Pressan - 14.02.1991, Page 21
21
LISTAPÓSTURINN
Fríöa fékk bókmenntaverölaunin
Verðlaunin
gagnrýnd
*
Island er
ekki land
heldur örlög
— segir Manuela
Wiesler
Frída Á. Siguröardóttir
hlaut Islensku bókmennta-
verölaunin fyrir bók sína
Nóttin lídur. Fríöa er þekkt af
smásagnasöfnum sínum og
skáldsögu sinni Eins og hafid
sem út kom áriö 1986. Úrslit-
in voru tilkynnt viö hátíölega
athöfn í Listasafni íslands
mánudaginn II. febrúar aö
viöstöddum fjölda gesta.
Úrslitin eru ekki síst
ánægjuleg fyrir þær sakir að
þó að Fríða sé löngu kunn af
verkum sínum hefur hún
staðið í skugga margra lítt
reyndari höfunda en hún hef-
ur lítið blandað sér í dægur-
málaumræðuna á undan-
förnum árum. Úr flokki hand-
bóka, fræðirita og frásagna
hlaut Hörður Ágústsson
verðlaunin fyrir Skálholt
kirkjur II. Við verðlaunaaf-
hendinguna hélt Thor Vil-
hjálmsson ræðu og Hamra-
hlíðarkórinn söng undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur. í lokadómnefnd sátu
Helga Kress, Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir, Dóra Thor-
oddsen, Pálmi Gíslason og
Snorri Jónsson. Bókmennta-
verðlaunin hafa sætt gagn-
rýni yngri höfunda síðan þau
voru stofnuð og þykir sumum
sem verið sé að heiðra höf-
unda en ekki bækur auk þess
sem skipting milli útgáfa sé
full jöfn og séu bækur til-
nefndar sem lítt eigi heima í
þessum hópi.
Fríða og Hörður.
Kaupa ríki og borg Iönó
undir áhugaleikfélögin?
Þaö hefur veriö uppi orö-
rómur um þaö aö ríkiö og
borgin œtli sameiginlega aö
kaupa gamla lönó undir
starfsemi áhugaleikfélaga.
Áhugaleikfélög í Reykjavík
hafa verið á hálfgerðum ver-
gangi í höfuðborginni en víð-
ast hvar á landsbyggðinni sjá •
bæjarfélögin slíkri starfsemi
fyrir húsnæði. í samtali við
Leiklistarblaðið sem er gefið
út af Bandalagi íslenskra leik-
félaga segir Svavar Gestsson
það ekki útilokað en hinsveg-
ar hafi verð hússins núna úti-
lokað allar samningaviðræð-
ur. Svavar segir ennfremur að
það yrði menningarlegt slys
ef Iðnó legðist af sem menn-
ingarhús.
Svavar Gestsson segir á
öðrum stað i viðtali við Leik-
listarblaðið að sveitarfélögin
ættu og gætu látið miklu
meiri peninga renna til
menningarmála en nú er
gert, vandinn væri hinsvegar
sá að það fjármagn sem væri
veitt til starfseminnar einu
sinni ætti til að festast á ein-
um stað, eins og Þjóðleikhús-
inu og Borgarleikhúsinu, því
þar séu bundnir eilífðarsamn-
ingar við flesta. í staðinn væri
meira gaman að hafa mis-
munandi áherslur frá ári til
árs. Nú spyr fólk sig ýmissa
spurninga um tilvistarvanda
menningarinnar.
Myrkum músíkdögum er
nú senn lokiö. Dagskráin
hófst laugardaginn 9. febrúar
meö tónleikum Reykjavíkur-
kvartettsins og fylgdu fast á
eftir erlendir og íslenskir tón-
listarmenn.
Manuela Wiesler ástsæll
flautuleikari og íslandsvinur
var með tónleika í íslensku
óperunni þriðjudaginn 12.
febrúar. Þar frumflutti hún
meðal annars nýtt íslenskt
S.ÞÓR
í leit aö framtíö
Kristján Steingrímur sýnir í Nýlistasafninu
,,Ég sœki myndefni í fortíö
og nútíö í leit aö framtíö,“ seg-
ir Kristján Steingrímur mynd-
listarmaöur sem nú sýnir í
Nýlistasafninu. Kristján sem
er Akureyringur aö uppruna
útskrifaöist frá Myndlista- og
handíöaskóla Islands, ný-
listadeild, áriö 1981.
,,Ég sæki mitt myndefni að
hluta til í sagnfræði, ekki í
hefðbundnum skilningi held-
ur þeim að ég hef áhuga á
uppruna mínum og tilvist.
Maður leitast við að vinna
með það sem þegar hefur
verið gert og bæta einhverju
við. Ég finn mér bæði efni aft-
an úr grárri forneskju og úr
nútímanum. Ég lít þó ekki á
mig sem þjóðlegan listamann
en auðvitað eru allir lista-
menn þjóðlegir í þeim skiln-
ingi að þeir eru af ákveðnu
þjóðerni. Tungumál listarinn-
ar er hinsvegar alþjóðlegt.
Mér er sama hvort.fólk skil-
greinir verk mín sém skúlp-
túra eða málverk. Ég tel að
það hafi átt sér stað samruni
milli þessara greina og tvívíð
og þrívíð myndlist er nú eig-
inlega unnin jöfnum hönd-
um. Þegar ég lauk námi fyrir
þremur árum sýndi ég á Kjar-
valsstöðum árið 87. Eg sýndi
síðan í Nýlistasafninu 89 og
þá má segja að ég hafi verið
farinn að fást við sömu hluti
og ég fæst við í dag.“
I viðtali við Listapóstinn í
síðustu viku segir Írís Elva
myndlistarkona að konur séu
lítið áberandi í myndlist og
eigi erfitt uppdráttar. Hvaða
skýringar telur þú að séu á
því?
„Myndlistin er harður
heimur og konurnar láta oft
barneignir og fjölskyldulíf
ganga fyrir. Þetta er þó mikið
að breytast með tíðarandan-
um. Konur eru frjálsari en
þær voru. Það eru aftur á
móti til listamenn úr hópi
kvenna sem vinna fyrst og
fremst með reynslu kvenna
og þær reka sín eigin gallerí
þar sem karlmenn fá ekki að-
gang. Mér var einu sinni vís-
að út úr einu slíku galleríi í
Berlín. En þetta eru eins og
hverjar aðrar öfgar. Konur
hafa mjög mikið að segja í
myndlist en þær þurfa að
skapa sér þær aðstæður sem
listin krefst og það er tírni."
Manuela.
verk, Calculus eftir Kjartan
Ólafsson. Verkið er samið á
tölvu. Manuela lék einnig
gamalt verk eftir André Joii-
vet sem hefur haft gífurleg
áhrif á alla flaututónlist og
Einveru eftir Magnús Bl. Jó-
hannsson auk fleiri verka.
Manuela sagði í samtali við
póstinn, að Magnús hafi sam-
ið verkið Einveru sérstaklega
fyrir hana. „Hann lék það
fyrir mig í fyrsta sinn gegnum
síma frá Bandaríkjunum og
síðan hef ég leikið það á
mörgum tónleikum og nú síð-
ast í Gautaborg á Norrænu
tónlistarhátíðinni. Ég hef ver-
ið búsett í Vín síðastliðin
fimm ár og er sem fyrr að
rembast við að læra gömul
og ný verk. Mér finnst ég eiga
svo mikið ógert á flautuna.
Það verkar alltaf mjög sterkt
á mig tilfinningalega að
koma til íslands. Fyrir mér er
ísland ekki bara land heldur
örlög. Þegar ég er orðin
draugur ætla ég að ganga aft-
ur á Islandi."
UNDIRLEIKUR VIÐ MORÐ
í ALÞÝÐUHÚSINU
I lok febrúar hefjast sýning-
ar hjá Alþýöuleikhúsinu á
leikritinu Undirleikur viö
morö eftir David Pownall.
Leikritið fjallar um tón-
skáldin Carlo Gesuvaldo og
Peter Warlock og er tónlist
þeirra tveggja mjög áberandi
í verkinu. Með hlutverk í sýn-
ingunni fara Hjálmar Hjálm-
arsson, sem fór með aðalhlut-
verkið í Litbrigði jarðarinnar
sjónvarpsverki Ágústs Guð-
mundssonar, Bára Lyngdal
Magnúsdóttir, sem leikur
stórt hlutverk í söngleiknum
Á köldum klaka, Eggert Þor-
leifsson, Erling Jóhannsson
og Margrét Ákadóttir. Hávar
Sigurjónsson leikstýrir verk-
inu en Árni Harðarson er tón-
listarstjóri verksins.