihnatta og, eins og það er kallað, ,,beint“. Nú er það eðli beinna út- sendinga að þær eru ekki „óbeinar" ogþessvegna eðli máisins samkvæmd enginn kostur að snara þeim á ís- lensku. Og ef erlendir frétta- menn tala ekki íslensku þá eru beinar útsendingar, til dæmis á stríði — að dómi virtustu málvöndunar- manna — tilræði við ís- lenska tungu. Og nú storma siðgæðis- verðir tungunnar fram á rit- völlinn mundandi stílvopnin i grátklökkum biaðagrein- um með ljóðaívafi og for- dæma andskota íslenskrar tungu, Svavar Gestsson, fyr- ir að leyfa ótextaða síbylju úr „Skæsjannel" og setja þannig blett á hina fiekk- lausu ljósvakamiðla sem eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma eru til mikiliar fyrir- myndar um íslenskt málfar. Sumir ætla þó að það sé ekki enskan, þýskan, ítalsk- an eða franskan sem sé til- ræði við íslenskt mál í sjón- varpinu, heldur einfaldiega isienskan einsog hún er stundum framreidd í sjón- varpi og útvarpi. En slíkum fullyrðingum vísum vér málverndunar- menn á bug. Að vorum dómi er móður- málinu best borgið ef for- gangsverkefnum sjónvarps- ins, ensku knattspyrnunni, dægurlagasamkeppnum og erlendum poppþáttum fyig- ir kjarngóður islenskur munnræpútexti í þágu ísr lenskrar tungu og menning- ar. Erkióvinur íslenskunnar, Svavar Gestsson, má vita að málvöndunarmenn munu ekki una þeirri aðför sem gerð er að íslenskri tungu ef bein útsending á Persaflóa- stríðinu eða júróvisjón- keppninni fer ekki fram á ís- lensku. Svavar þykist ef til vill hafa það sér til málsbóta að ís- lenskan sé stundum illskiij- aniegri i isienska sjónvarp- inu helduren útlenska. En hversvegna beitti hann sér þá ekki fyrir því að dæg- urlagakveðskapurinn í und- anriðli júróvisjónkeppninn- ar væri textaður ti\ skiln- ingsauka fyrir venjulegt fólk. Sem betur fer eru lands- menn orðnir hagvanir í mál- farsgróðri útvarps og sjón- varps, þar sem skrautblóm á við þessi gróa: SJALDAN ER ÖLL BÁRAN STÖK. RÓM VAR EKKI BYGGÐ Á HVERJUM DEGl. Um ieið og Svavar verður dreginn til ábyrgðar fyrir allt sem aflaga fer í íslenskri málrækt má ef til vill hug- leiða hvort textun á stríði í beinni útsendingu gæti ekki orðið verra tilræði við ís- lenska tungu helduren Skæ- sjannel á frummálinu sem enginn nennir lengur að horfa eða hlusta á. Flosi Ólafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.