Pressan - 14.02.1991, Qupperneq 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN14.. FEBRÚAR 1991
Bærinn sem fæddi af sérJón Baldvin. Ólaf Raqnar. Joe Grimson og Hannibal
Um fá bæjarfélög á íslandi eru
til jaf n margar þjóðsögur sannar
og lognar og ísafjörð. Bær með
íbúa á fjórða þúsundið og jafn
margar kjaftasögur um hvern og
einn lífs eða liðinn.
Hvergi er drukkið jafn hraust-
lega um helgar og þrælað af jafn
mikilli samviskusemi virka
daga. Bærinn er vandlega stétt-
skiptur en allir una glaðir við
sitt enda er þetta allt sami hafra-
grauturinn á skemmtistaðnum
Krúsinni á laugardögum. Fyrir
utan Sjallann situr grænlenskur
sjómaður með tvö blá augu og
rauðar varir, ekki komnar til af
góðu og hvað með það. Do You
Speak English og þegiðu.
Skemmtanaiífið hefur yfir sér
framandi blæ enda eru erlendir
verkamenn af öllum mögulegum
og ómögulegum stærðum og
gerðum og einnig tónlistaraðall
sem hlustar á tónlist en ekki
bara rokk og ról eins og lýður-
inn í Krúsinni. Drykkfelldir leið-
beinendur í tilvistarkreppu eða
hvað það heitir nú og trunt trunt
og tröllin í fjöllunum. ísafjörður
er ekki lengur rauði bærinn eins
og forðum. Öllu heldur upplitað-
ur og lúðrasveitin spilar bara
Gamla nóa á fyrsta maí en ekki
Nallann því að hann er fallinn í
gleymsku. Allir eiga flott skíði
sem á annað borð kunna á skíði
og sumir eiga fínan bíl. ísfirðing-
ar hafa sérkennilegan húmor
sem þeir veita útrás í húsbygg-
ingum og gatnamálum en þeir
brosa ekki oft því að vatnið fer
illa meö tennurnar. Eins og
skáldið orðaði það:
Dýpsta sœla sorgin þunga
suífa hljódlaust yfir storö.
Þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orö.
Eða þannig. En ísfirðingar
eiga fræga syni og dætur. Þeirra
á meðal þrjá ráðherra og marga
þingmenn. En þeir eiga bara
einn alþjóðlegan fjármálamann.
Þóra Krístín Ásgeirsdóttir
Uppqbúinn
á rakarastofunni hjá pabba
ar skoðanir manna langar leiðir á
greiðslunni. Kratarnir voru gjarnan
' / lokkaprúðir og skiptu til vinstri.
Þeirri hárgreiðslu hefur Ólafur síð-
'f , an haldið til haga svo landsfrægt er
orðið. Það má reyndar geta þess að
Ólafur Ragnar og Jón Baldvin voru
báðir síðhærðir í bernsku þó að það
/ hafi verið sjaldgæft á þeim tíma um
Ólafur Ragnar sem
glókollur á ísafiröi
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra fæddist þann 14. maí 1943
á ísafirði. Faðir Ölafs Ragnars var
Grímur Kristgeirsson úr Borgarfirði.
Móðir hans hét Svanhildur Ólafs-
dóttir Hjartar og var húsmóðir. Hún
var berklaveik og dvaldist Ólafur
því langdvölum hjá afa sínum og
ömmu á Þingeyri. Sumir sem Press-
an spurði vildu kenna sjúkdómi
móðurinnar um hvað Ólafur var lít-
ið með öðrum krökkum. Hvort sem
þar var um að kenna lífhræðslu eða
þeim fordómum sem fólk hafði
varðandi sjúkdóminn.
RAKARI FYRIR KRATANA
Grímur var búfræðingur að
mennt en fluttist ungur til ísafjarðar.
Hann gerðist lögregluþjónn á ísa-
firði en síðar starfaði hann sem rak-
ari og loks verkstjóri hjá bænum og
bæjarfulltrúi fyrir kratana. Meðan
jafnaldrar Ólafs á ísafirði veltu sér í
slorinu, slógust með spýtusverðum
eða dorguðu á bryggjunni sat Ólafur
uppábúinn á rakarastofunni hjá
pabba sínum greiddur og snurfusað-
ur eins og dúkka. Grímur þótti rösk-
ur rakari og var jafnan leitað til hans
ef tíminn var naumur enda sólund-
aði hann ekki tíma í neitt óþarfa
stúss. í þá daga hafði hver flokkur
sinn rakara og mátti þekkja pólitísk-
stráka. Enda höfðu þeir afar fallega
og ljósa lokka og gátu mæður þeirra
ekki hugsað sér að skerða þá.
Á SKÍÐUM SKEMMTI MÉR TRA
Ólafur Ragnar kom á skíðaviku til
ísafjarðar upp^ úr 1970, útbúinn
flottum skíðagræjum og nýjum
skíðagalla og var á honum hvorki
blettur né hrukka. Hann fór hnar-
reistur upp í brattari lyftuna og
hugðist bruna niður. En það fór nú
svo að eftir að hafa strokið sér íhug-
andi um hökuna litla stund gekk
hann niður aftur með skíðin á bak-
inu og var að sögn viðstaddra ekki
jafn hnakkakertur og áður.
Athqfnqmqdur
og Arngrímspúki
Jósafat Arngríms-
son, alþjóölegur at-
hafnamaöur
Jósafat Arngrímsson fæddist á
Mýrum í Dýrafirði, en ólst upp á ísa-
firði yngstur af ellefu systkinum.
Faðir hans var Arngrímur Bjarna-
son mikill athafnamaður. Arngrím-
ur var höfuðandstæðingur Hanni-
bals Valdimarssonar í pólitík, sjálf-
stæðismaður og ritstjóri blaðs sjálf-
stæðismanna á Vestfjörðum. Jósafat
minntist æskuáranna í tímaritinu
Mannlífi með eftirfarandi hætti.
„Ég lít fyrst og fremst á mig sem
ísfirðing og elska ísafjörð.
Ég drakk það í mig með móður-
mjólkinni að kenna aldrei í brjósti
um sjálfan mig og láta aldrei deigan
síga. Mamma heitin fór oft meö
þessa vísu og hún segir margt um
uppeldi okkar systkinanna:
En enginn madur á mér sér
inn þegar blœöa sárin.
Hef ég reynt ad harka af mér
og hlceja í gegnum tárin.
Þetta hef ég haft að leiðarljósi í líf-
inu.“
STEFNDI AÐ ÞINGMENNSKU
Jósafat varð snemma mjög virkur
í pólitík og fylgdi sjálfstæðismönn-
um að málum líkt og faðir hans.
Jafnaldrar Jósafats á Isafirði segja
hann hafa verið ákaflega litskrúð-
uga persónu. Hann var jafnaldra
þeim Jóni Laxdal leikara og Jóni
Bjarnasyni Ijósmyndasmiði. Þeir
þrír áttu það til að vera mjög uppá-
tækjasamir. Einn viðmælenda
blaðsins lýsti Arngrímspúkunum
eins og hann kallaði Jósafat og
bræður hans þannig: Þeir voru sér-
stakur þjóðflokkur svona ribbaldar
og það sem aðallega einkenndi þá
var að þeir fóru gjarnan í burtu um
tíma þegar komið var fram á ung-
lingsár og komu til baka eins og
greifar í klæðaburði og háttalagi.
Jósafat sýndi lítil tiiþrif í viðskiptum
þegar hann var yngri en þeim mun
meiri þegar hann óx úr grasi.
UMDEILDUR FERILL
Hann settist að á Suðurnesjum og
hóf þar í meira lagi umdeildan feril
sinn sem fjármálamaður. Hann
stefndi að þingmennsku líkt og
sveitungar hans Jón Baldvin og Ól-
afur Ragnar áttu eftir að gera. Árið
1964 var Jósafat, þá forstjóri og
framkvæmdastjóri sjö fyrirtækja,
hnepptur í gæsluvarðhald meðan
rannsókn var gerð á skjalafalsi í
tengslum við verktakastarfsemi á
Keflavíkurflugvelli. Með rannsókn-
inni og þeim málum sem sigldu í
kjölfarið fuku þingmannsdraumarn-
ir út í veður og vind. Fjármálaferill
Jósafats hélt síðan áfram og hann
hefur skapað sér feril sem alþjóðleg-
ur fjármálamaður og að sumra dómi
vafasaman undir nafninu Joe Grim-
son.