Pressan - 14.02.1991, Blaðsíða 18
/
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN14.. FEBRÚAR 1991
Ein af ótal kenningum um
hvers vegna fólk kyssist
svona mikið felur i sér að í
fyrndinni hafi frummaðurinn
áttað sig á að með því að
skiptast á munnvatni við aðra
frummenn hafi þeir fundið
fyrir sameiginlegri vellíðan.
Líffræðingar hafa leitt líkur
að því að þetta hafi ekki verið
úr lausu lofti gripið hjá frum-
manninum. Með munnvatn-
inu berast virk efni sem hafa
áhrif á hugarástand þess sem
þiggur.___________________
Og þegar þetta er komið
upp á borðið liggur beinast
við að halda áfram á sömu
braut og stíga skrefið til fulls:
Ástin er aðeins líffræðileg
svörun við efnum sem berast
með blautum kossi.
KVALA-KOSSINN OG
NART-KOSSINN
En það eru ekki allir kossar
Kossar eru hollir. Þeir
mýkja upp allt að tuttugu
og níu andlitsvöðva og
œfa hjartavöðvana.
hjarta og æðasláttur
eykst um allt að 50 pró-
sent.
eins. Rómverjar skiptu koss-
um niður í nokkra meigin-
flokka; osculum, sem er vin-
arkoss á kinn, basium, sem er
hrifningarkoss á varir og su-
avium, sem er koss elskenda.
Þrátt fyrir að þeir tveir fyrr-
nefndu séu góðra gjalda
verðir ætlum við einkum að
skoða þann síðasttalda.
Biblía ást leitinna unglinga í
lok sjöunda áratugarins var
bókin Listin að kyssa eftir
Hugh Morris. Hugh þessi var
Alnæqrú smftast ekki
með kossum. Flensa, síf-
ilis og herpes gera það
hins vegar.
mun nákvæmari í flokkun
sinni en Rómverjar. Kannanir
hans á leyndardómum koss-
anna hafa leitt í ljós fjölmarga
flokka; andlegi-kossinn,
sog-kossinn, augnhára-koss-
inn, kvala-kossinn, raf-
magns-kossinn, nart-kossinn,
óvænti kossinn og dans-koss-
inn eru aðeins fáar af þeim
tegundum sem Hugh þessi
fann og flokkaði.
BLESSAÐIR
HÆLIÐ ÞÉR HENNI!
Ef einhver er búinn að
gleyma þessari bók hans
Hugh þá má minna á að pilt-
arnir sem króuðu stúlkurnar
af upp við armana á sófunum
í unglingapartíunum, geysp-
uðu og teygðu úr sér þar til
þeir voru skyndilega komnir
með aðra hendina utan um
axlirnar á stúlkunum höfðu
lært list sína af Hugh.
Um framhaldið segir Hugh:
„Þegar þér hafið komið
handleggjunum þægilega
fyrir um herðar stúlkunnar,
og „allt virðist í himna lagi"
er næsta skrefið að skjalla
hana á einhvern hátt. Öllum
konum þykir lofið gott. Þeim
þykir vænt um að heyra að
þær séu failegar, jafnvel þótt
spegillinn á móti þeim endur-
varpi lyginni beint framan í
ófrítt smettið á þeim.
Blessaðir hælið þér henni!
Segið henni að hún sé fal-
leg!“
Svo mælti Hugh Morris í
lok sjöunda áratugarins og
brautskráði heila kynslóð af
ómótstæðilegum flögurum.
VARIR SEM
EFTIRMYNDIR
SKAPABARMA
Annar Morris var einnig
upp 4 sitt besta á sjöunda ára-
tugnum; Destnond Morris,
mannfræðingur sem virðist
ekki meta kenningar eftir
sennileika heldur skemmt-
Samkvæmt Heimsmeta-
bók Guinness varði
lengsti koss sögunnar í
417 klukkustundir (tvær
vikur, 3 daga og níu
klukkustundir).
hvers
anagildi. Ein af hans allra
skemmilegustu kenningum
snýst einmitt um kossa.
Nokkrar apategundir hafa
náð leikni í því að líkja eftir
kynfærum sinum með andlit-
inu og nota þetta óspart í ást-
arleikjum sínum. Morris
hreifst að þessum leikjum ap-
anna og bjó til kenningar um
hvernig konan beitti svipuð-
um brögðum til að fá karlinn
til lags við sig.
Samkvæmt kenningum
Morris hafa varir konunnar
tekið á sig mynd skapabarm-
anna. Reyndar fylgir það
með að brjóstin eru eftir-
mynd af rassi.
LIPRAR OG MJÚKAR
TUNGUR MIÐJARÐAR-
HAFSINS
En á sama hátt og menn
hafa velt því fyrir sér hvers
vegna fólk er að kyssast
þannig velta menn því fyrir
sér hvernig á að kyssa vel.
Nægir þar að minna á bókina
hans Hugh Morris.
Frakkar eru sagðir kyssa
allra manna best og hafa
fengið dýpstu og blautustu
kossana skírða í höfuðið á
sér. Því hefur jafnframt verið
haldið fram að letneskar
þjóðir kyssi betur en germ-
anskar. Galdurinn sé fólginn í
því hvernig tungumálið þjálf-
ar upp tunguna. Á meðan hin
heitu mál Miðjarðarhafsins
gera tunguna lipra og mjúka
sitja Norður-Evrópubúar uppi
með harða og óþjála tungu
Tungan er liöugasti vöðvi
líkamans.
sem vart er hæf í hina
ástríðufyllri kossa.
En hvernig ber maður sig
að? I bókinni Kynlíf kvenna,
sem Örn og Örlygur gaf út
1973, eru eftirfarandi ráð-
leggingar til kvenna:
t$ ■ m ###» \
Jttm
K v ’Éh,:
Simpansar kyssa líkt og
menn (þeir kyssa til að
heilsa, við ástarleiki og til
þess að tjá undirgefni).
Hestar kyssa líka við
samdrátt kynjanna,
hundar í leik og fiskateg-
und ein syndir með var-
irnar límdar saman svo
tímunum skiptir.
•
„Varirnar eiga að vera því
sem næst máttvana. Slakaðu
samtímis á vangavöðvunum.
Þá kemur það af sjálfu sér að
munnurinn opnast nægilega
til þess að glettin tunga þín
getur smeygt sér út á milli
tanngarðanna og inn á milli
vara hans þegar kossinn ger-
ist heitur og ástríðan eykst."
VOTUR KOSS ER BETRI
EN STUTTAR SAMFARIR
„Votur koss er betri en
stuttar samfarir," segir hindú-
ískt máltæki, en sennilega
eru ekki allir sammála um
98^
Þjóðflokkur nokkur á
Kyrrahafseyjunum er
með óvenju stutt augn-
hár og hafa mannfræð-
ingar rakið það til sér-
stæðs og dálítið villts
kossaflans. Leikurinn
hefst á því að elskend-
urnir snyrta hár hvors,
annars. Þar næst nudda
þeir látlaust saman nefj-
um, kinnum, vörum og
tungum. Siðan bíta þeir
og sjúga neðri varir hvors
annars þar til blæðir úr.
Leikurinn nær síðan há-
marki þegar elskendurnir
bíta augnhárin hvort af
öðru. Til að róa sig niður
skiptast þau síðan á
munnvatni og bíta hvort
annað í kinnarnar, hök-
una og nefið. Ef lostinn
heltekur þau að nýju rífa
þau i hárið á hvort öðru
og hefja leikinn að nýju.
það. Votir kossar eru hins
vegar oft undanfari samfara,
styttri eða lengri.
Frá því á sjöunda áratugn-
um hafa margar kynlífshand-
bækur lagt mikla áherslu á
forleik samfara og nauðsyn
hans til þess að konan geti
notið samfaranna.
Um þetta segir Óttar Guð-
mundsson læknir í bók sinni
íslenska kynlífsbókin:
„Ég hef rætt við menn sem
höfðu lesið þetta og fengið
einhvers konar forleiksþrá-
hyggju. Samfarirnar voru
orðnar aukaatriði og þeir ein-
beittu sér hálffúlir að for-
leiknum, enda höfðu þeir les-
ið að hann skipti öllu fyrir
gagnkvæma fullnægju af
kynlífi. Þeim fannst kynlífið
orðið bragðdauft og óspenn-
andi."
EINSOG
LAMBAKÓTILETTUR
í MORGUNMAT
Maður að nafni Richard
McBrien rís upp gegn þessari
endalausu kröfu um forleik í
nýjasta hefti Cosmopolitan.
Þar segist hann skilja vel að
eðlilegt sé að taka tillit til
þarfa konunnar en vill jafn-
framt að karlinn fái stundum
að stjórna tímasetningunni.
McBrien leggur mesta
áherslu á morgnana — og þar
komum við að kossunum.
Hann heldur því nefnilega
fram að karlar kunni einfald-
lega ekki við að kyssa á
morgnana.
„Eg veit ekki af hverju
þetta er svona, kannski liggur
skýringin á þessu djúpt í sál-
arfylgsnum okkar, en þetta er
alla vega staðreynd sem fleiri
konur ættu að gera sér grein
Eskimóa-kossinn er ekki
bundinn viö Eskimóa
eina. Maorar á Nýja-Sjá-
landi, Malajar og ýmsir
þjóöflokkar í Afríku og
Asíu nudda einnig saman
nefjum í staö þess að
kyssast með vörunum.
fyrir. Þegar við viljum síður
kela og kyssast í bítið á
morgnana er það ekki vegna
þess að við höfum gerst af-
huga konunni á meðan við
sváfum. Það er heldur ekki
vegna þess að við viljum drífa
ástarleikinn af til þess að fara
fram að lesa blöðin. Það er
bara vegna þess að okkur
langar ekki.
Þetta er svipað og vera
boðið upp á lambakótilettur í
morgunmat. Það er í sjálfu
sér ekkert að því en það get-
ur fengið hvern sem er til að
verða bumbult."
Þar hafið þið það. Og reyn-
ið að fá ykkur til þess að
kyssa manninn ykkar
snemma morguns.
KYSSTU MIG OG ÉG SKAL
SEGJA ÞÉR HVER ÞÚ ERT
En því fer fjarri að það fylgi
alltaf samfarir á eftir kossun-
um. Kossar eru nefnilega
þægilegt tæki til þess að máta
sig við annað fólk — og
óbrigðult ef marka má ráð-
leggingar Daisann McLane,
sem skrifaði nýverið í karla-
blaðið Detaiis.
Hún segir að kynlíf sé dul-
arfullt og frumstætt fyrir- _
brigði sem visindi nútímans
hafi síður en svo náð að kort-
leggja. Meðal helstu tækja
kynlífsins eru kirtlar sem
gefa frá lykt og ýmis skilaboð
önnur. Ráðleggingar Daisann
Félagsfræðingar telja að
kossinn sé runninn frá
frumstæöri aðferð sem
mæður notuðu til að
fæða börn sín. Þær létu
tuggðan matinn upp í
börnin í gegnum munn-
inn.
felast í því að treysta á þessi
skilaboð.
Ef fyrsti kossinn reynist fúll
á bragðið er það ekki að
ástæðulausu. Það er sama þó
þú reynir að kenna um lélegri
tannhirðu, hvítlauk eða jafn
flóknum þáttum eins og sýru-
stigi munnvatnsins, á endan-
um mun alltaf koma í ljós að
fyrstu skilaboðin reyndust
rétt. Þeir sem skella skolla-
eyrum við þeim munu vakna
upp mánuðum eða árum
seinna í óhamingjusömu
sambandi.
Ef þið viljið fara að ráðum
Daisann skulið þið því hætta
um leið og fyrsti kossinn
reynist vondur og ieita að
öðrum vörum.
TÖLVAN í
SVEFNHERBERGINU
En sumir trúa ekki jafn
blint á móður náttúru og hún
Daisann og vilja treysta frek-
ar á þjálfun og þroska. Það
getur hins vegar reynst erfitt
því það er líkt með kossinn
og argentískan tangó, það er
erfitt að æfa hann einn.
En fyrir þá sem vilja æfa
hann saman er komið hjálp-
artæki á markaðinn. Tölvu-
í Japan eru kossar á al-
mannafæri algjört tabú.
Foreldrar kyssa aldrei
böm sín og elskendur
kyssast afar sjaldan og
þá yfirleitt ekki nema í
forleik að samförum.
sérfræðingum hefur nefni-
lega tekist að koma tölvunni
inn í svefnherbergið.
Þeir hafa hannað forrit sem
veitir fólki kynlífsráðgjöf.
Og ein af spurningunum
sem tölvan er tilbúin að svara
er að sjálfsögðu: Er ég góður
kyssari?
Gunnar Smári Egilsson
tók saman
best og hvenœr ekki