Pressan - 16.05.1991, Side 7
(
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAÍ 1991
MJOIKIIRHOLLIN
BYGGD FYRIR 750
MLLJONA KROrU
MJOLKORflUT
Allt síðan 1986 hefur Mjólkursamsalan í Reykjavík þeg-
ið gífurlega háar upphæðir úr millifærslusjóðum mjólk-
uriðnaðarins. Þessir sjóðir fá tekjur sínar af álagningu á
heildsöluverð mjólkur. Þeir eiga að notast til að standa
undir framleiðslu og söiu á mjólkurvörum sem erfiðar
eru í sölu svo sem rjóma og smjöri. Einnig eiga þeir að
standa undir svæðabundnum kostnaði við mjólkurfram-
leiðslu. Árið 1986 breyttu þeir hins vegar um hlutverk og
fjármagnið frá þeim fór að streyma til MS um leið og fyr-
irtækið stóö í byggingu mjólkurstöðvarinnar á Bitruhálsi.
Þessi mjólkurskattur fór því í það að standa straum af ný-
byggingum MS þrátt fyrir að fyrirtækið standi í raun það
vel að því sé engin vorkunn að kosta þessar framkvæmd-
ir sjálft.
Þessir sjóðir, sem hér um ræðir,
eru starfræktir á heildsölustigi
mjólkurvinnslunnar. Þeir heita
Verðmiðlunarsjóður, Verðtilfærslu-
sjóður, Millisvæðaflutningssjóður
og Léttmjólkursjóður.
1. mars síðastliðinn fækkaði þeim
hins vegar um tvo þegar Verðmiðl-
unarsjóður og Millisvæðaflutnings-
sjóður runnu saman og heita hér eft-
ir Verðmiðlunarsjóður. Verðtil-
færslusjóður og Léttmjólkursjóður
runnu einnig saman og heita Verð-
tilfærslusjóður.
Upphaf verðmiðlunar innan
mjólkuriðnaðarins má rekja til árs-
ins 1934 með setningu mjólkursölu-
laganna. Tilgangurinn með verð-
miðluninni var að jafna rekstrarleg-
an aðstöðumun búanna og gera
þeim kleift að greiða bændum sem
jafnast verð eftir viðskiptasvæðum.
Frá 1959 hafa ársreikningar mjólk-
urbúanna verið notaðir til að
ákveða greiðslur úr Verðmiðlunar-
sjóði. Verðmiðlunargjald má ekki
vera hærra en 5,5% af heildsölu-
verði viðkomandi búvöru.
MS HEFUR FENGHD
750 MILUÓNIR
Um þessa sjóði hefur runnið um
það bil hálfur milljarður krónaá ári.
Má sem dæmi nef na að reikningsár-
ið 1988 til 1989 (frá ágústlokum til
septemberbyrjunar eins og reikn-
ingsárið er í landbúnaðinum)
greiddu þessir sjóðir út um 460 millj-
ónir króna.
í nýlegri grein eftir Markús Möller
hagfræðing í Seðlabankanum kem-
ur fram að á árunum 1986 til 1989
námu greiðslur Verðmiðlunarsjóðs
til MS um 600 milljónum króna.
Guölaugur Björgvinsson, forstjóri
MS, sagðist í samtali við PRESSUNA
ekki draga þessa tölu í efa.
Þessu til viðbótar fékk MS tæpar
150 milljónir króna úr Verðmiðlun-
arsjóði í fyrra. Greiðslur til MS hafa
nú verið stöðvaðar. Á þessu tíma-
bili, frá 1986 til 1990, hefur því MS
fengið um 750 milljónir króna sem
meðal annars hafa verið notaðar til
að standa undir fjárfestingu á Bitru-
hálsi.
Þar á nú MS miklar eignir sem litl-
ar skuidir hvíla á. Fasteignamat á
húsinu að Bitruhálsi 1 er
978.594.000 krónur en fasteigna-
mat lóðar er 97.104.000 krónur.
FRUMSTÆÐAR OG FLÓKNAR
REGLUR UM STÓRA SJÓÐI
Samruni sjóðanna, sem áður var
nefndur, er furðu einfaldur því
reglugerðir um þá eru fáar. Aðeins
er til reglugerð um Verðmiðlunar-
sjóðinn en hinir hafa verið starf-
ræktir samkvæmt ákvæðum í Bú-
vörulögunum. Skilgreining á starfi
Fasteignamat lóðar og húss Mjólkursamsölunnar að Bitruhálsi 1 í
Reykjavík er upp á tæplega 1100 milljónir króna. Við hliðina, á Bitruhálsi
2, er síðan fyrirtæki MS, Osta- og smjörsalan, en fasteignamat þess er
upp á rúmlega 245 milljónir króna. Verðmæti tækjakosts má síðan áætla
að sé nokkur hundruð milljónir króna.
þeirra hefur því í raun verið í hönd-
um Framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins.
Það hlýtur að teljast umdeilt hvort
þessir verðmiðlunarsjóðir eigi að
standa undir nýfjárfestingu, um það
er ekki hægt að finna ákvæði í lög-
um og reglugerðum honum tengt.
Sagðist til dæmis Þóröur Ásgeirs-
son, forstjóri Baulu, telja slíkt óeðli-
legt.
Svipuð sjónarmið mátti finna hjá
Ara Skúlasyni, hagfræðingi Alþýðu-
sambands íslands, en hann er full-
trúi sambandsins í fimm-manna
nefndinni sem ákveður framleiðslu-
verð á heildsölustigi. Ari benti
reyndar á að úthlutunin væri eftir
fyrirfram ákveðnum reglum og því
lítið í höndum fimm-manna nefnd-
arinnar. Ari sagðist ekki sjá að það
væri eðlilegt að f jármunir úr þess-
um sjóði væru notaðir til eignaupp-
byggingar því með því eru neytend-
ur að borga uppbygginguna með
sérstakri skattheimtu.
Guðlaugur Björgvinsson mót-
mælti því hins vegar að þessi notk-
un á verðmiðiunargjaldinu stangað-
ist nokkuð á við markmiðin með
því. Hann sagði að í gegnum tíðina
hefðu mjólkurbúin staðið undir fjár-
festingum sínum að nokkru með
þessu gjaldi og nefndi til fram-
kvæmdir í Borgarnesi og á Akur-
eyri.
ÓTRÚLEGA STÖNDUGIR
MIÐAÐ VIÐ FRAMKVÆMDIR
Þegar ársreikningar Mjólkursam-
sölunnar eru skoðaðir kemur í ljós
að þetta fyrirtæki er með stöndug-
ustu fyrirtækjum landsins. Eignir
hennar eru um 3 milljarðar. Skuld-
irnar eru hins vegar ekki nema um
950 milljónir. Eigið fé samsölunnar
er því umtalsvert eða 2,1 milljarður.
Þessi staða er hreint ótrúleg miðað
við að fyrirtækið er nýkomið út úr
feiknardýrum húsbyggingum og
fjárfestingum. Þessi fjárfesting átti
sér stað á tímabili sem almennt hef-
ur verið talið mjög óhagkvæmt til
Ef hætt væri að greiða í milli-
færslusjóði mjólkurvinnslunnar af
léttmjólk mætti lækka verð á
hvern lítra til neytenda um 23
krónur.
fjárfestinga á íslandi.
Til að meta stöðu fyrirtækja er oft
litið til eiginfjárhlutfalls þeirra.
Þetta hlutfall sýnir hversu stór hluti
skráðra eigna er skuldlaus eign. Hjá
Mjólkursamsölunni er þetta hlutfall
69 prósent. Jafn hátt hlutfall er
sjaldséð hjá íslenskum fyrirtækjum
og það eru helst ríkis- og borgarfyr-
irtæki sem geta státað af jafn háu
hlutfalli. Það dugir þó ekki alltaf til.
Þannig er Áfengis- og tóbaksverslun
rikisins með lægra eiginfjárhlutfall
en Mjólkursamsalan. ÁTVR er því
ekki jafn máttugt fyrirtæki og sam-
salan. ,
Stór einkafyrirtæki á borð við
Eimskip og olíufélögin eru næstum
öll með miklu minna eiginfjárhlut-
fall en samsalan.
Jafnvel þó að Mjólkursamsalan
mundi greiða 750 milljón króna
mjólkurskattinn sinn til baka með
skuldabréfi mundi það ekki skaða
eiginfjárstöðu fyrirtækisins meir en
svo að það væri enn með betri stöðu
en Eimskip, oliufélögin og mörg
önnur fyrirtæki á hlutabréfamark-
aði.
Siguröur Már Jónsson ásamt Gunnari
Smára Egilssyni