Pressan - 14.02.1991, Síða 19

Pressan - 14.02.1991, Síða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN14.. FEBRÚAR 1991 19 Djarftekur til í frægu viðtali sagðist Steinn Steinarr vera æði djarftækur til annarra manna verka og víða um heim ættu skáld um sárt að binda hans vegna. Stef- án Rafn Vilhjálmsson, bak- ari í Borgarfirði, þarf því ekki leiðum að líkjast þó hann fái lánaðar hug- myndir frá þýska málaran- um Gottfried Helnwein. Á sýningu Stefáns Rafns má sjá mynd af manni sem hóstar ofan í kaffibollann sinn yfir lestri á Morgunblað- inu. Stefán Rafn hefur sagt að þessi mynd, Með morgun- kaffinu, sýni síðasta komm- únistann við það að láta af trúnni. Helnwein hinn þýski veit sjálfsagt ekkert hvað Morg- unblaðið er enda lætur hann sinn mann hósta yfir allt öðru blaði. Þó mennirnir þeirra Stefáns Rafns og Helnweins séu eins og kaffibollarnir líka, þá er ekki hægt að segja að Stefán steli hugmyndinni hrárri. Stefán Rafn Vil- hjálmsson situr undir mynd sinni Síðasti kommún- istinn. Á minni myndinni má sjá málverk Gottfried Helnweins Erdbeben. Borðstofusett á rúma milljón „Þetta er borð, tuttugu og tveir stólar, mjög stór skenkur, annar minni og þjónustuborð," sagði sölu- maður í versluninni Bú- stofn um eitt hundrað ára gamalt borðstofusett sem er falt fyrir um tólf hundr- uð þúsund. Settið var í eigu Stefáns heitins Thorarensens iyfsala og eiginkonu hans. Það er dánarbú þeirra sem á borð- stofusettið. Borðstofusettið. sem er úr eik, var flutt til íslands um 1915. Það var keypt í Dan- mörku. Óskað er eftir tilboð- um í settið en miðað er við að það kosti um 1.200 þúsund krónur. Eins og áður sagði fylgja tuttugu og tveir stólar sem allir geta verið við borð- ið samtímis. Hægt er að minnka borðið mikið. Þegar það er samsett tekur það sex stóla. Annar skenkurinn er mjög stór. Hann er 2,42 metrar á hæð eða eins og venjuleg lofthæð. Dýrauerndunarfélag Islands ROTTURNAR SLEPPI VI0 MENNTASKÓIANÁM Nýsköpun atvinnulífsins Gallsteinar sem mala gull Þrátt fyrir erfid- leika í loðdýrarækt, fiskeidi og hefð- bundnum búgreinum fer því fjarri að fólk úti á landsbyggðinni hafi gefið upp alla von um að detta í lukku- pottinn. Dagblaðið Tíminn, sem hefur boðað frjáls- lyndi og framfarir í sjö tugi ára, greindi frá væn- legri atvinnugrein um daginn, ræktun gall- steina í kúm. í fréttinni var sagt að fyrir hvert gramm af gallsteini fengjust greiddar um 330 krónur, það er ef gallsteinninn er í hæsta gæðaflokki; gullin- brúnn, heill, vel þurrk- aður og eins og hænu- egg á stærð. Gallsteinar eru notað- ir til að örva kynorku karla á svipaðan hátt og mulin nashyrningshorn. Dýraverndunarfélag ís- lands hefur farið þess á leit við forsvarsmenn Menntaskólans við Hamrahlíð að skóiinn hætti að nota rottur við sálfræðikennslu. í nokkur ár hafa rottur ver- ið notaðar til að auka skilning nemenda á sálarlífinu. Nem- endur hafa gert ýmsar tii- raunir með rottur í búri oe Á undraskömmum tíma hafa hjólabuxur orðið ómissandi öllum þeim sem sparka bolta sér til ánægju eða tekjuauka. Þeir sem fylgdust með fótboltanum hér í sumar sáu að allir leikmennirnir voru í þess- séð hvernig neyðin kennir svangri rottu að ýta á takka til að fá að éta. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota dýr í tilraun- ir hér á landi ef aðrar aðferðir eru jafngóðar. Nú þurfa kenn- arar í sálfræði að sýna fram á að ekki sé hægt að auðga skilning nemenda með öðr- um hætti en rottum í búri. um buxum innan undir íþróttabuxunum, skálm- arnar á svörtu hjólabux- unum stóðu niður undan skálmunum á íþróttabux- unum. Strax og hjólabuxurnar komust í tísku í fyrstu deild- inni urðu þær ómissandi í yngri flokkunum og á leik- völlunum. Þeir foreldrar sem ekki létu undan börnum sín- um og keyptu hjólabuxur þurfa ekki að búast við mikilli aðhlynningu í ellinni. En nú er draumurinn bú- inn. Alþjóða knattspyrnu- sambandið hefur bannað hjólabuxurnar. Þær eru því orðin forboðin tíska. í fram- tíðinni verður það varla nema Árvakur og önnur neð- anjarðar-knattspyrnulið sem skarta þessum klæðnaði. TÍSKUFYRIRBRIGÐI K/EFT í BIÓMA KYNLÍF Hvad er fullnæging? Kæra Jóna, Ég verð að skrifa þér línu því ég hef áhyggjur af sjálfri mér. Þannig er að ég er sautján ára og hefur verið á föstu með strák í fimm mánuði. Hann er ofsalega góður við mig og vill allt fyrir mig gera — ekki síst í bólinu en þar virðist ég fara í lás því ég get bara ekki fengið það. Ég kem mér beint að efninu: hvað er fullnæging og hvernig er eiginlega hægt að fá hana? Ég hef talað við bestu vinkonu mína og hún segir að best sé að fá fullnægingu í samförum með ein- hverjum sem maður treysti. Þýðir það þá aö ég eigi erfitt með að treysta kærastanum? Honum finnst þetta vandamál mitt mjög leið- inlegt af því hann vill ekki ríða bara fyrir sig. Hann vfll líka að ég fái eitthvað út úr því. Er eitt- hvað hægt að gera eða er ég alveg vonlaus? Ein sautján ára og í sambúð. JÚNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Þú ert alls ekki ein um að velta því fyrir þér hvað full- næging sé og hvers vegna þú færð hana ekki. Mér virðist sem meirihluti stelpna sem ég hef talað við, sautján ára og yngri, hafi aldrei upplifað kyn- ferðislega fullnægingu og vita ekki hvernig þær geti upplifað hana. Það er að sjá að þér finnist þetta von- laust, ert farin að halda að þú sért eitthvað gölluð og kærastinn er líka farinn að halda að hann sé í „sóló- sexi“ þegar þið sofið sam- an. Eitt einkenni á góðu sam- bandi er umhyggja og til- litssemi parsins við hvort annað Það er ekki undar- legt að kærastanum þínum finnist hann vera farinn að njóta ástarleikjanna á þinn kostnað ef þú færð ekki svipað út úr því og hann. Hann er líklega að spá í það hversu góður elskhugi hann sé, hvort það sé eitt- hvað sem hann geri vitlaust eða jafnvel farinn að halda að hann virki ekkert kyn- ferðislega örvandi á þig. Þín viðbrögð og hans geta síðan spilað þannig saman að útkoman verði einn alls- herjar vítahringur. Honum finnst hann ekki góður elskhugi, þér finnst vera eitthvað að sjálfri þér, bæði reyna og reyna en ekkert gerist. Það að reyna setur nefnilega í gang kvíða sem auðveldlega stoppar það að eðlileg kynferðisleg örv- un geti átt sér stað í líkam- anum. Að reyna að leysa vandamálið er orðið vandamálið. Bölvuð klípa, ekki satt? Hvað er þá hægt að gera? Á bara að hætta við að reyna, setja tærnar upp í loft og bíða eftir að krafta- verk gerist? Áður en ég svara því skulum við líta á hvað þarf til að eðlileg kyn- svörun geti átt sér stað. Það er í rauninni sára einfalt en er samt nógu flókið eða erf- itt fyrir allt stressið, tíma- leysið og fullkomnunarár- áttuna í sexinu sem tröllríð- ur okkar íslenska samfé- lagi. Það sem þarf er tvennt; að geta gleymt sér í ástarleiknum og að þekkja hvernig örvun viðkomandi þarf til að fá fullnægingu. Þegar kynlífsvandi er til staðar geta fæstir gleymt sér í ástarleiknum og notið hans óhindrað. Þess í stað skjóta upp kollinum alls kyns hugsanir — fær hún það núna? Er það þetta sem hún þarf? Er hann ekki orð- inn leiður á að örva mig? Þetta er ekki það að gleyma sér heldur að vera fastur í óttanum við að mis- takast — pottþétt leið tii að þá mistakist allt! Fæstar konur sem eiga við full- nægingarvanda að etja hafa hugmynd um hvaða örvun er best fyrir þær sjálfar. Ástæðan er einfald- lega sú að þær hafa aldrei nennt eða ekki getað eða ekki viljað fróa sér sjálfar til að þær viti hvað þeim finnst gott. Margir halda að þessi þekking komi bara af sjálfu sér. Svo bíða þær og bíða og náttúrlega gerist ekkert. Þegar kærastarnir spyrja þær hvað þeim finn- ist gott, vita þær það ekki og kannski bara slaökva til að bjarga eigin skinni og sjálfsvirðingu. Lausnin er fyrst og f remst þessi, taktu frá tíma fyrir sjálfa þig nokkrum sinnum í viku gagngert til að fróa sjálfri þér, sama hversu leið- inlegt þér þykir það. Ef þú heldur þér við efnið ferðu að finna að eitthvað er farið að gerast. Vöðvaspennan í líkamanum eykst, vellíðan streymir um þig alla um leið og vöðvarnir í leggöng- unum og þar í kring dragast reglubundið saman. Þetta er fullnæging. Þú verður að gera þetta fyrst í einrúmi, ef kærast- inn er líka til staðar er hætta á að þú stressist of mikið og farir að reyna. Kannaðu eigin kynfæri — hvar er snípurinn, barm- arnir o.s.frv. Notaðu KY rakasmyrsl (fæst í apótek- um) ef kynfærin eru þurr og þú blotnar lítið við fró- unina. Ef þú heldur þér við efnið kemur að því að þú framleiðir leggangableyt- una sjálf. Lestu erótískar sögur eða horfðu á eina léttbláa í myndbandstæk- inu — þetta eru ágætis leið- ir til að gleyma sér og minnka áhrif kvíðans sem stoppar eðlilega kynsvör- un. Ef ekkert gerist á nokkrum vikum væri kannski ráð að arka út í búð og kaupa eitthvað gott nuddtæki en það eru bestu víbratorarnir. Þessir batt- eríhlöðnu, aflöngu, litlu titrarar eru stundum ekki nógu kröftugir til að örva nóg að fullnægingu. Þegar þú þekkir þig sjálf getur þú kennt kærastanum það sem þú kunnir ekki áður. Hugsanlegt verður það erf- iður hjalli en vel yfirstígan- legur. Ef hann skilur að karlmennska hans var aldrei í húfi mun honum bara létta og finna að ábyrgðin á fullnægingar- leysi þínu var ekki hans. Góðar stundir! Spyrjió Jónu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.