Pressan - 14.02.1991, Blaðsíða 26
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR
6. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR
FIMMTUDAGURINN 14. FEBRUAR 1991
STOFNAÐ 1990
Ég bara vissi
ekkl fyrr en
fyrirtækið var
komið á hansinn
— segir Magnús
Lárusson, sem hefur
sett sitt nítjánda
fyrirtœki á hausinn
Kópovogi, 14. febrúor
„Ég skíi þetta ekki,
bankinn skilur þetta ekki,
þeir hjá Byggðastofnun
skilja þetta ekki og starfs-
fólkið skilur þetta ekki,“
sagði Magnús Lárusson
stóratvinnurekandi þegar
hans nítjánda fyrirtæki
var tekið til gjaldþrota-
skipta um helgina.
„Auðvitað erum við gáttað-
ir á þessu," sagði Valur Vals-
son, bankastjóri íslands-
banka, í samtali við GULU
PRESSUNA.
„Þó Magnús hafi verið
óheppinn undanfarin ár töld-
um við víst að honum tækist
þetta núna. En það virðast
engin takmörk fyrir hvernig
markaðurinn getur leikið
hann Magnús, eins og þetta
er góður pittur."
Samkvæmt heimildum
GULU PRESSUNAR munu
ýmsir bankar og sjóðir tapa
um 400 milljónum á gjald-
þrotinu.
„Við höfum séð það verra
hjá Magnúsi og erfum þetta
ekki við hann," sagði Guð-
mundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar í samtali
við GULU PRESSUNA.
í þetta sinn var það fram-
leiðsla á stöllum undir styttur
sem fór á hausinn hjá Magn-
úsi. Áður hefur hann rekið
iðnfyrirtæki sem hafa fram-
leitt dósaupptakara með
skeiðklukkum, kólestról-
snautt refafóður, stefnuljós
fyrir skuttogara og margt
fleira.
„Ef þetta kennir mér eitt-
hvað þá er það að halda
ótrauður áfram," sagði Magn-
ús í samtali við GULU PRESS-
UNA.
NAKINN MAÐUR Á REIÐHJÓLI
SKELFIR
HVERGERÐ
INGA
VIÐ ÆTLUM
AD KÆRA TIL
MANNRÉTTINDA-
DÓMSTÓLSINS
— segja Bíbi og Bárður, sem
hafa sent inn lög í Eurovision
frá upphafi en aldrei komist í
úrslit.
Konurnar í Hveragerði á æfingu
SKOTFÉLAG KVENNA
STOFNAÐ í HVERAGERÐI
— maðurinn á hjólinu var ekki kveikjan en hann
hefur hjálpað okkur við öflun félaga, segir Elfa
Vignisdóttir, formaður félagsins.
Hjón í Hlíöahverfinu
Ég hef trú á að þetta takist
næst, segir Magnús Lárusson.
Ræktnðu tvær lúður
og einn ál — og fengu 57
milljónir í afurðalán
— hann birtist alltaf á
götunum þegar
Hemmi Gunn er í
sjónvarpinu, segir Elfa
Vignisdóttir, sem hef-
ur séð manninn tólf
sinnum.
Þessa mynd tók Elfa út
um eldhúsgluggann sinn i
gaerkvöldi.
Reykjgvík 14. fqbrúar
„Þetta var nú bara tóm-
stundagaman hjá okkur
þar til ávísanirnar frá
Landsbankanum tóku að
streyma inn. Nú erum við
orðin háð þessum pening-
um og treystum okkur illa
til þess að skera niður
neysluna,“ sagði Berta
Njálsdóttir, en hún og eig-
inmaður hennar hafa feng-
ið um 57 milljón króna af-
urðalán frá Landsbanka
Islands út á tvær lúður og
einn ál sem þau hafa hald-
ið í lítilli tjörn í garðinum
við húsið þeirra við
Bröttuhlíð.
„Við sóttum aldrei um nein
lán," sagði Grettir Kristjáns-
son, eiginmaður Bertu, í sam-
tali við GULU PRESSUNA.
„Þeir hjá bankanum virðast
bara hafa frétt af þessu tóm-
stundagamni okkar og sent
okkur lánin."
Á bankaráðsfundi í Lands-
bankanum í gær var ákveðið
að kæra þau Bertu og Gretti
til rannsóknarlögreglunnar.
„Það liggur ljóst fyrir að
þau fengu mun meira en þau
áttu að fá,“ sagði Sverrir Her-
Við höfum æft stíft, látið
sauma á okkur búninga og
erum tilbúin í slaginn, segja
Bíbí og Bárður.
Ragnar Vilbergsson sýnir blaðamönnum hvar bjölluöt hafa
verið framin á undanförnum mánuði.
Foruarnarstarf lögreglunnar
••
Reykjavík, 14. febrúar
BJOLLVAT ER
ALGJÖRTFRAT
— er slagorö átaksviku gegn sívaxandi
bjölluötum
næsta vika verður helguð
baráttunni gegn bjölluötum.
Þjóðfrægir Islendingar hafa
setið fyrir á myndum sem
birtar verða á veggspjöldum,
rokktónleikar verða haldnir
undir yfirskriftinni „Bjölluat
er algjört frat" og margt fleira
verður gert.
„Við viljum reyna að tala
tungumál sem þeir sem
fremja ötin skilja," sagði
Ragnar á fundinum.
„Því segjum við: Það er
púkalegt að glíma — við
ókunnuga dyrasíma."
„Margir gera sér ekki
fyllilega grein fyrir hvaða
ónæði bjölluatið getur
valdið. Meö þessu átaki
viljum við reyna að draga
það fram í dagsljósið, bæði
fyrir þá sem verða fyrir at-
inu en þó sérstaklega þá
sem hafa stundað það,“
sagði Ragnar Vilbergsson,
lögreglufulltrúi hjá for-
varnadeild lögreglustjór-
ans í Reykjavík, á blaða-
mannafundi í gær.
Á fundinum kom fram að
Fiskverkamadur frá
Neskaupstad
Þykir sláandi
líkur Englands-
drottningu
Neskaupstað, 13. febrúar
„Þetta hefur ekki valdið
mér neinum óþægindum.
Ég hef bara gaman af þess-
um ruglingi,“ sagði Páll
Kjartansson, fiskverka-
maður frá Neskaupstað, í
samtali við GULU PRESS-
UNA, en Páll þykir sláandi
líkur Elísabetu Englands-
drottningu.
„Mér var dálítið strítt hér á
árum áður og þá sérstaklega
þegar ég klæddi mig upp í
kjóla og svoleiðis. En á seinni
árum held ég að þorpsbúar
séu bara stoltir af mér,“ sagði
Páli.
Hann hefur haft það fyrir
Páll Kjartansson fiskverka-
maöur
vana að klæða sig upp á
kvöldin og skartar þá bæði
kórónu og öðrum djásnum.
„Hann hefur haldið sig
mest hérna í sjoppunni hjá
mér,“ sagði Benedikt Ólafs-
son verslunarmaður. „Hann
gerir engum mein. Það er
helst að þeir Bretar, sem
koma hingað á sumrin, láti
hann fara í taugarnar á sér."
Páfagaukur í blómabúd
Kærður fyrii
meiðyrði
Hveragerði, 13. febrúar___
„Ég var ekki fyrr kom-
inn inn í búðina en fugl-
inn réðst að mér með
munnsöfnuði sem ég get
ekki haft eftir. Mér
krossbrá og roðnaði,
enda var búðin full af
fólki sem heyrði svívirð-
ingarnar í minn garð,“
sagði Guttormur J. Ein-
arsson, atvinnumálafull-
trúi umhverfisráðherra,
í samtali við GULU
PRESSUNA, en hann hef-
ur kært páfagaukinn Bó-
bó fyrir meiðyrði.
Samkvæmt heimildum
GULU PRESSUNNAR er
þetta ekki í eina skiptið
sem Bóbó hefur gengið
fram af fólki með munn-
söfnuði sínum en hingað til
hefur enginn kært hann.
„Ég er ekki einungis að
kæra fyrir mína hönd,"
sagði Guttormur, „heldur
fyrir alla þá sem hafa mátt
Bóbó var enn í blómabúðinni í
gærkvöldi og virtist ekki hafa
látiö stefnuna á sig fá.
þola óhróðurinn frá þess-
um fugli."
„Ég ætla ekki að verja
Bóbó," sagði Úlfar Einars-
son, eigandi blómabúðar-
innar sem hefur haldið Bó-
bó undanfarin ár. „Bæði er
að ég hef ekki efni á að
borga lögmönnum og eins
er ég orðinn hálf leiður á
fuglinum. Hann verður því
sjálfur að borga sektirnar
sem hann verður dæmdur
til að greiða."
Berta og Grettir meö lúðurnar tvær og álinn.
mannsson bankastjóri við
GULU PRESSUNA.
„Ég held að þetta sýni að
Landsbankinn þarf að endur-
skoða útlánareglur sínar,"
sagði Grétar Höskuldsson,
einn af talsmönnum fiskeldis-
manna.
„Það er fjöldinn allur af
fólki út um allt land sem á um
sárt að binda vegna þessara
lána. Ég veit þannig um fólk
sem hefur þurft að byggja sér
300 fermetra einbýlishús,
byggja útisundlaug og leggj-
ast í ferðalög út af þessum
lánum. Við hjá félagi fiskeld-
ismanna erum að undirbúa
skaðabótakröfur á hendur
bankanum," sagði Grétar.