Pressan


Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 6

Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAI 1991 KEU/ HOBBY HÁÞRÝSTIDÆLAN Á auðveldan hátt þrífur þú: Bílinn, húsið, rúðurnar, veröndina o.fl. Úrval aukahluta! Hreinlega allt til hreinlætis REKSTRARVÖRUR Réttarhálst 2 - 110 R vik -.Simar 31956-685554 IEeoii ein auglýsingastofan hef- ur verið opnuð í Reykjavík. Hún heitir Os og er í eigu þriggja ungra manna, Guðjóns Más Guðjóns- sonar, Einars Snorra Einarssonar og Eiðs Eysteinssonar, fyrrum herra íslands. Þeir ætla að sérhæfa sig í því að búa til lókó á glænýtt hugbúnaðarkerfi, sem þeir eru einir um að eiga á landinu. Os ætlar þó ekki að halda sig eingöngu við lók- óin, heldur einnig gera sjónvarps- og blaðaauglýsingar í samkeppni við þær auglýsingastofur sem fyrir eru ... jub ■ W Menningarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Súsanna Svav- arsdóttir á Morgunblaðinu er þessa dagana að skrifa bók um þá hlið aikóhólismans sém snýr að ættingj- um alkóhólistanna. Súsanna hefur gruflað heilmikið í þessum málum á undanförnum árum, en skrifin byggir hún ekki síður á sinni eigin reynslu, sem aðstandandi... A hlutabréfamarkaðinum hef- ur vakið athygli hversu bréf í Sjó- vá-Almennum eru hátt verðlögð. Það er rakið beint til valdabaráttunnar milli hópa í Sjóvá-Al- mennum og í Eim- skipafélaginu/Burð- arási. Bræðurnir Benedikt Sveins- son og Einar Sveinsson af Engeyjarætt reyna af mætti að halda aftur af hlutabréfa- kaupum Haildórs H. Jónssonar, Mest seldu rúmin í Bandaríkjunum. Hágæða dýnur í mörgum verðflokkum. Marco Opið virka daga frá kl. 10—18, laugardaga frá kl. 11—14. Langholtsvegi 111, sími 680690 Thors Ó. Thors og Harðar Sigur- gestssonar, en Burðarás jók hlut sinn í Sjóvá-Almennum úr 3,6 í 9,5 prósent á síðasta ári. Á síðasta aðal- fundi Eimskipafélagsins ætlaði Benedikt á móti að láta á það reyna hvort Sjóvá-Almennar næðu ekki tveimur mönnum í stjóm, en var of seinn að biðja um hlutfallskosn- ingu... E IHftir að Fjárfestingarfélagið tap- aði máli sem Framkvæmdasjóður höfðaði gegn félaginu til að inn- heimta ábyrgðir sem Fjárfestingarfé- lagið veitti Vogalaxi, dótturfyrirtæki sínu, er ljóst að bókfærð- ur hagnaður félags- ins á síðasta ári er farinn fyrir lítið. Síð- asta ár var það fyrsta í langan tíma sem Fjárfestingarfélagið sýndi hagnað. Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfé- lagsins, á því í sömu erfiðleikum og forverar hans hjá félaginu, Gunnar Helgi Hálfdánarson og Gunnar Óskarsson. Fjárfestingarfélagið hefur verið rekið með tapi eða rétt við núllið á sama tíma og önnur fjármagnsfyrirtæki hafa verið rekin með bullandi hagnaði... lEftir yfiriýsingar Haildórs Blöndal nýs landbúnaðarráðherra síðustu daga þykir mörgum sýnt að framsóknarmenn í Norðurlandi eystra hafi unnið mun stærri sigur en þeir héldu. Nú hafi þeir ekki bara Guð- mund Bjarnason, Valgerði Sverris- dóttur, Jóhannes Geir Sigur- geirsson og Steingrím J., heldur Halldór líka . .. miTSUSHIBH Thc Itmige ot Pcrtection ©GDLF VERÐSPRENGING unuFt Glæsibæ - Sími 82922 m a 1/1 SETT 3 MÁLM/KYLFUR 9 JÁRN fyrir dömur og herra aðeins kf. 26.500,' UNGLINGASETT 2 MÁLM/KYLFUR 4 JÁRN + PUTTER aðeinskf. 15.900,' G0LFKERRUR kr. 6.600,- Glæsilegir golfpokar ífallegum litum. r poki AÐEJNS kr. 8.900, 7“ POKI AÐEINS kr. 6.900, H w

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.