Pressan - 14.02.1991, Síða 8

Pressan - 14.02.1991, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14.. FEBRÚAR 1991 í lok janúar síðastlidinn sendi Landsbanki íslands út bréf til fiskeldisfyrirtækja sem hefur valdið miklum styr. í bréfinu er afurðalánum til fiskeldisfyrirtækja sagt ein- hliða upp. Fiskeldismenn eru þrumu lostnir yfir þessu bréfi bankans og spá því að ef bankinn stendur við ákvörðun sína verði mörg fiskeldisfyrirtæki gjaldþrota á næstu mánuðum. Fulltrúar bankans hafa þegar átt fund með þrem ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum fjárfestingalánasjóðanna. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR eru uppi hugmyndir um að láta fjárfest- ingalánasjóðina taka við afurðalánakerfinu og er hugs- anlegt að frumvarp þar um birtist fljótlega á alþingi. LANDSBANKINN HEFUR ÞEGAR TAPAÐ STÓRFÉ, SEGIR SVERRIR Ástæðan fyrir bréfi bankans er mikið tap hans á fiskeldi að undan- förnu og fyrirsjánlegt er að bankinn þurfi að afskrifa verulegar upphæð- ir vegna fiskeldisins. Landsbankinn er revndar ekki einn um það því lok- un Islandsbanka á Laxalón, sem leiddi til gjaldþrots fyrirtækisins, er tekið sem dæmi um aukna hörku bankakerfisins gagnvart fiskeldinu. „Það er alveg ljóst að við ætlum að komast frá þessum ósköpum með sem minnstu tapi — það ber okkur skylda til. Ég vil ekkert segja um hvað við töpum miklu en það er stórfé að mínum dómi. Við ætlum ekki að halda áfram að tapa pening- um á fiskeldi," sagði Sverrir Her- mannsson bankastjóri Landsbank- ans en þessar aðgerðir bankans virðast benda til þess að hann sé bú- inn að afskrifa fiskeldið. „Ég held að greinin sjálf sé nú að skrúfa fyrir allt eins og hún gengur," sagði Sverrir þegar hann var spurður um þetta. Viðbrögð bankans nú eru hins vegar að nokkru rakin til komu Halldórs Guöbjarnarsonar í banka- stjórastól Landsbankans en hann hefur fengið fiskeldismálin i sinn hlut. Þá birtist þessi breytta afstaða bankans meðal annars í mjög harðri afstöðu í garð fiskeldisfyrirtækisins Smára hf. við Þorlákshöfn. Aðeins í því fyrirtæki liggur fyrir að Lands- bankinn tapar á milli 40 og 50 millj- ónum króna vegna afurðalána með ónýtum veðum. Hafði bankinn lán- að Smáramönnum 100 milljónir í af- urðalán og munu tryggingar greiða helming þess til baka. SMÁRI HF. AÐEINS „BLÓRABÖGGULL“? í byrjun mánaðarins bað Lands- bankinn um opinbera rannsókn á meintum svikum Smára. Var beiðn- inni beint til sýslumannsembættis- ins á Selfossi sem aftur sendi málið til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Landsbankinn telur sig hafa rök- studdan grun um að Smári hafi uppi svik með því að gefa upp ranga birgðastöðu. Þannig hafi fyrirtækið svikið til sín hærri afurðalán en fyr- irtækið hafi átt rétt á. Sé grunurinn réttur og fyrirtækið sekt um að selja eða eyða birgðum, án þess að til- kynna það á réttan máta, liggur fyr- ir að fyrirtækið hafi ekki greitt af eldri afurðalánum. „Breytingu á birgðastöðu má fyrst og fremst rekja til kýlaveiki sem hef- ur stöðugt verið að herja á okkur. Landsbankinn virðist hafa borið saman gamlar tryggingaskýrslur, þar sem afföll vegna sjúkdómsins hafa ekki komið fram, og birgða- stöðu nú,“ sagði Þorvaldur Gardars- son framkvæmdastjóri Smára hf. Hann telur engan veginn hægt að saka fyrirtækið um óheiðarleg vinnubrögð því það hafi sjálft af- þakkað afurðalán og beðið um TOPP TÍU Stærstu gjaldþrotin í fiskeldinu íslandslax 1.500 Lindalax 1.400 Vogalax 480 Fjallalax 400 Smári 400 Laxalón 300 íslenska fiskeldisfélagið 290 Faxalax 250 Árlax 230 Snælax 140 í milljónum kr. gjaldþrotaskipti í framhaldi af því, nánar tiltekið 4. janúar. „Ég tel að þarna sé verið að gera Smára hf. að blóraböggli vegna þess að afurðalánakerfið hjá bankanum er komið í óefni,“ sagði Þorvaldur. Smári hf. er í eigu feðganna Garðars Þorsteinssonar, Guðmundar Garð- arssonar, Vilhjólms Garðarssonar og Þorvaldar. Asgeir Björnsson hér- aðsdómslögmaður hefur verið skip- aður bústjóri af skiptaráðanda. FYRIRTÆKI GUÐMUNDAR G. ÞÓRARINSSONAR í RANNSÓKN Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR grunar Landsbankann að fleiri fiskeldisfyrirtæki í vandræð- um kunni að hafa gripið til svipaðra örþrifaráða og Smáramenn eru grunaðir um. Meðal annars mun vera ætlunin að láta fara fram birgðakönnun hjá ísþóri við Þor- lákshöfn til að fá úr þessu skorið. Sömuleiðis hefur fyrirtækið Atlants- lax við Grindavík verið nefnt í þessu sambandi. I fréttum ríkissjónvarps- ins hefur komið fram að talið er að það vanti verðmæti upp á tugi millj- óna miðað við uppgefna birgða- stöðu hjá ísþóri. í samtali PRESSUNNAR við Teit Arnlaugsson, stöðvarstjóra ísþórs, kom fram að engin birgðatalning hefði enn farið fram. Hann sagði að fulltrúar Landsbankans hefðu kom- ið fyrir hálfum mánuði og „litið yf- ir“ eins og hann orðaði það. Hann neitaði því að þar væri um birgða- talningu að ræða. Komi fram að eitthvað óhreint sé á ferðinni hjá ísþóri er óhætt að segja að þar sé um pólitíska sprengju að ræða því einn stærsti eigandi ísþórs er þingmaðurinn Guðmundur G. Þórarinsson sem persónulega á 13% hlutafjár, auk þess sem hann á stærri hlut í gegn- um eignarhald Verkfræðistofu Suð- urlands og Fjölhönnunar. Þá á Þýsk-íslenska, fyrirtæki hálfbróður Guðmundar, Ómars Kristjánssonar, tæplega 10% í fyrirtækinu. Guð- mundur sat í stjórn ísþórs þar til í júlí síðastliðnum en um svipað leyti hætti hann sem formaður Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva. ísþórsmenn benda eins og Smára- menn á uppkomu sjúkdóms og hafa mótmælt þessum fréttum harðlega. Þeir hafa ritað Ríkisútvarpinu bréf og boðað óhjákvæmilega stefnu fréttastofu sjónvarps vegna þessa máls. FLEIRI FYRIRTÆKI RÚLLA EF AFURÐALÁNAKERFIÐ VERÐUR AFNUMIÐ En hvaða áhrif hefur það ef Landsbankinn lokar afurðalána- kerfinu með þessum hætti? Staða flestra fiskeldisfyrirtækja er slík að þau verða að fá þau rekstrarlán sem í afurðalánunum felast. Má gera ráð fyrir að fleiri fyrirtæki rúlli yfir um ef þau fá ekki afurðalán. Munu sum þeirra jafnvel ekki hafa náð að greiða út laun um síðustu mánaða- mót. „Við erum mjög undrandi á þessu bréfi Landsbankans en þetta ger- breytir stöðunni hjá okkur. Ég tel að ef bankinn er að gera svona breyt- ingar eigi hann að skoða stöðuna hjá hverju einstöku fyrirtæki en ekki klippa á þetta hjá öllum,“ sagði Finnur Garðarsson, stöðvarstjóri fiskeldisfyrirtækisins Strandar í Hvalfirði, en það fyrirtæki myndi tæpast þola það að fá engin afurða- lán. Svipuð staða blasir við öðrum fiskeldisfyrirtækjum eins og ísþóri, Búfiski, Atlantslaxi og ísnó. Reynd- ar skekkir það aðeins myndina að stóru Byggðastofnunarfyrirtækin tvö; Miklilax í Fljótum og Silfur- stjarnan hafa um skeið fengið rekstrarlán. Þau eru reyndar for- dæmin sem menn horfa nú til. RÍKISSJÓÐUR TIL BJARGAR Þrátt fyrir að það sé stór biti fyrir marga fiskeldismenn að kyngja þá er eini möguleikinn talinn að fjár- festingalánasjóðirnir taki að úthluta rekstrarlánum. Er jafnvel talið að ákvörðun Landsbankans sé gerð til að ýta á eftir stjórnvöldum enda er það viðurkennt innan fiskeldisins að þau fyrirtæki sem enn lifa standa í raun ekki undir afurðalánum. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR áttu fulltrúar Landsbank- ans fund á síðastliðnum mánudegi með fulltrúum fjárfestingalánasjóð- anna, Byggðastofnunar, Fram- kvæmdasjóðs og Fiskveiðasjóðs. Á þann fund mættu einnig þrír ráð- herrar: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Steingrímur J. Sig- fússon landbúnaðarráðherra og Oli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráð- herra. Mun hafa verið rætt um að sjóð- irnir taki ,,sín“ fyrirtæki í afurða- lánaviðskipti. Þar með yrðu bank- arnir nánast lausir við fiskeldisfyrir- tækin. Til að þetta geti orðið verður að koma til lagabreyting. Mun stjórnarformaður stjórnar Byggða- stofnunar, Matthías Bjarnason, vera talinn líklegasti flutningsmaður slíkrar tillögu. Forstjóri Byggðastofnunar Guð- mundur Malmquist sagðist gera ráð fyrir frekari fundahöldum með Landsbankamönnum. Hann var spurður um það hvort hann sæi möguleika á því að sjóðirnir tækju

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.